Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
BMW M PERFORMANCE-BÚNAÐUR.
BMW M Performance-búnaður lætur BMW-bílinn þinn bera af á sláandi og einstakan hátt. Margvíslegur aukabúnaður eflir útlit bílsins og hljóðin frá honum og gefur BMW-bílnum enn öflugri eiginleika.
M2 með BMW M Performance-búnaði.
Nýr BMW M2 Coupé[1] er ómótstæðileg blanda af ótrúlegum krafti, styrk og lipurð sem tryggir að akstursupplifunin sé ávallt ánægjuleg. Sérhannaði BMW M Performance-aukabúnaðurinn er tilvalin viðbót sem undirstrikar sportlegt yfirbragðið og akstursánægjuna enn frekar.
Nýr BMW M2 Coupé[1] er ómótstæðileg blanda af ótrúlegum krafti, styrk og lipurð sem tryggir að akstursupplifunin sé ávallt ánægjuleg. Sérhannaði BMW M Performance-aukabúnaðurinn er tilvalin viðbót sem undirstrikar sportlegt yfirbragðið og akstursánægjuna enn frekar.
ÓBLÖNDUÐ SPENNA.
Hægra M Performance-loftinntak úr koltrefjum.
M Performance-vindskeið að aftan úr koltrefjum.
Hægri M Performance-viðbót úr trefjaefni frá hlið.
M Performance-vindskeið að framan úr koltrefjum, í miðjunni.
BMW M2 Coupé G87 BMW M Performance-búnaður, skásett sjónarhorn frá hlið
BMW M2 Coupé G87 BMW M Performance-búnaður, skásett sjónarhorn á afturhluta
BMW M2 Coupé G87 BMW M Performance-búnaður
BMW M2 Coupé G87 BMW M Performance-búnaður, séð framan frá
Hægra M Performance-loftinntak úr koltrefjum.
M Performance-vindskeið að aftan úr koltrefjum.
Hægri M Performance-viðbót úr trefjaefni frá hlið.
M Performance-vindskeið að framan úr koltrefjum, í miðjunni.
M3 Competition Touring með BMW M Performance-búnaði.
Fyrsti BMW M3 Competition Touring með M xDrive sameinar framúrskarandi afköst BMW M3 og sveigjanleika og hagnýta eiginleika BMW Touring. Notast er við kappaksturstækni sem tryggir einstaka afkastagetu og kraft. Sérhannaði BMW M Performance-búnaðurinn er svo rúsínan í pylsuendanum.
Fyrsti BMW M3 Competition Touring með M xDrive sameinar framúrskarandi afköst BMW M3 og sveigjanleika og hagnýta eiginleika BMW Touring. Notast er við kappaksturstækni sem tryggir einstaka afkastagetu og kraft. Sérhannaði BMW M Performance-búnaðurinn er svo rúsínan í pylsuendanum.
SPORTLEGUR ÁN MÁLAMIÐLANA.
BMW M3 Touring með M Performance-búnaði.
M Performance-vindskeiðar að aftan, gljásvartar.
M Performance-vindskeið að framan úr koltrefjum.
Gljásvört M Performance-þakvindskeið.
Vinstri M-speglahlíf úr koltrefjum.
20"/21" M Performance þrykkt álfelga með klofnum örmum, 1000 M gyllt og bronsuð, felgur með sumarhjólbörðum.
BMW M3 Touring G81 BMW M Performance-búnaður
BMW M3 Touring G81 BMW M Performance-búnaður, skásett sjónarhorn á afturhluta
BMW M3 Touring G81 BMW M Performance-búnaður, skásett sjónarhorn á framhluta
BMW M3 Touring G81 BMW M Performance-búnaður í akstri, skásett sjónarhorn frá hlið
BMW M3 Touring G81 BMW M Performance-búnaður í akstri, skásett sjónarhorn á framhluta
BMW M3 Touring G81 BMW M Performance-búnaður, felga
BMW M3 Touring með M Performance-búnaði.
M Performance-vindskeiðar að aftan, gljásvartar.
M Performance-vindskeið að framan úr koltrefjum.
Gljásvört M Performance-þakvindskeið.
Vinstri M-speglahlíf úr koltrefjum.
20"/21" M Performance þrykkt álfelga með klofnum örmum, 1000 M gyllt og bronsuð, felgur með sumarhjólbörðum.
Kynntu þér 3 Series.
Þríeykið með BMW M Performance-búnað.
Upplifðu kappakstursstemningu.
M Performance-dreifari að aftan úr koltrefjum.
100 prósent hátækni, 100 prósent kappakstursyfirbragð. 100 prósent spenna. M Performance-dreifarinn að aftan er vandlega handsmíðaður úr koltrefjum. Þannig verður bíllinn enn nútímalegri og sportlegri.
M Performance-vindskeið að aftan úr koltrefjum.
Farið á móti straumnum. M Performance-vindskeiðin að aftan er með útskornu lagi úr 100% hágæðakoltrefjum sem dregur úr loftmótstöðu og gefur afturhluta bílsins einstakt kappakstursyfirbragð. Þökk sé hárfínni straumlínulögun eru aksturseiginleikarnir áberandi sportlegir. Einstaklega kraftmiklir eiginleikar.
Gljásvört M Performance-þakvindskeið.
Hrífandi hönnun. M Performance-þakvindskeiðin er með gljásvartri PUR-húð sem gefur afturhluta bílsins fágað en um leið sportlegt yfirbragð. Um leið dregur hún úr loftmótstöðu. Vindskeiðin fellur fullkomlega inn í hönnun bílsins og hægt er að hafa hana samlita bílnum.
Byssustálsgráar, léttar 19" 898 M BMW-álfelgur með Y-laga örmum og vetrarhjólbörðum.
Sportlegu og léttu 19“ 898 M Performance-álfelgurnar eru byssustálsgráar með Y-laga örmum og M Performance-áletrun. Styrkt felga með vetrarhjólbarða, loftþrýstingsmæli og styrktu dekki, felgustærð 8J x 19 og hjólbarðastærð 225/40 R19 93H XL RSC að framan og felgustærð 8.5J x 19 og hjólbarðastærð 255/35 R19 96H XL RSC að aftan.
Léttar tvílitar (hrafnsvartar og gljáðar) 19“ 791 M-álfelgur með tvískiptum örmum, umgangur af felgum með sumarhjólbörðum.
Hágæða 19“ 791 M BMW-álfelgurnar, léttar með tvískiptum örmum, eru tvílitar, hrafnsvartar og gljáðar. Umgangur af styrktum sumarhjólbörðum með loftþrýstingsmæli, felgustærð 8J x 19 og hjólbarðastærð 225/40 R19 93Y XL að framan og 8.5J x 19 með hjólbarðastærð 255/35 R19 96Y XL að aftan.
Tvílit (járngrá, gljáslípuð), þrykkt 20" 795 M Performance-felga með Y-laga örmum, umgangur af sumardekkjum.
Hágæða 20" þrykktar 795 M Performance-felgur með Y-örmum eru tvílitar, járngráar og gljáslípaðar, og eru með litaða M-merkinu og slípaðri M Performance-áletrun. Umgangur af felgum með sumarhjólbörðum, loftþrýstingsmæli og styrktum dekkjum, felgustærð 8J x 20 og hjólbarðastærð 225/35 R20 90Y XL RSC að framan og 8.5J x 20 með hjólbarðastærð 255/30 R20 92Y XL RSC að aftan.
Léttar, matthrafnsvartar 18“ 796 M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, með vetrarhjólbörðum.
Léttu hágæða 18“ 796 M Performance-álfelgurnar með tvískiptum örmum eru hannaðar með mattri hrafnsvartri áferð og lituðu M-merki og hægt er að nota þær með keðjum. Felgur með loftþrýstingsmælingu, vetrarhjólbörðum og styrktum dekkjum, felgustærð 7.5J x 18 með hjólbarðastærð 225/45 R18 95H XL.
M Performance-bakstoð.
M Performance-sætisbakið gefur sætunum sportlegt útlit í ætt við sæti kappakstursbíla. Koltrefjaáklæði á höfuðpúðum eru unnin með pólýúretanmálningu og hágljáa. Bakhliðin er með fínni Alcantara-áferð. Skreytt með innbyggðu M Performance-merki úr áli.
BMW M Performance-búnaður fyrir síðari gerðir.
Frá akstursíþróttum til daglegs lífs.
- X7
- 7
- M8
X7.
BMW X7 er blanda af afli, makalausum þægindum og djarfri hönnun. Þegar við bætist hágæða BMW M Performance-búnaður, sem í sumum tilfellum er handsmíðaður, er útkoman sportbíll með venju fremur öfluga eiginleika.
M Performance-speglahlíf úr koltrefjum.
Handgerðar M Performance-speglahlífarnar eru úr koltrefjum og undirstrika vel hversu hátæknilegur bíllinn er. Kraftmikil hönnun þeirra er einstaklega glæsileg og gefur bílnum sportlegt yfirbragð.
M Performance-púströrsklæðning, mattsvört.
Sláandi áhersluatriði: M Performance-púströrin eru klædd með mattsvartkrómuðu, ryðfríu hágæðastáli, sem ljær afturenda bílsins enn sportlegra yfirbragð.
Tvískipt, svart M Performance-grill.
Afgerandi yfirbragð: Tvískipta M-grillið samanstendur af gljásvörtum rimum í gljásvörtum ramma. Það ljær framhluta bílsins enn kraftmeiri og ákveðnari einkenni. Útkoman er einstakt og afgerandi yfirbragð.
Léttar 22“ matthrafnsvartar 755 M-álfelgur með Y-laga örmum ásamt vetrarhjólbörðum.
Sportlega 22" létta 755 M álfelgan með V-laga örmum hrafnsvartri, mattri áferð tryggir einkar sportlegt yfirbragð. Vetrarhjólbarðar með loftþrýstingsmæli og vetrarhjólbörðum, felgustærð 9.5J x 22 með hjólbarðastærð 275/40 R22 107V XL að framan og felgustærð 10.5Jx 22 með hjólbarðastærð 315/35 R22 111V XL að aftan.
Léttar 21" tvílitar (gljágráar, gljáðar) 754 M-álfelgur með tvískiptum örmum og vetrarhjólbörðum.
Fyrsta flokks léttar, tvílitar með sporbrautargráum lit, gljáðar 21" 754 M-álfelgur með tvískiptum örmum ljá bílnum einkar sportlegt og afgerandi yfirbragð. Felgur með loftþrýstingsmælingu, vetrarhjólbörðum og styrktum dekkjum með felgustærð 9.5J x 21 og hjólbarðastærð 285/45 R21 113V XL RSC.
M Performance-stýri.
Grípandi fróðleiksmolar: Þökk sé Alcantara-klæddu gripsvæði er gripið þétt og þægilegt svo þér finnst þú vera fullkomlega við stjórnvölinn. Einkennandi hönnun og rauð leðurreim á miðju stýrinu undirstrika kappakstursstílinn.
7.
Hrein fágun og afþreying fyrir öll skynfæri gera upplifunina af því að aka BMW 7 Series Sedan[2] alveg einstaka. Sérstakir hönnunarvalkostir fyrir BMW M Performance-búnað geta svo bætt örlítilli kappakstursstemningu í blönduna.
912 M 22“ þrykktar byssustálsgráar M Performance-felgur með klofnum örmum, umgangur af felgum með sumarhjólbörðum.
Fyrsta flokks 912 M 22“ þrykktar M Performance-felgur með klofnum örmum[2] eru byssustálsgráar með slípaðri M Performance-áletrun. Umgangur af styrktum sumarhjólbörðum með loftþrýstingsmæli, felgustærð 9J x 22 og hjólbarðastærð 255/35 R22 102Y XL að framan og 10.5J x 22 með hjólbarðastærð HL 285/30 R22 104Y XL að aftan.
Straumlínulagaðar tvílitar 21" 909 M-felgur með vetrarhjólbörðum.
Fyrsta flokks 21“ tvílitu (hrafnsvörtu, gljáðu) straumlínulöguðu 909 M felgurnar ljá bílnum þínum alveg sérstaklega fágað yfirbragð. Umgangur af styrktum sumarhjólbörðum með loftþrýstingsmæli, felgustærð 9J x 21 og hjólbarðastærð 255/40 R21 102H XL að framan og 10.5J x 21 með hjólbarðastærð HL 285/35 R21 105H XL að aftan.
Umgangur af léttum, matthrafnsvörtum 20" 911 M Performance-álfelgum með Y-laga örmum ásamt sumarhjólbörðum.
Fyrsta flokks, léttu 20“ 911 M Performance-álfelgurnar með Y-laga örmum koma í mattsvörtum lit. Umgangur af felgum með styrktum sumarhjólbörðum með loftþrýstingsmæli, fyrir felgustærð 9J x 20 og hjólbarðastærð 255/45 R20 105Y XL að framan og felgustærð 10.5J x 20 og hjólbarðastærð 285/40 R20 108Y XL að aftan.
M8.
BMW M8 Gran Coupé sameinar M-einkenni og hámarkslúxus. Formin að framan skapa algjörlega nýtt útlit fyrir fjögurra dyra lúxussportbíla. Sérsniðnu hlutarnir úr koltrefjum og annað vandað efni setja svo punktinn yfir i-ið.
M-loftunarbúnaður úr koltrefjum.
Annars vegar sportlegur. Hins vegar einstakur. M-loftunarbúnaðurinn er úr vönduðum koltrefjum. Glæsilegur sjónrænn hápunktur á hlið bílsins.
M Performance-búnaður að framan úr koltrefjum.
Vertu áberandi: M-vindskeiðin að framan er eingöngu úr koltrefjum og undirstrikar karlmannlegt útlit bílsins á einkar afgerandi máta. Einstakt kappakstursútlit fyrir þau sem neita að gera málamiðlanir.
Tvískipt M Performance-grill úr koltrefjum.
Sýndu stílinn þinn: Rammi tvískipta M Performance-grillsins er úr hreinum, handsmíðuðum koltrefjum og skrautrimarnar eru úr sterku plasti. Sláandi útlitseinkenni framan á bílnum ljá honum sérlega fágað, sportlegt og einstakt útlit. Með M8-merki.
M-vindskeið að aftan úr koltrefjum.
Það sem meira er: M-vindskeið að aftan úr koltrefjum undirstrikar kröftugt og gæðalegt útlit bílsins. Hún er afar létt, þökk sé hátæknilega koltrefjaefninu, en um leið er hún afar sterkbyggð. Hún er handsmíðuð úr koltrefjum eins og þær gerast bestar og passa fullkomlega við hönnun bílsins, sem og annan M-búnað úr koltrefjum.
M-speglahlíf úr koltrefjum.
Sláðu rétta tóninn með fyrsta flokks smíði. M-speglahlífin er öll úr koltrefjum og handsmíðuð af alúð. Þetta er öflug og vönduð hönnun sem ber vott um ómengaða einstaklingshyggju.
Þrykktar 20“ 863 M Performance-felgur með Y-laga örmum, mattar og járngráar, umgangur af felgum með sumarhjólbörðum.
Hágæða 20" þrykktu 863 M Performance-felgurnar með Y-örmum eru mattar og járngráar, með lituðu M-merki, og ljá bílnum einstaklega sportlegt yfirbragð. Umgangur af felgum með sumarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum, felgustærð 9.5J x 20 með 275/35 ZR20 (102Y) XL að framan og 10.5J x 20 með 285/35 ZR20 (104Y) XL að aftan.
LOREM IPSUM.
Lorem Ipsum.
Lorem Ipsum.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massa. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient.
Lorem Ipsum.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Aenean commodo ligula eget dolor. Aenean massa. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient.
Lorem Ipsum.
Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
BMW M2 Coupé[3]:
Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun: 10.2–9.6
Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun: 231–218
BMW M3 Competition Touring:
Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun: 10,4–10,1
Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun: 235–229
BMW 3 Series Sedan:
Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun: 8,5–1,3
Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun: 192–29
BMW 3 Series Touring:
Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun: 8,8–1,4
Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun: 197–31
BMW X7:
Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun: 12,9–7,7
Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun: 292–203
BMW 7 Series Sedan:
Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun: 6,8–1,0
Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun: 178–22
BMW M8 Gran Coupé:
Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun: 11,0–6,7
Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun: 251–174
Uppgefnar tölur yfir eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun voru fengnar í samræmi við gildandi útgáfu af Evrópureglugerð (EB) 715/2007 þegar gerðarviðurkenning átti sér stað. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í uppgefnu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.
Skilvirknigildi hvað varðar losun koltvísýrings eru ákvörðuð í samræmi við tilskipun 1999/94/EB og gildandi útgáfu Evrópureglugerðarinnar. Uppgefin gildi byggjast á eldsneytisnotkun, koltvísýringsgildum og orkunotkun samkvæmt NEDC-prófun fyrir viðkomandi flokk.
Frekari upplýsingar um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er hægt að finna í „handbók um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun í nýjum fólksbílum“, sem hægt er að nálgast á öllum sölustöðum og á https://www.dat.de/angebote/verlagsprodukte/leitfaden-kraftstoffverbrauch.html.