Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni umhverfismál umhverfisvernd

SJÁLFBÆRNI HJÁ BMW.

SJÁLFBÆRNI HJÁ BMW.

Með kerfisbundinni sjálfbærniáætlun setur BMW Group ný viðmið í bílaframleiðslu.

Hjá BMW Group snýst sönn akstursánægja um fleira en bara hreyfanleika. Ástæðan er sú að sjálfbærni er okkur brýnt viðfangsefni og þar gefum við engan afslátt. Þvert á móti förum við inn í framtíðina með glænýja og sannfærandi nálgun sem fer umfram beint áhrifasvið okkar og nálgast sjálfbærni á áður óþekktum forsendum.
Síðustu ár og áratugi höfum við þegar sett okkur afgerandi viðmið hvað varðar endingartímamat bílanna okkar – frá efninu sem við notum til orkunotkunar og endurvinnslustigs. Á komandi árum höldum við ótrauð áfram með rafvæðingaráætlun okkar til langtíma og kynnum til sögunnar 25 rafbílagerðir árið 2023.
Engu að síður verður markmiðum um kolefnishlutleysi og útblásturslausan aksturs aðeins náð með ólíkri rafdrifstækni. Af þessum sökum – og til að ná fram meiri sveigjanleika gagnvart þörfum viðskiptavina okkar – munum við halda áfram þróun vetnisefnahreyfla. Við höfum þegar kynnt til sögunnar BMW i Hydrogen NEXT á IAA-bílasýningunni árið 2019. Næsta skref verður tekið árið 2022 þegar við sendum frá okkur BMW i Hydrogen NEXT í takmörkuðu upplagi. Smátt og smátt könnum við því nýjar lendur þar sem markmiðið er umhverfisvæn og útblásturslaus framtíð.

Lesa meira
HJÁ BMW ER EKKI IÐKUÐ SJÁLFBÆRNI. VIÐ GERUM BMW SJÁLFBÆRT.
Oliver Zipse – stjórnarformaður BMW AG
Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla virðiskeðja

LEIÐIN LÖGÐ Í VIRÐISKEÐJUNNI.

Við vitum hvernig nálgast á sjálfbærni á heildstæðan hátt. Þess vegna leggjum við mikið á okkur í þróun og framleiðslu bílanna okkar. Markmið okkar er sjálfbær virðiskeðja sem uppfyllir eigin þarfir með endurunnum efnum og endurnýjanlegum hráefnum – þar með talið orkugjöfunum. Við höfum ekki náð þessu markmiði en höfum þó náð glæstum áföngum á þessari leið. Það er ekki aðeins meðferð auðlinda sem er lykilþáttur í viðskiptamódeli BMW Group; það sama gildir um að draga úr losun koltvísýrings. Vegna aukinnar hlutdeildar rafbílagerða, framleiðslu á háspennurafhlöðum í þá og þeirri miklu orku- og auðlindanotkun sem í það fer þurfum við að nota sérlega langvarandi ráðstafanir í virðiskeðjunni til að draga úr losun koltvísýrings. Ein aðgerðin í átt að þessu markmiði er að BMW Group mun taka mið af kolefnisspori fyrir efniskeðjuna þegar samningar eru gerðir við birgja; þannig tekur fyrirtækið forystu sem fyrsti bílaframleiðandinn sem setur sér markgildi fyrir koltvísýringslosun í birgðakeðjunni. Staðreyndin er nefnilega sú að ef við gerum þetta ekki mun aukin rafbílavæðing valda mikilli aukningu koltvísýringslosunar í birgðakeðjunni. Við erum að hefja þennan viðsnúning og settum okkur sem markmið að lækka koltvísýringslosun í birgðakeðjunni um 20% árið 2020 miðað við árið 2019.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla

FRAMLEIÐSLAN SKILGREIND UPP Á NÝTT.

Með því að skrifa árið 2001 undir „International Declaration on Cleaner Production“, umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, skuldbundum við okkur til að halda umhverfisáhrifum og auðlindanotkun í framleiðslu okkar eins litlum og kostur er. Með starfsstöðvum sínum og verksmiðjum er BMW Group þegar leiðandi aðili hvað varðar sparneytni í auðlindanotkun og litla losun koltvísýrings. Ástæðan er sú að við viljum ekki bara vera hluti af sjálfbærri framtíð – við viljum vera drifkrafturinn á bakvið hana. Þess vegna eru markgildin okkar fyrir árið 2030 þau hæstu í ökutækjaframleiðslu heimsins. Til að geta fylgst með og greint langtímaaðgerðir okkar höfum við komið á fót umhverfisstjórnunarkerfum á öllum framleiðslustöðum okkar og kerfin eru stöðugt þróuð og betrumbætt. Aðeins með þessum hætti getum við uppfyllt loforð okkar um skilvirkni hvað varðar staðla okkar og eftirlit.


Samhliða því að auka sífellt notkun endurnýjanlegrar orku og hráefna í framleiðslu okkar höfum við einnig tekið afgerandi stefnu hvað varðar endurvinnsluaðferðir okkar. Staðan í dag er sú að 99% sorps úr innri framleiðslu okkar á 2,5 milljón bílum á heimsvísu er endurunnið og endurnýtt á ári hverju. Og við vinnum stöðugt að því að hækka þessa tölu. Það er því engin tilviljun að losunargildi koltvísýrings á hvern bíl sem við framleiðum er t.d. umtalsvert lægra en annarra bílaframleiðenda í Þýskalandi.

NOTKUN SJÁLFBÆRRA EFNA.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni viður FSC-vottun

Viður með FSC-vottun.

BMW Group vinnur náið með Forest Stewardship Council (FSC) og styður á virkan hátt við ábyrga og sjálfbæra skógarnýtingu með því að fara eftir ströngum stöðlum þeirra. Skrautlistinn í mælaborði BMW i3 er til að mynda úr Eucalyptus-viði með FSC-vottun.
Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni kenaf

Kenaf.

Kenaf er planta sem tilheyrir ætt stokkrósa (híbiskus) og trefjarnar úr henni eru notaðar í alls kyns almennri framleiðslu. 30% innanrýmisins í BMW i3 er unnið úr kenaf-plöntunni og þetta setur ný viðmið hvað varðar sjálfbæra nýtingu auðlinda í bílaframleiðslu.
Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni náttúrulegt gúmmí

Náttúrulegt gúmmí.

Náttúrulegt gúmmí er efni sem notað er í hjólbarðaframleiðslu og þar sýnir BMW Group ábyrgð, rétt eins og í öllum öðrum efnum í bílunum okkar. Árið 2019 tókum við höndum saman með félagasamtökum og framleiðendum náttúrulegs gúmmís og stofnuðum GPSNR-samtökin (Global Platform for Sustainable Natural Rubber). Markmiðið er að skipuleggja alla virðiskeðju í framleiðslu á náttúrulegu gúmmíi þannig að hún sé sýnilega sjálfbær.
Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni Econyl

Econyl.

Endurvinnsla á hágæðaefni er mikilvægur liður í heildstæðri sjálfbærni hjá BMW Group. Econyl er gott dæmi um endurunnið efni sem uppfyllir hæstu gæðastaðla okkar. Efnið er nælongarn sem er unnið úr nælon-úrgangi með sérstakri meðhöndlun og það er t.d. notað til að framleiða gólfteppi. Við notum Econyl nú þegar í efra lag gólfklæðninga og gólfmotturnar í BMW iX.
Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni ál

Ál.

Ásamt stáli er ál mikilvægasta auðlindin í framleiðslu BMW Group. Skilvirkni í auðlinda- og orkumálum hefur sérlega mikið vægi í allri virðiskeðjunni. Sem stofnaðili ASI-verkefnisins (Aluminium Stewardship Initiative) tekur BMW Group t.d. virkan þátt í vottunaráætlun sem kemur á fót og ýtir undir notkun á sjálfbærum stöðlum hjá hráefnabirgjum. Í dag notum við auk þess allt að 50% af endurunnu áli í valda íhluti.

ENDURVINNSLA ER LYKILÞÁTTUR.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla endurvinnsla

Þegar markmiðið er sjálfbær framleiðsla sem gengur sparlega á auðlindir jarðarinnar með framtíðina í huga er endurvinnsla á efnum alger lykilþáttur – og þetta notum við okkur til fulls. Endurnýting með endurunnum efnum er lykilatriði í virðiskeðjunni okkar, rétt eins og úthugsað skipulag á vörum okkar og framleiðslu.

Uppgötvaðu nýja BMW iX sjálfbærni

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla endurvinnsla BMW iX

BMW iX setur ný viðmið hvað varðar sjálfbærni ökutækja. Sé losun gróðurhúsalofttegunda skoðuð yfir allan líftíma ökutækja má rekja 45% minni losun til BMW iX en sambærilegs sportjeppa með dísilvél. Atriði eins og notkun 100% endurnýjanlegrar orku eiga sinn þátt í þessu, auk gagnsæi í kaupum hráefna í allri aðfangakeðjunni. Sjálfbærni BMW iX kemur líka fram í vali á náttúrulegum eða endurnýttum efnum. Leðrið í innanrými bílsins er til dæmis sútað með náttúrulegu efni úr laufum ólífutrjáa og er án leifa af krómi. Stjórnsvæðið í innanrými bílsins af gerðinni Clear & Bold er smíðað úr FSC-vottuðum viði, en gólfefni og mottur eru úr Econyl.

ENDURVINNSLUEFNI.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla endurvinnsla endurvinnsluefni

Við notum endurunnin og endurnýtanleg hráefni í hvert sinn sem það hentar vel út frá tækni, umhverfisvernd og hagkvæmni – og markmið okkar er að auka hlutfall slíkra efna umtalsvert fyrir árið 2030. Þegar kemur að tveimur mikilvægustu hráefnunum okkar er markmiðið í áli 4–6 og 2–5 í stáli. Í dag notum við þegar u.þ.b. 25% af endurunnu stáli, allt að 50% af endurunnu áli í vissum íhlutum og allt að 20% af endurunnu, hitadeigu plasti. Þannig sýnum við í verki að lengdur endingartími með skilvirkri endurvinnslu er okkur hjartans mál, enda dregur notkun á endurunnum hráefnum verulega úr kolefnissporinu.

ENDURVINNSLA VIÐ FÖRGUN Á BÍLUNUM OKKAR.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla endurvinnsla notaðir bílar

Jafnvel þegar BMW-bíll er kominn að leiðarlokum er hann áfram mikilvægur hluti af virðiskeðju okkar. Enda lítum við ekki á förguð ökutæki okkar, íhluti þeirra og efni sem úrgang sem þarf að farga, heldur mikilvæga auðlind fyrir endurunnin hráefni. Með því að koma förguðum ökutækjum, íhlutum þeirra og efnum inn í hráefnavinnsluna verður endurvinnsla á vörum okkar að einni veigamestu aðferðinni til að við náum markmiðum okkar hvað varðar umhverfisvernd og minnkaða auðlindanotkun.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni orka

SKILVIRK ORKUFRAMLEIÐSLA.

BMW Group hefur bein áhrif á koltvísýringslosun eigin verksmiðja og starfsstöðva og stendur nú þegar framarlega hvað varðar sparlega notkun á auðlindum. Við stefnum að því að hafa dregið úr koltvísýringslosun á starfsstöðvum okkar um 80% á hvern bíl miðað við 2019 árið 2030. Í þessum tilgangi höfum við sótt alla ytri raforku okkar við framleiðslu til endurnýjanlegra orkugjafa. Frá og með árinu 2021 eru allar starfsstöðvar okkar kolefnishlutlausar með kolefnisjöfnun. Til að ná þessu takmarki fjárfestum við kerfisbundið í því að bæta orkunýtingu á starfsstöðvum okkar og rannsökum á hverjum stað hver er besta leiðin til að sækja orku – t.d. hvort það er með vindorku, vetni, lífrænum gastegundum eða lífmassa. Á vissum starfsstöðvum getur notkun á grænu vetni einnig leikið lykilhlutverk og um þessar mundir könnum við skilvirkni þess valkosts í hitaframleiðslu í einni verksmiðju. Hlutfall ytri og innri aflgjafa er breytilegt á milli framleiðslustöðva. Samhliða þessu bætum við orkunýtinguna í framleiðslunni: Við drögum úr þörfinni á hita með því að endurnýta umframhita úr vinnsluferlum og þétta hitaferli. Með því að nota stafræna tækni, t.d. gagnagreiningu, náum við að draga úr rafmagnsnotkun með snjallstýringum og lágmörkum á sama tíma magn umframíhluta.

SJÁLFBÆRNI Í VERKI Í VERKSMIÐJUM OKKAR.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla verksmiðja Leipzig

BMW Group-verksmiðjan í Leipzig.

Hér ræður orkunýting ríkjum – BMW Group-verksmiðjan í Leipzig er ein nútímalegasta og sjálfbærasta bílaverksmiðja í heimi. Framleiðslulínan þar hefur skilað af sér bílum með rafmagnsaflrás og léttan undirvagn úr CFRP-efni frá árinu 2013. Verksmiðjan er fyrsta bílaverksmiðjan í öllu Þýskalandi sem notast að talsverðu leyti við raforku úr fjórum sérbyggðum vindmyllum á staðnum. Við notum nýstárlegt rafhlöðuhreiður með 700 háspennurafhlöðum úr BMW i3 og leitum ólíkra leiða samtímis til að ná fram skilvirkri stýringu á auðlindum og orku í framleiðslunni. Í fyrsta lagi vinnum við stöðugt að því að lengja endingartíma rafhlaðanna. Í öðru lagi geymir rafhlöðuhreiðrið umframorku úr vindmyllunum þegar framboðið er meira en orkuþörfin; þessi umframorka stendur síðan til boða þegar framboðið er lítið. Með þessum hætti ýtum við einnig undir stöðugleika í almenna raforkukerfinu.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla verksmiðja Dingolfing

BMW Group-verksmiðjan í Dingolfing.

Í forystu vegna róttækra aðgerða: Dingolfing-verksmiðjan er stærsta bílaverksmiðja BMW Group í Evrópu og með snjallri framleiðslutækni og framleiðslubúnaði hefur tekist að draga þar úr auðlindanotkun og útblæstri um þriðjung á síðustu tíu árum. Í þessari viðleitni reiðir nýja orkuverið sig á sérlega skilvirka raforku- og hitaframleiðslu með samþættu varma- og raforkuveri (CHP). Orkuverið breytir gastegundum í raforku og nýtir sér hitann úr því ferli sem orkugjafa. Þökk sé CHP-verinu og einu stærsta sólarrafhlöðuþaki í Þýskalandi getur verksmiðjan nú uppfyllt nærri helming af eigin orkuþörf. Orkan sem þarf umfram þetta kemur alfarið úr grænni raforku frá ytri orkufyrirtækjum. Innan fyrirtækisins er metnaðurinn gagnvart sjálfbærni í meðhöndlun og förgun sorps sérlega mikill. Dingolfing-verksmiðjan er einnig í fararbroddi í þessum efnum, þökk sé skilvirkum endurvinnsluaðferðum á borð við nýstárlegan pressunarbúnað sem nær glæsilegu endurvinnsluhlutfalli upp á 99,8%.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni græn framleiðsla verksmiðja Shenyang

BMW Group-verksmiðjan í Shenyang.

Fleiri nýjungar, minni útblástur. Á framleiðslustöðum okkar í Evrópu og Brasilíu kemur allt rafmagn sem við kaupum úr endurnýjanlegum orkugjöfum, en verksmiðjan í Shenyang er afkastamesta verksmiðja BMW Group sem knúin er af sólarorkustöð og hámarksafköst hennar eru 15,1 megavött.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærniverkefni

ÁBYRGÐ ER OKKAR DRIFKRAFTUR.

Með verkefnum á borð við „Cobalt For Development“ gerum við sjálfbærninálgun okkar að hluta af öllu okkar umhverfi og þar með öllum sviðum virðiskeðjunnar. Með vinnureglum okkar, notendaþjónustu og kynningarefni getum við tryggt að samstarfsaðilar okkar í virðiskeðjunni standist einnig kerfisbundið viðmið okkar í samfélags- og umhverfismálum.

HÁSPENNURAFHLÖÐURNAR OKKAR: ÓSLITIN SIGURGANGA.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni rafhlaða

Endurnýting á rafhlöðunum okkar.

Mikil afköst fram að síðasta volti: Við tökum á móti öllum notuðum BMW-háspennuhrafhlöðum um allan heim – jafnvel þótt við þurfum ekki að gera það á lagalegum forsendum. Í „öðru lífi“ sínu eru rafhlöðurnar úr bílunum okkar notaðar í orkugeymslukerfi á framleiðslustöðum okkar víða um heim. Með þessu virkjum við endurnýtanlegar rafhlöður inn í raforkudreifikerfið, sem eykur stöðugleika þess og lækkar orkuverð fyrir almenna neytendur. Og við höldum vegferðinni áfram að því markmiði að framleiðslan á hverjum stað verði án allrar koltvísýringslosunar. Besta dæmið um þetta er BMW Group-verksmiðjan í Leipzig sem státar af rafhlöðuhreiðri með rafhlöðum úr 700 BMW i3-bílum. Rafhlöðurnar eru tímabundinn geymslustaður fyrir umframorku úr endurnýjanlegum vindorkugjöfum sem síðan er virkjuð inn í raforkudreifikerfið. Að auki dregur þessi aðferð úr orkukostnaði við framleiðsluna sjálfa.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni rafhlaða endurnýting

Endurnýting á rafhlöðunum okkar.

Einnig næst fram sífellt hærra endurvinnsluhlutfall á verðmætum efnum úr þeim rafhlöðum sem nýtast ekki lengur til orkugeymslu. Úr þessu koma einkar vönduð endurunnin efni sem notuð eru í framleiðslu á nýjum Li-ion-rafhlöðum hjá okkur. Við höfum stofnað til samstarfs við þýsku endurvinnslusérfræðingana hjá Duesenfeld og þróað aðferð sem skilar allt að 96% endurvinnsluhlutfalli á efnum – þ.m.t. grafíti og rafvökva. Sem stendur er hitadeigt plast sem er vætt í rafvökva það eina sem eftir stendur að þessu ferli loknu.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni rafhlaða birgir

Sparneytni í auðlindanotkun hjá birgjum okkar.

Leiðandi afl – jafnvel áður en framleiðsla hefst. Við erum leiðandi í sjálfbærnimálefnum og því hefur stefna okkar mikil og bein áhrif á birgja okkar – þetta nýtum við okkur vel. Það er samningsbundinn hluti af samstarfi okkar við framleiðendur fimmtu kynslóðar rafhlaðna okkar að í ytri framleiðslunni sé aðeins notast við grænt rafmagn. Til ársins 2030 mun þetta draga úr koltvísýringslosun um samtals 10 milljón tonn, sem er u.þ.b. sama magn og Munchen-borg losar ár hvert, en þar eru íbúar ein milljón talsins. Vegna þátttöku okkar í CDP-verkefninu (Carbon Disclosure Project) styðjum við birgja okkar í þeirri viðleitni að draga úr losun koltvísýrings og auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni hreyfanleiki kolefnisspor
Rafdrifinn akstur á BMW sjálfbærni hreyfanleiki

RÉTTA LEIÐIN AÐ SJÁLFBÆRNI: SAMGÖNGUR INNANBÆJAR.

Okkar markmið er ávallt 100% árangur – ekki síst hvað varðar sanna akstursánægju sem einnig er sjálfbær. Af þessum sökum leitum við nýrra leiða í bílaframleiðslu með stefnumótun og innleiðingu innan fyrirtækisins – þessar leiðir skila sér síðan alla leið til viðskiptavina okkar sem býðst nú stærsti rafbílafloti í heimi.

 

Það dugir okkur samt ekki: Með BMW eDrive-svæðunum gerum við okkar til að styðja við stigvaxandi innleiðingu svæða innan evrópskra borga og þéttbýlissvæða þar sem stefnt er að engum eða mjög litlum útblæstri. BMW eDrive-svæði er stafræn þjónusta fyrir BMW-tengiltvinnbíla sem greinir þessi umhverfisvænu svæði sjálfkrafa – og grípur til aðgerða. Þegar bílnum er ekið inn á svæðið skiptir hann sjálfkrafa yfir í 100% rafdrifinn akstur og ekur í gegnum svæðið án nokkurs útblásturs. 

Mig langar að vita meira um sjálfbærni hjá BMW Group.