BMW EfficientDynamics Sparneytinn akstur

SPARNEYTINN AKSTUR.

Minni eyðsla og meira drægi með BMW EfficientDynamics.

Undanfarin ár hefur BMW EfficientDynamics kynnt til sögunnar mikinn fjölda tæknilausna sem draga úr eyðslu bíla. Þú sem notandi bílsins spilar þar einnig stórt hlutverk. Með því að taka upp sparneytið aksturslag geturðu dregið úr eldsneytisnotkun um allt að 25%, allt eftir leiðavali og umferðaraðstæðum. Þessi þumalputtaregla á ekki aðeins við dísil- og bensínbíla heldur einnig bíla með hybrid- eða vetnisdrifi. Sem eigandi rafbíls eða tengiltvinnbíls geturðu aukið rafdrægi bílsins um allt að 30% með þessum hætti.
Í BMW-bílum með Intelligent-aðstoðarkerfi* geturðu einnig spurt bílinn spurninga um sparneytinn akstur. Þegar þú spyrð: „Hver er núverandi eyðsla mín?“ svarar aðstoðarkerfið þér með ábendingum um hvernig þú sparar eldsneyti og kveikir jafnvel á eiginleikum sem auka sparneytnina, ef þess er óskað.


*Hluti af ID 7-stjórntækjaútfærslunni og aukabúnaðinum BMW Live Professional-ökumannsrými

Lesa meira
SPARNEYTINN AKSTUR. Minni eyðsla og meira drægi með BMW EfficientDynamics.

FIMM STAÐREYNDIR UM SPARNEYTINN AKSTUR.

  • 01 Hvort sem bíllinn er knúinn jarðefnaeldsneyti, er plug-in hybrid eða rafknúinn þá er hægt að minnka orkunotkunina um allt að 25% með aksturslagi og notkun ECO PRO akstursstillingar.
  • 02 Ökumenn sem tileinka sér úthugsað aksturslag minnka kostnað og koma afslappaðri á áfangastað - ECO PRO hjálpar til við það.
  • 03 Í rafknúnum bílum bílum eykur formeðhöndlun drægni og þægindi.
  • 04 Í BMW plug-in hybrid verður aksturinn hagkvæmari meðan leiðsögukerfið er virkt.
  • 05 Allt frá loftaflfræði yfir í léttari efni og uppbyggingu: BMW bifreiðar nýta margs konar tækni sem eykur nýtni.

ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ: AUKIÐ VIÐ SPARNEYTNI Í AKSTRI.

Sparaðu eldsneyti og rafmagn með undirbúningsráðstöfunum áður en þú leggur af stað.

Sparneytnin hefst áður en þú leggur af stað. Hvort sem þú ekur BMW með bensín- eða dísilvél, hybrid- eða rafbíl, geturðu dregið úr eldsneytis- eða rafmagnsnotkun þinni með vandlegum undirbúningi. Hér geturðu kynnt þér hvaða einföldu ráðstafanir geta aukið sparneytni BMW-bílsins enn meira, áður en þú leggur af stað.

Lesa meira

FJARLÆGÐU ÓÞARFA FARM OG VIÐBÓTARHLUTI.

BMW EfficientDynamics Fjarlægðu óþarfa farm og viðbótarhluti

Viðbótarþyngd eykur eldsneytisnotkun og því skaltu fjarlægja allan óþarfa farm úr bílnum áður en lagt er af stað. Viðbótarhlutir á borð við farangursbox eða hjólagrindur ætti auk þess að fjarlæga eftir notkun því þeir hafa neikvæð áhrif á loftmótstöðu og geta því valdið aukinni eyðslu. Með þessum undirbúningsráðstöfunum geturðu með einföldum hætti aukið sparneytni BMW-bílsins enn meira, jafnvel áður en lagt er af stað.

RÉTTUR ÞRÝSTINGUR Í HJÓLBÖRÐUM.

BMW EfficientDynamics Réttur þrýstingur í hjólbörðum

Önnur aðferð til að undirbúa sparneytna ökuferð er að athuga þrýsting í hjólbörðum og leiðrétta hann ef þörf er á. Lægri þrýstingur í hjólbörðum en mælt er með eykur slit á hjólbörðum og að sama skapi eldsneytisnotkun. Í bíl sem er hlaðinn að hluta til geturðu notað ECO-þrýstingsstillinguna* til að ná fram minnstu mögulegu eldsneytisnotkun.

*Sem stendur er þessi eiginleiki aðeins í boði í Evrópusambandinu og á Bretlandi.

FORSTILLING HITASTIGS ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ.

BMW EffiicientDynamics Forstilling hitastigs áður en lagt er af stað

Val um forstillingu hitastigs áður en lagt er af stað* gerir þér kleift að stilla á þægilegt hitastig inni í bílum með raf- eða hybrid-drifi, áður en þú leggur af stað. Meðan hleðsla stendur yfir getur þessi eiginleiki aukið drægi í rafakstri umtalsvert þar sem hann dregur úr nauðsynlegri orkuþörf meðan á ökuferð stendur. Þannig geturðu tryggt þér bæði sparneytni og þægindi.

*Þessi eiginleiki er aðeins í boði í BMW-bílum með raf- eða hybrid-drifi.

MEÐAN Á ÖKUFERÐ STENDUR: DREGIÐ ÚR EYÐSLU.

Dragðu úr eldsneytis- og orkunotkun í ökuferðinni með snjöllum eiginleikunum í BMW EfficientDynamics.

Brunahreyfill, tengiltvinnbíll eða rafbíll: Engu skiptir hvaða drifkerfi þú hefur valið þér – BMW-bíllinn styður þig í sparneytnum akstri með snjöllum eiginleikum á borð við forvirkt leiðaval í ECO PRO-akstursstillingunni. Almennt er reglan sú að takmarkaðar og fáar hraðabreytingar draga verulega úr eyðslu. Í bílum sem nota alfarið rafmagn hefur þetta sérlega mikil áhrif á lengra drægi. Þú ættir því að skipuleggja ferðina þannig að hemla þurfi sem minnst. Þegar ekið er á þjóðvegum er aksturshraðinn stærsti þátturinn sem hefur áhrif á eyðsluna. Til dæmis þarf aðeins að draga úr hraða um 20 km/klst. til að skila allt að 20% minni eyðslu. Með BMW EfficientDynamics nærðu að sameina sparneytni og afslappaða ökuferð.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Hagnýtar ábendingar fyrir sparneytinn akstur

ÁBENDINGAR FYRIR SPARNEYTINN AKSTUR.

Enn sparneytnari á vegum úti – með snjallri BMW-tækni og eiginleikum sem draga úr eldsneytisnotkun.

BMW BENSÍN- OG DÍSILBÍLAR: LEIÐIR TIL AÐ SPARA ELDSNEYTI.

Framsæknir eiginleikar í BMW EfficientDynamics aðstoða þig við að draga verulega úr bensíneyðslunni á vegum úti.

Lausnirnar eru margar: ECO PRO-stilling, forvirkt leiðaval, rennslisstilling, greining á aksturslagi og margt fleira. BMW-bíllinn er útbúinn ótal snjöllum eiginleikum sem gera þér kleift að taka upp sparneytið aksturslag og minnka eldsneytisnotkun.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics ECO PRO-stilling

ECO PRO-stilling.

Í ECO PRO er m.a. að finna snjallan tæknipakka sem gerir ökumönnum kleift að draga úr eldsneytisnotkun um allt að 25%. Þetta felur t.d. í sér að dregið er úr orkufreku álagi, t.d. loftkælingu eða hita í farþegasætum, án þess munurinn sé mikið greinanlegur.

Í ECO PRO-stillingunni breytast færibreyturnar fyrir inngjafarfótstig og sjálfskiptingu. Þetta ýtir undir afslappað aksturslag sem skilar meiri sparneytni. Þegar þörf krefur geta ökumenn hins vegar opnað fyrir fulla afkastagetu með því að stiga inngjafarfótstigið alveg niður.

Viðbótardrægið sem birtist á skjánum sýnir hversu margir kílómetrar hafa bæst við drægið með sparneytnari akstri í ECO PRO-stillingunni. Skjámyndin fyrir eyðslu í blönduðum akstri ber meðaleldsneytisnotkunina saman við núverandi notkun.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Forvirkt leiðaval í ECO PRO-stillingunni

Forvirkt leiðaval.

Forvirkt leiðaval er eiginleiki í ECO PRO-stillingunni sem opnar fyrir sérlega sparneytinn akstur. Í samspili við leiðsögukerfið greinir BMW-bíllinn hámarkshraða, bæjarmörk, beygjur, hringtorg, gatnamót og afreinar á þjóðvegum framundan til að gefa þér ábendingar um að draga úr hraðanum tímanlega svo komist megi hjá óskilvirkri hemlun. Þessar ábendingar birtast sem blátt tákn – „Slepptu inngjafarfótstiginu“ – á mælaborðinu í tilteknum aðstæðum.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Mild Hybrid-tækni

48 volta Mild Hybrid-tækni.

Með 48 volta Mild Hybrid-tækni er hægt að endurheimta orku þegar dregið er úr hraða bílsins og nota hana síðan til að styðja við vélina við hröðun. Með þessu er dregið úr eyðslu og útblæstri en aksturseiginleikarnir verða betri. Auk þess gerir 48 volta Mild Hybrid-tæknin sjálfvirka start/stopp-kerfið enn hraðvirkara og þægilegra og hún er tiltæk yfir vítt hraðasvið. Með 48 volta Mild Hybrid-tækninni drepur vélin á sér við hraðaminnkun (hemlun og rennsli) og er klár til notkunar aftur við 15 km/klst., en þannig næst rennsli án eldsneytisnotkunar og útblásturs.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Vélarlaust rennsli

Vélarlaust rennsli.

Vélarlaust rennsli opnar fyrir hreyfingu án eldsneytis- eða orkunotkunar og útblásturs og með þessu næst einnig hámarks varðveisla á hreyfiorku. Þegar ökumaðurinn tekur fótinn af inngjafarfótstiginu skiptir eiginleikinn á milli rennslis og endurheimtar með breytilegum hætti út frá gögnum um aðstæður hverju sinni. Vélarlaust rennsli er í boði í bílum með 48 volta°Mild Hybrid-tækni. Í bílum sem ekki eru búnir 48 volta Mild Hybrid-tækni er vélin áfram í lausagangi í rennsli. Í mörgum bílgerðum er rennsli í boði í COMFORT-akstursstillingunni og ECO PRO-akstursstillingu. „Rennslisteljarinn“ birtir upplýsingar um vegalengd sem ekin hefur verið í rennslisstillingu.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Greining á aksturslagi

Greining á aksturslagi.

Greining á aksturslagi aðstoðar þig með ábendingum sem byggja á tilteknum aðstæðum til að ýta undir sparneytnara aksturslag og eldsneytissparnað. Í þessu ferli er aksturslagið greint og metið út frá ýmsum forsendum. Upplýsingar um matið og viðeigandi ábendingar birtast á stjórnskjánum í ECO PRO-akstursstillingunni.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Orkuflæðismælir

Orkuflæðismælir.

Orkuflæðismælirinn á stjórnskjánum birtir með skýrum hætti BMW EfficientDynamics-tæknilausnir á borð við rennsli, endurheimt og sjálfvirka start/stopp-kerfið.

Lesa meira

BMW TENGILTVINNBÍLAR. SKILVIRKARI AKSTUR MEÐ AÐSTOÐ FRÁ BMW EFFICIENT DYNAMIS.

Með BMW-tengiltvinnbíl geturðu gert þinn akstur sparneytnari.

Þegar þú ekur BMW-tengiltvinnbíl hefurðu einnig aðgang að kunnuglegum ECO PRO-eiginleikum. Til viðbótar við þá eru sérstakir hybrid-eiginleikar, t.d. hybrid-drif sem horfir fram á við og breytileg endurheimt.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics HYBRID ECO PRO-stilling

HYBRID ECO PRO-stilling.

Í HYBRID ECO PRO er m.a. að finna snjallan tæknipakka sem gerir ökumönnum kleift að draga úr eyðslu um allt að 25%. Þetta felur t.d. í sér að dregið er úr orkufreku álagi, t.d. loftkælingu eða hita í farþegasætum, án þess munurinn sé mikið greinanlegur.
Í ECO PRO-stillingunni breytast færibreyturnar fyrir inngjafarfótstig og sjálfskiptingu. Þetta ýtir undir afslappað aksturslag sem skilar meiri sparneytni.
Innfelldi eDrive-teljarinn veitir þér auk þess upplýsingar um fjölda kílómetra sem þú hefur ekið án þess að nota brunahreyfilinn – án nokkurs útblásturs.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Forvirkt hybrid-drif

Forvirkt hybrid-drif.

Forvirka hybrid-drifið auðveldar skilvirka dreifingu á tiltæku rafmagni til að hægt sé að aka í innanbæjarakstri og í grennd við áfangastað þegar kveikt er á vegaleiðsögn í leiðsögukerfinu. Ef háspennugeymirinn er nægilega hlaðinn verða aðrir hlutar leiðarinnar valdir fyrir rafknúinn akstur. Til að endurheimta orku með skilvirkum hætti er til dæmis tekið tillit til hallandi vegakafla. Til að endurheimta orku með skilvirkum hætti er til dæmis tekið tillit til hallandi vegakafla. Sjálfkrafa er kveikt og slökkt á brunahreyflinum eftir hverjum hluta leiðarinnar, sem styður við sparneytið aksturskerfi og akstur án útblásturs í brekkum.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Breytileg endurheimt

Breytileg endurheimt.

Í nýrri BMW-bílum með hybrid-drifi (t.d. BMW xDrive45e) kemur breytileg endurheimt til sögunnar. Hún tryggir léttleikandi og sparneytið aksturslag og styður við forvirkar stillingar í HYBRID ECO PRO-stillingunni. Með stuðningi frá snjöllu stýrikerfi sem lagar sig að aðstæðum hverju sinni skiptir bíllinn sjálfur á milli rennslis og endurheimtar þegar ökumaðurinn tekur fótinn af inngjafarfótstiginu. Engu skiptir hvort það er bíll framundan, hraðatakmarkanir, hringtorg, afreinar eða brekkur – kerfið lagar styrk hraðaminnkunarinnar að umferðaraðstæðum hverju sinni. Þannig má draga úr notkun hemlafótstigsins og gera ökuferðina þægilegri – allt á einkar sparneytinn hátt.

Lesa meira
BMW EfficientDynamics Kona fyrir framan BMW iX3

BMW-RAFBÍLAR: RAFMAGN SPARAST VIÐ AKSTUR OG DRÆGIÐ EYKST.

Í BMW-rafbílum bjóðast þér ótal tækifæri til að draga úr orkunotkun í akstri og auka þannig drægið. ECO PRO-akstursstillingin, sem miðast við skilvirkustu orkunotkun, leikur þar lykilhlutverk. ECO PRO-aksturstillingin er veigamikill þáttur í BMW EfficientDynamics og í henni er m.a. að finna snjallan tæknipakka sem gerir ökumönnum kleift að spara orku með því að taka upp sparneytið aksturslag og auka þannig rafakstursdrægið um allt að 30%. Forvirkt leiðaval er eitt dæmi um slíkan tæknieiginleika sem eykur sparneytni. Það styðst við leiðsögukerfið og greinir hámarkshraða, bæjarmörk, beygjur, hringtorg, gatnamót og afreinar á þjóðvegum framundan til að gefa þér ábendingar um að draga úr hraðanum tímanlega svo komast megi hjá óskilvirkri hemlun. Greining á aksturslagi aðstoðar þig með ábendingum sem byggja á tilteknum aðstæðum til að ýta undir sparneytnara aksturslag og eldsneytissparnað. Til að upplýsa þig í ökuferðinni birtir orkuflæðismælirinn upplýsingar um notkun BMW EfficientDynamics-tæknieiginleika, t.d. um endurheimt. Við lok ökuferðar verður hleðslustillingin sýnileg.

  • Stigskipt og breytileg endurheimt í BMW iX3
BMW EfficientDynamics Akstursferðagreining á BMW-stjórnskjánum

AÐ ÖKUFERÐ LOKINNI: GREINING Á ÞÍNUM AKSTURSGÖGNUM.

Að lokinni ökuferð geturðu skoðað hversu sparneytinn aksturinn var, bæði í vélum með brunahreyfli og hybrid-drifi. Til að fá yfirlit yfir sparneytni að ökuferð lokinni geturðu skoðað kílómetrafjölda og eyðslutölur ferðarinnar með myndrænum hætti í valmyndinni með því að velja Bíll / Akstursupplýsingar / Akstursgögn. Til að upplýsa um sparneytinn akstur í bílum með bensín- eða dísilvél birtir skjárinn upplýsingar um vegalengd í rennsli og í hversu langan tíma sjálfvirka start/stopp-kerfið hefur haft slökkt á mótornum. Þar að auki birtast þeir hlutar ferðarinnar sem eknir voru í ECO PRO-stillingu blámerktir á grafinu. Í BMW hybrid-bílum eru m.a. birtar upplýsingar um fjölda ekinna kílómetra á rafmagni eingöngu.

BMW EfficientDynamics Eyðsla og útblástur

EYÐSLA, ÚTBLÁSTUR OG MÆLINGARAÐFERÐIR.

BMW EfficientDynamics Framsæknar tæknilausnir frá BMW EfficientDynamics

FRAMSÆKNAR TÆKNILAUSNIR FRÁ BMW EFFICIENT DYNAMICS.