BMW Warranties

ÁBYRGÐIR

Ábyrgðir

4 EÐA 5 ÁRA ÁBYRGÐ EÐA

4 ára ábyrgð fylgir öllum BMW bifreiðum sem eru fluttar inn og seldar af BL ehf. eftir 1. janúar 2021. Viðskiptavinum stendur einnig til boða að kaupa ábyrgð í eitt ár til viðbótar ef þeir óska eftir 5 ára ábyrgðartíma.

 

Ábyrgðin nær til viðgerða sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu bifreiðarinnar og framkvæmdar eru af viðurkenndu þjónustuverkstæði innan ábyrgðartímans eða þar til bifreiðin er ekin 200.000 km, hvort sem fyrr verður.

Lesa meira
BMW Warranty

Forsendur ábyrgðarinnar eru að bifreiðinni sé viðhaldið að fullu samkvæmt fyrirmælum og leiðbeiningum framleiðandans af viðurkenndu þjónustuverkstæði BMW. Athugið að BMW getur hafnað ábyrgðarkröfum ef skilmálarnir eru ekki uppfylltir.

 

Komi til þess að bíllinn sé seldur innan ábyrgðartímans flyst ábyrgðin yfir til nýs eiganda sem nýtur hennar út gildistíma hennar. 

Lesa meira

Hvað er ekki innifalið í ábyrgðinni:

 • Skemmdir á lakki, yfirbyggingu, hlífum og klæðningum
 • Skemmdir í innanrými (t.d. klæðning, lok, sætisarmar og handföng)
 • Skemmdir á gleri (t.d. speglar, rúður, framljósakúplar)
 • 12V rafgeymir
 • Hávaði (skert þægindi, t.d. vegna vindgnauðs og skrölts) sem ekki tengist beint biluðum hlut
 • Lykt
 • Rekstrarvörur (t.d. bætiefni fyrir útblástursgas, svo sem AdBlue)
 • Eldsneyti og mengun í eldsneytiskerfinu og skemmdir vegna hennar
 • Viðgerðir sem eigandi bílsins ber ábyrgð á(vélarskemmdir vegna lélegrar smurolíu, tafa á olíuskiptum, þátttöku í kappakstri)
 • Hjólbarðar, jafnvægisstillingarlóð á felgur og felguskemmdir
 • Stillingar, endurstillingar og stillingaferli (sem ekki er krafist vegna skipta á hlut)
 • Viðgerðir á aukahlutum sem ekki eru frá BMW 
Lesa meira