Sanseraður sólsetursappelsínugulur BMW 2 Series Active Tourer F45 Facelift 2018, frá hlið í sal

TVISTURINN

BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER: GERÐIR OG BÚNAÐUR

Sérsníddu BMW 2 Series Active Tourer að þínum þörfum. BMW 2 Series Active Tourer er í boði í grunnútfærslu, Sport Line-útfærslu, Luxury Line-útfærslu og M Sport-útfærslu. Veldu úr fjölbreyttu úrvali fallegrar hönnunar, véla, akstursbúnaðar og akstursaðstoðarkerfa.

Lesa meira
TVISTURINNBMW 2 SERIES ACTIVE TOURER: GERÐIR OG BÚNAÐUR

GERÐIR OG BÚNAÐUR.

M Sport-útfærsla

Öflugur, afgerandi, stórglæsilegur. BMW Active Tourer í M Sport-útfærslu hefur yfir sér kynngimagnað yfirbragð. Gljásvört smáatriðin í hönnuninni ljá bílnum sportlega ásýnd og LED-aðalljósin varpa frá sér öflugum ljósgeisla. Svipsterkar, tveggja arma léttar álfelgur auka svo enn við sportlegt og öflugt útlitið. Þessar einstöku áherslur halda áfram í innanrýminu þar sem finna má sportsæti með götuðu Dakota-leðri (aukabúnaður) og klæðningarlista úr áli með sexstrendu mynstri.

Steinhvítsanseruð M Sport-útfærsla BMW 2 Series Active Tourer 220d xDrive F45 2018, skásett sjónarhorn á framhluta

Öflugur, afgerandi, stórglæsilegur. BMW Active Tourer í M Sport-útfærslu hefur yfir sér kynngimagnað yfirbragð. Gljásvört smáatriðin í hönnuninni ljá bílnum sportlega ásýnd og LED-aðalljósin varpa frá sér öflugum ljósgeisla. Svipsterkar, tveggja arma léttar álfelgur auka svo enn við sportlegt og öflugt útlitið. Þessar einstöku áherslur halda áfram í innanrýminu þar sem finna má sportsæti með götuðu Dakota-leðri (aukabúnaður) og klæðningarlista úr áli með sexstrendu mynstri.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Luxury Line-útfærsla

Glæsilegt útlit: BMW Active Tourer í Luxury Line-útfærslu er á heimavelli þegar glamúrinn er annars vegar. Hið ytra státar hann af glitrandi krómlistum. Hið innra taka hágæða Dakota-leðuráklæði og skrautlistar úr vönduðum viði vel á móti þér. Þessi lúxusstemning er fullkomnuð með stórum þakglugga (aukabúnaður). Glæsilegur stíll felst alltaf í smáatriðunum.

Sanseruð Jucaro-drapplituð Luxury Line-útfærsla BMW 2 Series Active Tourer 225i xDrive F45 2018, skásett sjónarhorn á framhluta

Glæsilegt útlit: BMW Active Tourer í Luxury Line-útfærslu er á heimavelli þegar glamúrinn er annars vegar. Hið ytra státar hann af glitrandi krómlistum. Hið innra taka hágæða Dakota-leðuráklæði og skrautlistar úr vönduðum viði vel á móti þér. Þessi lúxusstemning er fullkomnuð með stórum þakglugga (aukabúnaður). Glæsilegur stíll felst alltaf í smáatriðunum.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Sport Line-útfærsla

Virkur lífsstíll. Í Sport Line-útfærslunni er BMW 2 Active Tourer einstaklega sportlegur í útliti. Á ytra byrðinu mynda gljásvartir áherslufletir skarpa andstæðu við yfirbyggingarlitinn. LED-aðalljósin og léttar tveggja arma álfelgurnar ýta enn frekar undir þetta kröftuga útlit. Innanrýmið er ekki síður sportlegt, til dæmis með tvílitu áklæði eða klæðningarlistum úr burstuðu áli.

Sanseruð sólsetursappelsínugul Sport Line-útfærsla BMW 2 Series Active Tourer 220i F45 2018, skásett sjónarhorn á framhluta

Virkur lífsstíll. Í Sport Line-útfærslunni er BMW 2 Active Tourer einstaklega sportlegur í útliti. Á ytra byrðinu mynda gljásvartir áherslufletir skarpa andstæðu við yfirbyggingarlitinn. LED-aðalljósin og léttar tveggja arma álfelgurnar ýta enn frekar undir þetta kröftuga útlit. Innanrýmið er ekki síður sportlegt, til dæmis með tvílitu áklæði eða klæðningarlistum úr burstuðu áli.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Advantage-útfærsla

Með Advantage-útfærslunni af BMW 2 Active Tourer færðu vitanlega margs konar ávinning. Kröftugur framendinn státar af einkennandi stórum loftinntökum með gljásvörtum römmum. Með hefðbundnu BMW-tvíbogagrillinu og svörtum, möttum áhersluflötum verður útkoman bæði nútímaleg og sportleg. Punkturinn yfir i-ið er svo hágæðainnanrýmið með Oxid-silfruðum skrautlistum á klæðningunni.

Grásanseruð Advantage-útfærsla BMW 2 Series Active Tourer F45 2018 218i, skásett sjónarhorn á framhluta

Með Advantage-útfærslunni af BMW 2 Active Tourer færðu vitanlega margs konar ávinning. Kröftugur framendinn státar af einkennandi stórum loftinntökum með gljásvörtum römmum. Með hefðbundnu BMW-tvíbogagrillinu og svörtum, möttum áhersluflötum verður útkoman bæði nútímaleg og sportleg. Punkturinn yfir i-ið er svo hágæðainnanrýmið með Oxid-silfruðum skrautlistum á klæðningunni.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Yfirlit yfir aflrásar- og undirvagnstækni.

Afköst. Afl. Stjórn. Hvort sem þú velur sérlega sparneytna þriggja strokka dísilvél eða mikilfenglega fjögurra strokka bensínvél með miklum snúningshraða. BMW 2 Active Tourer er alltaf í sportlega gírnum. Hámarksgrip og akstursánægja eru tryggð með sjö þrepa Steptronic-sportskiptingu með tvöfaldri kúplingu eða hugvitssamlegu xDrive-aldrifi.

Fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél í BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél.

Ný kynslóð fjögurra strokka, 2,0 lítra BMW TwinPower Turbo-bensínvélar tryggir hámarksakstursánægju. Vélina einkennir lipur kraftur og framúrskarandi viðbragð, jafnvel á litlum vélarhraða, sem og sparneytni og lítil losun.
BMW xDrive BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

BMW xDrive.

Hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrifið dreifir afli á hnökralausan og sjálfvirkan máta til fram- og afturhjólanna til að tryggja hámarksspyrnu, aksturseiginleika og öryggi við allar aðstæður. Rafræn stjórnun afldreifingar tryggir þess utan enn meiri lipurð með því að vinna á móti yfirstýringu og undirstýringu í beygjum.
BMW 2 Series Active Tourer F45 2018 með sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu

Steptronic-sportskipting með tvöfaldri kúplingu.

Sjö þrepa Steptronic-sportskipting með tvöfaldri kúplingu býður upp á ótrúlega sportlegar gírskiptingar. Hvort sem þú ekur sjálfskiptum eða beinskiptum bíl, með gírskiptirofum eða gírstöng, geturðu látið bílinn líða þægilega áfram eða ekið með ótrúlegum krafti. Þegar sportstillingin er virk og gírstöngin til vinstri í stöðunni S/M er gírskiptingin stillt á hámarksafköst.
Sjálfvirk fjöðrun BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Sjálfvirk fjöðrun.

Sjálfvirk fjöðrun sameinar aksturseiginleika, þægindi í akstri og mikið öryggi. Ökumaðurinn getur valið fjöðrunareiginleika með stjórnun fyrir akstursupplifun. Auk hinnar stöðluðu COMFORT-stillingar er SPORT-stilling í boði.
Stjórn á akstursupplifun í BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Stjórn á akstursupplifun.

Með stjórn á akstursupplifun getur ökumaðurinn valið á milli staðlaðrar COMFORT-stillingar, ECO PRO-stillingar sem miðar að aukinni sparneytni og SPORT-stillingar sem býður upp á enn öflugri akstur. ECO PRO-stillingin stillir inngjöfina, Steptronic-gírskiptinguna, ef hún er til staðar, og miðstöðvarkerfi/loftkælingu til að tryggja mesta mögulega eldsneytissparnað.

AKSTURSAÐSTOÐARKERFI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.

Hugvitssamleg akstursaðstoðarkerfi.

Fyrsta flokks aðstoðarkerfi tryggja hámarksöryggi og þægindi um leið og framsækið upplýsinga- og afþreyingarkerfið býður upp á skemmtun og upplýsingar. Einfaldur og afslappaður daglegur akstur er að lokum tryggður með sniðugri stafrænni þjónustu BMW ConnectedDrive, sem býður upp á framúrskarandi tengingu öllum stundum.

Stjórnskjár í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018
Stjórntækjaútfærsla í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Framsækin stjórntækjaútfærsla.

Eins og alltaf í BMW eru skjáir og stjórntæki haganlega staðsett og innan seilingar frá ökumanninum. Stjórntæki eru flokkuð á þægilegan hátt í flokkana „akstur“, „þægindi“, „skjáir“ og „aðgerðir“. Með þessu móti eru ökumenn fljótir að átta sig og tímanum sem þeir þurfa að taka augun af veginum er haldið í lágmarki.
Snertiviðmót á stjórnskjá í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Snertiviðmót.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfið veitir enn meiri upplýsingar en áður og er jafnvel enn þægilegra í notkun. Ökumaðurinn getur notað snertiskjá, iDrive-stýringu eða raddstýringu til að stjórna kerfinu, allt eftir því hvað hentar honum best. Reitirnir eru nú hafðir hreyfanlegir í stað hefðbundinnar uppröðunar í valmynd.
Mælaborð með svartri hönnun í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Mælaborð með svartri hönnun.

Mælaborð með svartri hönnun státar af fjórum hliðrænum skjáum – sem sýna hraða, snúningshraða vélar, eldsneytisstöðu og núverandi eldsneytisnotkun – og upplýsingaskjá sem sýnir umhverfishitastig, hitastig smurolíu og ýmsar aðgerðir í tölvu bílsins.
BMW-sjónlínuskjár í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

BMW-sjónlínuskjár.

BMW-sjónlínuskjár í lit varpar viðeigandi akstursupplýsingum upp í sjónlínu ökumannsins til að hann geti áfram haft augun á veginum. Kerfið birtir m.a. núverandi hraða, leiðbeiningar úr leiðsögukerfinu, upplýsingar um hámarkshraða (auk gaumljóss þegar ekki má taka fram úr) og upplýsingalista úr símanum og afþreyingarkerfinu, allt eftir búnaðinum.
Driving Assistant Plus-stjórnskjár í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Driving Assistant Plus.

Búnaðurinn „Driving Assistant Plus“ bætir svo sannarlega við bæði öryggið og þægindin. Í honum er m.a. Approach-nálægðarstýring og Person-viðvörun með léttu hemlunarviðbragði, akreinaskynjari, háljósaaðstoðarkerfi, upplýsingar um hámarkshraða, hraðastillir sem byggir á myndavél, Stop&Go-kerfi og umferðarteppuaðstoð.
Apple CarPlay® í innanrými BMW 2 Series Active Tourer F45 2018

Apple CarPlay®.

Þú getur haldið áfram að nota iPhone-símann þinn þegar inn í BMW-bílinn þinn er komið eins og ekkert hafi í skorist. Apple CarPlay® býður upp á farsímatengingu og forrit á borð við iMessage, WhatsApp, TuneIn, Spotify og Apple Music. Þá er einnig hægt að nota talhnappinn á stýrinu til að opna Siri, raddaðstoð Apple.
BMW 225xe Active Tourer Plug-in Hybrid F45 2018 stendur við hleðslustöð

BMW 225xe ACTIVE TOURER PLUG-IN HYBRID.

Hlaðinn í botn: Í BMW 225xe Active Tourer færðu margreyndan sveigjanleika og frábæra eldsneytisnýtingu ásamt hefðbundnum aksturseiginleikum BMW. Þökk sé BMW eDrive-tækninni frá BMW EfficientDynamics nær bíllinn allt að 45 km drægi á raforkunni einni saman – engin staðbundin losun og alger þögn. Fullkominn fyrir borgarrúntinn!

Sérlega öflug drifrás er það sem einkennir Plug-in Hybrid. Í raun samanstendur hún af brunahreyfli í framhluta bílsins og rafmótor á afturöxlinum. Báðar þessar tæknilausnir eru færar um að knýja Plug-in Hybrid áfram, saman eða sitt í hvoru lagi, allt eftir aðstæðum og hleðslustöðu háspennurafhlöðunnar. Þegar vélin knýr bílinn ein er drifaflinu skilað í gegnum framhjólin. Rafmótorinn skilar hins vegar afli til afturhjólanna. Undir vissum kringumstæðum breytist BMW 225xe Active Tourer því í BMW með xDrive.

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW 218i Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 5.5 [5.1]
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 125 [117]

  BMW 220i Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 5.4
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 123

  BMW 225i xDrive Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 6.2
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 141

  BMW 220d xDrive Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 4.7
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 123

  BMW 225xe Active Tourer:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,9­
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 42
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13.5

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.