Sanseraður sólsetursappelsínugulur BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, skásett sjónarhorn á afturhluta að leggja við veg
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid

TVISTURINN

BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER: HELSTU ATRIÐI

Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid
TVISTURINNBMW 2 SERIES ACTIVE TOURER: HELSTU ATRIÐI

Bíll í takti við borgina, fullur af gleði, stíl og einstökum karakter. BMW 2 Active Tourer er ómissandi hluti af nútímaborginni. Rétt eins og torgin og kaffihúsin, breiðstrætin og gatnamótin. Þetta er bíll sem tekst með bros á vör á við áskoranir borgarinnar og leikur sér að þeim. Hann þeysist um þröng strætin, kraftmikill og snarpur, og uppfyllir auk þess fjölbreyttar þarfir þínar – þetta er fullkominn bíll fyrir fólk sem lifir lífinu lifandi.


BMW 220i Active Tourer:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 5.4
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 123
 

Lesa meira

HELSTU ATRIÐI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Kynntu þér hönnun, aksturseiginleika og akstursaðstoð.

Sanseraður sólsetursappelsínugulur BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, skásett sjónarhorn á framhluta í húsasundi

YTRA BYRÐI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Mikilfenglegur á alla kanta.

Ekki bara fallegur við fyrstu sýn: BMW 2 Series Active Tourer. Stórt tvískipt grillið og samfelld loftinntökin á framendanum miðla þörf bílsins fyrir virkni og líf í tuskunum á meðan LED-aðalljósin undirstrika einstakt útlit hans. Kröftugar útlínur bílsins, láréttar línurnar í hönnuninni og sérmótaðar hliðarsvunturnar gefa BMW 2-línunni einstaklega sportlegt og nútímalegt yfirbragð.

Innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

INNANRÝMI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Stíll og notagildi í fullkomnum samhljómi.

Viltu skapa þér rými í borginni? Það er leikur einn þegar þú rúntar um á BMW 2 Series Active Tourer. Þetta er bíll sem veitir þér bæði rými og sveigjanleika. Stillanlegt farangursrýmið rúmar allt að 1510 lítra og er alltaf til í fjörið. Á sama tíma er þetta afar lokkandi bíll: Dyrnar eru stórar og því auðvelt að stíga inn í og út úr honum og með snertilausri opnun og lokun á afturhleranum (aukabúnaður) verður auðvelt að hlaða bílinn og njóta allra hans þæginda. Fyrir allt sem þú þarft að sinna.

Aksturseiginleikar sanseraðs sólsetursappelsínuguls BMW 2 Series Active Tourer 220i 2018 F45, skásett sjónarhorn á afturhluta

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Og gera þá ævintýri líkasta.

Skilvirkar og öflugar vélarnar í BMW 2 Series Active Tourer eru alltaf til taks þegar á þarf að halda. Á sama tíma skilar valkvæm sjálfvirk fjöðrunin og ótal eiginleikar sem draga úr loftmótstöðu einstakri legu á veginum. Með Driving Experience-stýringunni geturðu skipt á milli ólíkra akstursstillinga með einum hnappi – hvort sem þú kýst mjög þægilegar eða mjög sportlegar stillingar. Þetta eru öflugir aksturseiginleikar sem skila þér í gegnum rangala borgarinnar.

„Að mínu mati er BMW 2 Active Tourer öflugasti BMW-bíllinn og hann endurskilgreinir sjálfa akstursánægjuna.“
Adrian van Hooydonk, yfirmaður hönnunardeildar BMW Group

HÖNNUN BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Tilbúinn í hvað sem er.

Kröftugar útlínur bílsins, láréttar línurnar í hönnuninni og sérmótaðar hliðarsvunturnar gefa BMW 2 Active Tourer einstaklega sportlegt og nútímalegt yfirbragð. Skýr hlutföll og áherslur í hönnun líða áreynslulaust í innanrýmið. Lárétt staða og skipting á milli flata tryggja bjart og rúmgott innanrými. Hér geturðu skoðað myndir með helstu atriðum BMW 2 Series Active Tourer.
Tvískipt grill á sanseruðum sólsetursappelsínugulum BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, nærmynd af framhluta
Nærmynd af afturhluta sanseraðs sólsetursappelsínuguls BMW 2 Series Active Tourer 220i F45 Facelift 2018
Álfelga á sanseruðum sólsetursappelsínugulum BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, nærmynd af felgu
Sanseraður sólsetursappelsínugulur BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, nærmynd af hlið
Stór þakgluggi á sanseruðum sólsetursappelsínugulum BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, séð ofan frá
Sportsæti í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018
Aftursæti í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018
Tvískipt grill á sanseruðum sólsetursappelsínugulum BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, nærmynd af framhluta
Nærmynd af afturhluta sanseraðs sólsetursappelsínuguls BMW 2 Series Active Tourer 220i F45 Facelift 2018
Álfelga á sanseruðum sólsetursappelsínugulum BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, nærmynd af felgu
Sanseraður sólsetursappelsínugulur BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, nærmynd af hlið
Stór þakgluggi á sanseruðum sólsetursappelsínugulum BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, séð ofan frá
Sportsæti í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018
Aftursæti í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW 218i Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 5.5 [5.1]
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 125 [117]

  BMW 220i Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 5.4
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 123

  BMW 225i xDrive Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 6.2
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 141

  BMW 220d xDrive Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 4.7
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 123

  BMW 225xe Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,9­
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 42
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13.5

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.