BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé

CONCEPT i4

BMW CONCEPT i4: HELSTU ATRIÐI FYRSTA GRAN COUPÉ-RAFBÍLSINS FRÁ BMW

Ertu tilbúinn að upplifa áður óþekkta rafdrifna akstursánægju? BMW Concept i4 er fyrsti rafknúni Gran Coupé-bíllinn frá BMW og um leið einstakt dæmi um hversu rótgróið rafmagnsdrifkerfið er orðið hjá BMW. BMW Concept i4 er búinn fimmtu kynslóð eDrive-tækni BMW sem skilar sér í ótrúlegri tölfræði í tengslum við afkastagetu. Ökumaður og farþegar geta látið sig hlakka til sportlegrar akstursupplifunar sem ekki er hægt að tjá í tölum. Þetta hljóðláta afl þarf að upplifa á eigin skinni. Þessi hugvitsamlegi BMW-rafbíll dregur litla 600 kílómetra og setur ný viðmið þegar kemur að notagildi í hversdeginum og drægi yfir lengri vegalengdir.
Skoðaðu sportlega og fágaða hönnun og nútímalega fagurfræði nýs BMW Concept i4 og fáðu forsmekkinn af BMW i4, fyrstu rafknúnu línunni frá BMW í flokki miðlungsstórra bíla, sem fer í framleiðslu árið 2021.
 

Lesa meira
CONCEPT i4BMW CONCEPT i4: HELSTU ATRIÐI FYRSTA GRAN COUPÉ-RAFBÍLSINS FRÁ BMW

HELSTU ATRIÐI BMW CONCEPT i4.

Kynntu þér hönnun, aksturseiginleika, drægi og hugvitsamlegan búnað.

BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, ytra byrði rafknúins BMW Gran Coupé

YTRA BYRÐI BMW CONCEPT i4.

Rafmagnaður bíll.

Í hönnun BMW Concept i4 sameinast rafdrifnar samgöngur og fagurfræði, kraftur og sjálfbærni. Um leið skapar nútímalegt og fágað ytra byrðið skemmtilega andstæðu við sérstaklega kraftmikla akstursupplifun. Fullkominn samhljómur í Gran Coupé-lögun bílsins gefur honum einstakt og öruggt yfirbragð: langt hjólhaf, ávöl lögun þaklínunnar og stutt skögun mynda útlínur sem einkennast af krafti og fágun. BMW Concept i4 er forsmekkurinn að BMW i4-línunni og rafdrifinni framtíð Gran Coupé-bíla frá BMW.

Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls, rafknúinn BMW Gran Coupé

HÖNNUN INNANRÝMIS Í BMW CONCEPT i4.

Þar sem nýbreytni og látleysi fara saman.

Rúmgott innanrými BMW Concept i4 er bjart og einkennist af nútímalegri fágun. Sveigður skjárinn frammi í er sérstaklega lagaður að ökumanninum. Innanrýmið umhverfis ökumannsrýmið einkennist af látlausum stíl. Stjórntækjum er raðað þétt saman til að stuðla að nútímalegu en um leið íburðarmiklu andrúmslofti. Gullbronsaðir og krómaðir skrautlistar og kristalglersáferð á stjórntækjum undirstrika hágæðayfirbragð innanrýmisins. Niðurstaðan er skipulega uppsett innanrými með björtu, nútímalegu og rúmgóðu yfirbragði sem kallast á við afslappaðan og öruggan akstur rafbílsins.

Aksturseiginleikar og drægi BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls, rafknúinn BMW Gran Coupé

AKSTURSEIGINLEIKAR OG DRÆGI BMW CONCEPT i4.

Kraftmikill bíll með mjög miklu drægi.

BMW Concept i4 er búinn fimmtu kynslóð eDrive-tækni BMW sem skilar sér í ótrúlegum aksturseiginleikum. Rafmótorinn er sérhannaður fyrir BMW i4 og skilar hámarksafli upp á 390 kW (530 hö.), sem er jafnmikið afl og fyrirfinnst í V8-vélum núverandi BMW-gerða með brunahreyfli. Bíllinn þýtur úr 0 í 100 km/klst. á 4,0 sekúndum og nær hámarkshraða upp á rúmlega 200 km/klst. Ásamt sportlegum eiginleikunum býður BMW Concept i4 einnig upp á mjög gott drægi: Sparneytinn aksturinn skilar sér í 600 kílómetra drægi.

BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, sveigður stafrænn skjár í rafknúnum BMW Gran Coupé

HUGVITSAMLEGT STÝRIKERFI BMW CONCEPT i4.

Ný áhersla á ökumanninn.

Í BMW Concept i4 frumsýnum við sveigða skjáinn, sem sameinar upplýsingaskjáinn og stjórnskjáinn á einum samfelldum skjá sem stilltur er að þörfum ökumannsins. Haganlega hannaður sveigður skjárinn, sem verður staðalbúnaður í framtíðargerðum BMW i4 og BMW iNEXT, er sérlagaður að ökumanninum og býður upp á snertistjórnun, um leið og hann gefur ökumannsrýminu einstaklega nútímalegt yfirbragð. Efnið á sveigðum skjánum er stafræn útfærsla í rafrænni línu BMW-bíla og forsmekkur næstu kynslóðar BMW-stýrikerfisins sem notað verður frá og með 2021.

Hönnun BMW Concept i4 vekur eftirtekt með fallegri lögun, kraftmiklu yfirbragði og, síðast en ekki síst, einstakri áherslu á smáatriðin.
Domagoj Dukec, yfirmaður hönnunardeildar BMW

HÖNNUN BMW CONCEPT i4.

Rafmögnuð fegurð nýrrar kynslóðar.

BMW Concept i4 markar upphaf rafmagnsins í BMW Gran Coupé-bílum. Tær hönnun yfirborðsflata, ávöl lögun þaklínunnar og aflíðandi útlínur gefa bílnum kraftmikið og fágað yfirbragð sem er undirstrikað með nútímalegum ljósum og hrímuðum koparlit ytra byrðisins. Hárfínar útlínur kallast á við kraft rafmagnsdrifkerfisins. Við þetta bætist blátt þema að framan, á hliðum og að aftan sem vísar til BMW i-uppruna þessa framúrstefnulega Gran Coupé-bíls. Ökumannsrými BMW Concept i4 einkennist af látlausri hönnun og er fullkomlega miðað að ökumanninum með þungamiðju í stórum sveigðum skjánum. Um leið kallast ljóst og rúmgott innanrýmið og stór þakgluggi á við friðsemd og öryggi aksturs með rafmagni.
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 1, rafknúinn BMW Gran Coupé
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 2, rafknúinn BMW Gran Coupé
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 3, rafknúinn BMW Gran Coupé
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 4, rafknúinn BMW Gran Coupé frá hlið
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 1, rafknúinn BMW Gran Coupé
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 2, rafknúinn BMW Gran Coupé
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 3, rafknúinn BMW Gran Coupé
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 4, nærmynd af hurð með hliðarspegli á rafknúnum BMW Gran Coupé
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 1, rafknúinn BMW Gran Coupé
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 2, rafknúinn BMW Gran Coupé
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 3, rafknúinn BMW Gran Coupé
Ytra byrði BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 4, rafknúinn BMW Gran Coupé frá hlið
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 1, rafknúinn BMW Gran Coupé
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 2, rafknúinn BMW Gran Coupé
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 3, rafknúinn BMW Gran Coupé
Innanrými BMW Concept i4 2020 G26-rafbíls 4, nærmynd af hurð með hliðarspegli á rafknúnum BMW Gran Coupé
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 1
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 2
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 3
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 4
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 5

HELSTU ATRIÐI HÖNNUNAR BMW CONCEPT i4.

Stórt tvískipt grillið og LED-ljósin sitt hvoru megin þar við gefa framhluta BMW Concept i4 afgerandi útlit. Hvar sem á þennan fjögurra dyra Gran Coupé er litið gefur að líta bláleit stílbrigði sem vísa til rafknúinnar aflrásarinnar og BMW-arfleifðarinnar. Breiður afturhluti BMW Concept i4 situr lágt. Að lokum fullkomna rennileg L-laga afturljósin öfluga, friðsæla og nútímalega ásýnd afturhlutans. Ýmis straumlínulagaður búnaður, á borð við dreifara á afturhluta og sérhannaðar felgur, dregur ekki aðeins úr loftmótstöðu heldur undirstrikar hann einnig kraftmikið heildarútlitið. Í innanrýminu skapa sveigður skjárinn, sem lagaður er að stöðu ökumannsins, og gírskiptirofinn framúrstefnulegt yfirbragð með hámarksáherslu á ökumanninn. Búnaður á borð við iDrive-hnappinn og sætisminnishnappa á hurðum er með fallegri kristalglersáferð. Nútímaleg hönnunin er fullkomnuð með sætum sem klædd eru bæði ofnu áklæði og leðri úr sérvöldum efnum úr sjálfbærri framleiðslu.

BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 1
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 2
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 3
BMW Concept i4 2020 G26-rafbíll, rafknúinn BMW Gran Coupé, mynd 4

HÖNNUNARFERLI BMW CONCEPT i4.

 

BMW Iconic Sounds Electric

BMW ICONIC SOUNDS ELECTRIC.

Hljóð BMW Concept i4.

BMW Concept i4 snýst ekki eingöngu um einstaka hönnunina heldur einnig framsækna og einstaka hljóðmyndina. Hún er þróuð undir vörumerkinu BMW IconicSounds Electric af hinu heimsþekkta tónskáldi Hans Zimmer og Renzo Vitale, hljóðhönnuði hjá BMW. BMW IconicSounds Electric er ætlað að skapa tilfinningahrif í BMW-rafbílum og ljá þeim rödd með sérhönnuðum hljóðheimum. Hljóðið í BMW Concept i4 er fullkomið dæmi um þetta, þar sem saman koma fortíð og framtíð BMW. Það kveikir með ökumanninum óviðjafnanlega tilfinningu. Hljóðið er margrætt, óvænt og ber með sér tilfinningu fyrir léttleika og gagnsæi. Hér geturðu upplifað rafræn hljóð BMW Concept i4, allt frá aksturshljóðum í "grunnstillingu" til ákafra og afgerandi hljóða "sportstillingarinnar". Önnur hljóð sem boðið er upp á eru hljóð fyrir opnun hurða og hljóð sem heyrast þegar bíllinn tekur af stað.

Lesa meira