BMW Á LEIÐ INN Í SJÁLFBÆRA FRAMTÍÐ.

KYNNTU ÞÉR HVERNIG BMW GROUP EINSETUR SÉR AÐ STUÐLA AÐ SJÁLFBÆRUM SAMGÖNGUM.

BMW sjálfbærni – skýringarmynd af sjálfbærum samgöngum í borg með táknum fyrir helstu staðreyndir

RAFKNÚNAR SAMGÖNGUR.

BMW Group hefur þegar árið 2021 sett 1.000.000 rafbíla á götuna.

ENDURVINNSLA Á RAFHLÖÐUM.

90% af efnunum í háspennurafhlöðum í rafbílum BMW Group eru endurvinnanleg.

ÞÁTTTAKA ALLRA.

6,5% fólksins sem vinnur fyrir BMW Group eru með fötlun – enda er ástundun óháð hvers konar mismun milli fólks.

HRINGRÁSARNÁLGUN.

60 kg af endurunnu plasti eru að meðaltali notuð í nýjan bíl frá BMW Group – sem samsvarar allt að 20% hlutfalli.

VINNSLA ÚRGANGS.

99% af úrganginum frá innri framleiðslu okkar á 2,5 milljón bílum á heimsvísu voru árið 2021 ýmist endurunnin sem efni (93,4%) eða fóru í frekari vinnslu (t.d. hitavinnslu) (5,8%).

ORKUSPARANDI RÁÐSTAFANIR.

130 milljón kWh af rafmagni hafa verið spöruð árlega hjá BMW Group frá 2018 í kjölfar þess að skipt var yfir í LED-lýsingu í 16 verksmiðjum.

FJÖLBREYTNI.

120.000 starfsmenn BMW Group eru af 113 þjóðernum – enda er fjölbreytni einn af helstu þáttunum sem stuðla að velgengni okkar.

MINNI LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.

78,1% minni losun frá framleiðslu hvers bíls frá BMW Group hefur náðst á tímabilinu frá 2006 til 2022.

  • 1. RAFKNÚNAR SAMGÖNGUR.

    BMW Group hefur þegar árið 2021 sett 1.000.000 rafbíla á götuna.

  • 2. ENDURVINNSLA Á RAFHLÖÐUM.

    90% af efnunum í háspennurafhlöðum í rafbílum BMW Group eru endurvinnanleg.

  • 3. ÞÁTTTAKA ALLRA.

    6,5% fólksins sem vinnur fyrir BMW Group eru með fötlun – enda er ástundun óháð hvers konar mismun milli fólks.

  • 4. HRINGRÁSARNÁLGUN.

    60 kg af endurunnu plasti eru að meðaltali notuð í nýjan bíl frá BMW Group – sem samsvarar allt að 20% hlutfalli.

  • 5. VINNSLA ÚRGANGS.

    99% af úrganginum frá innri framleiðslu okkar á 2,5 milljón bílum á heimsvísu voru árið 2021 ýmist endurunnin sem efni (93,4%) eða fóru í frekari vinnslu (t.d. hitavinnslu) (5,8%).

  • 6. ORKUSPARANDI RÁÐSTAFANIR.

    130 milljón kWh af rafmagni hafa verið spöruð árlega hjá BMW Group frá 2018 í kjölfar þess að skipt var yfir í LED-lýsingu í 16 verksmiðjum.

  • 7. FJÖLBREYTNI.

    120.000 starfsmenn BMW Group eru af 113 þjóðernum – enda er fjölbreytni einn af helstu þáttunum sem stuðla að velgengni okkar.

  • 8. MINNI LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.

    78,1% minni losun frá framleiðslu hvers bíls frá BMW Group hefur náðst á tímabilinu frá 2006 til 2022.

BÍLAR OG EFNI.

LEIÐ OKKAR AÐ AUKINNI SJÁLFBÆRNI ENDURSPEGLAST Í NÝJUM BMW iX.

Fáðu að vita hvernig BMW iX sameinar nýjungar og lúxus á fullkominn hátt. Með því að smella á „Kaupa þetta útlit“ geturðu haldið áfram og sett saman BMW iX-bílinn sem sýndur er í myndbandinu eftir þínum óskum.

Lesa meira
BMW Sustainability BMW iX hreyfimynd

RAFMÖGNUÐ AKSTURSÁNÆGJA Á SÍNU SJÁLFBÆRASTA SNIÐI.

BMW sjálfbærni BMW rafbílaúrval tveir BMW-bílar standa við hlið hleðslustöðvar

Hér geturðu kynnt þér alla akstursánægjuna sem BMW-rafbílar bjóða upp á:

  • Liðið nær hljóðlaust gegnum bæi og yfir langar vegalengdir
  • Mjúk hröðun þegar tekið er af stað
  • Hrein akstursánægja – laus við útblástur

ENDURUNNIN EFNI – ENDURNOTKUN Í STAÐ FÖRGUNAR.

BMW sjálfbærni Endurunnar auðlindir Fiskinet

Fiskinet.

Gólfin í BMW iX og í nýjum BMW X1 eru gerð úr plasti sem unnið er úr fiskinetum, gólfefnum og rusli frá plastframleiðslu. Ný og einstök endurvinnsluaðferð mun í framtíðinni breyta fiskinetum og -línum í endurunnið hágæðaplast sem notað verður í New Class-bílinn frá árinu 2025. Framleiðsla á plötunum sem notaðar eru að innan og utan losar 25% minni koltvísýring en íhlutir sem framleiddir eru með hefðbundnum aðferðum.

BMW sjálfbærni Endurunnar auðlindir Endurvinnsla á plasti

Endurvinnsla á plasti.

Endurunnin efni eru notuð í marga íhluti BMW-bíla. Dæmi um þetta eru stýringar stuðaranna, grindin undir hurðarbyrðunum, hlífin á framrúðunni og umgjörð framhlífar BMW iX, sem allar eru gerðar úr 100% endurunnu plasti.

BMW sjálfbærni Endurunnar auðlindir Kaktustrefjar

Kaktustrefjar.

BMW Group vinnur með sprotafyrirtækjum að þróun nýrra lífrænna yfirborðsefna. Hið nýja efni Deserttex™ er til dæmis búið til úr möluðum kaktustrefjum og lífrænu pólýúretanneti. Þannig er hægt að komast hjá því að nota dýraafurðir samhliða því að minnka losun koltvísýrings töluvert.

SJÁLFBÆRARA BÍLALAKK ÚR LÍFMASSA.

BMW sjálfbærni Sjálfbært bílalakk BMW-bíll í málun

Á málningarverkstæðunum í BMW Group-verksmiðjunum í Evrópu er notað matt lakk sem er ekki framleitt úr hráolíu, heldur úr vistvænum hráefnum eins og lífrænum úrgangi. Þar að auki nota BMW Group-verksmiðjurnar í Rosslyn og Leipzig einnig sjálfbært framleitt lakk með ryðvörn. Minnkun á koltvísýringi í ferli sem TÜV hefur vottað nemur 15.000 tonnum á tímabilinu 2022 til 2030.

ALGENGAR SPURNINGAR UM BÍLA OG EFNI.

  • Hversu sjálfbærir eru rafbílar?
  • Hversu lengi endist rafhlaða í rafbíl?
  • Hvaða þætti felur rafhlaða rafbíls í sér?
  • Hvaða efni fyrir framtíðina eru notuð í bílana frá BMW?
  • Hvað gerir BMW til að endurvinna bílarafhlöður?

HRINGRÁS OG AUÐLINDIR.

BMW sjálfbærni BMW i Vision Circular frá hlið í kyrrstöðu

KYNNTU ÞÉR KRAFTINN Í HRINGRÁSINNI.

HUGSJÓN OKKAR: AÐ SMÍÐA BÍLA FRAMTÍÐAR ÚR ÞEIM SEM NÚ AKA UM GÖTURNAR.

Ábyrg notkun auðlinda gegnir lykilhlutverki hjá BMW Group. Í þessu ferli viljum við halda áfram að nota hráefni í samræmi við grunnreglurnar fjórar um hringrásarhagkerfið:
 

ENDURHUGSA – Að skapa með hringrás í huga í öllu sem við gerum
 

DRAGA ÚR – Að gera meira úr minna hvar sem hægt er
 

ENDURNOTA – Að auka virði varanna okkar eins og við getum
 

ENDURVINNA – Að nota auðlindir eins lengi og við getum 

Lesa meira
BMW sjálfbærni BMW i Vision Circular hrein endurvinnsla séður á ská að framanverðu í kyrrstöðu

BMW i VISION CIRCULAR.

ENDURHUGSA, DRAGA ÚR, ENDURNOTA og ENDURVINNA. BMW i Vision Circular er í fullu samræmi við grunnreglur hringrásarhagkerfisins. Fyrirferðarlítill og að öllu leyti rafknúinn framtíðarbíll þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og munað leggur línurnar inn í framtíðina.

ÁFANGARNIR FJÓRIR Á ENDINGARTÍMA RAFHLÖÐU.

BMW sjálfbærni rafhlaða Þróun

Þróun.

Í framleiðslumiðstöðinni fyrir rafhlöður í München rannsakar BMW Group hvaða efnasamsetning er ákjósanlegust fyrir hólfin í Li-ion rafhlöðu. Þetta felur í sér að setja rafhlöðuþættina bakskaut, forskaut, skilrúm og rafvökva í gegnum ítarlegt þróunarferli.

BMW sjálfbærni rafhlaða notkun í bíl

Notkun í bíl.

Rafbílar dagsins í dag ná nú þegar meira en 600 km drægi á einni hleðslu, og drægið eykst sífellt. Reynslan sýnir að rafbílar geta ekið jafnmikið og hefðbundnir bílar án þess að skipta þurfi um háspennurafhlöðuna.

BMW sjálfbærni rafhlaða Nýtt hlutverk

Nýtt hlutverk.

Eftir að Li-ion rafhlaðan hefur verið notuð í bílnum væri hægt að halda áfram að nota hana í mörg ár til viðbótar sem orkugeymslu, til dæmis í rafhlöðuhreiðri, áður en hún fer í endurvinnslu.

BMW sjálfbærni rafhlaða endurvinnsla

Endurvinnsla.

Hægt er að endurvinna hráefnin í rafhlöðunni. Í framleiðslumiðstöðinni fyrir rafhlöður er BMW Group að þróa endurvinnslu endurunninna hráefna fyrir næstu kynslóð af rafhlöðum. Þetta markar lok endingartíma rafhlöðunnar – og þá getur hann byrjað upp á nýtt.

VINDUR, SÓL OG HUGVITSSAMLEG TÆKNI.

TVÆR VERKSMIÐJUR. TVÖ DÆMI.

BMW sjálfbærni vindorka BMW-verksmiðja Leipzig fjórar vindmyllur

Vindorka.

Vindmyllurnar fjórar á lóð BMW Group-verksmiðjunnar í Leipzig geta hver um sig framleitt málafl upp á 2,5 MW. Þær framleiða um það bil einn áttunda hluta þeirrar raforku sem verksmiðjan notar.  Hugvitssamlegt rafhlöðuhreiður þar sem rafhlöður úr allt að 700 BMW i3-bílum eru tengdar saman í net geymir umframorku frá vindmyllunum fjórum og leiðir raforkuna aftur inn í kerfið þegar vindur er ekki nægilegur.

Lesa meira
BMW sjálfbærni sólarorka BMW-verksmiðjusvæði Dadong-sólarorkukerfi

Sólarorka.

Sólarorkuverið í BMW Brilliance Automotive Ltd.-verksmiðjunni í Dadong (Shenyang) getur framleitt meira en 21 MWh af endurnýjanlegri orku árið 2022. Í því markmiði hefur flatarmál þess verið aukið um 110.000 fermetra – sem samsvarar um það bil 15 fótboltavöllum – í alls 290.000 fermetra í stækkunarferli Shenyang-svæðisins.

Lesa meira

ALGENGAR SPURNINGAR UM HRINGRÁS OG AUÐLINDIR.

  • Hvað þýðir hringrásarhagkerfi?
  • Hvers vegna er hringrásarhagkerfið mikilvægt?
  • Hvaða orkugjafa notar BMW?

FRAMLEIÐSLA OG AÐFANGAKEÐJA.

AÐGERÐIR TIL AÐ TRYGGJA AUKNA SJÁLFBÆRNI HJÁ VERKSMIÐJUM BMW.

Áhersla á sjálfbærni og nálægð við viðskiptavini er það sem greinir BMW Group frá öðrum. Þess vegna framleiðum við beint á staðnum um allan heim og viðhöldum um leið samræmdum gæðum og öryggisstöðlum.

BMW sjálfbærni BMW-verksmiðjur skýringarmynd með heimskorti og táknum fyrir verksmiðjur BMW um allan heim

SPARTANBURG (BANDARÍKIN).

Í verksmiðju BMW Group í Spartanburg er notað metangas frá nærliggjandi urðunarstað sem uppfyllir allt að 25% af orkuþörf hennar með samþættu varma- og raforkuveri. Á hverju ári framleiða 400 sólareiningar að auki 135 MWh af grænni raforku.

ÞÝSKALAND.

München: Vinnslustöð fyrir himnusíun er notuð til að vinna skólp úr bakskautshúðun – sem er nokkurs konar grunnur fyrir bíla – og endurnýta skólpið í sama vinnsluskrefi. Alls dregur þetta úr neyslu ferskvatns um meira en sex milljón lítra. Græna þakið á bílasprautunarverkstæðinu sem er um 10.000 fermetrar að flatarmáli bætir ekki aðeins einangrun heldur einnig loftgæðin á staðnum.
 

Dingolfing: Með samþættu varma- og raforkuveri getur verksmiðja BMW Group í Dingolfing uppfyllt nærri helming af eigin orkuþörf. Aðkeypt raforka er 100% græn, og felur einnig í sér græna raforku sem fæst beint frá vatnsaflsorkuverum á staðnum. Verksmiðjan uppfyllir meira en 40% af vatnsþörf sinni með eigin brunnum, og sparar þannig drykkjarvatnsbirgðir svæðisins.
 

Leipzig: Hugvitssamlegt rafhlöðuhreiður geymir umframorku frá vindmyllunum fjórum og leiðir raforkuna aftur inn í kerfið þegar enginn vindur blæs.  

DEBRECEN (UNGVERJALAND).

Ný verksmiðja BMW Group sem er í byggingu í Debrecen verður fyrsta bílaverksmiðjan sem notar enga orkugjafa úr jarðefnaeldsneyti í bílaframleiðslu.

DADONG (KÍNA).

Til viðbótar við sólarorkustöðvar sem ná yfir um 110.000 fermetra aðskilur BMW Brilliance Automotive Ltd.-verksmiðjan í Dadong (Shenyang) ál- og stálúrgang og notar ekkert ferskvatn við málun. Lestarstöðin innan fyrirtækisins sér einnig til þess að hægt er að flytja 80% fullbúinna bíla að öllu leyti eða að hluta á áfangastað með járnbrautum.

CHENNAI (INDLAND).

Árið 2021 safnaði BMW Group-verksmiðjan í Chennai um 13 milljón lítrum af regnvatni – og gat þar með uppfyllt um það bil 90% af árlegri vatnsþörf sinni. Á sama tíma sá sólarorkustöð verksmiðjunnar henni fyrir meira en 60% þeirrar orku sem hún þurfti.

ROSSLYN (SUÐUR-AFRÍKA).

Verksmiðja BMW Group í Rosslyn fær raforku frá lífrænni gasframleiðslu sem tengd er við stórt nautgripabú í um það bil 100 km fjarlægð. Mykja frá dýrunum, sem eru um það bil 30.000, sér verksmiðjunni fyrir allt að 30% af orkuþörfinni. Einnig notar bílasprautunarverkstæðið – líkt og það í Leipzig – sjálfbært framleitt lakk með ryðvörn, sem losar um 40% minni koltvísýring en lakk sem nýtir jarðefnaeldsneyti.

  • 1. SPARTANBURG (BANDARÍKIN).

    Í verksmiðju BMW Group í Spartanburg er notað metangas frá nærliggjandi urðunarstað sem uppfyllir allt að 25% af orkuþörf hennar með samþættu varma- og raforkuveri. Á hverju ári framleiða 400 sólareiningar að auki 135 MWh af grænni raforku.

  • 2. ÞÝSKALAND.

    München: Vinnslustöð fyrir himnusíun er notuð til að vinna skólp úr bakskautshúðun – sem er nokkurs konar grunnur fyrir bíla – og endurnýta skólpið í sama vinnsluskrefi. Alls dregur þetta úr neyslu ferskvatns um meira en sex milljón lítra. Græna þakið á bílasprautunarverkstæðinu sem er um 10.000 fermetrar að flatarmáli bætir ekki aðeins einangrun heldur einnig loftgæðin á staðnum.
     

    Dingolfing: Með samþættu varma- og raforkuveri getur verksmiðja BMW Group í Dingolfing uppfyllt nærri helming af eigin orkuþörf. Aðkeypt raforka er 100% græn, og felur einnig í sér græna raforku sem fæst beint frá vatnsaflsorkuverum á staðnum. Verksmiðjan uppfyllir meira en 40% af vatnsþörf sinni með eigin brunnum, og sparar þannig drykkjarvatnsbirgðir svæðisins.
     

    Leipzig: Hugvitssamlegt rafhlöðuhreiður geymir umframorku frá vindmyllunum fjórum og leiðir raforkuna aftur inn í kerfið þegar enginn vindur blæs.  

  • 3. DEBRECEN (UNGVERJALAND).

    Ný verksmiðja BMW Group sem er í byggingu í Debrecen verður fyrsta bílaverksmiðjan sem notar enga orkugjafa úr jarðefnaeldsneyti í bílaframleiðslu.

  • 4. DADONG (KÍNA).

    Til viðbótar við sólarorkustöðvar sem ná yfir um 110.000 fermetra aðskilur BMW Brilliance Automotive Ltd.-verksmiðjan í Dadong (Shenyang) ál- og stálúrgang og notar ekkert ferskvatn við málun. Lestarstöðin innan fyrirtækisins sér einnig til þess að hægt er að flytja 80% fullbúinna bíla að öllu leyti eða að hluta á áfangastað með járnbrautum.

  • 5. CHENNAI (INDLAND).

    Árið 2021 safnaði BMW Group-verksmiðjan í Chennai um 13 milljón lítrum af regnvatni – og gat þar með uppfyllt um það bil 90% af árlegri vatnsþörf sinni. Á sama tíma sá sólarorkustöð verksmiðjunnar henni fyrir meira en 60% þeirrar orku sem hún þurfti.

  • 6. ROSSLYN (SUÐUR-AFRÍKA).

    Verksmiðja BMW Group í Rosslyn fær raforku frá lífrænni gasframleiðslu sem tengd er við stórt nautgripabú í um það bil 100 km fjarlægð. Mykja frá dýrunum, sem eru um það bil 30.000, sér verksmiðjunni fyrir allt að 30% af orkuþörfinni. Einnig notar bílasprautunarverkstæðið – líkt og það í Leipzig – sjálfbært framleitt lakk með ryðvörn, sem losar um 40% minni koltvísýring en lakk sem nýtir jarðefnaeldsneyti.

BMW BER ÁBYRGÐ.

Sjálfbærni nær til margra þátta hjá BMW: Við gerum allt sem við getum til að vistspor okkar sé eins lítið og hægt er, allt frá yfirferð á aðfangakeðjunum okkar yfir í stuðning við ytri áætlanir.

Lesa meira
BMW sjálfbærni sjálfbærniáætlanir Sameinuðu þjóðanna á með trjám ofan frá

Sjálfbærniáætlanir.

BMW Group er fyrsti þýski bílaframleiðandinn sem tekur þátt í „Business Ambition for 1.5 °C“. Þetta felur í sér skuldbindingu okkar til að ná kolefnishlutleysi í allri virðiskeðjunni fyrir árið 2050. Því erum við sjálfkrafa þátttakendur í áætlun Sameinuðu þjóðanna, „Kapphlaup að kolefnishlutleysi“ (e. Race to Zero). Einnig er aðild okkar að Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna til margra ára til marks um það hversu alvarlegum augum BMW Group lítur sjálfbærni.

Lesa meira
BMW sjálfbærni Cobalt for Development fólk sem situr við borð

„Cobalt for Development“.

BMW Group leitast við að kóbaltvinnsla verði í samræmi við sjálfbærnistaðla samstæðunnar og staðla í starfsmannamálum sem eru í gildi á alþjóðavísu. Þess vegna kom BMW Group, ásamt öðrum samstarfsaðilum, árið 2018 á fót átakinu „Cobalt for Development“ til að bæta vinnu- og lífskjör starfsfólks í litlum kóbaltnámum í Kongó.

Lesa meira
BMW sjálfbærni Stjórnun aðfangakeðju vatn með fjöll í bakgrunni

Stjórnun aðfangakeðju og vöruferilsstjórnun.

Ferli á mörgum stigum tryggir ábyrgð okkar á birgjanetinu innan allra viðeigandi deilda BMW Group. Meðal þeirra sviða þar sem við höfum innleitt kröfulýsingar fyrir samfélags- og umhverfisstaðla eru orkunotkun, vöruferilsstjórnun og þróun íhluta, svo og við gerð samninga sem viðmið við ákvarðanatöku og í þróun birgja. Til að innleiða þessa umhverfis- og samfélagsstaðla tókum við þátt í að setja á fót Ábyrga aðfangakeðjuátakið (e. Responsible Supply Chain Initiative) í þessu augnamiði og í dag reiðum við okkur á rafknúnar vörubifreiðar til að flytja aðföng til verksmiðjanna í sumum tilvikum og styðjum við átaksverkefni á sviði skipulagningar sjóflutninga á bílum til að draga úr útblæstri.

Lesa meira

ALGENGAR SPURNINGAR UM FRAMLEIÐSLU OG AÐFANGAKEÐJU.

  • Hvaða ráðstafanir gerir BMW Group við innkaup á hráefnum?
  • Hvaða sjálfbærnistaðlar gilda um birgja BMW?
  • Hvað er losun koltvísýrings?
  • Hvernig hjálpar BMW mér að minnka kolefnissporið mitt?

FÉLAGSMÁL OG STJÓRNUNARHÆTTIR.

FREKARI UPPLÝSINGAR – MEÐ BMW-HLAÐVARPINU.

Kynntu þér heillandi nýjar hugmyndir um sjálfbærni hjá BMW í hlaðvörpum starfsfólksins okkar.

BMW sjálfbærni BMW-hlaðvarp samfélagsábyrgð

AUKINN LÍFFRÆÐILEGUR FJÖLBREYTILEIKI MEÐ BÝFLUGUM Á STAÐNUM.

BMW sjálfbærni Líffræðilegur fjölbreytileiki býflugnaræktandi með vaxköku

Til viðbótar við sannfærandi sjálfbærnimarkmið BMW Group hefur samstæðan einnig tekið höndum saman við starfsfólk sitt til að vinna að ýmsum smærri aðgerðum sem miða að því að venda umhverfið og tegundir. Í München, Leipzig, Regensburg, Berlín og Dingolfing hafa ýmsar býflugnategundir og sambú þeirra eignast ný heimkynni á mismunandi starfsstöðvum BMW í Þýskalandi. Hugmyndin kemur frá starfsfólkinu og er mikilvægt framlag til aukins líffræðilegs fjölbreytileika.

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ HJÁ BMW GROUP.

BMW sjálfbærni Fjölbreytni BMW-bíll að framan í regnbogalitum með opnar vængjahurðir

Fjölbreytni.

BMW Group lítur á fjölbreytni sem styrkleika. Við komum með fjölbreytt sjónarmið, reynslu og hæfni inn í dagleg störf okkar – og eflum þannig framsækni okkar. Á námskeiðum, fyrirlestrum og gegnum ýmis samskipti stuðlum við að aukinni vitund meðal starfsfólks og stjórnenda. Við hvetjum til fjölbreytni og jafnra tækifæra við ráðningar og í starfsmannaþróun. Vernd gegn mismunun, jöfn meðferð fyrir allt starfsfólk og virðing í daglegum störfum eru lykilatriði í viðmiðunarreglunum okkar.

Lesa meira
BMW sjálfbærni Félagsleg þátttaka fjórar konur í svörtum útskriftarskikkjum

Félagsleg þátttaka.

Sem fyrirtæki með fjölþjóðlegt starfslið og starfsstöðvar í fimm heimsálfum erum við hluti af samfélaginu. Af þessum sökum nær vistfræðileg, hagfræðileg og samfélagsleg ábyrgð okkar einnig út fyrir helstu starfsemi okkar. Við leggjum áherslu á betri lífskjör og tækifæri til menntunar á starfsstöðvum okkar um allan heim, svo og á þvermenningarleg samskipti. Í gegnum margþætta þátttöku okkar leggjum við einnig okkar af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Lesa meira
BMW sjálfbærni BMW Foundation Herbert Quandt

BMW Foundation Herbert Quandt.

BMW Foundation Herbert Quandt er sjálfstæð stofnun innan fyrirtækisins sem leggur sitt af mörkum til samfélagsábyrgðar BMW Group gegnum starfsemi sína sem lykilsamstarfsaðili. Samtímis hvetur hún leiðtoga um allan heim til að axla ábyrgð innan samfélaga sinna og berjast fyrir friðsamlegri, réttlátri og sjálfbærri framtíð.

Lesa meira

ALGENGAR SPURNINGAR UM FÉLAGSMÁL OG STJÓRNUNARHÆTTI.

  • Hvernig rækir BMW Group samfélagslega og menningarlega ábyrgð sína?
  • Hvaða sjálfbæru nýjungar er BMW með á borðinu?
  • Hvernig stuðlar BMW Group að fjölbreytni?
  • Hvaða félagslegu verkefni styður BMW Group við?
BMW sjálfbærni ársskýrsla BMW Group vatn með tré í bakgrunni

ÁRSSKÝRSLA BMW GROUP.

Hægt er að finna allar upplýsingar um sjálfbærni innan BMW Group, markmið okkar og áætlanir í ársskýrslu BMW Group. BMW Group hlaut verðlaunin Building Public Trust Award 2022 fyrir bestu skýrslugjöf um sjálfbærni meðal DAX 40-fyrirtækja. Einu sinni á ári eru þessi verðlaun veitt af óháðri dómnefnd til að heiðra trúverðugleika og gagnsæi.

RAFMAGNSNOTKUN OG DRÆGI.

BMW iX xDrive40:
Orkunotkun, WLTP-prófun í blönduðum akstri í kWh/100 km: 21,2–19,3
Drægi á rafmagni. WLTP-prófun í km: 394–426
 

Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægi taka WLTP-tölur allan aukabúnað inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tæknilýsingar samkvæmt WLTP-prófunum. Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp

Lesa meira