Website currently not fully available

Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.

X to the Max.

Finndu frelsið í BMW X. Kynntu þér BMW X‑línuna.

Gerðir til að hreyfa við þér. 

Ögraðu mörkum þínum með BMW X‑línunni — hönnuð til að sigra alla vegi, hverja ferð og endurskilgreina hvað er mögulegt. X-línan er heil fjölskylda fjórhjóladrifinna jeppa og jepplinga í ólíkum stærðum, stílum og með mismunandi tilgang. Þeir eiga allir sameiginlegt að skila öflugum afköstum, vera frábærir í íslenskum aðstæðum og vekja athygli fyrir fallega hönnun. X‑línan er fjölbreytt og smíðuð fyrir þá sem vilja það besta.

Hámarksafl.

Hámarks nákvæmni.

Hámarks nærvera.

BMW

Aðlögunarhæfni.

Vertu óstöðvandi.

Sjálfstraust er innbyggt í hvern BMW X.

Snjöll akstursaðstoð hjálpar þér að mæta hinu óvænta — svo ekkert haldi aftur af þér.

Engin takmörk, engin mörk.

Undirbúðu þig fyrir hámarksárangur.

BMW X gerðirnar einkennast af því að X‑genin eru innbyggð í hvern einasta bíl. Sportleg hönnun er sameinuð ósviknum afköstum. Hér er heil fjölskylda jeppa og jepplinga með mismunandi stærðir, stíla og tilgang. Með þessum jeppum munt þú skoða heiminn á algjörlega nýjan hátt.

Minni BMW X jepplingar.

Stórir draumar, þétt afl — BMW X‑gerðir veita hámarks frelsi í hverri hreyfingu.

BMW

BMW X1.

BMW X1 heillar með fjölhæfni sinni og gagnsemi sem sportjeppi og er þannig hinn fullkomni fjölskyldubíll í smærri kantinum. Skýrt og stílhreint útlit gefur bílnum sportlegt og sjálfsöruggt yfirbragð. Innréttingin er rúmgóð og farangursrýmið vítt, þannig að bæði farþegar og farangur njóta þæginda – hvort sem ekið er um borgina eða farið í helgarferð.


Það eru alltaf möguleikar. Fyrsti leggur langþráðrar ferðar. Frjáls síðdegi til að klára erindi.

Dagur sem er hreinlega fullkominn fyrir ferðalag – hvert sem er.

Möguleikar verða að veruleika.

Ökutæki sem er tilbúið í allt. Með mikið afl, stórt farangursrými og stíl sem skilar sínu í hvaða aðstæðum sem er.

 

Hvað gerir BMW jepplinga svona einstaka?

Svarið er þú.

Meðalstórir BMW X jepplingar.

Jafnvægi í hverju ævintýri með kraftmiklu afli og óttalausu sjálfstrausti — X‑bíllinn þinn er smíðaður til að halda þér á hreyfingu.

BMW

BMW X3.

BMW X3 sameinar þægindi, daglega fjölhæfni og einstaka, einkennandi aksturseiginleika X-línunnar – sem gerir hann fullkominn jafnt í borgarakstri sem utan vega. Rúmgott innanrými og gott farangursrými gera BMW X3 að ákjósanlegum bíl fyrir fjölskyldur og þá sem lifa virku lífi, allt með þeirri lúxusnálgun sem einkennt hefur BMW.

BMW

Þægindi.

Traust í hverri hreyfingu.

BMW X-línan er hönnuð til að hjálpa þér að ná þínu hámarki – með snjöllum aðstoðarkerfum sem styðja þig þegar hver sekúnda skiptir máli. Hvort sem þú ert í þröngum borgargötum eða krefjandi bílastæðum, þá er X-bíllinn þinn alltaf tilbúinn.

Með þægindi fyrir alla.

Haltu farþegum þínum ánægðum á löngum ferðum. BMW jepplingar eru með loftfjöðrun á tveimur öxlum fyrir mjúkan akstur og miðstöð í fram- og afturrými. Rúmgott innanrými þýðir meira höfuð‑ og fótapláss – og auðvitað nægt farangursrými.

Stórir BMW X jeppar.

Sigraðu veginn með kraftmikilli nærveru, óstöðvandi afköstum og kjarki til að ýta við öllum mörkum.

BMW

BMW X5.

Með BMW X5 upplifir þú einstakt rými og nýstárlega virkni í sportlegri hönnun, ásamt hagnýtri eiginleikum sportjeppa sem býður upp á rúmgott innanrými og háþróaða tækni fyrir þægilega akstursupplifun. Þú nýtur öflugra véla og nútímalegs fjórhjóladrifs sem tryggir yfirburði á veginum – þar sem afköst og þægindi mætast. Hrein akstursánægja. Fullkomið jafnvægi. Framúrskarandi frammistaða.

BMW

Afköst.

BMW X gerðir eru hannaðar fyrir þá sem gera meiri kröfur — meiri lipurð, nákvæm stjórn og spennandi dýnamík í hverri hreyfingu. Hver akstur er tækifæri til að ná hámarksafköstum.

Fjórhjóladrif.

Þegar vegurinn eða veðrið býr til krefjandi aðstæður skaltu treysta á xDrive til að bregðast við á sekúndubroti. Þetta snjalla aldrif bætir grip í sleipum aðstæðum og dreifir krafti sjálfkrafa þegar það skynjar skert veggrip.

Rafdrifnir BMW X jeppar.

Rafdrifin afköst — rafdrifnir BMW X jeppar bjóða upp á hámarks spennu án málamiðlana.

Kostir rafbíla.

Mengunarlaus akstur.

Í BMW rafbíl geturðu minnkað CO₂‑útblástur þinn og hávaðann þegar þú ekur um bæinn.

Auðveld hleðsla.

Notaðu þína eigin heimahleðslustöð til að hlaða rafbílinn þægilega heima við. Þú getur hlaðið bílinn yfir nóttu svo þú byrjir daginn með fullhlaðna rafhlöðu. Kostir þess að eiga eigin heimahleðslustöð: þú sparar tíma og rafbíllinn þinn hleðst áreiðanlega þegar þér hentar.

Lágur viðhaldskostnaður.

Rekstrarkostnaður rafbíls er að jafnaði lægri en bensín‑ eða dísilbíls, þar sem rafbílar hafa færri íhluti, eins og kerti, olíusíur eða pústkerfi.

BMW

BMW iX.

BMW iX er algjörlega rafknúinn jeppi og sameinar lúxus og sjálfbærni, með rúmgott innanrými og háþróaða tækni fyrir nútímalega akstursupplifun. Skýrar línur og nútímalegt ytra byrði ásamt rúmgóðu, þægilegu og einkar glæsilegu innanrými gefa einstakt yfirbragð; BMW iX tryggir að ökumenn haldist tengdir og skemmti sér á meðan þeir minnka kolefnisfótspor sitt.

BMW

BMW iX1.

Alrafknúinn BMW iX1 vekur athygli með kröftugri nærveru og fjölhæfni jepplings, veitir innblástur til að feta nýjar slóðir í daglegu lífi og gerir hann tilvalinn fyrir þá sem leita að sjálfbærni án þess að fórna rými. Með rúmgott innanrými og háþróaða tækni tryggir iX1 þægilega og tengda akstursupplifun innanbæjar og úti á landi.

Flaggskip BMW X jeppa.

Þegar ekkert nema það besta kemur til greina — flaggskip BMW X eru smíðuð til að lyfta hverri ferð upp á næsta stig.

BMW

BMW X7.

Frá fyrstu kynnum heillar BMW X7 með samblandi af yfirburða afli, lúxus þægindum og glæsilegri hönnun. Jeppi í fullri stærð með þremur sætaröðum sem gerir hann fullkominn fyrir fjölskyldur eða þá sem þurfa aukið pláss án þess að fórna lúxus. X7 býður upp á áberandi nærveru á veginum og tryggir bæði afköst og þægindi við allar aðstæður með úrvali öflugra véla og háþróuðu fjórhjóladrifi.

BMW

BMW XM.

Frábær blanda af BMW M og nýsköpun tengiltvinnbíls. Stór lúxusjeppi með öflugri M TwinPower Turbo V8 bensínvél. Með tengiltvinn aflrás skilar XM glæsilegum afköstum og er um leið umhverfisvænni, sem höfðar til vistvænna neytenda.

Algengar spurningar um BMW X gerðirnar