LAGALEGUR FYRIRVARI.

BMW Group metur áhuga þinn á vörum sínum og heimsókn þinni á þessa vefsíðu.

Lesa meira

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

ÞESSI PERSÓNUVERNDARSTEFNA GILDIR UM PERSÓNUUPPLÝSINGAR EINSTAKLINGA SEM VIÐ GEYMUM. HÚN GILDIR EKKI UM UPPLÝSINGAR SEM VIÐ GEYMUM UM FYRIRTÆKI OG ÖNNUR FÉLÖG OG EKKI HELDUR UM NOTKUN ÞÍNA Á UPPLÝSINGUM FRÁ ÞEIM. UPPLÝSINGAR UM NOTKUN ÞEIRRA Á UPPLÝSINGUNUM ÞÍNUM VERÐA VEITTAR ÞÉR Í UPPLÝSINGUM UM VIÐKOMANDI VÖRU. 

Við tökum persónuvernd þína alvarlega og munum aðeins nota persónuupplýsingar í samræmi við núgildandi gagnaverndarlög á Íslandi, ítarlegri persónuverndarstefnu BL ehf. má finna á www.bl.is

Lesa meira

HÖFUNDARRÉTTUR

© Copyright BMW AG, Munich, Germany. 

Höfundarréttur á efni þessa vefsvæðis er í höndum félags innan BMW Group eða endanlegs móðurfélags, BMW AG eða leyfishafa. Enginn einstaklingur má afrita, breyta, senda, dreifa, birta, endurgera, gefa út, gefa leyfi fyrir eða búa til verk úr einhverjum hluta þessa efnis eða nota það á annan hátt opinberlega eða í viðskiptalegum tilgangi án skriflegs leyfis BMW. Þú mátt aðeins skoða eða prenta einstakar vefsíður til einkanota.

Lesa meira

ENGIN ÁBYRGÐ EÐA BÓTAÁBYRGÐ.

Þó svo að upplýsingamyndir, efni og annað innihald í þessum fyrirvara og á vefsvæðinu eigi að vera rétt kann slíkt að innihalda villur eða ónákvæmni. Við, sérhvert félag innan BMW Group og BMW AG eða sérhver söluaðili BMW berum ekki ábyrgð á efni á vefsvæðum sem stýrt er af þriðju aðilum og erum ekki bótaskyld vegna efnis á þeim. Upplýsingarnar á þessu vefsvæði eru veittar „eins og þær eru“ og allar ábyrgðir, skilyrði og aðrir skilmálar sem lög eða fordæmisréttur gefa til kynna eru, að því leyti sem lög heimila, undanskilin frá þessum fyrirvara. Ekkert í þessum samningi útilokar bótaskyldu okkar gagnvart þér (a) vegna dauðsfalls eða áverka sem gáleysi okkar veldur eða (b) vegna svika eða sviksamlegra rangra staðhæfinga. Hvað þetta varðar skulum við, ekkert félag innan BMW Group, BMW AG eða neinn söluaðili BMW undir neinum kringumstæðum bera bótaábyrgð gagnvart neinu einstaklingi vegna neins taps á hagnaði, rekstrartaps, skerðingar á viðskiptavild eða svipaðs taps eða hreins fjárhagslegs taps né vegna nokkurs sérstaks, beins eða óbeins kostnaðar vegna taps, skemmda, gjalda eða útgjalda hvernig sem þau koma til, nema það sé vegna stórfellds gáleysis eða vísvitandi misferlis.

Í þessum fyrirvara felur „bótaábyrgð okkar“ í sér bótaábyrgð sérhvers félags innan samstæðunnar og fulltrúa okkar og þeirra, starfsfólks, þátttakenda og ráðgjafa og undirverktaka; „þú“ á við sérhvern annan aðila sem krefst ábyrgðar fyrir þína hönd; og „tap eða tjón“ merkir sérhvert tap, tjón, kostnað eða útgjöld af sérhverju tagi og hvernig sem það er tilkomið og tengist vörunum og þjónustunni sem við veitum, að meðtöldum þeim sem koma fram á vefsvæðinu eða í þessum fyrirvara, hvort sem er samkvæmt samningi þessum eða öðrum samningum eða vegna rangrar framsetningar, rangfærslna, athafna eða athafnaleysis er leiðir til tjóns, þ. á m. gáleysis.

 

Lesa meira

ANNAR HUGVERKARÉTTUR.

Þær vörur, sú þjónusta og tækni eða ferli sem lýst er á þessu vefsvæði kunna að falla undir önnur hugverkaréttindi sem félög BMW Group, leyfishafar þeirra eða viðkomandi þriðju aðilar áskilja sér. Ekkert leyfi er veitt hvað varðar slík hugverkaréttindi.

Lesa meira

LEYFI.

BMW Group hefur leitast við að ná fram nýstárlegri og fræðandi vefsíðu. Þú verður samt að skilja að BMW Group verður að vernda hugverk sitt, þar með talið einkaleyfi, vörumerki og höfundarrétt. Í samræmi við það, vinsamlegast virðið það að ekki er veitt leyfi til að nota hugverk BMW Group eða hugverk þriðja aðila af þessari vefsíðu.

Lesa meira

NOTKUN FACEBOOK SOCIAL PLUGINS.

Einn af þeim eiginleikum sem BMW AG hefur til staðar er að það notar það sem kallast viðbætur (social plugins) frá samfélagsmiðlinum facebook.com, sem eru rekin af Facebook Inc., 1601 S. California Ave, Palo Alto, CA 94304, Bandaríkjunum ('Facebook'). Þessar viðbætur eru auðkenndar með Facebook-merki.

Þegar þú opnar vefsíðu BMW, þá myndar vafrinn þinn bein tengsl við Facebook netþjóna. Innihald viðbótarinnar er flutt af Facebook beint í vafrann þinn sem samþættir það síðan á vefsíðuna.

Samþætting viðbótarinnar gerir það að verkum að Facebook fær til sín þær upplýsingar sem þú hefur fengið aðgang að á samsvarandi síðu BMW AG. Ef þú ert skráður inn með Facebook mun það geta úthlutað heimsókninni á Facebook reikninginn þinn. Vinsamlegast hafðu í huga að skipti á þessum upplýsingum fer nú þegar fram þegar þú heimsækir vefinn okkar á þessu léni, óháð því hvort þú hefur samskipti viðbótina eða ekki. Ef þú hefur samskipti við viðbæturnar, svo sem með því að ýta á 'Like' hnappinn, eru samsvarandi upplýsingar sendar beint til Facebook af vafranum þínum og vistaðar þar. Þú getur fundið upplýsingar um tilgang og umfang gagnaöflunar svo og hvernig gögnin eru afgreidd frekar og notuð af Facebook, ásamt réttindum þínum og valfrjálsum stillingum til að vernda persónuupplýsingar þínar, í gagnaverndarlýsingum Facebook (http: // www.facebook.com/policy.php).

Ef þú vilt ekki að Facebook safni gögnum um þig í gegnum vefinn okkar verður þú að skrá þig út af Facebook áður en þú heimsækir vefsíðu BMW AG.

Lesa meira