BMW X1, skásett sjónarhorn á framhluta við akstur í fjalllendi.

BMW X1

UPPLÝSINGAR BÚNAÐ

Sportleg hönnunin er ekki það eina aðdáunarverða við BMW X1, heldur eru aksturseiginleikarnir sem einkenna X-gerðirnar og einstaka lipurð þeirra ekki síðri. Þessi atriði ásamt óviðjafnanlegum þægindum í lengri ferðum, hágæðaefnum og nýjustu tækni tryggja fullbúinn bíl í allar ferðir.

Lesa meira
BMW X1UPPLÝSINGAR BÚNAÐ

AFGERANDI Á EINSTAKAN HÁTT.

Gerðir og val um búnað í BMW X1.

Model xLine

xLine-útfærslan geislar frá sér kraftmiklum sporteiginleikum. Ytra byrðið er skreytt fallega hönnuðu X-i úr áli með satínáferð – með einkennandi tvískiptu grilli, hliðarsvuntum og pönnuhlíf. Innanrýmið prýða haganlega hönnuð sæti klædd ofnu áklæði og leðri og sérvaldir listar sem skapa fullkomna umgjörð um næsta akstursævintýri.

BMW X1, xLine-útfærsla, skásett sjónarhorn á framhluta innanhúss

xLine-útfærslan geislar frá sér kraftmiklum sporteiginleikum. Ytra byrðið er skreytt fallega hönnuðu X-i úr áli með satínáferð – með einkennandi tvískiptu grilli, hliðarsvuntum og pönnuhlíf. Innanrýmið prýða haganlega hönnuð sæti klædd ofnu áklæði og leðri og sérvaldir listar sem skapa fullkomna umgjörð um næsta akstursævintýri.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Model Sport Line

Sport Line-útfærslan gefur bílnum enn öflugra yfirbragð. Gullfalleg hönnun ytra byrðis og innanrýmis í svörtum háglans gefur sérstaklega sportlegt útlit. Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti eru klædd ofnu áklæði/Sensatec í kolgráum lit og bjóða upp á hámarksþægindi og -stuðning. Pakkinn er fullkomnaður með ljósapakka með „X1“ LED-ljósi.

BMW X1, Sport Line-útfærsla, skásett sjónarhorn á framhluta innanhúss

Sport Line-útfærslan gefur bílnum enn öflugra yfirbragð. Gullfalleg hönnun ytra byrðis og innanrýmis í svörtum háglans gefur sérstaklega sportlegt útlit. Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti eru klædd ofnu áklæði/Sensatec í kolgráum lit og bjóða upp á hámarksþægindi og -stuðning. Pakkinn er fullkomnaður með ljósapakka með „X1“ LED-ljósi.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Model M Sport

M Sport-útfærslan gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-útfærslan tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis og innanrýmis, aukna akstursánægju. M Sport-fjöðrunin og M Aerodynamics-pakkinn bæta aksturseiginleikana greinanlega.

BMW X1, M Sport-útfærsla, skásett sjónarhorn á framhluta innanhúss

M Sport-útfærslan gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-útfærslan tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis og innanrýmis, aukna akstursánægju. M Sport-fjöðrunin og M Aerodynamics-pakkinn bæta aksturseiginleikana greinanlega.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

ÆVINTÝRALEGIR EIGINLEIKAR.

Hönnunareinkenni BMW X1.

BMW X1 kallar á akstur um ókunnar lendur: hvort sem horft er til fallegs tvískipts BMW-grillsins og sjálfvirku LED-aðalljósanna, LED-þokuljósanna, 19" felgna með Y-örmum og hliðarspegils með „X1“ LED-ljósi eða aftur til LED-afturljósanna og einstakra útblástursröranna. Í innanrýminu tekur lágstemmd stemningslýsing á móti þér. Mælaborðið er skreytt með áherslusaumi, sem einnig er að finna á ljósgráu Dakota-leðuráklæði sæta sem og á gólfmottunum. Að lokum bjóða stillanleg aftursætin upp á aukið fótarými eða meira farangursrými.
BMW X1, skásett sjónarhorn á framhluta með þéttbýli í bakgrunni.
BMW X1, nærmynd af tvískiptu BMW-grilli.

Tvískipt BMW-grill.

Stórt tvískipt grillið og útstæðar rimar þess gefa BMW X1 einstaklega einkennandi yfirbragð að framanverðu.
BMW X1, nærmynd af sjálfvirkum LED-aðalljósum.

Sjálfvirk LED-aðalljós.

Sjálfvirk LED-aðalljósin eru samsett úr lágljósum og háljósum með glýjuvörn (BMW Selective Beam) og LED-stefnuljósum. Búnaðurinn er einnig með beygjuljósum, dagljósabúnaði og sjálfvirkri stjórnun lýsingar á vegi í samræmi við akstursaðstæður.
BMW X1, nærmynd af LED-þokuljósum.

LED-þokuljós.

LED-þokuljós auka skammdrægt útsýni í þoku eða úrkomu og bæta þannig öryggi. Litur ljóssins sem þau gefa frá sér er mjög svipaður dagsljósi. Þau nota einnig lítið rafmagn og endast mjög lengi. Þokuljósin gefa framhlutanum nútímalegt og hátæknilegt útlit.
BMW X1, nærmynd af léttum 19" álfelgum.

Tvílitar, léttar 19" „style 580“ álfelgur með Y-örmum.

Tvílitar, gljáandi renndar og léttar 19" „style 580“ álfelgur með Y-örmum, 8J x 19 með 225/45 R19 hjólbörðum.
BMW X1, áhersla á „X1“ LED-ljós.

Hliðarspegill með „X1“ LED-ljósi.

Hliðarspegillinn ökumannsmegin varpar tvílitu „X1“ merki með LED-ljósi á jörðina við hlið bílsins þegar hurðir eru teknar úr lás. Þessu móttökuljósi fylgir einnig ljós við hurðarhúninn.
BMW X1, nærmynd af afturljósum með LED-tækni.

Afturljós með LED-tækni.

Tvískipt afturljós með LED-tækni og L-lögun samanstanda af einum ljósahluta á yfirbyggingu bílsins og einum á afturhleranum. Hemlunarljósaeiginleikinn varar ökumenn fyrir aftan bílinn einnig við nauðhemlun með blikkandi hemlaljósum.
BMW X1, nærmynd af útblástursröri.

Útblástursrör, vinstri og hægri.

Samfellt hringlaga útblástursrör á vinstri og hægri hliðum, 90 mm í ummál með krómaðri umgjörð.
BMW X1, innanrými með virkjuðum ljósapakka

Ljósapakki.

Stemningslýsingarpakkinn er búinn ýmiss konar LED-ljósum og skapar tilfinningu fyrir fullkomnum gæðum í innanrýminu. Hægt er að velja á milli sex ljósastillinga með stílhreinni blöndu beinnar og óbeinnar lýsingar. Þess utan tekur bíllinn á móti þér með fallegri LED-lýsingu á ytra byrði, þar á meðal „X1“ LED-ljósi.
BMW X1, innanrými með mælaborði með svartri klæðningu

Mælaborð með svartri klæðningu.

Mælarnir eru með svartri mattri áferð og tveimur örmjóum krómhringjum og felldir á nútímalegan og fágaðan máta inn í mælaborðið. Auk þess eru ökumanni birtar viðeigandi upplýsingar á 5,7" litaskjá.
BMW X1, innanrými með mælaborði með áherslusaumi.

Mælaborð með áherslusaumi.

Mælaborðið er með áherslusaum sem kallast á við lit saumsins á sætaáklæðinu.
BMW X1, innanrými með stillanlegum aftursætum.

Stillanleg aftursæti.

Fjölbreyttir stillingamöguleikar aftursætanna, hvort sem ætlunin er að auka fótarými farþega í aftursætum eða hámarka farangursgeymslu, gera farangursrýmið einstaklega sveigjanlegt. Aftursætin eru með 60:40 skiptingu og hægt er að renna þeim fram og aftur um 130 mm, auk þess sem hægt er að leggja sætisbökin niður í 40:20:40 skiptingu.
BMW X1, innanrými með ljósgráu og gráu, götuðu „Dakota“ leðri.

Gatað „Dakota“ leður | ljósgrátt og grátt.

Ljósgrátt, gatað „Dakota“ PDOA leðuráklæði með gráum áherslulit.

AFKÖST Á ALLA VEGU.

Aksturstækni BMW X1.

BMW X1 býður upp á einstaklega afkastamikinn búnað á borð við þriggja og fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-vélar, Steptronic-gírskiptingu, hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrif, sjálfvirka fjöðrun og M Sport-hemla.
BMW X1, nærmynd af fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél.

Fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-bensínvél.

Ný kynslóð fjögurra strokka, 2,0 lítra BMW TwinPower Turbo-bensínvélar tryggir hámarksakstursánægju. Vélina einkennir lipur kraftur og framúrskarandi viðbragð, jafnvel á hægum snúningi, sem og sparneytni og lítil losun.
BMW X1, nærmynd af xDrive-merkinu á afturhlutanum.

xDrive.

Hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrifið dreifir afli á hnökralausan og sjálfvirkan máta til fram- og afturhjóla til að tryggja hámarksgrip, aksturseiginleika og öryggi við allar aðstæður. Rafræn stjórnun afldreifingar tryggir þess utan enn meiri lipurð með því að vinna á móti yfirstýringu og undirstýringu í beygjum.
BMW X1, nærmynd af gírstönginni í miðstokknum.

Steptronic-sportskipting.

Átta þrepa Steptronic-sportskipting býður upp á ótrúlega sportlegar gírskiptingar. Hvort sem þú ekur sjálfskiptum eða beinskiptum bíl, með gírskiptirofum eða gírstöng, geturðu látið bílinn líða þægilega áfram eða ekið með ótrúlegum krafti. Þegar sportstillingin er virk og gírstöngin til vinstri í stöðunni S/M er gírskiptingin stillt á hámarksafköst.
BMW X1, skásett sjónarhorn á afturhluta við akstur í fjalllendi.

Sjálfvirk fjöðrun.

Með sjálfvirku fjöðruninni er hægt að stilla eiginleika demparanna þannig að þeir henti akstursskilyrðunum og sameini þægindi í akstri, aksturseiginleika og hámarksöryggi. Með stillingunni „Driving Experience Control“ (stýring akstursupplifunar) er hægt að velja hefðbundnu COMFORT-stillinguna eða SPORT-stillinguna.
BMW X1, innanrými með M Sport-pakka og M Sports-stýringu.

M Sports-stýring.

M Sports-stýring með Servotronic býður upp á beina, lipra og nákvæma stýringu og krefst minni líkamlegrar áreynslu við að snúa stýrinu. Hægt er að stýra bílnum nákvæmar og stjórnunareiginleikarnir eru afar sportlegir, einkum á hlykkjóttum vegum.
BMW X1, hliðarsýn með nærmynd af 19" felgu með M Sport-hemlum

M Sporthemlar.

M Sport-hemlar með dökkbláum fjölstimpla hemlaklöfum og M-merki skila einstökum hemlunarafköstum. Þeir eru stilltir í samræmi við einstaklega mikinn hreyfanleika bílsins og bjóða einnig upp á töluvert sportlegra aksturslag og skilvirka hemlun á blautu undirlagi.

AKSTUR Í TAKT VIÐ TÍMANN.

Nýjungar í BMW X1.

BMW X1 er búinn nýjungum á borð við Apple CarPlay®, BMW-sjónlínuskjá og 10,25" stjórnskjá ásamt hugvitssamlegum öryggiskerfum, þar á meðal „Driving Assistant Plus“ og bílastæðaaðstoð, sem tryggir að þú kemst ávallt á áfangastað á sem þægilegastan og öruggastan máta.
BMW X1, innanrými með áherslu á ökumannsrýmið
BMW X1, innanrými með áherslu á skjái og stjórnhnappa.

Skjáir og stjórnhnappar.

Eins og alltaf í BMW eru skjáir og stjórntæki haganlega staðsett og innan seilingar frá ökumanninum. Stjórntæki eru flokkuð á þægilegan hátt í fjóra aðalflokka fyrir akstur, þægindi, skjái og aðgerðir. Með þessu móti eru ökumenn fljótir að átta sig og tímanum sem þeir þurfa að taka augun af veginum er haldið í lágmarki.
BMW X1, innanrými með áherslu á BMW-sjónlínuskjáinn.

BMW-sjónlínuskjár.

BMW-sjónlínuskjár í lit varpar aksturstengdum upplýsingum í sjónlínu ökumannsins til að stuðla að fullri einbeitingu við akstur. Skjárinn birtir meðal annars upplýsingar um aksturshraða, leiðsögn, upplýsingar um hraðatakmarkanir og bann við framúrakstri, auk símanúmera- og afþreyingarlista.
BMW X1, innanrými með áherslu á „Driving Assistant Plus“ á skjáum og stjórnhnappar.

Driving Assistant Plus.

Búnaðurinn „Driving Assistant Plus“ bætir svo sannarlega við bæði öryggið og þægindin. Í honum er m.a. fjarlægðarviðvörun og viðvörun um gangandi vegfarendur með léttu hemlunarviðbragði, akreinaskynjari, háljósaaðstoðarkerfi, upplýsingar um hámarkshraða, hraðastillir með myndavél, Stop&Go-kerfi og umferðarteppuaðstoð.
BMW X1, innanrými með áherslu á „Driving Assistant Plus“ á skjáum og stjórnhnappar.

Bílastæðaaðstoð.

Bílastæðaaðstoðin auðveldar þér að leggja upp við gangstétt. Kerfið mælir út möguleg bílastæði á meðan ekið er fram hjá þeim á litlum hraða. Þegar hentugt bílastæði er fundið tekur bílastæðaaðstoðin við stýrinu á meðan þú sérð um að velja réttan gír og stíga á inngjöfina og hemlana.
BMW X1, innanrými með Apple CarPlay® á skjáum og stjórnhnappar.

Uppsetning Apple CarPlay®.

Þú getur haldið áfram að nota iPhone-símann þinn þegar inn í BMW-bílinn þinn er komið eins og ekkert hafi ískorist. Apple CarPlay® býður upp á tengingu fyrir símtöl og forrit á borð við iMessage, WhatsApp, TuneIn, Spotify og Apple Music. Þá er einnig hægt að nota talhnappinn á stýrinu til að opna Siri, raddaðstoð Apple.
BMW X1, hliðarsýn með manni sem stendur við afturhlera í opinni stöðu.

Sjálfvirkur afturhleri.

Sjálfvirk opnun afturhlera býður upp á rafræna opnun og lokun afturhlerans – allt sem þarf er að ýta á hnapp í innanrými eða á bíllyklinum. Einnig er hægt að opna afturhlerann með hurðarhúninum og loka með hnappi innan á afturhleranum. Hljóðmerki eykur öryggi.

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW X1 xDrive25e:
  Blandaður (l/100km): 2,1–1,9
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 48–43

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.