Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.

X5
BMW X5: GERÐIR OG BÚNAÐUR
Kraftmikið yfirbragð BMW X5 vekur ávallt aðdáun, hvort sem er í grunngerð, xLine-útfærslu eða M Sport-útfærslu. Kynntu þér fallega hönnunina og lagaðu ytra byrði og innanrými BMW X5 að þínum þörfum. Þú getur einnig nýtt þér fjölbreytt úrval akstursaðstoðarkerfa – með góðum tengimöguleikum og hámarksöryggi og -þægindum.
Kraftmikið yfirbragð BMW X5 vekur ávallt aðdáun, hvort sem er í grunngerð, xLine-útfærslu eða M Sport-útfærslu. Kynntu þér fallega hönnunina og lagaðu ytra byrði og innanrými BMW X5 að þínum þörfum. Þú getur einnig nýtt þér fjölbreytt úrval akstursaðstoðarkerfa – með góðum tengimöguleikum og hámarksöryggi og -þægindum.
GERÐIR OG BÚNAÐUR BMW X5.
Basic model
Grunngerð BMW X5 er stílhrein og traustvekjandi. Áreynslulaus akstur innanbæjar á léttum 19" álfelgum og öruggur akstur í torfærum – með kraftalega undirvagnsvörn kemur bíllinn þér hvert sem er. Gæði innanrýmisins eru undirstrikuð í atriðum á borð við Canberra-drappað Vernasca-leður, dökka állista með netmynstri og kolgráa BMW Individual-loftklæðningu.
Grunngerð BMW X5 er stílhrein og traustvekjandi. Áreynslulaus akstur innanbæjar á léttum 19" álfelgum og öruggur akstur í torfærum – með kraftalega undirvagnsvörn kemur bíllinn þér hvert sem er. Gæði innanrýmisins eru undirstrikuð í atriðum á borð við Canberra-drappað Vernasca-leður, dökka állista með netmynstri og kolgráa BMW Individual-loftklæðningu.




Ytra byrði
Léttar 19" 734-álfelgur með V-laga örmum
Hefðbundin fjöðrun
LED-aðalljós
Innanrými
Leðurklætt sportstýri
Dökkir állistar með netmynstri í innanrými
Steptronic-gírskipting
Remote-þjónusta
BMW Live Professional-ökumannsrými
Model xLine
BMW X5 í xLine-útfærslu býður upp á afköst sem kraftur er í. Sérstök hönnun með mattri álálferð á lóðréttum rimlum tvískipta BMW-grillsins, klæðning á hliðarsvuntum og undirvagnsvörn að framan og aftan undirstrikar kraftinn. Fullkomið veggrip næst með léttum 19" álfelgum með Y-laga örmum. Andi innanrýmisins er undirstrikaður með gæðaefnum á borð við beinhvítt Vernasca-leður á sportsætunum og klæðningarlistum úr vönduðum kolgrábrúnum asparviði.
BMW X5 í xLine-útfærslu býður upp á afköst sem kraftur er í. Sérstök hönnun með mattri álálferð á lóðréttum rimlum tvískipta BMW-grillsins, klæðning á hliðarsvuntum og undirvagnsvörn að framan og aftan undirstrikar kraftinn. Fullkomið veggrip næst með léttum 19" álfelgum með Y-laga örmum. Andi innanrýmisins er undirstrikaður með gæðaefnum á borð við beinhvítt Vernasca-leður á sportsætunum og klæðningarlistum úr vönduðum kolgrábrúnum asparviði.




Ytra byrði
Tvískipt BMW-grill með einkennandi lóðréttum álgrindum með satínáferð að framan og perlukrómaðri umgjörð
Léttar 19" 735-álfelgur með V-laga örmum; aðrar felgur í boði
BMW Individual-lína á ytra byrði úr áli með satínáferð, einnig hægt að fá gljáandi BMW Individual-auðkenningarlínu
Sérstök loftinntök úr áli með satínáferð
Perlukrómaður loftunarbúnaður með álumgjörð með satínáferð
Sérstakar gljásvartar ristar á loftinntökum á framhliðum
Einstakur gljásvartur vatnslisti á A-stoð
Hliðarsvuntur með állistum með satínáferð
Pönnuhlíf úr ryðfríu stáli að framan og aftan
Tvískipt Active Air-grill með áhersluállista með satínáferð
Álklæðning á endarörum með satínáferð
BMW Individual-þakbogar úr áli með satínáferð, einnig hægt að fá BMW Individual-þakboga með gljáandi auðkenningarlínu
Innanrými
Sílsalistar úr áli með áletruninni „BMW xLine“
Bíllykill með krómklemmu
Model M Sport
BMW X5 tekur sig sérstaklega vel út í M Sport-útfærslu. M Aerodynamics-pakkinn, sem vinnur gegn loftmótstöðunni, sjálfvirk M Professional-fjöðrun með driflæsingu að aftan og sjálfvirkt stýri bjóða upp á einstaka aksturseiginleika. Tignarlegur á að líta: Léttar 21" álfelgur og M Sport-hemlar með föstum dökkbláum hemlaklöfum með M-merki. Sílsalistar með M-merki gefa tóninn fyrir sportlegt og fágað yfirbragð innanrýmisins. Í miðju ökumannsrýminu: leðurklætt M-stýri með fjölvirkum stjórntækjum og gírskiptirofum og sportsæti klædd kaffibrúnu BMW Individual Merino-leðri.
BMW X5 tekur sig sérstaklega vel út í M Sport-útfærslu. M Aerodynamics-pakkinn, sem vinnur gegn loftmótstöðunni, sjálfvirk M Professional-fjöðrun með driflæsingu að aftan og sjálfvirkt stýri bjóða upp á einstaka aksturseiginleika. Tignarlegur á að líta: Léttar 21" álfelgur og M Sport-hemlar með föstum dökkbláum hemlaklöfum með M-merki. Sílsalistar með M-merki gefa tóninn fyrir sportlegt og fágað yfirbragð innanrýmisins. Í miðju ökumannsrýminu: leðurklætt M-stýri með fjölvirkum stjórntækjum og gírskiptirofum og sportsæti klædd kaffibrúnu BMW Individual Merino-leðri.




Ytra byrði
M Aerodynamics-pakki með samlitri framsvuntu, hliðarsvuntum og brettaköntum
LED-þokuljós
Léttar tvílitar 20" 740 M-felgur með stjörnulaga örmum og blönduðum hjólbörðum og styrktum hjólbörðum; aðrar felgur í boði
Sjálfvirk M-fjöðrun
Steptronic-sportskipting
Gljáandi BMW Individual-auðkenningarlína, einnig hægt að fá BMW Individual-állista með satínáferð á ytra byrði
M-merking á hliðum
M Sport-hemlar með bláum hemlaklöfum með M-merki
Aftursvunta með innfelldum dreifaraListar á útblástursröri með M Sport-pakkalögun
Svartsanseruð lakkútfærsla; aðrar lakkútfærslur í boði
BMW Individual-þakbogar með gljásvartri auðkenningarlínu
Ljósadregill
Innanrými
M-sílsalistar, upplýstir, M-fóthvíla og M-fótstig
Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti klædd svörtu Vernasca-leðri með áherslusaumi; annað áklæði í boði
Leðurklætt M-stýri
Kolgrá BMW Individual-loftklæðning
Állistar á klæðningu í innanrými með ferhyrningsmynstri; önnur klæðning í boði
Mælaborð með M-skjá í stillingunum SPORT og SPORT+
M Sport-bíllykill
M-velúrgólfmottur

BMW X5-TENGILTVINNBÍLL.
BMW X5-tengiltvinnbíllinn stefnir ótrauður áfram með 80 km drægi í akstri á rafmagni. Þessi árangur næst með BMW-tengiltvinnkerfinu þar sem hugvitssamlegt orkustjórnunarkerfið gegnir lykilhlutverki. Það samstillir alla drifíhluti og fínstillir hybrid-drifið með forvirkri stjórnun. Þetta gerir það til dæmis með því að nota leiðsagnargögn til að reikna út hvaða hlutar leiðarinnar henta vel fyrir akstur á rafmagni eða til að hlaða rafhlöðuna. BMW X5 xDrive45e býður einnig upp á mismunandi akstursstillingar sem hafa mikil áhrif á raunverulega eldneytisnotkun. Einfalt er að hlaða rafhlöðuna í gegnum hefðbundna heimilisinnstungu, með BMW-heimahleðslustöð eða á hleðslustöðvum ætluðum almenningi.
AKSTURSEIGINLEIKAR BMW X5.
Yfirlit yfir aflrásar- og undirvagnstækni.
BMW X5 með xDrive, xOffroad-pakki (aukabúnaður) og sjálfvirk tveggja öxla loftfjöðrun bjóða upp á allt sem þarf fyrir illfært undirlag – X-upplifun eins og hún gerist best.

Sex strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél.

xSand.

xGravel.

xRocks.

xSnow.
AKSTURSAÐSTOÐARKERFI BMW X5.
Hugvitssamleg akstursaðstoðarkerfi.
Fullkomin tenging, greið leið. BMW X5 er búinn nýjustu kynslóð BMW-tengingartækni. Akstursaðstoðarkerfi tryggja hnökralausa tengingu við umheiminn og bjóða upp á hámarksþægindi og mesta mögulega öryggi með einfaldri notkun.


Professional-akstursaðstoð.

Microsoft Office 365.
Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
BMW X5 xDrive40i:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 9,1-8,5
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 207-193BMW X5 xDrive30d:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 6,8-6,0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 179-158BMW X5 xDrive45e:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,1-1,7
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 47-39
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 23,5–20,3Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.
Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2
Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.