KYNNING
HRINGRÁSARHAGKERFI STUÐLAR AÐ VARÐVEISLU AUÐLINDA.
Eitt af markmiðum okkar er að varðveita auðlindir. Það felur meðal annars í sér að nota hráefni eins oft og eins lengi og hægt er. Markmið okkar er hringrásarhagkerfi. Með virðingu fyrir heiminum og góðum hugmyndum að leiðum til að auka sjálfbærni okkar.
Hringrásarnálgun.
60 kg af endurunnu plasti eru að meðaltali notuð í nýjan bíl frá BMW Group – sem samsvarar allt að 20% hlutfalli.
Endurvinnsla á rafhlöðum.
90% af efnunum í háspennurafhlöðum í rafbílum BMW Group eru endurvinnanleg.
Meðhöndlun úrgangs.
99% af úrganginum frá innri framleiðslu okkar á 2,5 milljón bílum á heimsvísu voru árið 2021 ýmist endurunnin sem efni (93,4%) eða fóru í frekari vinnslu (t.d. hitavinnslu) (5,8%).
HRINGRÁSARHAGKERFI
KYNNTU ÞÉR KRAFTINN Í HRINGRÁSINNI.
Ábyrg notkun auðlinda gegnir lykilhlutverki hjá BMW Group. Í þessu ferli viljum við halda áfram að nota hráefni í samræmi við grunnreglurnar fjórar um hringrásarhagkerfið:
BMW i VISION CIRCULAR.
ENDURHUGSA, DRAGA ÚR, ENDURNOTA og ENDURVINNA. BMW i Vision Circular er í fullu samræmi við grunnreglur hringrásarhagkerfisins. Fyrirferðarlítill og að öllu leyti rafknúinn framtíðarbíll þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og munað leggur línurnar inn í framtíðina.
SJÁLFBÆRARA BÍLALAKK ÚR LÍFMASSA.
Á málningarverkstæðunum í BMW Group-verksmiðjunum í Evrópu er notað matt lakk sem er ekki framleitt úr hráolíu, heldur úr vistvænum hráefnum eins og lífrænum úrgangi. Þar að auki nota BMW Group-verksmiðjurnar í Rosslyn og Leipzig einnig sjálfbært framleitt lakk með ryðvörn. Minnkun á koltvísýringi í ferli sem TÜV hefur vottað nemur 15.000 tonnum á tímabilinu 2022 til 2030.
RAFHLÖÐUENDING
ÁFANGAR Á ENDINGARTÍMA RAFHLÖÐU.
Þróun.
Í framleiðslumiðstöðinni fyrir rafhlöður í München rannsakar BMW Group hvaða efnasamsetning er ákjósanlegust fyrir hólfin í Li-ion rafhlöðu. Þetta felur í sér að setja rafhlöðuþættina bakskaut, forskaut, skilrúm og rafvökva í gegnum ítarlegt þróunarferli.
Notkun í bíl.
Rafbílar dagsins í dag ná nú þegar meira en 600 km drægi á einni hleðslu, og drægið eykst sífellt. Reynslan sýnir að rafbílar geta ekið jafnmikið og hefðbundnir bílar án þess að skipta þurfi um háspennurafhlöðuna.
Nýtt hlutverk.
Eftir að Li-ion rafhlaðan hefur verið notuð í bílnum væri hægt að halda áfram að nota hana í mörg ár til viðbótar sem orkugeymslu, til dæmis í rafhlöðuhreiðri, áður en hún fer í endurvinnslu.
Endurvinnsla.
Hægt er að endurvinna hráefnin í rafhlöðunni. Í framleiðslumiðstöðinni fyrir rafhlöður er BMW Group að þróa endurvinnslu endurunninna hráefna fyrir næstu kynslóð af rafhlöðum. Þetta markar lok endingartíma rafhlöðunnar – og þá getur hann byrjað upp á nýtt.
Algengar spurningar