Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
ENGAR ÁHYGGJUR. VIÐ SJÁUM UM ÞETTA.
#HVAÐSEMGENGURÁ. FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD, SKOÐANIR OG VIÐHALD.
ALLTAF TIL STAÐAR FYRIR ÞIG.
BMW er þér innan handar með fjölbreytt úrval þjónustu. Með skoðun eða reglulegum þjónustutímum. Þrautþjálfaðir sérfræðingar okkar skoða bílinn vandlega svo hægt sé að greina öll vandamál sem fyrst, helst þannig að það verði ekkert tjón til að byrja með. Markmið okkar er að tryggja þér afslappandi akstur öllum stundum og fyrirbyggjandi viðhald er nýjasta þjónustuloforðið okkar.
FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD. SKULDBINDING OKKAR UM ÞJÓNUSTU.
Við viljum vera til staðar fyrir þig svo engin aðkallandi mál komi upp. Fyrirbyggjandi viðhald er í senn fyrirbyggjandi og verndandi. Með rauntímagreiningu á bílnum er hægt að greina þjónustu-, viðhalds- eða viðgerðarþarfir sem fyrst. Þegar þörf krefur er haft samband við þig í gegnum My BMW-forritið, með tölvupósti eða með skilaboðum sem eru send beint í bílinn. Ef um aðkallandi mál reynist að ræða færðu símtal frá sérfræðingi BMW. Þetta tryggir að bilanir komi ekki upp til að byrja með svo þú getir slakað á og ekið áhyggjulaus.
YFIRLIT YFIR ÁVINNING ÞINN.
- 01 Proactive. Avoidance of possible breakdowns.
- 02 Individual. Additional needs-oriented service offers.
- 03 Straightforward. Remote problem solving and maintenance.
- 04 Professional. Direct assistance from BMW experts, BMW Service Partners and with Original BMW Parts.
- 05 Free of charge. Included in the BMW ConnectedDrive contract.
FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD FYRIR BMW-BÍLINN ÞINN.
Viltu njóta ávinnings af fyrirbyggjandi viðhaldi? Það er mjög auðvelt. Hér getur þú kynnt þér málið:
SVONA VIRKAR ÞETTA.
- Skynjarar lesa akstursgögn og senda sjálfkrafa til BMW.
- Allar bilanir eru greindar snemma og flokkaðar eftir mikilvægi.
- Ef einhver þörf er á viðhaldi eða viðgerðum, eða ef bilun greinist, verður haft samband við þig.
- Haft verður samband ýmist í gegnum My BMW-forritið, með tölvupósti eða beint í bílnum. Ef málið er aðkallandi færðu símtal.
- Þú færð aðstoð til þess bærs aðila á staðnum, snögga fjaraðstoð eða boð um að bóka þjónustu hjá þjónustuaðila BMW að þínu vali. Gögnin sem eru flutt gera verkstæðinu kleift að undirbúa sig sérstaklega og panta nauðsynlega varahluti.
KRÖFUR.
Gátlistinn þinn fyrir fyrirbyggjandi viðhald:
- Virkur BMW ConnectedDrive-samningur.
- Samþykki á núverandi skilyrðum BMW ConnectedDrive.
- Tækni gerð virk í bílnum (Smart Maintenance og/eða Ensure Mobility).
- Frágangur og útgáfa samskiptaupplýsinga á BMW ConnectedDrive-prófílnum.
SKOÐUN OG VIÐHALD BMW.
Fyrirbyggjandi þjónusta hefst með reglulegu viðhaldi og skoðunum á bílnum. Þessar aðgerðir eru ein af lykilstoðunum til að koma í veg fyrir tjón og greina vandamál snemma. Þess vegna skoða þaulreyndir sérfræðingar á vegum BMW bílinn þinn í bak og fyrir. Hvort sem um er að ræða árstíðabundnar skoðanir eða viðhaldsþjónustu fyrir hemla, framrúðu, felgur eða hjólbarða, þá tryggjum við í hvert sinn að akstursánægjan í BMW-bílnum þínum sé sem ómenguðust.
BIFREIÐASKOÐANIR FAGMANNA.
Aðeins sérfræðiathugun á bílnum getur fullvissað þig um að hann sé í fullkomnu ástandi. Sérfræðingar okkar skoða BMW-bílinn þinn vandlega og lagfæra galla ef þeir finnast. Þeir veita þér sérfræðiráðgjöf og segja nákvæmlega hvers konar skoðun BMW-bíllinn þinn þarf á að halda. Hægt er að athuga eftirfarandi eftir þörfum.
SKOÐANIR Á VEGUM BMW.
Vorskoðun BMW
Vorskoðun BMW tryggir að bíllinn sé í toppformi þegar daginn tekur að lengja:
- Prófun með greiningarkerfi BMW
- Athugað hvort skemmdir séu á yfirbyggingu
- Sjónskoðun á felgum/hjólbörðum með tilliti til skemmda, mynsturdýptar og þrýstings í hjólbörðum
- Sjónskoðun á hemlakerfi, fjöðrun, höggdeyfum og stýrishlutum
- Athugað hvort skemmdir séu á framrúðu eða þurrkublöðum
- Sjónskoðun á öllum drifreimum
- Vökvastaða athuguð
- Virkniprófun á hita- og loftkælingarbúnaði
- Virkniprófun á ytra byrði og lýsingu í innanrými
- Skoðun á framrúðuþurrku og rúðusprautu
Fyrir allar gerðir BMW hjá öllum þjónustuaðilum BMW sem taka þátt. Ef eitthvað þarf að lagfæra eða ef fylla þarf á einhverja vökva látum við þig vita og rukkum sérstaklega fyrir allan viðbótarkostnað.
BMW-vetrarskoðun
Til þess að njóta öryggis og þæginda þegar kuldinn sverfur að. Vetrarskoðun BMW:
- Prófun með greiningarkerfi BMW
- Athugað hvort skemmdir séu á yfirbyggingu
- Sjónskoðun á felgum/hjólbörðum með tilliti til skemmda, mynsturdýptar og þrýstings í hjólbörðum
- Sjónskoðun á hemlakerfi, fjöðrun, höggdeyfum og stýrishlutum
- Athugað hvort skemmdir séu á framrúðu eða þurrkublöðum
- Sjónskoðun á öllum drifreimum
- Vökvastaða athuguð
- Virkniprófun á ytra byrði og lýsingu í innanrými
- Skoðun á framrúðuþurrku og rúðusprautu
- Umhirða þéttinga/lása á hurðum með umhirðuvörum frá BMW
Fyrir allar gerðir BMW hjá öllum þjónustuaðilum BMW sem taka þátt. Ef eitthvað þarf að lagfæra eða ef fylla þarf á einhverja vökva látum við þig vita og rukkum sérstaklega fyrir allan viðbótarkostnað.
- Prófun með greiningarkerfi BMW
Loftslagsathugun BMW
Afslappaður akstur þótt heitt sé í veðri. Loftslagsathugun BMW:
- Athugun á rakaþétti, drifreimum og örsíu (skipti valkvæð)
- Skoðun á afköstum loftkælingar og blásturshita
- Hreinsun og sótthreinsun á örsíuhúsinu með hreinsiefni frá BMW
- Athugun á þrýstingi í kælikerfinu (áfylling kælivökva valkvæð)
Við mælum líka með:
- Að þrífa loftkælinguna árlega
- Að athuga stöðu kælimiðils
- Að hreinsa eiminn í loftkælingarkerfinu
- Að hreinsa örsíuhúsið
Fyrir allar gerðir BMW hjá öllum þjónustuaðilum BMW sem taka þátt. Ef eitthvað þarf að lagfæra eða ef fylla þarf á einhverja vökva látum við þig vita og rukkum sérstaklega fyrir allan viðbótarkostnað.
BMW-sumarfrísskoðun
Örugg leið til að hefja fríið með sumarfrísskoðun BMW:
- Prófun með greiningarkerfi BMW
- Sjónskoðun á felgum/hjólbörðum með tilliti til skemmda, mynsturdýptar og þrýstings í hjólbörðum
- Sjónskoðun á hemlakerfi, fjöðrun, höggdeyfum og stýrishlutum
- Athugað hvort skemmdir séu á framrúðu eða þurrkublöðum
- Sjónskoðun á öllum drifreimum
- Vökvastaða athuguð
- Virkniprófun á hita- og loftkælingarbúnaði
- Virkniprófun á ytra byrði og lýsingu í innanrými
- Athugun á stöðu hugbúnaðar í leiðsagnarkerfinu
- Athugun á því hvort farið sé að reglum ESB og lagaákvæðum
- Skoðun á framrúðuþurrku og rúðusprautu
Fyrir allar gerðir BMW hjá öllum þjónustuaðilum BMW sem taka þátt. Ef eitthvað þarf að lagfæra eða ef fylla þarf á einhverja vökva látum við þig vita og rukkum sérstaklega fyrir allan viðbótarkostnað.
- Prófun með greiningarkerfi BMW
ALHLIÐA ÁREIÐANLEIKI: FELGU- OG HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA.
Felgu- og hjólbarðaþjónusta BMW tryggir að hjólbarðar, felgur og undirvagnsíhlutir séu fullkomlega stillt hvert fyrir annað. Sérfræðingar BMW mæla með bestu hjólbörðunum fyrir bílinn með BMW-hjólbarðamerkingu. Aðeins þeir hjólbarðar uppfylla stranga gæðastaðla okkar. Það segir sig sjálft að þú getur reitt þig á faglega þjónustu okkar við skipti, skoðun, viðhald og geymslu hjólbarðanna þinna, hvort sem um er að ræða varadekk eða felgusett með hjólbörðum.
YFIRLIT YFIR ÞJÓNUSTU FYRIR FELGUR OG HJÓLBARÐA.
BMW-felgusett með hjólbörðum: smellpassa á þinn BMW
BMW-felgusett með hjólbörðum bjóða upp á fullkomna samsetningu: hjólbarðar með BMW-hjólbarðamerkingu eru sérstaklega þróaðir og prófaðir fyrir BMW-bíla. Upprunalegar BMW-felgur eru léttar, einstaklega endingargóðar og fallega hannaðar. Í þeim sameinast fallegt útlit og öryggi.
Skipti á felgum og hjólbörðum hjá BMW: fagleg, áreiðanleg og á góðu verði
Hvort sem skipta þarf um hjólbarða eða felgur ertu í bestu mögulegu höndum hjá BMW-þjónustusérfræðingunum okkar. Umfelganir hjá okkur fela einnig í sér ítarlegar prófanir og viðhald á hjólbörðunum. Um leið tryggjum við þér besta mögulega viðhald og sérþekkingu sem er hverrar krónu virði.
BMW-hjólbarðageymsla: umhirða innifalin
Hjá BMW inniheldur felgu- og hjólbarðageymsla einnig þvott og jafnvægisstillingu þeirra felga og hjólbarða sem sett eru í geymslu. Þetta sparar þér óþarfa fyrirhöfn og dýrmætt pláss. Auk þess tryggjum við fullkomna umhirðu með sérstökum hreinsiefnum þannig að þegar felgurnar þínar koma úr geymslu skína þær sem á fyrsta degi í verksmiðjunni. Komdu og kynntu þér fyrsta flokks þjónustutilboð okkar.
BMW-viðhald: ánægjuleg öryggistilfinning.
BMW-hemlaþjónusta.
Framrúðuviðgerðir BMW.
TILBOÐ FYRIR VIÐKOMANDI MARKAÐSSVÆÐI, PAKKAR, ÁSKRIFTIR
- Agnam, unt, conempere doluptaquo que que posaepero consedit omniam rerumquis sint idit atquos at.
- Fugiti con nihit es siminvent ressinctur rerum et most et untis poreperis aut et est occum quat omnimus, omnim quassi re, sae perchilita volupta sunt ipsapidendae et atianih ilibus sa nos modisquo quaesti coressit labo. Atio eveles alis explate pa sinvendis utest, omnis ut od quam vendunt oriberori-or sam res volorest ent aut dignis soluptat.
VIÐBÓTAR BMW-ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG.
Öll BMW-þjónusta.
Inclusive-þjónusta BMW.
ALGENGAR SPURNINGAR: ALGENGAR SPURNINGAR.
Hvað er fyrirbyggjandi viðhald?
BMW er meðal fyrstu bílaframleiðendanna sem bjóða upp á fyrirbyggjandi og framsækna viðhaldsþjónustu. Við ábyrgjumst fyrirbyggjandi viðhald sem tekur á hlutunum áður en þess gerist nauðsyn. Svo þetta megi verða að raunveruleika vakta skynjarar rauntímagögn og greina sjálfkrafa þjónustu og viðhald sem sinna þarf á þínum BMW-bíl. Haft verður samband við þig ef eitthvað óvenjulegt greinist.
Hvers vegna þarf ég að uppfæra gögnin mín fyrir fyrirbyggjandi viðhald?
Ef þú vilt njóta ávinnings BMW-þjónustu skaltu ganga úr skugga um að samskiptaupplýsingarnar þínar, svo sem símanúmer eða netfang, séu réttar svo við getum haft samband við þig ef þörf krefur. Gakktu úr skugga um að þú hafir samþykkt notkun á gögnum frá þér og tengt BMW-bílinn við ConnectedDrive-reikninginn þinn. Aðeins þannig getum við veitt þér alhliða og sérsniðinn stuðning þegar þörf er á þjónustu.
Hvað er CBS-viðhaldskerfi (Condition Based Service)?
BMW leggur ekki áherslu á viðhald með reglulegu millibili. Þess í stað er það byggt á raunverulegri notkun bílsins. CBS-viðhaldskerfið (Condition Based Service) vaktar slit íhluta sem og gæði vökva með skynjurum og sérstökum reikniritum. Ef um nýjan bíl er að ræða sýnir kerfið fræðilega tímasetningu fyrstu þjónustuskoðunar, sem er síðan endurskoðuð þegar byrjað er að nota bílinn. Þannig er þér eingöngu gert viðvart þegar raunveruleg þörf er á þjónustu.
Hvers vegna ætti ég að láta skipta um framrúðu á BMW-bílnum mínum?
Framrúðan er lykilþáttur í stöðugleika, virkni og öryggi bílsins. Ef skipt er um framrúðu er nauðsynlegt að endurkvarða skynjara, myndavélar og sjónlínuskjá. Sérfræðingar BMW nota sérhönnuð verkfæri frá framleiðanda við slíka vinnu, að undangenginni sérstakri þjálfun í notkun þeirra. Þessi hárnákvæma kvörðun er nauðsynleg til að tryggja að öryggiskerfi bílsins og sjálfvirkar rúðuþurrkur virki rétt.