Heimskautagrár BMW X7, kyrrstæður með eyðimörk í bakgrunni, skásett sjónarhorn á framhluta, G07 2019

X7

BMW X7: GERÐIR
OG BÚNAÐUR

Aktu í meiri lúxus: BMW X7 uppfyllir ströngustu staðla hönnunar, aksturseiginleika og tækni. Fyrsta flokks búnaður undirstrikar fágað útlit bílsins og gefur honum óviðjafnanlegt yfirbragð. Innanrýmið er einstaklega rúmgott, með smekklegri blöndu glæsileika, fjölhæfni og nýjunga, og niðurstaðan er ógleymanleg akstursupplifun með nýrri vídd. Fyrsta flokks stafræn þjónusta og nútímaleg akstursaðstoðarkerfi skapa einstök þægindi sem þekkjast varla einu sinni í flokki lúxusbíla.

Lesa meira
X7BMW X7: GERÐIR<br>OG BÚNAÐUR

KRAFTMIKIÐ YFIRBRAGÐ

SKOÐA GERÐIR OG AUKABÚNAÐ BMW X7

BMW X7

Vermont-bronsaður BMW X7 setur markið mjög hátt frá fyrstu sýn með fyrsta flokks staðal- og aukabúnaði. Fallegar léttar 21" álfelgur, sem í boði eru sem aukabúnaður, og xDrive40i-vélin tryggja mjúkan og einstaklega þægilegan akstur öllum stundum. Í innanrýminu sameinast svart Vernasca-leður og sérhannaðir klæðningarlistar úr vönduðum kolgrábrúnum asparviði, gæðabúnaður og ótrúleg tæknileg þægindi – þökk sé BMW Live Professional-ökumannsrými sem fylgir sem staðalbúnaður.

Studio shot of the BMW X7 three-quarter front view in Vermont bronze

Vermont-bronsaður BMW X7 setur markið mjög hátt frá fyrstu sýn með fyrsta flokks staðal- og aukabúnaði. Fallegar léttar 21" álfelgur, sem í boði eru sem aukabúnaður, og xDrive40i-vélin tryggja mjúkan og einstaklega þægilegan akstur öllum stundum. Í innanrýminu sameinast svart Vernasca-leður og sérhannaðir klæðningarlistar úr vönduðum kolgrábrúnum asparviði, gæðabúnaður og ótrúleg tæknileg þægindi – þökk sé BMW Live Professional-ökumannsrými sem fylgir sem staðalbúnaður.

DESIGN PURE EXCELLENCE

Design Pure Excellence-búnaðarpakkinn býður upp á einstök útlitsleg einkenni. Hágljáandi krómskreytingar á ytra byrði og áferð á innanrými undirstrika nútímalegt, íburðarmikið og fallegt yfirbragð BMW X7 með einstöku handverki.

Stúdíómynd af BMW X7 Design Pure Excellence með skásett sjónarhorn á framhluta

Design Pure Excellence-búnaðarpakkinn býður upp á einstök útlitsleg einkenni. Hágljáandi krómskreytingar á ytra byrði og áferð á innanrými undirstrika nútímalegt, íburðarmikið og fallegt yfirbragð BMW X7 með einstöku handverki.

M SPORT PACKAGE

M Sport-pakkinn gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-pakkinn tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis (s.s. svartkrómaðar skreytingar) og innanrýmis (s.s. Alcantara-kolgráa BMW Individual-loftklæðningu), aukna akstursánægju. Steptronic-sportskipting, M Sport-hemlar og M Aerodynamics-pakkinn bæta aksturseiginleikana svo um munar.

Stúdíómynd af BMW X7 með M Sport-pakka með skásett sjónarhorn á framhluta

M Sport-pakkinn gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-pakkinn tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis (s.s. svartkrómaðar skreytingar) og innanrýmis (s.s. Alcantara-kolgráa BMW Individual-loftklæðningu), aukna akstursánægju. Steptronic-sportskipting, M Sport-hemlar og M Aerodynamics-pakkinn bæta aksturseiginleikana svo um munar.

BMW INDIVIDUAL X7 xDRIVE40i

Ásýnd hins einstaka. BMW Individual-búnaður með sanseruðu Ametrin-lakki undirstrikar íburðarmikið yfirbragð BMW X7. Í innanrýminu myndar fjölbreytt hönnun áklæðis fyrsta flokks umhverfi. BMW Individual-leðuráklæði á sætum úr Merino-leðri er í boði frá beinhvítu yfir í kaffi- og Tartufo-brúnt. Tvílitt áklæði með áherslulitum kallar fram einstaka tilfinningu. Og með sérhönnuðum innréttingunum skapar það sérstaka stemningu.

Stúdíómynd af BMW X7 með BMW Individual X7 xDrive40i með skásett sjónarhorn á framhluta

Ásýnd hins einstaka. BMW Individual-búnaður með sanseruðu Ametrin-lakki undirstrikar íburðarmikið yfirbragð BMW X7. Í innanrýminu myndar fjölbreytt hönnun áklæðis fyrsta flokks umhverfi. BMW Individual-leðuráklæði á sætum úr Merino-leðri er í boði frá beinhvítu yfir í kaffi- og Tartufo-brúnt. Tvílitt áklæði með áherslulitum kallar fram einstaka tilfinningu. Og með sérhönnuðum innréttingunum skapar það sérstaka stemningu.

HRÍFANDI AUGNABLIK

YTRA BYRÐI OG INNANRÝMI BMW X7

Frá fyrstu sýn er einstakt yfirbragð og afgerandi útlit BMW X7 augljóst. Vel lagaðir fletir og fíngerð hönnun gefa bílnum afgerandi fágað útlit. Í innanrýminu býður lúxussportjeppinn upp á mjög gott rými og nýtt og óviðjafnanlegt andrúmsloft í gegnum vandaða hönnun og hugvitssamlegan búnað sem hugsaður er með afslöppun og þægindi í fyrirrúmi.
BMW X7 að framan
Nærmynd af tvískiptu BMW-grilli á framhluta BMW X7

Tvískipt BMW-grill

Miðlægt tvískipt BMW-grill undirstrikar yfirbragð og fagurfræði bílsins að framan.
Nærmynd af BMW Laserlight-ljósi á framhluta BMW X7

BMW Laserlight-ljós

Í háljósastillingu með leysigeisla lýsa BMW Laserlight-ljós, með einstakri X-hönnun, allt að 600 metra fram á veginn, sem er nánast tvöfalt drægi á við hefðbundin aðalljós. Betra skyggni í myrkri eykur öryggi til muna. Blátt X-merkið og „BMW Laser“-áletrunin undirstrika háþróaðan tæknibúnað bílsins.
Nærmynd af léttri 22" álfelgu á BMW X7

Léttar 22" álfelgur

Tvílitar gljájárngráar, léttar 22" 757 álfelgur með tvískiptum örmum og blönduðum hjólbörðum, 9.5J x 22 með 275/40 R22 hjólbörðum að framan, 10.5J x 22 með 315/35 R22 hjólbörðum að aftan.* * Aðrar stærðir og stílar í boði.
Nærmynd af loftunarbúnaði BMW X7

Loftunarbúnaður

Loftunarbúnaðurinn fyrir innan brettakantana að framan og hokkíkylfulistinn sem liggur eftir bílnum endilöngum undirstrika fallegt yfirbragðið og lengd bílsins.
Nærmynd af krómlista á afturhluta BMW X7

Krómlisti

Láréttur krómlisti á milli afturljósanna kallar fram fáguð og sportleg einkenni bílsins. Eins og á eðalvagnsútfærslu BMW 7-línunnar undirstrikar krómlistinn yfirbyggingarlitinn og skapar samfellda tengingu á milli kraftmikilla hliða og afturhluta.
Nærmynd af CraftedClarity-gleráferð BMW X7

CraftedClarity-gleráferð

Notkun CraftedClarity-glers gefur innanrýminu glæsilegt yfirbragð og skemmtilega áferð með handunnum kristalsskreytingum. Gírskiptirofinn, hljóðstjórnhnappar, iDrive-hnappur og aflrofinn eru kristalklæddir.
Nærmynd af gæðaleðurhönnun BMW X7

Gæðaleðurhönnun

Beinhvítt/miðnæturblátt BMW Individual-leðuráklæði úr Merino-leðri, svartur litur í innanrými
Skásett sjónarhorn ofan á sex sæti BMW X7

BMW X7, sex eða sjö sæta

Þriðja sætaröð í fullri stærð er afhent með sama áklæði, stemningslýsingu, tveimur glasahöldurum og sérstökum þakglugga sem staðalbúnaði. Til að auðvelda aðgengi að henni er hægt að fella aðra sætaröðina fram með Easy-Entry aðgengiseiginleika. Aðskilin stilling sæta í annarri röð í bíl með sex sæta útfærslu býður farþegum í öftustu sætaröðinni upp á enn meiri þægindi. Um leið er aðgengi að þriðju sætaröðinni aukið.
Skásett sjónarhorn upp í stóran Sky Lounge-þakglugga með appelsínugulri stemningslýsingu allan hringinn

Stór Sky Lounge-þakgluggi

Stór Sky Lounge-þakglugginn skapar náttúrulegt andrúmsloft, sérstaklega í myrkri, með stemningslýsingu meira en 15.000 ljósdíóða. Hægt er að stilla stemningslýsinguna á sex mismunandi liti.
Mælaborðið er rammað inn með appelsínugulri stemningslýsingu

Stemningslýsing

Stemningslýsingin býður upp á áherslulýsingu og skapar afslappað andrúmsloft í innanrýminu. Af sex lýsingarútfærslum eru fjórar með sjálfvirkum eiginleika. Ljósadregillinn lýsir upp svæðið fyrir framan dyr bílsins þegar stigið er inn í og út úr honum.

HEIMILI NÝJUNGANNA

Ökumannsrými BMW X7 með áherslu á mælaborð og stjórnborð
Skásett sjónarhorn upp að BMW Live Professional-ökumannsrýminu

BMW Live Professional-ökumannsrými

BMW Live Professional-ökumannsrými með leiðsögn er búið tveimur gæðaskjáum, 12,3" stjórnskjá með snertistjórnun og stafrænum 12,3" mælaskjá.
Karl og kona sitja í bílnum, konan að nota bendistjórnunina

BMW-bendistjórnun

BMW-bendistjórnun býður upp á stjórnun sumra aðgerða með tilteknum handahreyfingum. Tilteknum aðgerðum í kerfinu er til dæmis hægt að stjórna með handabendingum á borð við að „strjúka“ eða „benda“ til að svara eða hafna símtali eða hringhreyfingu með vísifingri til að stilla hljóðstyrk.
Professional-akstursaðstoð: Nærmynd af stjórnborði ökumanns

Professional-akstursaðstoð

Professional-akstursaðstoð býður upp á mestu mögulegu þægindi og hámarksöryggi við hættulegan eða endurtekningasaman akstur með stýrisaðstoð og akreinastýringu, þar á meðal fyrir þröngar aðstæður, neyðarstöðvunaraðstoð, hættuviðvörun, akreinastýringu með virkri vörn gegn hliðarárekstrum og öðrum öryggiseiginleikum.
Bílastæðaaðstoð+: Nærmynd af stjórnborði ökumanns

Bílastæðaaðstoð+

Bílastæðaaðstoð+ auðveldar þér að stýra og leggja bílnum. Kerfið er meðal annars búið umhverfismyndavélakerfi, með ofansýn, víðmynd og ytri sýn í þrívídd, sem og bílastæðaaðstoð til hliðanna og bílastæðakerfi með leiðbeiningarlínum og bakkaðstoð.
Skásett sjónarhorn ofan á ljósadregil sem varpað er á jörðina við dyrnar ökumannsmegin

Ljósadregill

Ljósadregillinn varpar mynstraðri lýsingu á jörðina og skapar hlýlega stemningu við dyrnar. Þetta eykur einnig öryggi og þægindi þegar stigið er út úr bílnum í myrkri.
Mynd af hliðarhátölurum Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfis

Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfi

Bowers & Wilkins Diamond Surround-hljóðkerfi með tveimur tígullaga hátíðnihátölurum býður upp á framúrskarandi hljóm í hljóðversgæðum í öllum sætum bílsins, þar á meðal þrívíðan hljóm. Hárnákvæm uppröðun 20 hátalara, upp á samtals 1500 vött, skilar óviðjafnanlegum hljóðheimi. Hver hátalari er kallaður fram með sérstakri lýsingu, sem undirstrikar sjónrænt frábær hljómgæði kerfisins.
Skásett sjónarhorn á Professional-afþreyingarkerfi í aftursæti aftan á framsætum

Professional-afþreyingarkerfi í aftursæti

Professional-afþreyingarkerfi í aftursæti er búið tveimur 10,2" aðskildum litaskjáum með mikilli upplausn, snertistjórnun, hallastillingu og Blu-ray drifi. Þannig er hægt að nota leiðsögn og internetið á ferðinni (svo lengi sem farsímaáskrift er til staðar). Kerfið er auk þess búið USB-tengi og tengingum fyrir MP3-spilara, leikjatölvur og heyrnartól (einnig þráðlausum).
Nærmynd af miðstokki með áherslu á glasahaldara með hitastýringu

Glasahaldarar með hitastýringu

Glasahaldarar með hitastýringu á miðstokknum geta kælt eða haldið drykkjum heitum. Hitastýringin er virkjuð með hnöppum vinstra og hægra megin. Stemningslýsingin gefur einnig til kynna hvaða hitastilling er valin (blá fyrir kælingu og rauð fyrir hita).
Nærmynd af fimm svæða sjálfvirkri loftkælingu

Fimm svæða sjálfvirk loftkæling

Með sjálfvirkri loftkælingu með fimm svæða stjórnun er hægt að stilla hitastigið sérstaklega fyrir ökumann, farþega í framsæti, vinstri og hægri hlið annarrar sætaraðar og þriðju sætaröð. Þannig getur hver og einn farþegi notið þess hitastigs sem viðkomandi kýs.

YFIRBURÐABÍLL

EINSTAKIR AKSTURSEIGINLEIKAR BMW X7

Augljósir yfirburðir: Nýr BMW X7 er lúxussportjeppi með alvöru torfærugetu. Sjálfvirk tveggja öxla loftfjöðrun, hugvitssamlega hannað stjórnkerfi fyrir undirvagn og sjálfvirkt stýri tryggja hámarksstjórn og frábær þægindi á hvers kyns undirlagi. M Sport-útblástursbúnaðurinn tryggir auk þess að vélarhljóðið kallast á við kraftmikil afköstin.
BMW TwinPower Turbo-vél, nærmynd
Nærmynd af miðstokki með áherslu á fjórar torfærustillingar

xOffroad-pakki

Nýr BMW X7 er í boði með xOffroad-pakka sem gerir þér kleift að aka á öruggan og skjótan máta á vegum sem og lausara undirlagi. Fjórar torfærustillingar laga xDrive-aldrifið enn nákvæmar að undirlaginu hverju sinni – og gefa enn betra grip í sandi, grjóti, möl eða snjó.
Nærmynd af M-sportbílsútblásturskerfi

M Sport-útblásturskerfi

M Sport-útblásturskerfið gefur frá sér hljóð sem hægt er að stilla á enn ákafara vélarhljóð með aksturseiginleikahnöppum í stillingunum SPORT og SPORT+ um leið og þægindastillingin stillir á dempaðra vélarhljóð.
Sjálfvirk tveggja öxla loftfjöðrun: nærmynd

Sjálfvirk tveggja öxla loftfjöðrun

Sjálfvirk tveggja öxla loftfjöðrun er staðalbúnaður sem gerir aksturinn sérstaklega þægilegan með góðum aksturseiginleikum, auk þess að auðvelda þér að stíga inn í og út úr bílnum og hlaða farangri í hann. Loftfjöðrunin heldur bílnum sjálfkrafa í tiltekinni hæð, óháð hleðslunni. Einnig er hægt að hækka hana eða lækka með einum hnappi.
BMW X7: Sjálfvirkt stýri

Sjálfvirkt stýri

Sjálfvirkt stýri sameinar stuðning sem breytist í samræmi við stýrishorn á framöxli og afturhjól sem hjálpa til við stýringu. Á minni hraða býður það upp á aukinn hreyfanleika og lipurð með því að beygja afturhjólunum í gagnstæða átt við framhjólin. Frá og með 60 km/klst. beygja afturhjólin í sömu átt og framhjólin til að auka stöðugleika og þægindi.

ELDSNEYTISNOTKUN OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS

BMW X7 xDrive40i:
Blandaður (l/100km): 9.0–8.7
CO2 í blönduðum akstri(g/km): 205–198

Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.

 

Lesa meira