Portimao-blásanseraður BMW 2 Series Active Tourer 230e U06 2021 M tengiltvinnbíll, skásett sjónarhorn á framhluta við hleðslustöð
Fuel consumption7.3–1.1 l/100km*
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid

BMW 2 SERIES

NÝR BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Fuel consumption7.3–1.1 l/100km*
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid
 • BMW 2 SERIESNÝR BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  BMW 2 Series Active Tourer er búinn fyrsta flokks staðalbúnaðarpakka og býður upp á hina hefðbundnu hrífandi BMW-akstursánægju með allt að 326 hö.* Farangursrými upp í 1455 lítra, sparneytin aflrás, nútímaleg hönnun og einstakur tæknibúnaður sem eykur þægindi gera þetta að fullkomnum bíl fyrir fólk á ferðinni.

  Lesa meira

  EINFÖLD ÚTFÆRSLA NÝJUSTU KYNSLÓÐAR STJÓRNTÆKJA.

  BMW iDrive-stýrikerfi 8 í BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, maður með hendur á stýri í ökumannsrýminu

  BMW 2 series Active Tourer er vel búinn með:

  • Nýjustu kynslóð BMW iDrive og úrvali annars hugvitssamlegs tæknibúnaðar sem er að öllu jöfnu ekki staðalbúnaður í smáum bílum
  • Sveigðum skjá BMW og BMW Intelligent-aðstoðarkerfi sem tryggja einfalda og nýstárlega upplifun
  BMW iDrive-stýrikerfi 8 í BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, myndskeið

  BMW iDRIVE: UPPLIFÐU MARGMIÐLUNARKERFI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER Í ÞESSU MYNDSKEIÐI.

  BMW iDRIVE: UPPLIFÐU MARGMIÐLUNARKERFI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER Í ÞESSU MYNDSKEIÐI.

  AKSTURSAÐSTOÐARKERFI TRYGGJA HÁMARKSÖRYGGI Í BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, manneskja situr við stýri í ökumannsrými með akstursaðstoðarkerfum
  • Active Guard-akstursöryggiskerfið býður upp á aukin þægindi og hugvitssamlegt öryggi, sérstaklega á lengri ferðum
  • Það er búið akreinaskynjara með sjálfvirkri leiðréttingu í stýri, upplýsingum um hraðatakmarkanir, handvirkri hraðatakmörkun og ákeyrsluviðvörun
  • Við þetta bætist svo bílastæðakerfi með bakkmyndavél og sjálfvirkri hemlun sem auðveldar þér að leggja í stæði og aka bílnum við þröngar aðstæður
  • BMW Digital Key breytir samhæfum snjallsíma þínum* í bíllykil.

  *BMW Digital Key er aðeins samhæfður við völdum snjallsímum. Listi yfir samhæfa snjallsíma er fáanlegur á bmw.com/digitalkey. Notkun BMW Digital Key krefst Teleservices búnaðarins.

  FULLKOMIN TENGING MEÐ BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  BMW iDrive-stýrikerfi 8 í BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, nærmynd af sveigðum skjá BMW

  BMW 2 Series Active Tourer með BMW iDrive býður upp einstaka upplifun:

  • Búinn BMW-stýrikerfi 8
  • Stafrænt upplýsinga- og afþreyingarkerfi með haganlega hönnuðum sveigðum skjá BMW
  • Nýjasta stýrikerfið með einfaldri uppsetningu valmynda og vali um snertistjórnun eða raddstýringu

  HELSTU TÆKNILEGU ATRIÐI: BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER-TENGILTVINNBÍLLINN ER ALLT AÐ 326 HÖ.*

  BMW 230e xDrive og BMW 225e xDrive Active Tourer bjóða upp á sjálfbærar samgöngur og einstaka aksturseiginleika með allt að 240 kW/326 hö.* og 477 Nm* togi (BMW 230e xDrive).
  Portimao-blásanseraður BMW 2 Series Active Tourer 230e U06 2021 M tengiltvinnbíll, skásett sjónarhorn á afturhluta við akstur innanbæjar
  Portimao-blásanseraður BMW 2 Series Active Tourer 230e U06 2021 M tengiltvinnbíll, skásett sjónarhorn á hlið við akstur utanbæjar

  Allt að 90 km drægi á rafmagninu einu saman.*

  BMW 2 Series Active Tourer-tengiltvinnbílar sameina framúrskarandi sparneytni og hefðbundna aksturseiginleika BMW. Með nýrri fimmtu kynslóð eDrive-tækni BMW í BMW 2 Series Active Tourer með hybrid-drifi er auk þess hægt að aka allt að 90 kílómetra* á rafmagni án útblásturs.

  Allt sem þú vilt vita um drægi
  BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, nærmynd af akstursstillingahnöppum á miðstokki

  Akstursstillingarnar.

  BMW 2 Series Active Tourer-tengiltvinnbílar bjóða upp á snjallar akstursstillingar sem tryggja bestu mögulegu samkeyrslu eldsneytisvélar og rafmótors hverju sinni. HYBRID-stillingin býður upp á sérstaklega kraftmikla akstursupplifun, svo dæmi sé tekið, með 326 hö. afli (230e xDrive) eða 245 hö. (225e xDrive).
  Frekari upplýsingar um BMW-tengiltvinnbíla
  Portimao-blásanseraður BMW 2 Series Active Tourer 230e U06 2021 M tengiltvinnbíll, frá hlið við hleðslustöð

  BMW Charging.

  BMW Charging býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir hleðslu BMW 2 Series Active Tourer með hybrid-drifi. Áskriftinni fylgir hleðslusnúra (stilling 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð, auk venjulegrar hleðslusnúru.
  Upplýsingar um BMW Charging

  BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER-TENGILTVINNBÍLL ER EINSTAKLEGA EINFALDUR Í HLEÐSLU.

  Portimao-blásanseraður BMW 2 Series Active Tourer 230e U06 2021 M tengiltvinnbíll, skásett sjónarhorn á hlið við hleðslustöð
  • BMW 2 Series Active Tourer-tengiltvinnbíl og BMW Charging fylgja sérsniðnir hleðslumöguleikar fyrir hleðslu heima við, á ferðinni eða í vinnunni
  • Hleðslutími (0-100%) við 7,4 kW hleðslugetu (BMW-heimahleðslustöð, hleðsla á hleðslustöð): undir 2,5 klukkustundum*
  • Hleðslutími (0-100%) við 2,3 kW hleðslugetu (heimilisinnstunga): undir 8,0 klukkustundum*

  HELSTU ATRIÐI Á YTRA BYRÐI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  Kraftmikil og afgerandi hönnun BMW 2 Series Active Tourer með stóru átthyrndu tvískiptu grilli skapar einstakt og öruggt yfirbragð. Innfelldir hurðarhúnar undirstrika stílhreina hönnunina. Um leið gefur teygð hönnun hliðarglugga, ásamt flatri A-stoð og skörpum línum, bílnum rennilegt yfirbragð.
  Steinhvítsanseraður BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, sjónarhorn framan á bíl sem ekur í bílastæðahúsi
  Steinhvítsanseraður BMW 2 Series Active Tourer U06 2021 með LED-aðalljósum, nærmynd af framhluta

  Afgerandi LED-aðalljós.

  Hátt sett sjálfvirk LED-aðalljós eru afgerandi og bjóða upp á ýmsar stillingar, á borð við blinduvörn fyrir háljós. Dökkir áherslulitir skapa þrívíð áhrif.
  BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, þakgluggi í innanrými

  Stór þakgluggi.

  Rafknúinn þakgluggi beinir fersku lofti inn í bílinn þegar hann er opinn. Þegar hann er lokaður eykur hann tilfinningu fyrir rými og hleypir birtunni inn. Auk þess er hann búinn útdraganlegu sólskyggni sem einfalt er að renna fyrir ef sólin gerist of ágeng.
  Steinhvítsanseraður BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, sjónarhorn aftan á bíl sem ekur í bílastæðahúsi

  Kraftmikil hönnun afturhluta.

  Yfirbragð afturhluta BMW 2 Series Active Tourer er kraftmikið með öflugum öxlum og mótaðri vindskeið á þaki. Mjó LED-afturljós út til hliðanna og umgjarðir um endurkastið á aftursvuntunni setja svo punktinn yfir sportlegt i-ið.

  NÝ HÖNNUN Í INNANRÝMI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  Stílhreint innanrými BMW 2 Series Active Tourer er einstaklega rúmgott. Haganlega staðsett geymsluhólf, val um sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti, auk hefðbundinnar stillingar sætisbaks tryggja hagnýta notkun og aukin þægindi í aftursætum.
  BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, ökumannsrými í innanrými
  Steinhvítsanseraður BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, farangursrými

  Allt að 1455 lítra farangursrými.

  Farangursrými BMW 2 Series Active Tourer er allt frá 406 lítrum til 470 lítra, allt eftir gerð, og hægt er að auka það með stillingu á halla sætisbaks. Þetta býður upp á pláss fyrir tvær stórar og eina miðlungsstóra ferðatösku, svo dæmi sé tekið. Þegar búið er leggja sætisbak aftursætisins alveg niður eykst rýmið um allt að 1455 lítra. Þannig er hægt að flytja fyrirferðarmikla hluti á borð við fjallahjól.
  BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, ökumannsrými með sveigðum skjá BMW

  Nútímaleg hönnun í innanrými.

  Rúmgott innanrými BMW 2 Series Active Tourer einkennist af stílhreinni og nútímalegri hönnun. Í miðju ökumannsrýminu er að finna rómaðan sveigðan skjá BMW sem með auðskiljanlegu BMW iDrive-stýrikerfinu skapar alveg nýja akstursupplifun.
  Þægileg sæti í BMW 2 Series Active Tourer U06 2021

  Mjög þægileg sæti.

  Staðalútfærsla sæta í BMW 2 Series Active Tourer býður upp á mikil þægindi með fjölbreyttum stillingamöguleikum. Á meðal þess sem hægt er að stilla eru hæð og lengd sæta, sem og halli sætisbaks og staða höfuðpúða. Þá er í boði aukabúnaður á borð við stuðning við mjóbak og nudd.

  ALLT AÐ 1455 LÍTRA FARANGURSRÝMI MEÐ SÆTISBAK AFTURSÆTIS NIÐRI.

  Myndskeið af farangursrými BMW 2 Series Active Tourer

  BMW-AUKAHLUTIR FYRIR BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  Með BMW-aukahlutunum geturðu lagað BMW að þínum smekk. Vörurnar henta fullkomlega fyrir BMW 2 Series Active Tourer hvað varðar gæði, hönnun og afköst.  

  BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, Pro 2.0-hjólagrind á afturhluta

  Svart/títaníumsilfrað 420 BMW-farangursbox.

  Svart/títaníumsilfrað 420 lítra farangursbox með lás sem hægt er að opna báðum megin, samhæft við allar toppgrindur frá BMW.

  Svart/títaníumsilfrað 420 BMW-farangursbox á BMW 2 Series Active Tourer U06 2021

  Pro 2.0-hjólagrind á afturhluta.

  Létt og stöðug BMW Pro 2.0 hjólafesting að aftan fyrir tvö hjól/rafhjól. Hámarksburður er 60 kg, hægt að brjóta saman.

  BMW 2 Series Active Tourer U06 2021 BMW Advanced Car Eye 3.0 Pro

  BMW Advanced Car Eye 3.0 Pro.

  QHD- og HD-myndavélar BMW Advanced Car Eye 3.0 Pro taka upp allt sem gerist fyrir framan og aftan bílinn þegar atvik á sér stað.

  TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  BMW 230e og aðrar vélar í BMW 2 Series Active Tourer.

  Vélarafl í kW (hö.): 

  240 (326)

  Hámarkstog í Nm: 

  477

  Drægni (WLTP) km:    

  80

  Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri í l/100 km: 

  6,5-5,9

  Steinhvítsanseraður BMW 2 Series Active Tourer U06 2021, frá hlið akandi eftir götu

  INCLUSIVE-ÞJÓNUSTA BMW FYRIR BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

  Kona með snjallsíma, Inclusive-þjónusta BMW

  #hvaðsemgengurá. Áhyggjulausar ökuferðir, hvert sem farið er: Í þessum pakka færðu 100% gagnsæi og þægilegan fyrirsjáanleika á tímabilinu eða kílómetrafjöldanum sem þú valdir.

  • Þjónustuskoðanir á bílnum samkvæmt forskrift BMW
  • Örsíuþjónusta
  • Bremsuvökvaþjónusta

  Eldsneytisnotkun, orkunotkun og losun koltvísýrings í BMW 2 Series Active Tourer.

  • BMW 223i Active Tourer:
   Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 6,5–5,9
   Koltvísýringslosun í g/km (blandaður akstur): 146–134

   BMW 230e xDrive Active Tourer:
   Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0,8–0,6
   Koltvísýringslosun í g/km (blandaður akstur): 18–14
   Orkunotkun í blönduðum akstri í kWh/100 km: 15,9–14,4 

    

   Þegar hitastig fellur niður fyrir 0 gráður á Celsíus er ekki hægt að aka þessum tengiltvinnbíl á rafmagni fyrr en rafhlaðan hefur náð ganghita eftir nokkurra kílómetra akstur.

    

   Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægni taka WLTP-tölur allan aukabúnað (sem til er á þýska markaðnum) inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tölur samkvæmt WLTP-prófunum. Að auki er NEDC-gildum eytt úr samræmisvottorðum frá og með 1. janúar 2023 með reglugerð EB 2022/195.

    

   Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp

    

   Frekari upplýsingar um eldsneytiseyðslu og opinbera tegundarsértæka CO2-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Guideline for fuel consumption, CO2 emissions and electric power consumption for new passenger cars“, sem fást ókeypis á öllum sölustöðum, Deutsche Automobil Treuhand GmbH (DAT), Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi, og undir https://www.dat.de/co2/.