BMW i3 I01 2018, Jucaro-drapplitaður með frostgráum sanseruðum áherslulit, að framan í innanbæjarakstri

i3

BMW i3 I01 2018, Jucaro-drapplitaður með frostgráum sanseruðum áherslulit, að framan í innanbæjarakstri

BMW i3: GERÐIR OG BÚNAÐUR

BMW i3 er fullur af framsæknum tæknilausnum sem koma að góðum notum í daglegu amstri. Kynntu þér drægi, hleðslu og sparneytni þessa heillandi rafbíls. Kannaðu einnig fallega hönnun BMW i3s Edition RoadStyle og fjölbreytta stafræna þjónustu og framsækin akstursaðstoðarkerfi.

Lesa meira
i3BMW i3: GERÐIR OG BÚNAÐUR

DRÆGI, HLEÐSLA OG SPARNEYTNI BMW i3.

Aktu lengra og hraðar. Með ánægju og án útblásturs.

Í BMW i3 færðu allt sem þarf til að kljást við áskoranir í umferð nútímans á hljóðlátan máta. 80 prósent af háspennurafhlöðunni hlaðast á um 45 mínútum á hraðhleðslustöð. Hugvitssamleg orkustýringin gerir bílinn sveigjanlegan og afar sparneytinn, bæði í innanbæjarakstri og í lengri ferðum.*
* Ekki má hlaða BMW i3 með köplum sem eru lengri en 30 metrar.
 

BMW i3s I01 2018, svartur, með bláum BMW i-áherslum, skásett sjónarhorn á afturhluta fyrir framan bílskúr með BMW-heimahleðslustöð
BMW i3 I01 2018, Jucaro-drapplitaður með frostgráum sanseruðum áherslulit, skásett sjónarhorn á afturhluta í akstri á þjóðvegi

Drægi.

Það hefur aldrei verið jafnauðvelt að ná forskoti: BMW i3 getur ekið allt að 260 kílómetra á einum degi með auknu drægi. Ný og öflug rafhlaða gefur rafmótornum enn meira afl en áður – og að sama skapi meiri akstursánægju.
Par setur BMW i3 í hleðslu á hleðslustöð, I01 2018 Jucaro-drapplitaður með frostgráum sanseruðum áherslulit

Hleðsla á hleðslustöð.

Þú hefur ótal ástæður til að aka um á BMW i3 – og alveg jafn mörg tækifæri til að hlaða bílinn á ferðinni. Skoðum hagnýtnina: Á BMW i3 geturðu notað almennar hleðslustöðvar bæði með riðstraumi og jafnstraumi. Þetta býður þér upp á sveigjanleika og gerir þér kleift að hlaða bílinn eins fljótt og hægt er. Ástæðan er sú að á almennri hleðslustöð með jafnstraumi er orkan flutt beint inn í háspennuhluta rafhlöðunnar í bílnum með stöðugum straumflæðishraða. Með þessum hætti er hægt að hlaða BMW i3 um 80% á um 40 mínútum. Hinn kosturinn er að hlaða BMW i3 í hleðslustöð með riðstraumi um allt að 80% á um þremur klukkustundum. Því henta hleðslustöðvar með riðstraumi einkar vel þegar bílnum er lagt í lengri tíma, t.d. í verslunarferð.

SJÁLFBÆRNI BMW i3.

Engar málamiðlanir. Allt fyrir akstursánægjuna án útblásturs.

Í BMW i3 birtist glænýtt viðhorf til samgangna. Það byggist á samræmdri nálgun gagnvart bílnum á öllum stigum – hvort sem það er við þróun hans, framleiðslu eða endurvinnslu. Mörg efnanna í bílnum eru endurnýtanleg – og BMW i3 er framleiddur að öllu leyti með orku frá endurnýjanlegum auðlindum. Akstursánægjan verður ekki tærari en þetta.

Lesa meira
Sjálfbærnihringrás BMW i3

SJÁLFBÆRNI.

Í BMW i er sjálfbærni miklu meira en bara orð. Það er leiðarvísir okkar. Þess vegna er allur endingartími BMW i3 hugsaður út frá hámarksvarðveislu auðlinda og sjálfbærni.

Lesa meira
Framsækin yfirbygging BMW i3 úr léttu koltrefjaefni

ÞRÓUN.

Rafrænar samgöngur hafðar að leiðarljósi við alla hönnun bílsins. Hugvitssamlegar og straumlínulagaðar lausnir draga úr loftmótstöðu og orkunotkun og sjálfbær og endurunnin efni vernda umhverfið og koma í stað hefðbundnari efna, t.d. plasts.

Lesa meira
Vindmyllur

FRAMLEIÐSLA.

Einstaklega sjálfbær: Koltrefjarnar sem notaðar eru í BMW i3 eru að fullu framleiddar með rafmagni úr vatnsafli. Framleiðslan fer fram í verksmiðju BMW í Leipzig í Þýskalandi, og er að öllu leyti knúin með vindorku. Í samanburði við aðrar gerðir BMW er notuð helmingi minni orka við framleiðsluna.

Lesa meira
BMW i3 I01 2018, Jucaro-drapplitaður með frostgráum sanseruðum áherslulit, kyrrstæður með opnum dyrum

NOTKUN.

Með BMW i3 losnarðu við mengun, hávaða og ólykt. Þannig drögum við úr mengun í borgum. Ekki er síður mikilvægt að þú getur auðveldlega notað „græna orku“ við hleðsluna eða nýtt þínar eigin sólarrafhlöður. Stillingin ECO PRO eykur drægið og dregur úr orkunotkuninni.

Lesa meira
Endurunnið efni í BMW i3

ENDURVINNSLA.

BMW i3 er 95% endurvinnanlegur. Rafhlöðuna er hægt að nota sem geymslueiningu fyrir sólarorku. Afgangskolefnistrefjar er svo hægt að nota aftur í framleiðsluferlinu.

Lesa meira
BMW i3s Edition RoadStyle 2019 I01, svartur með E-Copper-áherslum, skásett sjónarhorn á framhluta
BMW i3s Edition RoadStyle 2019 I01, svartur með E-Copper-áherslum, að framan frá hlið með léttum álfelgum
BMW i3s Edition RoadStyle 2019 I01, svartur með E-Copper-áherslum, skásett sjónarhorn á afturhluta
BMW i3s Edition RoadStyle 2019 I01, sæti í innanrými með „Edition RoadStyle“ saumi

BMW i3s EDITION ROADSTYLE.

Rafmögnuð akstursánægja: BMW i3s Edition RoadStyle dregur fram sérkenni bílsins með sérstakri lakkáferð á innfellingu tvískipta grillsins og loftinntökum á framsvuntu og hliðarsvuntu. Glæsilegar og léttar 20" álfelgur í svörtum lit með tvískiptum örmum og gler sem ver gegn sól undirstrika einstakt útlitið enn frekar. Þessi rafbíll, sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi, tekur hlýlega á móti þér með vönduðum og sjálfbærum efnum á borð við náttúrulega Stellaric-leðurblöndu í Dalbergia-brúnum lit og mattan dökkan eikarvið. Eitt aðaleinkenna viðhafnarútgáfunnar er að heiti hennar, „Edition RoadStyle“, er saumað inn í höfuðpúða framsætanna.

AKSTURSAÐSTOÐARKERFI OG STAFRÆN ÞJÓNUSTA BMW i3.

Greiða veginn fyrir þig. Á nýjum slóðum og með öllum leiðum.

Ekki missa af neinu á meðan þú ekur. Vertu alltaf með nýjustu upplýsingarnar. Það er einmitt það sem þér býðst með fjölbreyttu úrvali stafrænnar þjónustu og akstursaðstoðarkerfa í BMW i3. Engin furða að hann sé enn best tengdi bíllinn í sínum flokki. Það er einmitt þess vegna sem hann er þekktur fyrir afslappaðar samgöngur, þægindi og öryggi.

Kona með sólgleraugu að aka BMW i3

Samþætting Amazon Alexa fyrir bíla.

„Alexa*, settu te á innkaupalistann.“ „Alexa, spilaðu lag með Pink.“ Með samþættingu Amazon Alexa fyrir bíla er notkun raddþjónustunnar í bílnum einföld, rétt eins og heima hjá þér. Svör Alexu eru einnig sýnd myndrænt á stjórnskjá bílsins. (* Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða dótturfélaga þess.)
Driving Assistant Plus

Driving Assistant Plus.

Driving Assistant Plus-búnaðurinn bætir svo sannarlega við bæði öryggið og þægindin. Í honum er m.a. fjarlægðarviðvörun og viðvörun um gangandi vegfarendur með léttu hemlunarviðbragði, upplýsingar um hámarkshraða, hraðastillir með myndavél, Stop&Go-eiginleiki og umferðarteppuaðstoð.
Stjórnskjár bílastæðaaðstoðar í innanrými BMW i3

Bílastæðaaðstoð.

Bílastæðakerfið auðveldar þér að leggja upp við gangstétt. Hentug bílastæði eru sýnd og valin með stjórnskjánum. Eftir að kveikt er á stefnuljósi og ýtt er á PDC-hnappinn tekur kerfið við gírskiptingu, stýringu, hröðun og hemlun til að leggja algjörlega sjálfkrafa í stæði.

ELDSNEYTISNOTKUN OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.

 • BMW i3 (120 Ah):
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km: 13,1
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Rafmagnsdrægi í km (blandaður akstur): 359
  Rafmagnsdrægi miðað við hefðbundna notkun í km: allt að 260

  BMW i3s (120 Ah):
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km: 14,6–14,0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Rafmagnsdrægi í km (blandaður akstur): 330 – 345
  Rafmagnsdrægi miðað við hefðbundna notkun í km: allt að 260

  Uppgefnar tölur yfir eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun voru fengnar í samræmi við gildandi útgáfu af Evrópureglugerð (EB) 715/2007 þegar gerðarviðurkenning átti sér stað. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Skilvirknigildi hvað varðar losun koltvísýrings eru ákvörðuð í samræmi við tilskipun 1999/94/EB og gildandi útgáfu Evrópureglugerðarinnar. Uppgefin gildi byggjast á eldsneytisnotkun, koltvísýringsgildum og orkunotkun samkvæmt NEDC-prófun fyrir viðkomandi flokk.

  Nánari upplýsingar um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er hægt að finna í „handbók um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun í nýjum fólksbílum“, en hana er hægt að nálgast á öllum sölustöðum og á https://www.dat.de/angebote/verlagsprodukte/leitfaden-kraftstoffverbrauch.html.

ELDSNEYTISNOTKUN OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.

BMW i3 (120 Ah):
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km: 14,2
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Rafmagnsdrægi í km (blandaður akstur): 335
Rafmagnsdrægi miðað við hefðbundna notkun í km: allt að 260


BMW i3s (120 Ah):
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km: 14,7
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Rafmagnsdrægi í km (blandaður akstur): 325
Rafmagnsdrægi miðað við hefðbundna notkun í km: allt að 260


Uppgefnar tölur yfir eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun voru fengnar í samræmi við gildandi útgáfu af Evrópureglugerð (EB) 715/2007 þegar gerðarviðurkenning átti sér stað. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

Skilvirknigildi hvað varðar losun koltvísýrings eru ákvörðuð í samræmi við tilskipun 1999/94/EB og gildandi útgáfu Evrópureglugerðarinnar. Uppgefin gildi byggjast á eldsneytisnotkun, koltvísýringsgildum og orkunotkun samkvæmt NEDC-prófun fyrir viðkomandi flokk.

Nánari upplýsingar um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er hægt að finna í „handbók um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun í nýjum fólksbílum“, en hana er hægt að nálgast á öllum sölustöðum og á https://www.dat.de/angebote/verlagsprodukte/leitfaden-kraftstoffverbrauch.html..

Lesa meira