BMW X1, skásett sjónarhorn á framhluta við akstur í fjalllendi.
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid

BMW X1

Nú fáanlegur í Plug-in Hybrid

Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid
BMW X1Nú fáanlegur í Plug-in Hybrid

Frábær akstur framundan: Nýr BMW X1 setur sín eigin viðmið. Sportleg hönnun hans undirstrikar kraftmikla eiginleikana. Þessi bíll er X frá A til Ö, með ytra byrði sem einkennist af stuttri skögun og löngu hjólhafi sportjeppans. Hlutverk hans á veginum er greinilegt. Saman tryggja svo einstakur sveigjanleiki og nýjasta tækni hámarksþægindi alla leið, alltaf.

Lesa meira

ÁSTÆÐUR TIL AÐ AKA AF STAÐ.

Helstu atriði BMW X1.

BMW X1, skásett sjónarhorn á framhluta með þéttbýli í bakgrunni.

SPORTLEG OG KRÖFTUG HÖNNUN YTRA BYRÐIS.

BMW X1 sker sig auðveldlega úr með sportlegum hlutföllum og einstökum einkennum BMW X.

Innanrými BMW X1, horft yfir haganlega hönnuð sportsæti.

MIKIÐ PLÁSS OG SVEIGJANLEIKI.

Mikið höfuð- og fótarými ásamt sveigjanlegri stillingu aftursæta tryggja tilfinningu fyrir góðu rými.

BMW X1, skásett sjónarhorn á afturhluta við akstur í fjalllendi.

AFL TIL AFREKA.

Öflugar vélar, fínstillt gírskipting og AVS-fjöðrun (aukabúnaður), auk BMW xDrive, skila fullkominni lipurð.

Innanrými BMW X1, horft yfir 10,25" stjórnskjáinn í ökumannsrýminu.

UPPFÆRÐ TÆKNI.

BMW X1 er búinn aðdáunarverðum tækninýjungum tengdum þægindum og samskiptum.

Nýr BMW X1 býr yfir óbeisluðum krafti sem tekist getur á við hvers kyns undirlag – hvort sem er innanbæjar eða á torfærari slóðum.

TIL Í ALLT.

Hönnun BMW X1.

Fegurð í hverri hreyfingu: Nýr BMW X1 vekur aðdáun með einstakri lögun sinni – og hverju einasta smáatriði. Afgerandi útlínurnar vekja, ásamt löngu hjólhafi og stuttri skögun, eftirtekt og aðdáun. Fallegt tvískipt grill BMW, stór stuðarinn og rennileg sjálfvirk LED-aðalljósin skapa saman einstakt útlit. Í innanrýminu fylgja fágun og rými fjölhæfninni alla leið.
BMW X1, skásett sjónarhorn á hliðina með þéttbýli í bakgrunni.
BMW X1, nærmynd af sjálfvirkum LED-aðalljósunum.
BMW X1, skásett sjónarhorn á framhluta við akstur úti í náttúrunni.
BMW X1, skásett sjónarhorn af afturhluta með áherslu á LED-afturljósin.
BMW X1, horft yfir þakgluggann úr lofti.
BMW X1, hliðarsýn með áherslu á „X1“ sem varpað er á jörðina.
BMW X1, innanrými með áherslu á fjölnotastýri
BMW X1, skásett sjónarhorn á hliðina með þéttbýli í bakgrunni.

VEKUR HRIFNINGU.

Afdráttarlaust tvískipt BMW-grillið og glæsilegir stuðarar BMW X1.

BMW X1, nærmynd af sjálfvirkum LED-aðalljósunum.

ALLT UPPLJÓMAÐ.

Rennileg sjálfvirk LED-aðalljósin og LED-þokuljósin.

BMW X1, skásett sjónarhorn á framhluta við akstur úti í náttúrunni.
BMW X1, skásett sjónarhorn af afturhluta með áherslu á LED-afturljósin.

KRAFTUR Í KYRRSTÖÐU.

LED-afturljós og fallegir listar á útblástursröri innramma öflugan afturhlutann.

BMW X1, horft yfir þakgluggann úr lofti.

FRELSI OG FALLEG LÖGUN.

Þakgluggi úr gleri hleypir dagsljósinu óhindrað inn og skapar góða tilfinningu fyrir miklu rými.

BMW X1, hliðarsýn með áherslu á „X1“ sem varpað er á jörðina.

FYRIRMYND Í HVERJU SMÁATRIÐI.

Þar á meðal er „X1“ sem varpað er á jörðina með LED-lýsingu.

BMW X1, innanrými með áherslu á fjölnotastýri

LOKKANDI ÆVINTÝRI.

Innanrýmið er með haganlega hönnuðu ökumannsrými sem BMW er þekktur fyrir ásamt nýstárlegum hágæðastíleinkennum.

BMW X1, skásett sjónarhorn á afturhluta við akstur í fjalllendi.

KEMST LENGRA EN VEGURINN NÆR.

Fjölhæft afl BMW X1.

Viðbótarkostur í öðrum bílum er staðalbúnaður í BMW X-línunni: framúrskarandi akstursgeta við allar aðstæður. Framsæknar tæknilausnir á borð við Steptronic-gírskiptingu eða BMW xDrive-aldrif og sportlegar en jafnframt sparneytnar þriggja strokka og fjögurra strokka BMW TwinPower Turbo-vélar gera BMW X1 að traustum ferðafélaga hvert sem halda skal.

Lesa meira

KEMST LENGRA EN VEGURINN NÆR.

Fjölhæft afl BMW X1.

HIÐ HEFÐBUNDNA LAGT TIL HLIÐAR.

Framsækin skjátækni BMW X1.

Upplifðu framtíðina í allri sinni dýrð og litskrúða. Með 10,25" stjórnskjá með snertistjórnun, BMW-sjónlínuskjá í lit og mælaborði í svartri klæðningu hefurðu allar upplýsingar öllum stundum í nýjum BMW X1.

Lesa meira
Innanrými BMW X1, horft yfir 10,25" stjórnskjá með snertistjórnun.

10,25" stjórnskjár.

10,25" stjórnskjár með mikilli upplausn og snertistjórnun býður upp á allar aksturstengdar upplýsingar á einfaldan máta. Skjánum er stjórnað með einföldum stjórntækjum á aðgerðastýrinu, með iDrive-hnappinum á miðstokknum og með snertistjórnuninni. Einnig er hægt að velja fjölmarga eiginleika leiðsagnar- og margmiðlunarkerfisins með raddskipunum.

Lesa meira
Innanrými BMW X1, horft yfir BMW-sjónlínuskjáinn.

BMW-sjónlínuskjár.

BMW-sjónlínuskjár í lit varpar aksturstengdum upplýsingum í sjónlínu ökumannsins til að stuðla að fullri einbeitingu við akstur. Skjárinn birtir meðal annars upplýsingar um aksturshraða, leiðsögn, upplýsingar um hraðatakmarkanir og bann við framúrakstri, auk símanúmera- og afþreyingarlista.

Lesa meira
Innanrými BMW X1, horft yfir mælaborð með svartri klæðningu.

Mælaborð með svartri klæðningu.

Mælarnir eru með svartri mattri áferð og tveimur örmjóum krómhringjum og felldir á nútímalegan og fágaðan máta inn í mælaborðið. Auk þess eru ökumanni birtar viðeigandi upplýsingar á 5,7" litaskjá.

Lesa meira

ÓÞRJÓTANDI AFL.

Kynntu þér sportlegan og sparneytinn BMW X1 xDrive25e*.

Glænýtt tengiltvinndrifið tryggir að BMW X1 xDrive25e* uppfyllir ströngustu staðla fyrir aksturseiginleika og sparneytni. Saman skila eDrive-rafmótor og þriggja strokka bensínvél afkastagetu og einskærri akstursánægju sem BMW-bílarnir eru þekktir fyrir. Bíllinn losar engan útblástur þegar ekið er á rafmagni.

BMW X1 xDrive25e*.

 • 220 hö fyrir hreina akstursánægju
 • Allt að 57 km drægi *
 • Eldsneytisnotkun frá 2,0 í l á 100km í blönduðum akstri *
 • CO2 losun frá 43 g á km í blönduðum akstri *
BMW X1 xDrive25e, hönnunarsvæði, samsetning
BMW X1, þrír fjórðu að framan

Nánar um BMW X1

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW X1 xDrive25e:
  Blandaður (l/100km): 2,1–1,9
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 48–43

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.