ENGAR MÁLAMIÐLANIR. ALLT FYRIR AKSTURSÁNÆGJUNA ÁN ÚTBLÁSTURS.

Nýr BMW i3 og splunkunýr BMW i3s.

ENGAR MÁLAMIÐLANIR. ALLT FYRIR AKSTURSÁNÆGJUNA ÁN ÚTBLÁSTURS.Nýr BMW i3 og splunkunýr BMW i3s.

Í BMW i3 birtist glænýtt viðhorf gagnvart samgöngum. Það byggist á samræmdri nálgun gagnvart bílnum á öllum stigum – hvort sem það er við þróun hans, framleiðslu eða endurvinnslu. Mörg efnanna í bílnum eru endurnýtanleg – og BMW i3 er framleiddur að öllu leyti með orku frá endurnýjanlegum auðlindum. Akstursánægjan verður ekki tærari en þetta.

Read more

FRAMSÆKINN Á ÖLLUM SVIÐUM.

Allt ytra byrði BMW i3 ber með sér yfirbragð snerpu. Og það er stíll yfir þessum bíl. Tvílitir fletir og stuttar, útstæðar brúnir eru einkenni nútímalegrar hönnunar. Einkennandi flæðið í hönnun bílsins gerir að verkum að gluggar hans virðast mynda eina heild; þetta fullkomnar útlit bílsins og tryggir gott útsýni úr honum.
Afslappað andrúmsloft innanrýmis BMW i3 er það fyrsta sem þú tekur eftir. Sjálfbær efni og hagnýt hönnun einkenna gæðabúnaðinn. Haganlega hannað upplýsinga- og afþreyingarkerfið er einfalt í notkun. Þetta er einstakur bíll sem setur ný viðmið fyrir þægindi.

SJÁLFBÆRNI ALLS STAÐAR, ALLTAF.

ENDALAUST AUKIÐ VIRÐI.

Í BMW i er sjálfbærni miklu meira en bara orð. Sjálfbærni er leiðarljósið. Þess vegna er allur endingartími BMW i3 hugsaður út frá hámarksvarðveislu auðlinda og sjálfbærni.

Read more

ÞRÓUN.

Við alla hönnun bílsins voru rafrænar samgöngur hafðar að leiðarljósi. Hugvitssamlegar og straumlínulagaðar lausnir draga úr loftmótstöðu og orkunotkun og sjálfbær og endurunnin efni vernda umhverfið og koma í stað hefðbundnari efna, t.d. plasts.

Read more

FRAMLEIÐSLA.

Einstaklega sjálfbær: Koltrefjarnar sem notaðar eru í BMW i3 eru að fullu framleiddar með rafmagni úr vatnsafli. Framleiðslan fer fram í verksmiðju BMW í Leipzig í Þýskalandi, og er að öllu leyti knúin með vindorku. Í samanburði við aðrar gerðir BMW er notuð helmingi minni orka við framleiðsluna.

Read more

NOTKUN.

Við akstur á BMW i3 ertu laus við mengun, hávaða og ólykt. Með þessu drögum við úr mengun í borgum. Og ekki er síður mikilvægt að þú getur auðveldlega notað „græna orku“ við hleðsluna eða nýtt þínar eigin sólarrafhlöður. Stillingin ECO PRO eykur drægið og dregur úr orkunotkuninni.

Read more

ENDURVINNSLA.

BMW i3 er 95% endurvinnanlegur. Rafhlöðuna er hægt að nota sem geymslueiningu fyrir sólarorku. Afgangskolefnistrefjar er svo hægt að nota aftur í framleiðsluferlinu.

Read more

EFNI SEM EIGA SÉR FRAMTÍÐ.

EFNI ÚR NÁTTÚRULEGUM TREFJUM.

Augljóslega sjálfbær: Víðtæk notkun á kenaf í stað plasts úr olíu dregur úr þyngd BMW i3, enda eru kenaf-trefjar allt að 30% léttari en hefðbundin efni. Trefjarnar eru unnar úr stokkrósum, sem breyta koltvísýringi í súrefni á meira en meðalhraða.

Read more

SÆTI ÚR 40% FYRSTA FLOKKS ULL.

Fyrsta flokks ull með vottun er endurnýjanleg auðlind sem býður upp á afgerandi þægindi. Allt að 40% af sætaáklæðunum í Lodge-innanrýminu eru úr þessu efni. Ullarblandan er með öndunareiginleika sem jafnar hitann á milli líkamans og sætisins þannig að sætið er áfram svalt viðkomu þegar heitt er úti.

Read more

INNRÉTTINGAR ÚR EUCALYPTUS-VIÐI.

Frá náttúrunnar hendi er eucalyptus-viðurinn gljúpur og með silkimjúka áferð. Af þessum sökum krefst yfirborð hans 90% minni vinnslu en aðrar viðartegundir. Eucalyptus-viðurinn sem notaður er í klæðninguna kemur af plantekrum með FSC-vottun, sem er trygging fyrir sjálfbærri skógrækt.

Read more

100% LEÐURSÚTUN MEÐ SAFA ÚR ÓLÍFULAUFUM.

Leðrið í BMW i3 er hitajafnandi og sútað að öllu leyti með safa úr ólífulaufum á umhverfisvænan hátt. Með þessum hætti nær leðrið að halda náttúrulegri glansáferð sinni og getu sinni til hitajöfnunar. Ólífulaufin eru auk þess skilin eftir að uppskeru lokinni og því er þessi nýting afar skynsamleg.

Read more

HAFÐU SAMBAND