Rafdrifinn akstur á BMW Hleðsla með BMW

HLEÐSLA MEÐ BMW: HRAÐVIRK, EINFÖLD OG SVEIGJANLEG.

HLEÐSLA MEÐ BMW: HRAÐVIRK, EINFÖLD OG SVEIGJANLEG.

Með BMW Charging er hleðslan leikur einn.

Engu skiptir hvernig þú ætlar að nota BMW-rafbílinn þinn: með BMW Charging bjóðast þér ótal sérsniðin tilboð og fjölbreyttar hleðslulausnir, bæði til notkunar heima, á ferðinni og í vinnunni, allt eftir þínum hentugleika. Kynntu þér rafdrifinn akstur sem felur í sér allt sem þú gætir óskað þér í einfaldleika, sveigjanleika, sérkennum og gagnsæi.

Grunnútfærsla BMW er ávallt búinn nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir heimilið og ferðalagið, t.d. BMW Charging-korti, og í Evrópu fylgir einnig með hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslustöðvar. Auk þess geturðu einfaldlega valið þér vörur og þjónustu úr BMW Charging sem hentar þínum aðstæðum. Söluaðili BMW veitir þér ráðgjöf.

Lesa meira

HEIMUR BMW CHARGING.

Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðslustöð hleðsla heima við

Hleðsla heima við.

Með BMW Charging verður hleðslan heima við að einfaldri og þægilegri. Í boði er mikið úrval af vörum og þjónustu sem gera þér kleift að hlaða rafbíla og tengiltvinnbíla frá BMW heima við með allt að 22 kW.
Skoða allar vörur
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðslustöð hleðsla á hleðslustöð

Hleðsla á hleðslustöð.

Ertu á ferðinni og vilt hlaða BMW-rafbíl eða -tengiltvinnbíl? Með BMW Charging færðu aðgang að sístækkandi neti hleðslustöðva fyrir almenning í þéttbýli, á bílastæðum og meðfram stofnæðum.
Skoða allar vörur
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðslustöð hleðsla í vinnunni

Hleðsla á vinnustaðnum.

Ef þú ekur í vinnuna á BMW-rafbíl eða BMW-tengiltvinnbíl býður BMW Charging einnig upp á hleðslulausnir þar. Þú getur einnig notað sístækkandi net hleðslustöðva fyrir almenning á vegum ólíkra fyrirtækja eða notað hleðslustöð á vegum vinnuveitanda.
Skoða allar vörur

HLEÐSLA HEIMA VIÐ.

Í boði er mikið úrval af vörum og þjónustu sem gera þér kleift að hlaða rafbíla og tengiltvinnbíla frá BMW heima við með allt að 22 kW. Tilboðinu okkar fylgir einnig uppsetningarþjónusta og sérstök græn verðskrá fyrir hleðslu heima við. Söluaðilar BMW veita þér ráðgjöf – líka um sérsniðnu pakkalausnirnar okkar.
Rafdrifinn akstur á BMW hleðsla heima við
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla BMW Essential-heimahleðslustöð

BMW-heimahleðslustöð.

Hleðslustöð fyrir heimilið. BMW-heimahleðslustöð er fastabúnaður sem hleður BMW-bílinn hratt, örugglega og þægilega með allt að 22 kW. BMW-heimahleðslustöð er nett og fyrirferðarlítil í anda BMW-hönnunar og frágangur á snúrum er einkar þægilegur. Á skjánum geturðu skoðað núverandi stöðu BMW-heimahleðslustöðvarinnar hvenær sem er. Innbyggð greining á bilunarstraumi gerir að verkum að uppsetningin er einföld og hagkvæm.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla með snjallheimahleðslustöð

Snjallheimahleðslustöð (samstarfsaðili).

Snjallheimahleðslustöð frá samstarfsaðila okkar* býður upp á 22 kW hleðslugetu, auk alls kyns snjallþjónustu fyrir hleðslu í gegnum fjölbreytta tengimöguleika. Stöðina er hægt að samþætta við orkustjórnunarkerfi heimilisins og stjórna henni á þægilegan hátt á netinu. Einnig er hægt að greina á milli skráningar- og innheimtuferla. *Skýringarmynd
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður

Sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður.

Sveigjanlegur hraðhleðslubúnaðurinn er í vatnsheldum kassa og með sex metra snúru, sem gerir hann bæði notadrjúgan og hentugan í notkun, hvort sem er heima við eða á ferðinni. Búnaðurinn býður upp á allt að 11 kW hleðslugetu, hann hentar bæði fyrir heimilisinnstungur og þriggja fasa rafmagn og honum fylgja viðeigandi breytiklær. Nota þarf iðnaðartengil með aukinni afkastagetu til að nýta fulla hleðslugetu búnaðarins. Uppsetningaraðilar okkar geta veitt aðstoð ef þörf krefur.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla stöðluð hleðslusnúra

Stöðluð hleðslusnúra.

Stöðluð hleðslusnúra með 2,3 kW hleðslugetu fylgir gjarnan með sem staðalbúnaður í BMW-rafbílum.* Snúran er fimm metrar að lengd og nægir yfirleitt til að tengja við heimilisinnstungu. Ekki er heimilt að nota framlengingarsnúru og fjöltengi. Sjálfgefin stilling á hleðslugetu er 1,3 kW á 6 amperum. Þú getur annaðhvort slökkt á þessari takmörkun á innstraumi í stillingavalmynd bílsins eða stillt riðstraum hleðslustraumsins á nákvæma ampertölu samkvæmt þínu rafkerfi. *tilboð mismunandi á milli markaðssvæða
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla uppsetningarþjónusta

Uppsetningarþjónusta.

Þú getur pantað uppsetningarþjónustu hjá okkur þegar þú kaupir þér heimahleðslustöð. Þannig tryggirðu að uppsetning heimahleðslustöðvarinnar sé örugg og unnin af fagfólki. Ef þú vilt nota sveigjanlega hraðhleðslubúnaðinn heima við geturðu einnig pantað uppsetningu á iðnaðarinnstungu með viðeigandi breytikló.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla græn orka

Græn orka.

Sérstakt grænt raforkugjald gerir þér kleift að hlaða rafbíla og tengiltvinnbíla frá BMW alfarið með endurnýjanlegri orku og þannig dregurðu enn frekar úr þínu kolefnisspori. Þú getur notað þetta sérgjald til að hlaða BMW-bílinn eða jafnvel notað það fyrir alla orkuþörf heimilisins.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla pakkatilboð fyrir hleðslu heima við

Pakkatilboð fyrir hleðslu heima við.

Í sérsniðnum pökkum er að finna einmitt þær BMW Charging-vörur og þjónustu sem hentar aðstæðum á þínu heimili. Þú getur t.d. valið pakka með heimahleðslustöð, viðeigandi uppsetningarþjónustu og grænu raforkugjaldi og þannig tryggt þér einkar umhverfisvæna hleðslu heima við. Söluaðili BMW veitir þér ráðgjöf og miðlar öllum upplýsingum til samstarfsaðila okkar; þeir sjá um næstu skref á borð við afhendingu, uppsetningu og frágang.
Rafdrifinn akstur á BMW BMW Charging-notendaþjónusta BMW-heimahleðslustöð Gen 2

Charging-notendaþjónusta BMW-heimahleðslustöð.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW Charging-þjónusta BMW sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður

Charging-notendaþjónusta sveigjanlegur BMW-hraðhleðslubúnaður.

Vinsamlegast athugið að Connected Drive eiginleikinn er ekki í boði á öllum mörkuðum. Nánari upplýsingar veita sölumenn BMW.

Lesa meira

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐ.

Ertu á ferðinni og vilt hlaða BMW-rafbíl eða -tengiltvinnbíl? Með BMW Charging færðu aðgang að sístækkandi neti hleðslustöðva fyrir almenning í þéttbýli, á bílastæðum og meðfram stofnæðum – þar á meðal háspennuhleðslustöðvum þar sem hleðsla rafbílsins er ofurhröð. Hleðslustöðvarnar birtast í leiðsögukerfi BMW-bílsins, í forritinu og á netinu á www.bmw-charging.com og hægt er að virkja þær með forritinu eða BMW Charging-kortinu. BMW Charging-kortið og hleðslusnúran (gerð 3) eru innifalin í áskrift BMW-rafbílsins eða BMW-tengiltvinnbílsins.

Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla á hleðslustöð
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla hleðsla á hleðslustöð BMW Charging-kort

BMW Charging-kort.

BMW Charging-kortið er þegar hluti af áskrift BMW-bílsins og því fylgir aðgangur að sístækkandi neti BMW Charging. Í Evrópu er einnig innifalinn aðgangur að ótal háspennuhleðslustöðvum þar sem hleðslan er ofurhröð, t.d. hjá samstarfsaðila okkar, IONITY. Hleðslustöðvar frá ýmsum fyrirtækjum birtast í BMW-leiðsögukerfinu, forritinu og á vefsvæðinu og þær er hægt að virkja með forritinu eða BMW Charging-kortinu. Mánaðarlegur reikningur sýnir með skýrum hætti allar framkvæmdar aðgerðir með BMW Charging.
Skoða
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð

Hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð.

Með hleðslusnúrunni (gerð 3) geturðu auðveldlega hlaðið rafhlöðu bílsins á hleðslustöðvum fyrir almenning. Hana má nota í þriggja fasa hleðslu með allt að 11 kW hleðslugetu. Snúran er fimm metra löng og steypugrá. Geymslupoki fylgir með. BMW-bílnum fylgir BMW Charging-kort og hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslustöðvar fyrir almenning.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla IONITY

IONITY.

IONITY-samstarfsverkefnið, sem BMW Group tók þátt í að stofna, kemur á fót skilvirku neti hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla í Evrópu – en þetta er mikilvægt skref í því að ýta undir rafdrifinn akstur í lengri ökuferðum og auka markaðshlutdeild hans. Með þessum hætti geturðu t.d. hlaðið BMW iX3 úr 0% í 80% á aðeins 34 mínútum. IONITY-háspennuhleðslustöðvarnar eru hluti af netinu í BMW Charging og með viðbótargjaldi geturðu notað stöðvarnar á sérstöku verði. Verðlagning BMW Charging verður sífellt hagstæðara fyrir hvers kyns rafbíla. Allar nýjustu upplýsingar er að finna á www.bmw-charging.com.
Skoða
Rafdrifinn akstur á BMW gjöld á hleðslustöð

Mismunandi gjaldskrár.

Með BMW Charging býður BMW upp á nýja gjaldskrá fyrir hleðslu á hleðslustöðvum, en markmiðið með því er að gera slíka hleðslu jafn auðvelda og hleðslu heima við – t.d. með því að afnema grunngjöld fyrsta árið eftir kaup á rafbíl. Hægt er að fá aðgang að miklum fjölda hleðslustöðva í þéttriðnu neti BMW Charging – allt með BMW Charging-korti eða forriti. Allar nýjustu upplýsingar er að finna á www.bmw-charging.com.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla Connected Charging

Connected Charging.

Með þjónustunni í Connected Charging geturðu með skilvirkum hætti nýtt þér drægi BMW-rafbíla og BMW-tengiltvinnbíla. Kerfið upplýsir þig um næstu hleðslustöð á þinni leið og vísar á áhugaverða staði, s.s. kaffihús eða veitingastaði til að þú getir nýtt hleðslutímann sem best.

FINNDU NÆSTU HLEÐSLUSTÖÐ FYRIR RAFBÍLA OG TENGILTVINNBÍLA FRÁ BMW.

HLEÐSLA Í VINNUNNI.

Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla í vinnunni
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla í vinnunni hleðslulausnir

Hleðslulausnir fyrir vinnustaðinn.

Ef þú ekur í vinnuna á BMW-rafbíl eða BMW-tengiltvinnbíl býður BMW Charging einnig upp á hleðslulausnir þar. Þú getur einnig notað sístækkandi net hleðslustöðva fyrir almenning á vegum ólíkra fyrirtækja eða notað hleðslustöð á vegum vinnuveitanda. Besta leiðin er að nýta sér ítarlegar upplýsingar um fyrirliggjandi net hleðslustöðva fyrir almenning á www.bmw-charging.com og í gegnum BMW Charging-forritið, leiðsögukerfið eða My BMW-forritið. Við aðstoðum einstaklinga og umsjónarfólk bílaflota með glöðu geði við að setja upp hleðslulausnir á vinnustaðnum. Þú þarft aðeins að samband við fyrirtækjaráðgjafann til að njóta góðs af víðtækri hleðsluþjónustu okkar.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð

Hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð.

Með hleðslusnúrunni (gerð 3) fyrir hleðslustöðvar geturðu auðveldlega hlaðið rafhlöðu bílsins á hleðslustöðvum fyrir almenning, en hún, ásamt BMW Charging-kortinu, er staðalbúnaður á mörgum markaðssvæðum. Hana má nota í þriggja fasa hleðslu með allt að 22 kW hleðslugetu – endanleg hleðslugeta fer eftir sjálfum bílnum og viðkomandi hleðslustöð. Hleðslusnúran er fimm metra löng og steypugrá.
Rafdrifinn akstur á BMW rafbíll hleðsla hleðslulausnir fyrir atvinnurekendur

Hleðslulausnir fyrir starfsfólk.

Hleðsla á vinnustaðnum er þægileg og einföld leið til að hlaða bílinn og nýta tímann vel. Í þessum efnum bjóða fyrirtækjasvið BMW og dótturfyrirtækið Alphabet upp á margskonar hleðsluþjónustu, allt frá kaupleigu til flotastýringar rafbíla fyrir fyrirtæki og starfsfólk. Þetta felur í sér sérstakan hleðsluvélbúnað á borð við hleðslustöðvar með rið- og jafnstraumsorku, heimahleðslustöðvar eða jafnvel innstungur fyrir þann búnað sem áskriftin tiltekur. Auk þess bjóðast innheimtulausnir fyrir hleðslu fyrirtækjabíla heima við og á ferðinni, auk margra annarra lausna fyrir viðskiptavini í atvinnurekstri. Með þessu getur ekkert komið í veg fyrir skilvirkan vinnudag.
Skoða

FULLKOMLEGA TENGDUR.

Rafdrifinn akstur á BMW My BMW-forritið

My BMW-forritið*.

My BMW-forritið* tengir þig við BMW-bílinn hvar og hvenær sem þér hentar og í gegnum nútímalega hönnun, snjalla stýringu og fjölbreytta notkunarmöguleika muntu öðlast nýjan skilning á því hvað samgöngur snúast um. Þegar þú notar forritið er staða bílsins ávallt sýnileg, s.s. hleðslustaða eða drægi, en þú getur auk þess notað snjallsímann til að eiga í samskiptum við bílinn og breyta stillingum hans. Þú getur t.d. notað snjallsímann til að skipuleggja ökuferðina fyrirfram og sent áfangastaðinn einfaldlega í leiðsögukerfi bílsins. Á sama tíma mun My BMW-forritið* auk þess sýna þér næstu hleðslustöð og hvort hún er laus. Meðan á hleðslu stendur geturðu fylgst með núverandi hleðslustöðu og forstillt innanrýmisstillingar bílsins til að undirbúa ferðalagið framundan – jafnvel stillt tímastillingu sem gerir það fyrir þig. Í My BMW-forritinu er auk þess að finna upplýsingar um allar fyrri hleðslur og úthlutun á BMW-punktum. Með þessum og ótal fleiri eiginleikum og þjónustum tryggir My BMW-forritið þér afslappaðar samgöngur og enn magnaðri akstursánægju – hvar sem þú ert hverju sinni.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW Connected Charging

Connected Charging.

Aldrei framar áhyggjur af drægi: með BMW Connected Charging nýtirðu drægið í BMW-rafbílnum á einkar skilvirkan hátt. Þegar þú hefur skipulagt ferðina fyrirfram í My BMW-forritinu* í snjallsímanum og sent upplýsingarnar í bílinn mun leiðsögukerfið reikna sjálfkrafa út bestu leiðina og birta þér hana. Ef áfangastaðurinn er umfram rafmagnsdrægi bílsins, sem þú getur skoðað hvenær sem er með drægisviðinu, er hleðslustoppi bætt sjálfkrafa við leiðina. Þetta þýðir að allar mikilvægar upplýsingar eru ávallt tiltækar: hvernig tengil þarf að nota, hvaða hleðslustraumur er í boði, opnunartíma og kostnað á hleðslustöð og áhugaverða staði í næsta nágrenni, t.d. kaffihús eða veitingastaði. Í akstri geturðu hvenær sem er beðið um aðstoð og gagnlegar ábendingar frá BMW Intelligent-aðstoðarkerfinu. Þú getur t.d. spurt: “Hey BMW, how can I increase my range?” (Hæ, BMW. Hvernig eyk ég drægið?)

Rafdrifinn akstur á BMW eDrive-svæði og BMW-punktar

BMW eDrive-svæði og BMW-punktar.

Um allan heim hafa sífellt fleiri borgir komið upp svæðum þar sem umferð er annaðhvort alveg bönnuð eða háð miklum takmörkunum. Í þýskum borgum er t.d. gjarnan að finna svokölluð umhverfisvæn svæði þar sem dregið hefur verið úr magni útblásturs, koltvísýringslosunar og mengunarvalda. Við þróuðum BMW eDrive-svæði til að gera þér kleift að aka sem mest á slíkum umhverfisvænum svæðum og til að ýta undir akstur án útblásturs. Þess vegna greinir BMW-tengiltvinnbíllinn það sjálfkrafa þegar ekið er inn á umhverfisvænt svæði og skiptir sjálfur yfir í útblásturslausan akstur sem er alfarið rafdrifinn. Fyrir hvern kílómetra sem ekinn er á rafmagni færðu bónuspunkta sem þú safnar samkvæmt BMW-punktakerfinu – og á sérstökum svæðum inni í borgum og á umhverfisvænum svæðum færðu tvöfalt punktamagn. Í My BMW-forritinu* geturðu skoðað og haft umsjón með punktastöðunni. Hægt er að breyta BMW-punktum í gagnlegan ávinning, s.s. gjaldfrjálsa inneign í BMW Charging.

ALGENGAR SPURNINGAR: MIKILVÆGUSTU SPURNINGARNAR OG SVÖRIN UM HLEÐSLU.

 • Hvernig get ég hlaðið BMW-rafbíl eða BMW-tengiltvinnbíl heima?
 • Hver er æskileg hleðslustaða fyrir rafhlöðuna í BMW-rafbíl?
 • Hvað þarf að íhuga áður en ég vel hleðslulausn heima við?
 • Hvað þarf að hafa í huga þegar BMW-tengiltvinnbíll er hlaðinn?
 • Hvað þarf að hafa í huga þegar ég hleð bílinn úr innstungu?
 • Hver mun sjá um uppsetningu á heimahleðslustöð eða iðnaðarinnstungu fyrir sveigjanlegu BMW-hraðhleðslustöðina á heimili mínu?
 • Hver er munurinn á hleðslu með riðstraumi (AC), jafnstraumi (DC) og háspennuhleðslu (HPC)?
Rafdrifinn akstur á BMW BMW-rafbíll

Mig langar að kynna mér BMW-rafbíla.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW-tengiltvinnbíll

Mig langar að kynna mér BMW-tengiltvinnbíla.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW drægi

Mig langar að kynna mér allt um drægi.

ELDSNEYTISNOTKUN OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.

* My BMW-forritið er samhæft við alla BMW-bíla frá árgerð 2014 og síðar. Nota þarf ConnectedDrive-þjónustuna og samhæfan snjallsíma. Framboð og eiginleikar My BMW-forritsins fara eftir markaðssvæðum.

 

 

BMW iX(1):
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): undir 21
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0


BMW iX3:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17,8–17,5

 

 

BMW 3 Sedan-tengiltvinnbílar:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,0 – 1,5
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 45–35
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 15,9–13,9

 

 

BMW 3 Touring-tengiltvinnbílar:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,2–1,7
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 49–38
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 15,8–14,5

 

 

BMW 5 Sedan-tengiltvinnbílar:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,3–1,6
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 53–36
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 16,3–13,8

 


BMW 5 Sedan-tengiltvinnbílar:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,4–1,8
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 54–42
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 16,7–15,4

 

 

BMW X5 xDrive45e:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,0–1,7
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 46–38
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 23,5–21,3

 

 

BMW X3 xDrive30e:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,4–2,1
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 54–48
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17,1–16,4

 

 

BMW 2 Series Active Tourer 225xe:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,9
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 42
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13,5

 

 

BMW 7 Sedan-tengiltvinnbílar:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,5 – 2,1
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 57–48
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 16,2–15,1

 

 

BMW X1 xDrive25e:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,9
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 43
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13,8

 

 

BMW X2 xDrive25e:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,1–1,9
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 47–43
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 14,2–13,7

 

 

Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.


Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

 

Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

 

Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi sem samsvara NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.

 

Lesa meira

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • * My BMW-forritið er samhæft við alla BMW-bíla frá árgerð 2014 og síðar. Nota þarf ConnectedDrive-þjónustuna og samhæfan snjallsíma. Framboð og eiginleikar My BMW-forritsins fara eftir markaðssvæðum.

  BMW iX(1):
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): undir 21
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

  BMW iX3:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17.8–17.5

  BMW X5 xDrive45e:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2.0–1.7
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 46–38
  Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 23.5–21.3

  BMW X3 xDrive30e:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2.4–2.1
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 54–48
  Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17.1–16.4

  BMW 2 Series Active Tourer 225xe:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1.9
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 42
  Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13.5

  BMW X1 xDrive25e:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2.1-1.9
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 48-43
  Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13.8

  Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi sem samsvara NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.