
X1
UPPLÝSINGAR UM OG BÚNAÐUR Í BMW X1.
Geislandi metnaður: Sportleg hönnunin er ekki það eina aðdáunarverða við BMW X1, heldur eru aksturseiginleikarnir sem einkenna X-gerðirnar og einstaka lipurð þeirra ekki síðri. Þessi atriði ásamt óviðjafnanlegum þægindum í lengri ferðum, hágæðaefnum og nýjustu tækni tryggja fullbúinn bíl í allar ferðir.
Geislandi metnaður: Sportleg hönnunin er ekki það eina aðdáunarverða við BMW X1, heldur eru aksturseiginleikarnir sem einkenna X-gerðirnar og einstaka lipurð þeirra ekki síðri. Þessi atriði ásamt óviðjafnanlegum þægindum í lengri ferðum, hágæðaefnum og nýjustu tækni tryggja fullbúinn bíl í allar ferðir.
AFGERANDI Á EINSTAKAN HÁTT.
Gerðir og val um búnað í BMW X1.
Model xLine
xLine-útfærslan geislar frá sér kraftmiklum sporteiginleikum. Ytra byrðið er skreytt fallega hönnuðu X-i úr áli með satínáferð – með einkennandi tvískiptu grilli, hliðarsvuntum og pönnuhlíf. Innanrýmið prýða haganlega hönnuð sæti klædd ofnu áklæði og leðri og sérvaldir listar sem skapa fullkomna umgjörð um næsta akstursævintýri.
xLine-útfærslan geislar frá sér kraftmiklum sporteiginleikum. Ytra byrðið er skreytt fallega hönnuðu X-i úr áli með satínáferð – með einkennandi tvískiptu grilli, hliðarsvuntum og pönnuhlíf. Innanrýmið prýða haganlega hönnuð sæti klædd ofnu áklæði og leðri og sérvaldir listar sem skapa fullkomna umgjörð um næsta akstursævintýri.






-
Ytra byrði
-
Tvískipt BMW-grill með einkennandi lóðréttum grindum úr möttu áli að framan og háglanskrómaðri umgjörð
-
Framstuðari með pönnuhlíf og annarri hönnun með mattri silfraðri áferð
-
LED-aðalljós
-
LED-þokuljós
-
Léttar 18" „style 579“ álfelgur með Y-örmum; aðrar felgur í boði
-
Mattsilfruð hliðarsvunta
-
Þakbogar úr áli með satínáferð
-
Állisti á ytra byrði með satínáferð
-
Pönnuhlíf að aftanverðu, meginhluti samlitur en innfelldur listi í silfruðu
-
Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
-
Sjálfvirk opnun afturhlera
-
-
Innanrými
-
Sílsalistar að framan, með áláferð og BMW-merki
-
Sæti klædd ofnu áklæði/leðri með krossmynstri, granítbrún með svörtum áherslulit; einnig í boði með götuðu Dakota-leðri; annað áklæði í boði
-
Leðurklætt sportstýri
-
Bíllykill með perlukrómaðri skreytingu
-
Áherslusaumur fylgir sumu áklæði; silfraður, grár og brúnn á miðstokki og mælaborði
-
Dökkir listar í innanrými með dökkri perlukrómaðri áherslu; aðrar útfærslur í boði
-
Sérhannaður LED-ljósleiðari í hurðarklæðningu með sex mismunandi lýsingarútfærslum
-
Ljósapakki með „X1“ LED-ljósi
-
Síls á hleðslusvæði úr ryðfríu stáli
-
Hraðastillir með hemlunareiginleika
-
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
-
Model Sport Line
Sport Line-útfærslan gefur bílnum enn öflugra yfirbragð. Gullfalleg hönnun ytra byrðis og innanrýmis í svörtum háglans gefur sérstaklega sportlegt útlit. Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti eru klædd ofnu áklæði/Sensatec í kolgráum lit og bjóða upp á hámarksþægindi og -stuðning. Pakkinn er fullkomnaður með ljósapakka með „X1“ LED-ljósi.
Sport Line-útfærslan gefur bílnum enn öflugra yfirbragð. Gullfalleg hönnun ytra byrðis og innanrýmis í svörtum háglans gefur sérstaklega sportlegt útlit. Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti eru klædd ofnu áklæði/Sensatec í kolgráum lit og bjóða upp á hámarksþægindi og -stuðning. Pakkinn er fullkomnaður með ljósapakka með „X1“ LED-ljósi.






-
Ytra byrði
-
Tvískipt BMW-grill með einkennandi lóðréttum grindum í svörtum háglans með háglanskrómaðri umgjörð
-
Framstuðari með gljásvörtum flötum og samlit pönnuhlíf
-
LED-aðalljós
-
LED-þokuljós
-
Léttar 18" „style 568“ álfelgur með tvískiptum örmum; aðrar felgur í boði
-
Samlitar speglahlífar; einnig hægt að fá háglanssvartar
-
Samlit hliðarsvunta
-
Pönnuhlíf að aftanverðu, meginhluti samlitur en innfelldur listi í svörtum háglans
-
Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
-
Sjálfvirk opnun afturhlera
-
-
Innanrými
-
Sílsalistar, að framan, með áláferð og BMW-áletrun
-
Sportsæti með ofnu áklæði/Sensatec í kolgráum lit með grárri áherslu; annað áklæði í boði
-
Leðurklætt sportstýri
-
Bíllykill með perlukrómaðri skreytingu
-
Áherslusaumur fylgir sumu áklæði; silfraður, grár og brúnn á miðstokki og mælaborði
-
Listar í innanrými í svörtum háglans; aðrir listar í boði
-
Sérhannaður LED-ljósleiðari í hurðarklæðningu með sex mismunandi lýsingarútfærslum
-
Ljósapakki með „X1“ LED-ljósi
-
Síls á hleðslusvæði úr ryðfríu stáli
-
Hraðastillir með hemlunareiginleika
-
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
-
Model M Sport
M Sport-útfærslan gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-útfærslan tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis og innanrýmis, aukna akstursánægju. M Sport-fjöðrunin og M Aerodynamics-pakkinn bæta aksturseiginleikana greinanlega.
M Sport-útfærslan gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-útfærslan tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis og innanrýmis, aukna akstursánægju. M Sport-fjöðrunin og M Aerodynamics-pakkinn bæta aksturseiginleikana greinanlega.






-
Ytra byrði
-
M Aerodynamics-pakki með framsvuntu, hliðarsvuntum, samlitum brettakanti og klæðningu, ásamt aftursvuntu með dökksanseraðri innfellingu í dreifara
-
Tvískipt BMW-grill með einkennandi lóðréttum grindum í svörtum háglans að framanverðu og háglanskrómaðri umgjörð
-
LED-aðalljós
-
LED-þokuljós
-
Tvílitar, léttar 18" „style 570“ álfelgur með tvískiptum örmum; aðrar felgur í boði
-
M Sport-fjöðrun, lækkuð, eða staðlaður undirvagn
-
Stillanleg sportstýring
-
Gljásvört BMW Individual-auðkenningarlína
-
M-merking á hliðum
-
Alpahvítt lakk; annað lakk í boði
-
BMW Individual-þakbogar með gljásvartri auðkenningarlínu
-
Fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, að aftan
-
Sjálfvirk opnun afturhlera
-
-
Innanrými
-
M-sílsalistar og M-fóthvíla fyrir ökumann
-
Gólfmottur með M-hönnun
-
Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti með svörtu „Micro Hexagon“/Sensatec-áklæði; annað áklæði í boði
-
Leðurklætt M-stýri
-
Bíllykill með sérhannaðri M-merkingu
-
Dökkgrá BMW Individual-loftklæðning
-
Sexhyrndir listar í innanrými úr áli með bláum áherslulista; aðrir listar í boði
-
Stutt gírstöng með M-merkingu
-
Ljósapakki með „X1“ LED-ljósi
-
Sérhannaður LED-ljósleiðari í hurðarklæðningu með sex mismunandi lýsingarútfærslum
-
Síls á hleðslusvæði úr ryðfríu stáli
-
Hraðastillir með hemlunareiginleika
-
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling
-
ÆVINTÝRALEGIR EIGINLEIKAR.
Hönnunareinkenni BMW X1.

- Ytra byrði
- Innanrými

Tvískipt BMW-grill.

Sjálfvirk LED-aðalljós.

LED-þokuljós.

Tvílitar, léttar 19" „style 580“ álfelgur með Y-örmum.

Hliðarspegill með „X1“ LED-ljósi.

Afturljós með LED-tækni.

Útblástursrör, vinstri og hægri.

Ljósapakki.

Mælaborð með svartri klæðningu.

Mælaborð með áherslusaumi.

Stillanleg aftursæti.

Gatað „Dakota“ leður | ljósgrátt og grátt.
AFKÖST Á ALLA VEGU.
Aksturstækni BMW X1.

Fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél.

xDrive.

Steptronic-sportskipting.

Sjálfvirk fjöðrun.

M Sports-stýring.

M Sporthemlar.
AKSTUR Í TAKT VIÐ TÍMANN.
Nýjungar í BMW X1.


Skjáir og stjórnhnappar.

BMW-sjónlínuskjár.

Driving Assistant Plus.

Bílastæðaaðstoð.

Uppsetning Apple CarPlay®.

Sjálfvirkur afturhleri.
Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
-
BMW X1 xDrive25e:
Blandaður (l/100km): 2,1–1,9
CO2 í blönduðum akstri(g/km): 48–43
Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.
Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2
Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.