Rafdrifinn akstur á BMW BMW-rafbíll

BMW-RAFBÍLARNIR.

BMW-RAFBÍLARNIR.

100% rafmagn. 100% akstursánægja. 100% BMW.

Vissir þú að á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972 ók rafdrifinn BMW 1602e á undan íþróttafólki í þolgreinum til að kvikmynda keppnina og sjá keppendum fyrir vatni eftir þörfum. Þar sem bíllinn gaf hvorki frá sér hljóð né útblástur var hann hinn fullkomni ferðafélagi á þessum tíma enda truflaði hann ekki keppendur frá því að ná sínum besta árangri. Í dag, næstum fimm áratugum síðar, höfum við fullkomnað þessa eiginleika bílsins og þekkingu okkar á sviði rafdrifins aksturs með stöðugri þróun á BMW eDrive tækninni og BMW i-undirlínunni. Í 100% rafknúnu bílunum okkar, BMW iX, BMW iX3, BMW i3, BMW i3s og BMW i4 upplifir þú hreina og tæra akstursánægju. Þegar öllu er á botninn hvolft þá jafnast ekkert á við að renna nánast hljóðlaust í gegnum umferðina innan- sem utanbæjar, upplifa eldsnöggt viðbragðið frá rafmótornum og einstaka hröðunina úr kyrrstöðu. Og allt gerist þetta án útblásturs og annarrar losunar. Komdu í hópinn og kannaðu BMW rafbílaheiminn.

Lesa meira
Rafdrifinn akstur á BMW tækni rafbíll BMW eDrive myndskeið

TÆKNIN Á BAKVIÐ TJÖLDIN.

Kynntu þér rafknúna driftæknina í BMW eDrive.

ALGENGAR SPURNINGAR: MIKILVÆGUSTU SPURNINGARNAR OG SVÖRIN UM RAFBÍLANA OKKAR.

 • Hvað er rafbíll?
  Rafdrifinn akstur á BMW BMW-rafbíll spurningar og svör

  Sannur rafbíll notar eingöngu rafmagn í akstri. Hann notar því engan brunahreyfil til að knýja vélina áfram. Rafmagnið er geymt í rafhlöðu. Drægi rafbílsins fer eftir afkastagetu rafhlöðunnar, þ.e.a.s. sú vegalengd sem bíllinn kemst á einni hleðslu.
  Margir ökumenn hafa áhyggjur af drægni, en í flestum tilfellum eru þær óþarfar. Drægni flestra rafbíla í dag er yfir 250 kílómetrar. Og í flestum tilfellum aka 90% ökumanna, t.d. í Þýskalandi, undir 100 kílómetra á dag.
  Rafbílar henta vel þeim ökumönnum sem geta hlaðið bílinn í vinnunni eða heima. Á sama tíma stækka hleðsluinnviðir fyrir almenning hratt. Í þéttbýli og meðfram þjóðvegum bætast því nýjar hleðslustöðvar sífellt í hópinn. Þetta leiðir til þess að í framtíðinni verða langar ökuferðir mun auðveldari.

 • Hver er ávinningurinn af rafbíl?
 • Hvaða þættir hafa áhrif á afkastagetu háspennurafhlöðunnar í rafbílnum?
 • Hvernig hefur aksturslag mitt áhrif á drægni rafbíls?
 • Hvað þarf ég að hafa í huga ef ég skil rafbílinn eftir kyrrstæðan í lengri tíma?
Rafdrifinn akstur á BMW Hleðsla með BMW

Mig langar að kynna mér allt um hleðslu.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW drægi

Mig langar að kynna mér allt um drægi.

Mig langar að kynna mér bílaflotadeild BMW fyrir fyrirtæki.

ELDSNEYTISNOTKUN OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.

BMW iX(1):
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): undir 21
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0


BMW iX3:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17,8–17,5


BMW i3:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13,1


BMW i3s:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 14,6–14,0


Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.


Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.


Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2


Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.

Lesa meira

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW iX(1):
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): undir 21
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

  BMW iX3:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17.8–17.5

  BMW i3:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13.1

  BMW i3s:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 14.6–14.0

  Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.