
TVISTURINN
BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER: GERÐIR OG BÚNAÐUR
Sérsníddu BMW 2 Series Active Tourer að þínum þörfum. BMW 2 Series Active Tourer er í boði í grunnútfærslu, Sport Line-útfærslu, Luxury Line-útfærslu og M Sport-útfærslu. Veldu úr fjölbreyttu úrvali fallegrar hönnunar, véla, akstursbúnaðar og akstursaðstoðarkerfa.
Sérsníddu BMW 2 Series Active Tourer að þínum þörfum. BMW 2 Series Active Tourer er í boði í grunnútfærslu, Sport Line-útfærslu, Luxury Line-útfærslu og M Sport-útfærslu. Veldu úr fjölbreyttu úrvali fallegrar hönnunar, véla, akstursbúnaðar og akstursaðstoðarkerfa.
GERÐIR OG BÚNAÐUR.
M Sport-útfærsla
Öflugur, afgerandi, stórglæsilegur. BMW Active Tourer í M Sport-útfærslu hefur yfir sér kynngimagnað yfirbragð. Gljásvört smáatriðin í hönnuninni ljá bílnum sportlega ásýnd og LED-aðalljósin varpa frá sér öflugum ljósgeisla. Svipsterkar, tveggja arma léttar álfelgur auka svo enn við sportlegt og öflugt útlitið. Þessar einstöku áherslur halda áfram í innanrýminu þar sem finna má sportsæti með götuðu Dakota-leðri (aukabúnaður) og klæðningarlista úr áli með sexstrendu mynstri.
Öflugur, afgerandi, stórglæsilegur. BMW Active Tourer í M Sport-útfærslu hefur yfir sér kynngimagnað yfirbragð. Gljásvört smáatriðin í hönnuninni ljá bílnum sportlega ásýnd og LED-aðalljósin varpa frá sér öflugum ljósgeisla. Svipsterkar, tveggja arma léttar álfelgur auka svo enn við sportlegt og öflugt útlitið. Þessar einstöku áherslur halda áfram í innanrýminu þar sem finna má sportsæti með götuðu Dakota-leðri (aukabúnaður) og klæðningarlista úr áli með sexstrendu mynstri.





-
Ytra byrði
-
M Aerodynamics-pakki með framsvuntu, hliðarsvuntum og aftursvuntu, ásamt dökksanseruðum innfelldum dreifara
-
Tvískipt BMW-grill með lóðréttum grindum og gljásvörtum framhliðum
-
LED-aðalljós
-
Léttar 17" 483 M-álfelgur með tvískiptum örmum eða léttar 18" 486 M-álfelgur með tvískiptum örmum
-
M Sport-fjöðrun, lækkuð, eða staðlaður undirvagn
-
Gljásvört BMW Individual-auðkenningarlína
-
M-merking á hliðum
-
Estoril-blásanseruð lakkútfærsla; aðrar lakkútfærslur í boði
-
Stillanleg sportstýring
-
Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
-
Sjálfvirk opnun afturhlera
-
-
Innanrými
-
M-sílsalistar að framan, M-fóthvíla fyrir ökumann
-
Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti með ofnu áklæði/Sensatec í kolgráum lit með grárri áherslu; annað áklæði í boði
-
M-leðurstýri með fjölnotahnöppum
-
Kolgrá BMW Individual-loftklæðning
-
Áherslusaumur á mælaborði og miðstokki
-
Sexhyrndir listar í innanrými úr áli með perlukrómuðum áherslulistum; aðrir listar í boði
-
Stutt gírstöng með M-merkingu
-
Appelsínugul og hvít umhverfislýsing (stillanleg)
-
Ljósapakki með LED-ljósum
-
Sérhannaður ljósleiðari í hurðarklæðningum
-
Bíllykill með sérhannaðri M-merkingu
-
Armpúði, að framan
-
Stillanleg aftursæti
-
Hraðastillir með hemlunareiginleika
-
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
-
Luxury Line-útfærsla
Glæsilegt útlit: BMW Active Tourer í Luxury Line-útfærslu er á heimavelli þegar glamúrinn er annars vegar. Hið ytra státar hann af glitrandi krómlistum. Hið innra taka hágæða Dakota-leðuráklæði og skrautlistar úr vönduðum viði vel á móti þér. Þessi lúxusstemning er fullkomnuð með stórum þakglugga (aukabúnaður). Glæsilegur stíll felst alltaf í smáatriðunum.
Glæsilegt útlit: BMW Active Tourer í Luxury Line-útfærslu er á heimavelli þegar glamúrinn er annars vegar. Hið ytra státar hann af glitrandi krómlistum. Hið innra taka hágæða Dakota-leðuráklæði og skrautlistar úr vönduðum viði vel á móti þér. Þessi lúxusstemning er fullkomnuð með stórum þakglugga (aukabúnaður). Glæsilegur stíll felst alltaf í smáatriðunum.





-
Ytra byrði
-
Tvískipt BMW-grill með lóðréttum grindum og háglanskrómuðum framhliðum
-
Framstuðari með háglansandi krómflötum
-
LED-aðalljós
-
LED-þokuljós
-
Léttar 17" álfelgur með margarma hönnun, gerð 547; aðrar felgur í boði
-
Rammar og innfellingar á hliðargluggum úr rafhúðuðu áli, sökkull og fótur spegils með svartri, mattri áferð
-
Afturstuðari með háglansandi krómflötum
-
Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
-
Sjálfvirk opnun afturhlera
-
-
Innanrými
-
Sílsalistar úr áli, að framan, með BMW-áletrun
-
Svört Dakota-leðursæti með sérstakri götun; önnur áklæði í boði
-
Leðurklætt sportstýri með fjölnotahnöppum
-
Bíllykill með krómfrágangi
-
Fineline-klæðningarlistar úr vönduðum viði með perlukrómuðum áherslulistum í innanrými; aðrir listar í boði
-
Appelsínugul eða hvít stemningslýsing (stillanleg)
-
Ljósapakki með LED-ljósum
-
Sérhannaður ljósleiðari í hurðarklæðningum
-
Áherslusaumur á mælaborði og miðstokki (í stíl við lit á áklæði)
-
Armpúði, að framan
-
Stillanleg aftursæti
-
Hraðastillir með hemlunareiginleika
-
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
-
Sport Line-útfærsla
Virkur lífsstíll. Í Sport Line-útfærslunni er BMW 2 Active Tourer einstaklega sportlegur í útliti. Á ytra byrðinu mynda gljásvartir áherslufletir skarpa andstæðu við yfirbyggingarlitinn. LED-aðalljósin og léttar tveggja arma álfelgurnar ýta enn frekar undir þetta kröftuga útlit. Innanrýmið er ekki síður sportlegt, til dæmis með tvílitu áklæði eða klæðningarlistum úr burstuðu áli.
Virkur lífsstíll. Í Sport Line-útfærslunni er BMW 2 Active Tourer einstaklega sportlegur í útliti. Á ytra byrðinu mynda gljásvartir áherslufletir skarpa andstæðu við yfirbyggingarlitinn. LED-aðalljósin og léttar tveggja arma álfelgurnar ýta enn frekar undir þetta kröftuga útlit. Innanrýmið er ekki síður sportlegt, til dæmis með tvílitu áklæði eða klæðningarlistum úr burstuðu áli.





-
Ytra byrði
-
Tvískipt BMW-grill með lóðréttum grindum og gljásvörtum framhliðumFramstuðari með gljásvörtum flötum
-
LED-aðalljós
-
LED-þokuljós
-
Léttar 17" tvíarma álfelgur, gerð 549; aðrar felgur í boði
-
Samlitar speglahlífar; einnig hægt að fá svartar
-
Afturstuðari með gljásvörtum flötum
-
Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
-
Sjálfvirk opnun afturhlera
-
-
Innanrými
-
Sílsalistar úr áli, að framan, með BMW-áletrun
-
Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti úr blöndu ofins áklæðis og Sensatec-áklæðis í dökkgráum lit með gráum eða appelsínugulum áherslusaumi; önnur áklæði í boði
-
Leðurklætt sportstýri með fjölnotahnöppum
-
Bíllykill með krómfrágangi
-
Gljásvartir klæðningarlistar í innanrými með perlukrómaðri áherslu; aðrar útfærslur í boði
-
Appelsínugul eða hvít stemningslýsing (stillanleg)
-
Ljósapakki með LED-ljósum
-
Sérhannaður ljósleiðari í hurðarklæðningum
-
Áherslusaumur á mælaborði og miðstokki (í stíl við lit á áklæði)
-
Armpúði, að framan
-
Stillanleg aftursæti
-
Hraðastillir með hemlunareiginleika
-
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
-
Advantage-útfærsla
Með Advantage-útfærslunni af BMW 2 Active Tourer færðu vitanlega margs konar ávinning. Kröftugur framendinn státar af einkennandi stórum loftinntökum með gljásvörtum römmum. Með hefðbundnu BMW-tvíbogagrillinu og svörtum, möttum áhersluflötum verður útkoman bæði nútímaleg og sportleg. Punkturinn yfir i-ið er svo hágæðainnanrýmið með Oxid-silfruðum skrautlistum á klæðningunni.
Með Advantage-útfærslunni af BMW 2 Active Tourer færðu vitanlega margs konar ávinning. Kröftugur framendinn státar af einkennandi stórum loftinntökum með gljásvörtum römmum. Með hefðbundnu BMW-tvíbogagrillinu og svörtum, möttum áhersluflötum verður útkoman bæði nútímaleg og sportleg. Punkturinn yfir i-ið er svo hágæðainnanrýmið með Oxid-silfruðum skrautlistum á klæðningunni.





-
Ytra byrði
-
Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
-
Sjálfvirk opnun afturhlera
-
-
Innanrými
-
Armpúði að framan
-
Stillanleg aftursæti
-
Hraðastillir með hemlunareiginleika
-
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
-
AKSTURSEIGINLEIKAR BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.
Yfirlit yfir aflrásar- og undirvagnstækni.
Afköst. Afl. Stjórn. Hvort sem þú velur sérlega sparneytna þriggja strokka dísilvél eða mikilfenglega fjögurra strokka bensínvél með miklum snúningshraða. BMW 2 Active Tourer er alltaf í sportlega gírnum. Hámarksgrip og akstursánægja eru tryggð með sjö þrepa Steptronic-sportskiptingu með tvöfaldri kúplingu eða hugvitssamlegu xDrive-aldrifi.

Fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél.

BMW xDrive.

Steptronic-sportskipting með tvöfaldri kúplingu.

Sjálfvirk fjöðrun.

Stjórn á akstursupplifun.
AKSTURSAÐSTOÐARKERFI BMW 2 SERIES ACTIVE TOURER.
Hugvitssamleg akstursaðstoðarkerfi.
Fyrsta flokks aðstoðarkerfi tryggja hámarksöryggi og þægindi um leið og framsækið upplýsinga- og afþreyingarkerfið býður upp á skemmtun og upplýsingar. Einfaldur og afslappaður daglegur akstur er að lokum tryggður með sniðugri stafrænni þjónustu BMW ConnectedDrive, sem býður upp á framúrskarandi tengingu öllum stundum.


Framsækin stjórntækjaútfærsla.

Snertiviðmót.

Mælaborð með svartri hönnun.

BMW-sjónlínuskjár.

Driving Assistant Plus.

Apple CarPlay®.

BMW 225xe ACTIVE TOURER PLUG-IN HYBRID.
Hlaðinn í botn: Í BMW 225xe Active Tourer færðu margreyndan sveigjanleika og frábæra eldsneytisnýtingu ásamt hefðbundnum aksturseiginleikum BMW. Þökk sé BMW eDrive-tækninni frá BMW EfficientDynamics nær bíllinn allt að 45 km drægi á raforkunni einni saman – engin staðbundin losun og alger þögn. Fullkominn fyrir borgarrúntinn!
Sérlega öflug drifrás er það sem einkennir Plug-in Hybrid. Í raun samanstendur hún af brunahreyfli í framhluta bílsins og rafmótor á afturöxlinum. Báðar þessar tæknilausnir eru færar um að knýja Plug-in Hybrid áfram, saman eða sitt í hvoru lagi, allt eftir aðstæðum og hleðslustöðu háspennurafhlöðunnar. Þegar vélin knýr bílinn ein er drifaflinu skilað í gegnum framhjólin. Rafmótorinn skilar hins vegar afli til afturhjólanna. Undir vissum kringumstæðum breytist BMW 225xe Active Tourer því í BMW með xDrive.
Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
-
BMW 218i Active Tourer:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 5.5 [5.1]
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 125 [117]BMW 220i Active Tourer:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 5.4
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 123BMW 225i xDrive Active Tourer:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 6.2
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 141BMW 220d xDrive Active Tourer:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 4.7
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 123BMW 225xe Active Tourer:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,9
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 42
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 13.5Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.
Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2
Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.