BMW X1 F48 LCI stormgrásanseraður, skásett sjónarhorn á framhluta við akstur í fjalllendi
Eyðsla í blönduðum akstri2,1-1,7 l/100 km
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid

X1

BMW X1.

Eyðsla í blönduðum akstri2,1-1,7 l/100 km
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid
X1BMW X1.

Frábær akstur fram undan: BMW X1 setur sín eigin viðmið. Sportleg hönnun hans undirstrikar kraftmikla eiginleikana. Þessi bíll er X frá A til Ö, með ytra byrði sem einkennist af stuttri skögun og löngu hjólhafi sportjeppans. Hlutverk hans í heimi akstursins er greinilegt á einstökum kraftinum og lipurðinni. Saman tryggja svo einstakur sveigjanleiki og nýjasta tækni hámarksþægindi alla leið, öllum stundum.

Lesa meira

HÖNNUNAREINKENNI BMW X1.

BMW X1 kallar á akstur um ókunnar lendur: hvort sem horft er til fallegs tvískipts BMW-grillsins og sjálfvirku LED-aðalljósanna, LED-þokuljósanna, 19" felgna með Y-örmum og hliðarspegils með „X1“ LED-ljósi eða aftur til LED-afturljósanna og einstakra útblástursröranna. Í innanrýminu tekur lágstemmd stemningslýsing á móti þér. Mælaborðið er skreytt með áherslusaumi, sem einnig er að finna á ljósgráu Dakota-leðuráklæði sæta sem og á gólfmottunum. Að lokum bjóða stillanleg aftursætin upp á aukið fótarými eða meira farangursrými.
BMW X1 F48 LCI, nærmynd af sjálfvirkum LED-aðalljósunum

BMW X1 F48 LCI, sjálfvirk LED-aðalljós

Sjálfvirk LED-aðalljósin eru samsett úr lágljósum og háljósum með glýjuvörn (BMW Selective Beam) og LED-stefnuljósum. Búnaðurinn er einnig með beygjuljósum, dagljósabúnaði og sjálfvirkri stjórnun lýsingar á vegi í samræmi við akstursaðstæður.
BMW X1 F48 LCI, nærmynd af léttum 19" álfelgum

Tvílitar, léttar 19" „style 580“ álfelgur með Y-örmum.

Tvílitar, gljáandi renndar og léttar 19" „style 580“ álfelgur með Y-örmum, 8J x 19 með 225/45 R19 hjólbörðum.
BMW X1 F48 LCI, áhersla á „X1“ LED-ljós.

Hliðarspegill með „X1“ LED-ljósi.

Hliðarspegillinn ökumannsmegin varpar tvílitu „X1“ merki með LED-ljósi á jörðina við hlið bílsins þegar hurðir eru teknar úr lás. Þessu móttökuljósi fylgir einnig ljós við hurðarhúninn.
BMW X1 F48 LCI, innanrými með virkjuðum ljósapakka

Ljósapakki.

Stemningslýsingarpakkinn er búinn ýmiss konar LED-ljósum og skapar tilfinningu fyrir fullkomnum gæðum í innanrýminu. Hægt er að velja á milli sex ljósastillinga með stílhreinni blöndu beinnar og óbeinnar lýsingar. Þess utan tekur bíllinn á móti þér með fallegri LED-lýsingu á ytra byrði, þar á meðal „X1“ LED-ljósi.
BMW X1 F48 LCI, innanrými með stillanlegum aftursætum

Stillanleg aftursæti.

Fjölbreyttir stillingamöguleikar aftursætanna, hvort sem ætlunin er að auka fótarými farþega í aftursætum eða hámarka farangursgeymslu, gera farangursrýmið einstaklega sveigjanlegt. Aftursætin eru með 60:40 skiptingu og hægt er að renna þeim fram og aftur um 130 mm, auk þess sem hægt er að leggja sætisbökin niður í 40:20:40 skiptingu.
BMW X1 F48 LCI, innanrými með ljósgráu og gráu, götuðu „Dakota“ leðri

Gatað „Dakota“ leður | ljósgrátt og grátt.

Ljósgrátt, gatað „Dakota“ PDOA leðuráklæði með gráum áherslulit.

BMW X1 xDRIVE25e-TENGILTVINNBÍLL.

Skoðaðu kosti og helstu tæknilegu atriði BMW X1 xDrive25e með snjöllu hybrid-drifi.

Það besta úr báðum heimum: Í BMW X1 xDrive25e** upplifirðu sjálfbæran samgöngumáta með sparneytna aksturseiginleika. Kynntu þér margþættan ávinninginn af þessum snjalla hybrid-bíl frá BMW og fáðu nánari upplýsingar um hugmyndafræði aflrásarinnar, aksturseiginleikana, BMW Charging og hagnýta stafræna þjónustu frá BMW ConnectedDrive.
BMW X1 xDrive25e F48 LCI-tengiltvinnbíll frá hlið í hleðslu með fyrirsætu

Tengiltvinntæknin í BMW X1 xDrive25e.

BMW X1 xDrive25e**-tengiltvinnbíllinn sameinar BMW eDrive-rafmótortæknina og öflugan brunahreyfil frá BMW. Í sameiningu skapa þessi tvö drif skilvirka og einstaka akstursupplifun. BMW xDrive-aldrifskerfið er einstakt á meðal tengiltvinnbíla í flokki sambærilegra bíla og tryggir enn frekar framúrskarandi aksturseiginleika og spyrnu.
BMW X1 xDrive25e F48 LCI-tengiltvinnbíll, skásett sjónarhorn frá hlið við akstur á götu

Akstursstillingar í BMW X1 xDrive25e.

Aktu eingöngu á rafmagni og án útblásturs á leiðinni í vinnuna eða af miklum krafti með nóg drægi fyrir helgarferðina – BMW X1 xDrive25e** með hybrid-drifi heldur öllum möguleikum opnum fyrir þig. Þú nýtur ávinnings af snjöllum akstursstillingum sem tryggja fullkomið samspil á milli brunahreyfils og rafmótors – við allar aðstæður.
BMW X1 xDrive25e F48 LCI-tengiltvinnbíll, skásett sjónarhorn frá hlið í hleðslu

BMW X1 xDrive25e hlaðinn.

Með BMW Charging færðu sérsniðnar lausnir til að hlaða tengiltvinnbílinn þinn. Til viðbótar við stöðluðu hleðslusnúruna fyrir heimilisinnstungur felur áskriftin fyrir BMW X1 xDrive25e** einnig í sér hleðslusnúru (stilling 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð auk BMW Charging-kortsins sem veitir góð kjör á hleðslu á hleðslustöð*. * tilboð mismunandi á milli markaðssvæða
BMW X1 xDrive25e F48 LCI-tengiltvinnbíll, nærmynd af leiðsögukerfi

Stafræn þjónusta fyrir BMW X1 xDrive25e.

BMW býður upp á framsækna stafræna tækni sem auka þægindin í daglegu lífi með BMW X1 xDrive25e**. BMW Connected Charging vísar þér örugglega á næstu hleðslustöðvar á leiðinni. Stafræn viðbótarþjónusta á borð við My BMW-forritið léttir þér enn frekar lífið.

*Hafðu í huga að framboð á Connected Drive getur verið breytilegt eftir markaðssvæðum. Ef þú þarft frekari upplýsingar skaltu hafa samband við söluaðila BMW.

Lesa meira

GERÐIR BMW X1.

Advantage-útfærsla

 • Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
 • Sjálfvirk opnun afturhlera
 • Hraðastillir með hemlunareiginleika
 • Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
Skásett sjónarhorn á framhluta Advantage-útfærslu BMW X1 F48 LCI Cashmere Silver, stúdíóljósmynd

xLine-útfærsla

 • Léttar 18" „style 579“ álfelgur með Y-örmum; aðrar felgur í boði
 • Framstuðari með pönnuhlíf og annarri hönnun með mattri silfraðri áferð
 • Sæti klædd ofnu áklæði/leðri með krossmynstri, granítbrún með svörtum áherslulit; einnig í boði með götuðu Dakota-leðri; annað áklæði í boði
 • Dökkir listar í innanrými með dökkri perlukrómaðri áherslu; aðrar útfærslur í boði
Skásett sjónarhorn á framhluta xLine-útfærslu BMW X1 F48 LCI, steinhvítur, stúdíóljósmynd

Sport Line-útfærsla

 • Léttar 18" „style 578“ álfelgur með tvískiptum örmum; aðrar felgur í boði
 • Framstuðari með gljásvörtum flötum og samlit pönnuhlíf
 • Sportsæti með ofnu áklæði/Sensatec í kolgráum lit með grárri áherslu; annað áklæði í boði
 • Leðurklætt sportstýri
Skásett sjónarhorn á framhluta Sport Line-útfærslu BMW X1 F48 LCI, sólsetursappelsínugulur, stúdíóljósmynd

M Sport-útfærsla

 • M Aerodynamics-pakki með framsvuntu, sílsalistum, samlitum brettakanti og aftursvuntu, ásamt dökksanseruðum innfelldum dreifara
 • Léttar 18" „style 570 M“ álfelgur með tvískiptum örmum; aðrar felgur í boði
 • Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti með svörtu „Micro Hexagon“/Sensatec-áklæði eða kolgráu/Sensatec-áklæði með gráum áherslulit; annað áklæði í boði
 • M Sport-fjöðrun, lækkuð, eða stöðluð fjöðrun
 • Leðurklætt M-stýri
Skásett sjónarhorn á framhluta BMW X1 F48 LCI M Sport-gerðar í M Misano-bláum lit, stúdíóljósmynd
 • Advantage-útfærsla
 • xLine-útfærsla
 • Sport Line-útfærsla
 • M Sport-útfærsla

AKSTURSTÆKNI BMW X1.

Afköst á alla vegu.

BMW X1 býður upp á einstaklega afkastamikinn búnað á borð við þriggja og fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-vélar, Steptronic-gírskiptingu, hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrif, sjálfvirka fjöðrun og M Sport-hemla.
BMW X1 F48 LCI, nærmynd af fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél

Fjögurra strokka TwinPower Turbo-bensínvél.

Ný kynslóð fjögurra strokka, 2,0 lítra TwinPower Turbo-bensínvélar tryggir hámarksakstursánægju. Vélina einkennir lipur kraftur og framúrskarandi viðbragð, jafnvel á litlum vélarhraða, sem og sparneytni og lítil losun.
BMW X1 F48 LCI, nærmynd af BMW xDrive-merkinu á afturhlutanum

BMW xDrive.

Hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrifið dreifir afli á hnökralausan og sjálfvirkan máta til fram- og afturhjólanna til að tryggja hámarksspyrnu, aksturseiginleika og öryggi við allar aðstæður. Rafræn stjórnun afldreifingar tryggir þess utan enn meiri lipurð með því að vinna á móti yfirstýringu og undirstýringu í beygjum.
BMW X1 F48 LCI, skásett sjónarhorn á afturhluta við akstur í fjalllendi

Sjálfvirk fjöðrun.

Með sjálfvirku fjöðruninni er hægt að stilla eiginleika demparanna þannig að þeir henti akstursskilyrðunum og sameini þægindi í akstri, aksturseiginleika og hámarksöryggi. Með stillingunni „Driving Experience Control“ (stýring akstursupplifunar) er hægt að velja hefðbundnu COMFORT-stillinguna eða SPORT-stillinguna.
BMW X1 F48 LCI, nærmynd af gírstönginni í miðstokknum

Steptronic-sportskipting.

Átta þrepa Steptronic-sportskipting býður upp á ótrúlega sportlegar gírskiptingar. Hvort sem þú ekur sjálfskiptum eða beinskiptum bíl, með gírskiptirofum eða gírstöng, geturðu látið bílinn líða þægilega áfram eða ekið með ótrúlegum krafti. Þegar sportstillingin er virk og gírstöngin til vinstri í stöðunni S/M er gírskiptingin stillt á hámarksafköst.
BMW X1 F48 LCI, hliðarsýn með nærmynd af 19" felgu með M Sport-hemlum

M Sporthemlar.

M Sport-hemlarnir eru með fasta klafa með fjórum bullum að framan og fljótandi klafa með einni bullu að aftan í bláum lit með M-merkinu og eru með stóra hemladiska til að tryggja framúrskarandi hemlun.

NÝJUNGAR Í BMW X1.

Akstur í takt við tímann.

BMW X1 er búinn nýjungum á borð við Apple CarPlay®, farsímatengingu með þráðlausri hleðslu, BMW-sjónlínuskjá og 10,25" stjórnskjá ásamt hugvitssamlegum öryggiskerfum, þar á meðal „Driving Assistant Plus“ og bílastæðaaðstoð, sem tryggir að þú kemst ávallt á áfangastað á sem þægilegastan og öruggastan máta.
BMW X1 F48 LCI, innanrými með áherslu á „Driving Assistant Plus“ á skjáum og stjórnhnappar

Driving Assistant Plus.

Búnaðurinn „Driving Assistant Plus“ bætir svo sannarlega við bæði öryggið og þægindin. Í honum er m.a. árekstrarviðvörun og viðvörun fyrir gangandi vegfarendur með léttu hemlunarviðbragði, akreinaskynjari, háljósaaðstoðarkerfi, upplýsingar um hámarkshraða, hraðastillir með myndavél og Stop&Go-kerfi.
BMW X1 F48 LCI, innanrými með áherslu á „Driving Assistant Plus“ á skjáum og stjórnhnappar

Bílastæðaaðstoð.

Bílastæðaaðstoðin auðveldar þér að leggja upp við gangstétt. Kerfið mælir út möguleg bílastæði á meðan ekið er fram hjá þeim á litlum hraða. Þegar hentugt bílastæði er fundið tekur bílastæðaaðstoðin við stýrinu á meðan þú sérð um að velja réttan gír og stíga á inngjöfina og hemlana.
BMW X1 F48 LCI, innanrými með áherslu á BMW-sjónlínuskjáinn

BMW-sjónlínuskjár.

BMW-sjónlínuskjár í lit varpar aksturstengdum upplýsingum í sjónlínu ökumannsins til að stuðla að fullri einbeitingu við akstur. Skjárinn birtir upplýsingar um aksturshraða, leiðsagnarleiðbeiningar, upplýsingar um hraðatakmarkanir og bann við framúrakstri, auk símanúmera- og afþreyingarlista, eftir því hvaða búnaður er notaður.
BMW X1 F48 LCI, innanrými með áherslu á „Driving Assistant Plus“ á skjáum og stjórnhnappar

Farsímatenging með þráðlausri hleðslu.

Farsímatenging með þráðlausri hleðslu inniheldur þráðlausa hleðslustöð og auka USB-tengi. Loftnet á þakinu bætir sendistyrk fyrir farsíma. Hægt er að hafa tvo síma og tónlistarspilara tengda samtímis í gegnum Bluetooth. Einnig er Bluetooth Office til staðar.

Tæknilegar upplýsingar um BMW X1.

BMW X1 xDrive25e.

Vélarafl í kW (hö.) við 1/mín.:

92 (125)/5.000-5.500

Hröðun 0–100 km/klst. í sek.:

6.9

Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri í l/100 km:

2,1-1,7

Koltvísýringslosun í blönduðum akstri í g/km:

47-39

BMW Individual-stormgrásanseraður BMW X1 xDrive20i F48 LCI við akstur í vetrarumhverfi

BMW-ÞJÓNUSTA.

ÞJÓNUSTA OG AÐSTOÐ FYRIR BMW X1.

Starfsmaður BMW veitir viðskiptavini ráðleggingar

MÁ BJÓÐA ÞÉR PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF?

Hafðu samband við söluaðila BMW ef þú ert með spurningar, þarft nánari upplýsingar eða vilt fá sérstök tilboð í BMW X1. Þjónustustarfsfólk BMW veitir þér ráðleggingar með ánægju í síma eða á staðnum.

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW X1 xDrive25e:
  Blandaður (l/100km): 2,1-1,7
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 47-39

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.