BMW-felgur á BMW iX (I20) á snjó með fjöll í bakgrunni

SÉRSNIÐIÐ.

#HVAÐSEMGENGURÁ. BMW-HJÓLBARÐAR – ALLTAF BESTI KOSTURINN.

SÉRSNIÐIÐ.#HVAÐSEMGENGURÁ. BMW-HJÓLBARÐAR – ALLTAF BESTI KOSTURINN.

Þeir eru margir vegirnir sem þú átt eftir ókannaða. Og þegar þú leggur á þá er best að aka á felgum og hjólbörðum frá BMW með stjörnu. Bæði eru sérhönnuð, þaulprófuð, endingargóð og hagkvæm og vinna fullkomlega með íhlutum undirvagns og sjálfvirkum kerfum til að tryggja hámarksveggrip og -afköst. #hvaðsemgengurá, þá passa bæði felgur og hjólbarðar fullkomlega við þínar þarfir. Taktu þátt í samgöngum án losunar og njóttu um leið einstakrar akstursánægju.

Lesa meira
Nærmynd af BMW-vetrarhjólbarða með stjörnumerkingu

STJÖRNUMERKTIR BMW-HJÓLBARÐAR MEÐ GÆÐA- OG ÖRYGGISÁBYRGÐ.

AKTU MEÐ STJÖRNUNUM.

STJÖRNUMERKTIR BMW-HJÓLBARÐAR MEÐ GÆÐA- OG ÖRYGGISÁBYRGÐ.

AKTU MEÐ STJÖRNUNUM.

GÆÐAVOTTUN OKKAR.

BMW-hjólbarðar, samþykktir BMW-hjólbarðar, Stjarna 1

Sérhannaður + prófaður

Allir samþykktir BMW-hjólbarðar er sérhannaðir fyrir kraft allra gerða BMW-bílana og bera stjörnumerkið til marks um það. Hver hjólbarði hefur staðist strangar prófanir með allt að 50 mismunandi gæðaviðmiðum.
BMW-hjólbarðar, BMW-stjörnumerking, stjarna 2

Sportlegur

Hjólbarðar með stjörnumerkinu vinna með íhlutum BMW-fjöðrunarinnar og sjálfvirku kerfunum til að tryggja hámarksveggrip og -afköst.
BMW-hjólbarðar, sérstök efni og samsetning hjólbarða, stjarna 3

Hagkvæmur + endingargóður

Sérstök efni og samsetning hjólbarða stuðla að minni eldsneytisnotkun, tryggja mikil þægindi í lengri ökuferðum og draga úr hávaða bæði innan og utan BMW-bílsins. Hjólbarðar sem merktir eru með stjörnu eru sérlega endingargóðir, hafa fengið toppeinkunnir og eru búnir nýrri stafrænni greiningartækni fyrir hjólbarða (Digital Tyre Diagnosis).
Nýstárleg greining á og upplýsingar um hjólbarða, stjarna 4

Nýjungar

Allir samþykktir BMW-hjólbarðar eru í fremstu röð. Tæknilausnir á borð við stafræna greiningu hjólbarða + QR-kóði bjóða upp á áreiðanlegar upplýsingar um ástand hjólbarðanna.
BMW-hjólbarðar, framleiðendur úrvalshjólbarða, stjarna 5

Framleiðendur úrvalshjólbarða

Mismunandi framleiðendur vinna náið með þróunardeild BMW við sérsmíði vara, svo sem Goodyear, Dunlop, Michelin og Pirelli.
BMW 4 Series Gran Coupé (G26) með M Performance-hlutum ekur á blautri götu

FELGUR MEÐ HJÓLBÖRÐUM OG AUKAHLUTIR FRÁ BMW.

MJÚKUR AKSTUR. ÖRYGGI. ÞÍN ÁNÆGJA.

Hvert sem leiðin liggur viljum við tryggja að þú njótir hnökralausrar akstursánægju og hugarróar öllum stundum. Það er okkar markmið. Af þeim sökum vinnum við stöðugt að þróun nýrra tæknilausna sem gera aksturinn enn þægilegri og öruggari. #hvaðsemgengurá

Lesa meira

FELGUR MEÐ HJÓLBÖRÐUM OG AUKAHLUTIR FRÁ BMW.

MJÚKUR AKSTUR. ÖRYGGI. ÞÍN ÁNÆGJA.

MIKILVÆGI ÞESS AÐ NOTA RÉTTA HJÓLBARÐA FYRIR HVERJA ÁRSTÍÐ.

BMW-felgur með sumarhjólbörðum á BMW 4 Series-blæjubíl (G23) á sólardegi

SÉRHANNAÐIR FYRIR SUMARIÐ.

Þegar hitastig er komið upp fyrir 7 °C koma sumarhjólbarðar mun betur út en vetrarhjólbarðar þegar kemur að stýringu og hraða. Sumarhjólbarðar eru hannaðir fyrir hlýrri aðstæður og af þeim sökum eru harðari gúmmíblöndur notaðar í þá. Þetta leiðir af sér styttri hemlunarvegalengdir, minna veltiviðnám og minni eldsneytisnotkun. Þess vegna er ráðlegt að setja sumarhjólbarðana undir um leið og aðstæður leyfa.

Lesa meira
BMW-felgur með vetrarhjólarbörðum á BMW iX (I20) á snæviþöktum vegi með fjöll í bakgrunni

HVER VEGUR AÐ HEIMAN ER ÍSILAGÐUR.

Þegar hitastig er komið niður fyrir 7 °C bjóða vetrarhjólbarðar upp á ýmsan ávinning. Við slíkt hitastig bjóða þeir upp á mun betra grip við inngjöf, í beygjum og við hemlun en sumarhjólbarðarnir. Þeir eru búnir til úr mjúkum gúmmíblöndum og eru með dýpri raufum og mjóum rifum sem kallast vatnsraufir til að auka grip í bleytu eða á ís. Niðurstaðan er öruggari akstur og minni áhyggjur af veðurskilyrðum.

Lesa meira

KYNNTU ÞÉR ÁRSTÍÐARBUNDNAR FELGUR OG GRÆJUR.

BMW-felgur með sumarhjólbörðum, þrykktar 20 tommu 795 M Performance-felgur með Y-laga örmum

20 tommu 795 M Performance með Y-laga örmum.

Fyrsta flokks þrykktar, matthrafnsvartar 20 tommu 795 M Performance-felgur með Y-laga örmum. Felgur með styrktum sumarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.

20 tommu 624 M Performance BMW-felgur með sumarhjólbörðum, léttar álfelgur

20 tommu 624 M Performance, léttar álfelgur.

Léttar 20 tommu M Performance-álfelgur, þrykktar, tvílitar, mattsvartar, fræstar. Með BMW M-merkinu. Felgur með styrktum hjólbörðum.
20 tommu 669 M Performance BMW-felgur með tvískiptum örmum og sumarhjólbörðum, léttar álfelgur

20 tommu 669 M Performance með tvískiptum örmum, léttar álfelgur.

Léttar 20 tommu M Performance-álfelgur, þrykktar, tvílitar, mattsvartar, fræstar og gljáðar á ytri hlið. Felgur með styrktum hjólbörðum.
Þrykktar, margarma 20 tommu 732 M Performance BMW-felgur með sumarhjólbörðum

Þrykktar, margarma 20 tommu 732 M Performance-felgur.

Fyrsta flokks þrykktar, tvílitar með næturgylltum lit, margarma 20 tommu 732 M Performance-felgur, gljáfræstar. Felgur með styrktum sumarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Léttar 22 tommu 749 M Performance BMW-álfelgur með stjörnuörmum og sumarhjólbörðum

Léttar 22 tommu 749 M Performance-álfelgur með stjörnuörmum.

Léttar, tvílitar með hrafnsvörtum lit, 22 tommu 749 M Performance-álfelgur með stjörnuörmum, gljáslípaðar. Felgur með sumarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Léttar 18 tommu 796 M Performance BMW-álfelgur með tvískiptum örmum og vetrarhjólbörðum

Léttar 18 tommu 796 M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum.

Léttar, matthrafnsvartar 18 tommu 796 M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, hægt að nota með keðjum. Felgur með styrktum vetrarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Léttar 20 tommu 648 M BMW-álfelgur með tvískiptum örmum og vetrarhjólbörðum

Léttar 20 tommu 648 M-álfelgur með tvískiptum örmum.

Fyrsta flokks léttar, tvílitar með sporbrautargráum lit, 20 tommu 648 M-álfelgur með tvískiptum örmum, gljáðar. Felgur með styrktum vetrarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Þrykktar 19 tommu 786 M Performance BMW-felgur með tvískiptum örmum og vetrarhjólbörðum

Þrykktar 19 tommu 786 M Performance-felgur með tvískiptum örmum.

Þrykktar, matthrafnsvartar 19 tommu 786 M Performance-felgur með tvískiptum örmum og styrktum hjólbörðum, hægt að nota með keðjum. Felgur með vetrarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Léttar 19 tommu 727 M BMW-álfelgur með tvískiptum örmum og vetrarhjólbörðum

Léttar 19 tommu 727 M-álfelgur með tvískiptum örmum.

Fyrsta flokks léttar, tvílitar með sporbrautargráum lit, 19 tommu 727 M-álfelgur með tvískiptum örmum, gljáðar. Felgur með styrktum vetrarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Léttar 20 tommu 748 M BMW-álfelgur með stjörnuörmum og vetrarhjólbörðum

Léttar 20 tommu 748 M-álfelgur með stjörnuörmum.

Fyrsta flokks léttar, matthrafnsvartar 20 tommu 748 M-álfelgur með stjörnuörmum, hægt að nota með keðjum. Felgur með styrktum vetrarhjólbörðum og eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Nærmynd af fljótandi BMW-hjólkoppi

Fljótandi BMW-hjólkoppur.

Fljótandi hjólkoppurinn er með BMW-merkinu sem snýst ekki lengur með hjólinu heldur stendur í stað. Hægt er að setja hjólkoppinn á allar léttar álfelgur frá BMW með deilihringsþvermál upp á 112 mm.

Nærmynd af BMW-ventlahettum með BMW-merki

BMW-ventlahettur með BMW-merki.

Fyrsta flokks BMW-ventlahettur úr áli verja ventla eftirlitskerfis fyrir þrýsting í hjólbörðum gegn óhreinindum og raka. Um leið gefa þær hjólinu stílhreinna yfirbragð. Fjórar ventlahettur í setti. Með BMW-merki.

BMW-ventlahettur með M-merki

BMW-ventlahettur með M-merki.

Fyrsta flokks BMW-ventlahettur úr áli verja ventla eftirlitskerfis fyrir þrýsting í hjólbörðum gegn óhreinindum og raka. Um leið gefa þær hjólinu stílhreinna yfirbragð. Fjórar ventlahettur í setti. Með M-merki.
Comfort Plus-keðjur frá BMW á BMW iX (I20) á snæviþöktum vegi

Comfort Plus-keðjur frá BMW.

Auðvelt er að setja Comfort Plus-snjókeðjurnar frá BMW upp á öruggan máta með sjálfstrekkikerfinu til að tryggja aukið grip. Þær eru sérsniðnar á hjólbarðana og því er ekki þörf á felgubrúnarvörn, auk þess sem innbyggður fjaðrastálshringur gerir þær einstaklega auðveldar í uppsetningu.

Fjögur hjól í M Performance-hjólbarðapokum

M Performance-hjólbarðapokar.

Er kappaksturslið að nota þennan bílskúr? M Performance-hjólbarðapokarnir verja bæði ökumann og bíl gegn óhreinindum. Betra grip auðveldar burð hjólanna. Sérmerking tryggir að ekki þarf að eyða tíma í finna út hvaða hjólbarði á að fara hvar. Sportleg M Performance-hönnun.
BMW-dekkjaviðgerðarsett í farangursrými

BMW-dekkjaviðgerðarsett.

BMW-dekkjaviðgerðarsett auðveldar ökumanni að komast af stað aftur ef dekk springur. Hægt er að gera við skemmd á hjólbarðamynstri sem er minni en 4 mm, óháð stærð hjólbarðans, og aka til næsta þjónustuaðila BMW.
Haldið á BMW-öryggisfelgubolta fyrir BMW-felgu

BMW-öryggisfelguboltar.

Einstaklega áreiðanlegir, fyrsta flokks öryggisfelguboltar, fjögur stykki með gljáðu BMW-merki. Boltana er aðeins hægt að losa með sérstöku verkfæri sem fylgir með til að tryggja framúrskarandi þjófavörn.

FINNDU BESTU BMW-FELGUNA FYRIR BÍLINN ÞINN.

HÖNNUN SEM ER AUGNAYNDI.

Tvílitar, straumlínulagaðar 22 tommu 1022 M Performance BMW-koltrefjafelgur með Y-laga örmum og hjólbörðum

Tvílitar, straumlínulagaðar 22 tommu 1022 M Performance-koltrefjafelgur með Y-laga örmum.

Tvílitar með hrafnsvörtum lit, straumlínulagaðar 22 tommu 1022 M Performance-koltrefjafelgur með Y-laga örmum, gljáfræstar. Felgur með loftþrýstingsmæli og sumarhjólbörðum.

Tvílitar, straumlínulagaðar 21" 1012 BMW-felgur með stjörnuörmum og hjólbörðum

Tvílitar, straumlínulagaðar 21 tommu 1012 BMW-felgur með stjörnuörmum.

Tvílitar með miðnæturgráum lit, straumlínulagaðar 21 tommu 1012 BMW-felgur með stjörnuörmum, gljáðar. Felgur með loftþrýstingsmælingu og vetrarhjólbörðum, felgustærð 9J x 21.

Hrafnsvartar, straumlínulagaðar 21" 1011 BMW-felgur með stjörnuörmum og hjólbörðum

Hrafnsvartar, straumlínulagaðar 21 tommu 1011 BMW-felgur með stjörnuörmum.

Hrafnsvartar, straumlínulagaðar 21 tommu 1011 BMW-felgur með stjörnuörmum. Felgur með loftþrýstingsmælingu og vetrarhjólbörðum, felgustærð 9J x 21.

Eldingargráar, straumlínulagaðar 20" 1002 BMW-felgur með tvískiptum örmum og vetrahjólbörðum

Eldingargráar, straumlínulagaðar 20 tommu 1002 BMW-felgur með tvískiptum örmum.

Eldingargráar, straumlínulagaðar 20 tommu 1002 BMW-felgur með tvískiptum örmum. Vetrarhjólbarðar með loftþrýstingsmæli, henta til notkunar með snjókeðjum, felgustærð 8.5J x 20.

Tvílitar, léttar 19" 859 M BMW-álfelgur með Y-laga örmum og hjólbörðum

Tvílitar, léttar 19 tommu 859 M-álfelgur með Y-laga örmum.

Tvílitar með hrafnsvörtum lit, sérhannaðar 19" 859 M-álfelgur með Y-laga örmum, gljáðar. Framfelga með loftþrýstingsmæli og vetrarhjólbarða.

Tvílitar, léttar 20 tommu 868 M Performance BMW-álfelgur með tvískiptum örmum og hjólbörðum

Tvílitar, léttar 20 tommu 868 M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum.

Sérhannaðar, tvílitar með næturgylltum lit, léttar 20 tommu 868 M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, gljáfræstar. Felgur með loftþrýstingsmæli og sumarhjólbörðum.

Tvílitar, straumlínulagaðar 18" 858 M BMW-álfelgur með tvískiptum örmum og hjólbörðum

Tvílitar, straumlínulagaðar 18 tommu 858 M-álfelgur með tvískiptum örmum.

Tvílitar með miðnæturgráum lit, straumlínulagaðar 18 tommu 858 M-álfelgur með tvískiptum örmum, gljáðar. Felgur með loftþrýstingsmæli og vetrarhjólbörðum, hægt að nota með keðjum.

Byssustálsgráar, léttar 19" 898 M BMW-álfelgur með Y-laga örmum og hjólbörðum

Byssustálsgráar, léttar 19 tommu 898 M-álfelgur með Y-laga örmum.

Byssustálsgráar, léttar 19 tommu 898 M-álfelgur með Y-laga örmum. Felgur með loftþrýstingsmæli og sumarhjólbörðum.

Tvílitar, þrykktar 20" 795 M Performance BMW-felgur með Y-laga örmum og hjólbörðum

Tvílitar, þrykktar 20 tommu 795 M Performance-felgur með Y-laga örmum.

Tvílitar með járngráum lit, þrykktar 20 tommu 795 M Performance-felgur með Y-laga örmum, gljáfræstar. Felgur með loftþrýstingsmæli og styrktum sumarhjólbörðum.

Tvílitar, léttar 19" 793 BMW-álfelgur með tvískiptum örmum og hjólbörðum

Tvílitar, léttar 19 tommu 793 BMW-álfelgur með tvískiptum örmum.

Tvílitar með næturgylltum lit, léttar 19 tommu 793 BMW-álfelgur með tvískiptum örmum, gljáðar. Felgur með loftþrýstingsmæli og styrktum sumarhjólbörðum.

Matthrafnsvartar, þrykktar 20" 795 M Performance BMW-felgur með Y-laga örmum og hjólbörðum

Þrykktar, matthrafnsvartar 20 tommu 795 M Performance-felgur með Y-laga örmum.

Þrykktar, matthrafnsvartar 20 tommu 795 M Performance-felgur með Y-laga örmum. Felgur með loftþrýstingsmæli og styrktum sumarhjólbörðum.

Matthrafnsvartar, léttar 18" 796 M Performance BMW-álfelgur með tvískiptum örmum og hjólbörðum

Léttar, matthrafnsvartar 18 tommu 796 M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, með vetrarhjólbörðum.

Fyrsta flokks léttar, matthrafnsvartar 18 tommu 796 M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum. Ein afturfelga, felgustærð 8.5J x 18, án hjólbarða.

FRAMLEIÐSLA.

HÉR HEFST FERÐALAGIÐ.

Við erum ekki að finna hjólið upp á nýtt heldur að reyna að fullkomna það. Hver einasta felga frá BMW ber þess merki. Allar felgurnar okkar endurspegla gríðarlegar kröfur okkar um endingu og þær gangast undir álags-, kyrrstöðu- og hermiprófanir sem eru langt umfram lagalegar kröfur. Niðurstaðan er fyrsta flokks felgur sem hægt er að treysta á við allar aðstæður.
BMW-felga eftir steypu (álsteypa)

Steypa.

BMW-felgur eru steyptar úr bræddu áli. Fljótandi málminum er hellt í mót þar sem hann kólnar áður en hann er fjarlægður, undir ströngu eftirliti nýjustu tölvutækni sem tryggir gæði felganna okkar. Þetta steypuferli dregur úr kostnaði og býður upp á mikla nákvæmni og frelsi við hönnun. Steyptar felgur eru léttar og mjög stífar.
Nærmynd af þrykktri BMW-felgu

Þrykking og fræsing.

Nú er felgan mótuð úr þrykkta álstykkinu. Besti kosturinn er að fræsa felguna í heild sinni eftir að þrykkta stykkið hefur verið mótað. Þrykktar álfelgur eru 10 til 20 prósentum léttari en steyptar álfelgur og bjóða auk þess upp á nákvæmari hönnun arma.
Rennimótun BMW-felgu

Rennimótun.

Við rennimótun er felgan mótuð með þrýstingi. Steyptri felgunni er snúið mjög hratt og þrýstingi beitt á innri hluta hennar. Þetta ferli teygir og þjappar álinu og eykur þannig togþol þess og gerir það að verkum að hægt er að hafa felgubrúnirnar mjög þunnar. Útkoman er mjög létt og sterk felga sem skilar verulegum ávinningi í tengslum við höggþol, togþol og álagsþol.

Nærmynd af fræstri BMW-felgu

Úrsnörun.

Þessa aðferð er hægt að nota á bæði þrykktar og steyptar felgur. Hér er snittað úr felgunni til að mynda armana. Þetta dregur enn frekar úr þyngd felgunnar og skapar fallegt, þrívítt yfirbragð á ytra byrði hennar.
Tilbúin BMW-felga

Yfirborðshönnun.

Mismunandi áferð er í boði á ytra byrði léttra BMW-felga, burtséð frá þeirri framleiðsluaðferð sem er notuð. Grunnaðferðin er dufthúðun, sem ver felguna gagnvart umhverfisþáttum á borð við ætandi afísingarsalt. Hér áður fyrr voru léttar álfelgur oft sprautaðar með silfruðu lakki og glær lakkvörn borin á á eftir. Í dag inniheldur BMW-línan margvíslega hönnun og áferð sem krefst nákvæmrar lokameðhöndlunar.

FREKARI UPPLÝSINGAR.

KYNNTU ÞÉR EINSTAKA TÆKNI.

MINNI HÁVAÐI, MEIRI AKSTURSÁNÆGJA.

BMW-hjólbarðar, hjólbarði með hljóðeinangrun

Á léttar BMW-álfelgur eru settir nýstárlegir hjólbarðar með innbyggðri hljóðdempun til að tryggja framúrskarandi hljóðvist. Froðulag á innra byrði hjólbarðans dempar hávaða vegna titrings í holrými hjólbarðans, sem er fullt af lofti og magnar þannig upp hljóð. Froðulagið dregur verulega úr hljóðinu sem berst frá hjólbarða inn í farþegarýmið.

EINSTÖK STRAUMLÍNULÖGUN, FÁGAÐUR GLÆSILEIKI.

BMW-felgur, skásett sjónarhorn á framhluta BMW iX (i20) á blautri götu

Léttar, straumlínulagaðar felgur eru léttar og draga úr loftmótstöðu til að auka enn við sparneytni þíns BMW. Innfelldir fletir draga verulega úr ókyrrð í lofti við felgurnar. Air Performance-felgurnar draga úr viðnámi á hugvitsamlegan hátt og sameina straumlínulagaða eiginleika og sportlega fágun.

STAFRÆN GREININGARTÆKNI FYRIR HJÓLBARÐA FRÁ BMW.

BMW-hjólbarðar, hjólbarði með QR-kóða

Stafræn greiningartækni fyrir hjólbarða frá BMW býður upp á hugvitsamlega útreikninga á ástandi hjólbarða öllum stundum til að koma í veg fyrir óþörf stopp (nota þarf BMW-hjólbarða með stjörnumerkingu og QR-kóða). Skynjarar kerfisins senda gögn um þrýsting í hjólbörðum, hitastig og snúningshraða felga til að hægt sé að reikna út spá um endingartíma hjólbarða á hverri felgu. Samsvarandi upplýsingar eru síðan sýndar á stjórnskjánum og í My BMW-forritinu. Þetta vinnur með virkni eftirlits með þrýstingi í hjólbörðum við að greina merki um skemmdir á hjólbörðum og hægfara þrýstingstap og lágmarkar þannig hættu á að hjólbarðar springi. Eftirlit með þrýstingi í hjólbörðum tekur einnig tillit til upplýsinga um hvernig hjólbarðar eru undir bílnum, þ. á m. upplýsingar um framleiðanda, mál og framleiðsludagsetningu, sem hægt er að skanna úr QR-kóða í verksmiðju eða hjá þjónustuaðila.

GOTT AÐ VITA.

ALGENGAR SPURNINGAR.

BMW-hjólbarðar, skýringarmynd sem sýnir samverkun afkastagetu og hitastigs

Réttur tími fyrir skipti á milli vetrarhjólbarða og sumarhjólbarða er við umhverfishitastig upp á 7 °C. Þegar hitastig er lægra er best að nota vetrarhjólbarða. Þegar hitastigið er hærra er öruggast og þægilegast að aka á sumarhjólbörðum.

Lesa meira
BMW-hjólbarðar, nærmynd af mynstri á hjólbarða

Grip og eiginleikar hjólbarða fer að miklu leyti eftir mynsturdýpt þeirra. BMW mælir með 3 mm mynsturdýpt á sumarhjólbörðum og 4 mm á vetrarhjólbörðum til að tryggja öruggan og ánægjulegan akstur. BMW-sumarhjólbarðar með langsum rásum, stórum mynsturkubbum, hentugum gúmmíblöndum fyrir sumarhita og viðeigandi mynsturdýpt henta best fyrir akstur í hlýindum sumarsins.

Lesa meira
BMW-hjólbarðar, samanburður á hjólbörðum með styrkingu og án hennar

Styrktir BMW-hjólbarðar halda þér á ferðinni, jafnvel þótt þeir springi.. Eftirlitsbúnaður fyrir þrýsting í hjólbörðum sem uppsettur er í BMW-bílnum þínum lætur þig vita og í stað þess að stoppa getur þú ekið á allt að 80 km/klst. í 80 km í viðbót. Styrktar hliðar hjólbarðanna halda bílnum stöðugum og gera þér kleift að komast til næsta þjónustuaðila BMW á öruggan hátt.

Lesa meira

HÉR ERU SVÖR VIÐ SPURNINGUNUM UM HJÓLBARÐA.

  • Hvaða þrýstingur á að vera í hjólbörðum?
  • Hvenær og hversu oft ætti ég að athuga loftþrýsting í hjólbörðum?
  • Hvað eru stjörnumerktir BMW-hjólbarðar?
  • Hvernig finn ég réttu hjólbarðana fyrir bíllinn minn?
  • Hverjir eru kostir hjólbarðatryggingar?
  • Hvernig þríf ég felgurnar?

BMW-ÞJÓNUSTA.

ÞJÓNUSTA OG AÐSTOÐ FYRIR FELGUR OG HJÓLBARÐA FRÁ BMW.

Inclusive-þjónusta BMW, maður fyrir framan BMW i4 (G26) við sjávarsíðuna

Inclusive-þjónusta BMW.

Einbeittu þér að því sem raunverulega skiptir máli, þ.e. einskærri akstursánægjunni. Inclusive-þjónusta BMW gerir þér þetta mögulegt. Þannig greiðir þú fasta upphæð í eitt skipti og í henni er innifalin öll þjónusta og viðhaldsvinna í þann tíma sem þú velur. Þannig er BMW-bíllinn þinn alltaf í öruggum höndum hvar sem er í heiminum.

Skoða núna
Value-þjónusta BMW, karl og kona fyrir framan bílskúr með BMW X5 í

Value-þjónusta BMW.

Eitthvað sem hægt er að reiða sig á: Value-þjónusta BMW. Hvort sem um er að ræða hemlana, olíuna eða örsíuna er eitt ljóst: með Value-þjónustu BMW eru varahlutir og þjónusta innifalin í einni hagkvæmri greiðslu eftir gagnsærri verðskrá. Þetta einstaka tilboð er fyrir allar BMW-gerðir sem eru fimm ára eða eldri. Því eldri sem bíllinn þinn er, því meira aðlaðandi eru skilyrði þjónustu okkar.
Skoða núna
BMW-þjónusta, karl og kona fyrir framan BMW iX hjá þjónustuaðila BMW

Öll BMW-þjónusta.

Skoðaðu önnur þjónustutilboð frá okkur og finndu fullkomna þjónustu fyrir þinn BMW-bíl og þínar þarfir og njóttu áhyggjulauss aksturs.

Skoða núna

BMW 530e**:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,7–1,3
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 39–30

 

Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægi taka WLTP-tölur allan aukabúnað inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tæknilýsingar samkvæmt WLTP-prófunum. Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp

 

** Þegar hitastig fellur niður fyrir 0 gráður á Celsíus er ekki hægt að aka þessum tengiltvinnbíl á rafmagni fyrr en rafhlaðan hefur náð ganghita eftir nokkurra kílómetra akstur.

Lesa meira

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

  • BMW 530e**:
    Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,7–1,3
    Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 39–30

    Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægi taka WLTP-tölur allan aukabúnað inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tæknilýsingar samkvæmt WLTP-prófunum. Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp

    ** Þegar hitastig fellur niður fyrir 0 gráður á Celsíus er ekki hægt að aka þessum tengiltvinnbíl á rafmagni fyrr en rafhlaðan hefur náð ganghita eftir nokkurra kílómetra akstur.