BMW X3 M40i á fjallvegi, mynd tekin við akstur

Plug-in Hybrid

Vélar og eldsneytisgerð

BMW X3

BÍLL MEÐ ERINDI.

Plug-in Hybrid

Vélar og eldsneytisgerð

BMW X3BÍLL MEÐ ERINDI.

BMW X3 vekur athygli við fyrstu sýn og spennandi akstursupplifunin er einfaldlega heillandi. Með hálfsjálfvirkum akstri og hugvitssamlegu BMW xDrive-aldrifinu býður hann upp á einstök þægindi í akstri bæði á vegum og í torfærum. Með þessu endurskilgreinir hann öll viðmið fyrir bíla í sínum flokki og kemur einu atriði alveg á hreint: Það skiptir svo sannarlega máli hvernig þú kemst á áfangastað.

Lesa meira

ÆVINTÝRABÍLL SEM GEISLAR AF ÁREIÐANLEIKA.

Helstu atriði BMW X3.

BMW X3 M40i, séður á ská að framanverðu, mynd tekin í fjalllendi

ÖFLUGUR OG FALLEGUR.

Hönnun BMW X3.

Þegar þú lítur hann augum langar þig strax að takast á við nýjar áskoranir. Falleg hönnun BMW X3 felur í sér endurskilgreiningu á yfirburðum og frelsi.

BMW X3 M40i, miðmynd af felgu og frambretti fyrir framan fjall

ENGIN TAKMÖRK – ALLA LEIÐ.

Aksturseiginleikar og sparneytni BMW X3.

Markmið BMW X3 er kristaltært: að sameina aksturseiginleika og öryggi án nokkurra skilyrða. Þess vegna býður hann upp á hámarksþægindi í akstri og mikið öryggi, jafnvel þegar veðrið er vont eða á hálu yfirborði.

BMW X3 M40i við akstur upp brekku
BMW X3 M40i við akstur upp brekku
BMW X3 M40i, sjónarhorn á afturhluta með gerðartáknun

ÓTRÚLEGA RAFMAGNAÐUR.

BMW X3 xDrive30e.

BMW X3 xDrive30e býður upp á rafmagnaða samsetningu ævintýragirni og tækninýjunga með framsæknu tengiltvinndrifi og fjölmörgum eiginleikum.

„Hann leggur upp í leit að hinu ókunna með óskoruðu valdi og af yfirvegun, vegna þess að hann þekkir sinn innri styrk.“
Marc Michael Markefka, yfirmaður hönnunardeildar meðalstórra BMW-bíla

FERÐAFÉLAGI ÞINN HVERT SEM MARKMIÐIÐ ER.

Hönnun BMW X3.

Flæðandi og öflugar útlínur og áhersla á breidd fram- og afturhlutans skapa í sameiningu útlit sem endist til langframa – og endurspeglast á einstakan hátt í endurhönnuðu og sérstöku innanrýminu.
BMW X3 M40i, sjónarhorn á framhluta fyrir framan borgarlandslag
BMW X3 M40i loftmynd af þaki og vélarhlíf
BMW X3 M40i, framsvunta og tvískipt grill
BMW X3 M40i, séður á ská að aftanverðu með LED-afturljósum
BMW X3 M40i, ökumannsrými með manni undir stýri
BMW X3 M40i, stýri og mælaborð
BMW X3 M40i, mynd af ökumannsrými tekin úr innanrými
BMW X3 M40i, sjónarhorn á framhluta fyrir framan borgarlandslag
BMW X3 M40i loftmynd af þaki og vélarhlíf
BMW X3 M40i, framsvunta og tvískipt grill
BMW X3 M40i, séður á ská að aftanverðu með LED-afturljósum
BMW X3 M40i, ökumannsrými með manni undir stýri
BMW X3 M40i, stýri og mælaborð
BMW X3 M40i, mynd af ökumannsrými tekin úr innanrými
BMW X3, BMW Individual gljásteinssanseruð áferð á lakki
BMW X3, BMW Individual-sílsalisti með BMW Individual-merki
BMW X3, 21" 726 I BMW Individual-álfelgur úr léttmálmsblöndu með V-laga örmum
BMW X3, rautt/svart vandað merino-leður úr BMW Individual-línunni
BMW X3, fílabeinshvítt vandað merino-leður úr BMW Individual-línunni
BMW X3, tartufo-brúnt vandað merino-leður úr BMW Individual-línunni
BMW X3, gljásvört klæðning úr BMW Individual-línunni

BMW INDIVIDUAL-LÍNAN.

Heillandi BMW Individual-línan býður upp á fjölbreytt úrval aukabúnaðar fyrir þá allra kröfuhörðustu: Djúpa lakkliti sem gefa frá sér mikinn gljáa. Flauelsmjúkar viðarklæðningar með fullkominni áferð. Mjúkt leður í sérvöldum tónum. Hér gefst tækifæri til að sníða BMW nákvæmlega að persónuleika þínum.

ÆVINTÝRAGJARNIR FÉLAGAR MEÐ SKÝRT MARKMIÐ.

BMW X3 M40i og BMW X3 xDrive30e.

BMW X3 xDrive30e.

Sportleg hröðun, sveigjanleiki, ný akstursánægja. BMW X3 xDrive30e með nýstárlegu plug-in hybrid tækni.
 • Plug-in hybrid bensín og rafmótor
 • Sérstakt hybrid mælaborð
 • 450 lítra skottpláss
 • Drægi allt að 50 km
BMW X3 xDrive30e

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW X3 xDrive20d:
  Blandaður (l/100km): 5.5–5.3
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 145–139

  BMW X3 xDrive30d:
  Blandaður (l/100km): 6.0–5.9
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 159–154

  BMW X3 M40i:
  Blandaður (l/100km): 9.1
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 207–206

  BMW X3 xDrive30e(2):
  Blandaður (l/100km): from 2.4
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): from 56

  Gildi ökutækja sem merkt eru með (2) eru bráðabirgða

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.