KYNNING
BMW Á LEIÐ INN Í SJÁLFBÆRARI FRAMTÍÐ.
Sjálfbærni í framleiðslu, búnaði og neyslu. Bílarnir okkar og framleiðsla þeirra bera vott um viðhorf okkar gagnvart þeirri ábyrgð sem við berum sem fyrirtæki á þessum sviðum. Og hvernig við göngumst við þeirri ábyrgð. Frekari upplýsingar um viðleitni okkar – og allt sem áætlum að gera.
Rafdrifinn akstur á BMW.
BMW Group hefur þegar árið 2021 sett 1.000.000 rafbíla á götuna.
Orkusparandi ráðstafanir.
130 kWh af rafmagni hafa verið spöruð árlega hjá BMW Group frá 2018 í kjölfar þess að skipt var yfir í LED-lýsingu í 16 verksmiðjum.
Minni losun koltvísýrings.
78,1% minni losun frá framleiðslu hvers bíls frá BMW Group hefur náðst á tímabilinu frá 2006 til 2022.
BMW-RAFBÍLAR
SJÁLFBÆRNI Í NÝJUM BMW i5.
BMW i5 er hluti af framlagi okkar í átt að sjálfbærari framtíð. Varðveisla auðlinda, endurvinnsla og notkun grænnar orku draga úr losun koltvísýrings. Horfðu á myndbandið til að fá frekari upplýsingar.
BMW i5: Orkunotkun, WLTP-prófun í blönduðum akstri í kWh/100 km: 19.5–15.9; Frægni í km samkvæmt WLTP-prófun: 477–582
ENDURVINNSLA Í STAÐ FÖRGUNAR.
Fiskinet.
Gólfin í BMW iX og í nýjum BMW X1 og BMW i5 eru gerð úr plasti sem unnið er úr gömlum fiskinetum, gólfefnum og rusli frá plastframleiðslu.
Endurvinnsla á plasti.
Endurunnin efni eru notuð í marga íhluti BMW-bíla. 60% af gólfefninu í farangursrými BMW i5 eru úr endurunnu plasti. Stýringar stuðaranna, grindin undir hurðarbyrðunum, hlífin á framrúðunni og umgjörð framhlífar BMW iX eru úr allt að 100% endurunnu plasti.
Kaktustrefjar.
BMW Group vinnur með sprotafyrirtækjum að þróun nýrra lífrænna yfirborðsefna. Hið nýja efni Deserttex™ er til dæmis búið til úr möluðum kaktustrefjum og lífrænu pólýúretanneti. Þannig er hægt að komast hjá því að nota dýraafurðir samhliða því að minnka losun koltvísýrings töluvert.
Algengar spurningar
ALGENGAR SPURNINGAR UM BÍLA OG EFNI.
SJÁLFBÆRNI Í NÝJUM BMW iX.
Kynntu þér þær ráðstafanir sem við höfum gert hingað til og BMW iX-útfærslur með FSC-vottuðum viðareiningum, leðurlausum sætum og fleiru.
BMW iX xDrive40: Orkunotkun, WLTP-prófun í blönduðum akstri í kWh/100 km: 21.4-19.4; Drægni, WLTP í km: 403–435
ÚRVAL BMW-RAFBÍLA.
Skoðaðu úrvalið af rafbílum frá BMW ásamt BMW iX og BMW i5.
- Liðið nær hljóðlaust gegnum bæi og yfir langar vegalengdir
- Mjúk hröðun þegar tekið er af stað
- Hrein akstursánægja – laus við útblástur
FRAMLEIÐSLA OG AÐFANGAKEÐJA
ALÞJÓÐLEGAR RÁÐSTAFANIR TIL AÐ AUKA SJÁLFBÆRNI.
Áhersla á sjálfbærni og nálægð við viðskiptavini er það sem greinir BMW Group frá öðrum. Þess vegna kjósum við staðbundna framleiðslu um allan heim – í samræmi við samræmda gæða- og öryggisstaðla.
VINDUR, SÓL OG HUGVITSSAMLEG TÆKNI.
Vindorka.
Vindmyllurnar fjórar á lóð BMW Group-verksmiðjunnar í Leipzig geta hver um sig framleitt málafl upp á 2,5 MW. Þær framleiða um það bil einn áttunda hluta þeirrar raforku sem verksmiðjan notar. Hugvitssamlegt rafhlöðuhreiður þar sem rafhlöður úr allt að 700 BMW i3-bílum eru tengdar saman í net geymir umframorku frá vindmyllunum fjórum og leiðir raforkuna aftur inn í kerfið þegar vindur er ekki nægilegur.
Sólarorka.
Sólarorkuverið í BMW Brilliance Automotive Ltd.-verksmiðjunni í Dadong (Shenyang) getur framleitt meira en 21 MWh af endurnýjanlegri orku árið 2022. Í því markmiði hefur flatarmál þess verið aukið um 110.000 fermetra – sem samsvarar um það bil 15 fótboltavöllum – í alls 290.000 fermetra í stækkunarferli Shenyang-svæðisins.
BMW BER ÁBYRGÐ.
Sjálfbærni nær til margra þátta hjá BMW: Við gerum allt sem við getum til að vistspor okkar sé eins lítið og hægt er, allt frá yfirferð á aðfangakeðjunum okkar yfir í stuðning við ytri áætlanir.
Algengar spurningar
ALGENGAR SPURNINGAR UM FRAMLEIÐSLU OG AÐFANGAKEÐJU.
Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, orkunotkun og drægi á rafmagni voru ákvörðuð í samræmi við mælingarforskriftir og samsvara Evrópureglugerð (EB) 715/2007 í gildandi útgáfu. Gögn yfir drægi úr WLTP-prófunum taka til hvers kyns aukabúnaðar (sem í boði er í Þýskalandi, í þessu tilviki). Fyrir bíla sem nýlega hafa verið gerðarvottaðir frá 1. janúar 2021 eru aðeins til opinber gögn úr WLTP-prófunum. Auk þess er NEDC-gilda ekki getið í samvæmisvottorðum frá og með 1. janúar 2023 samkvæmt Evrópureglugerð nr. 2022/195. Frekari upplýsingar um mælingar í NEDC-prófunum og WLTP-prófunum er að finna á www.bmw.com/wltp