BMW X3 M40i, mynd tekin fyrir framan húsvegg

BMW X3.

Búnaður og tæknilegar upplýsingar

BMW X3.Búnaður og tæknilegar upplýsingar

GERÐIR OG BÚNAÐUR.

Gerðir og búnaður fyrir BMW X3.

Base model

BMW X3 er kraftmikill bíll sem er tilbúinn í ævintýri. Yfirbragð hans er undirstrikað með tæknilegum eiginleikum á borð við BMW xDrive-aldrifið og fjölmarga hagnýta aukaeiginleika. Aukin þægindi og öryggi eru tryggð með stærri eldsneytisgeymi, hagkvæmum geymslumöguleikum og baksýnisspegli með sjálfvirkri glýjuvörn.

BMW X3 M40i, grunngerð

BMW X3 er kraftmikill bíll sem er tilbúinn í ævintýri. Yfirbragð hans er undirstrikað með tæknilegum eiginleikum á borð við BMW xDrive-aldrifið og fjölmarga hagnýta aukaeiginleika. Aukin þægindi og öryggi eru tryggð með stærri eldsneytisgeymi, hagkvæmum geymslumöguleikum og baksýnisspegli með sjálfvirkri glýjuvörn.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Model xLine

xLine-útfærslan undirstrikar kraftmikið yfirbragð BMW X3. Lóðréttar grindur úr möttu áli á tvískipta BMW-grillinu og hliðarsvunturnar eru sérlega áhrifaríkar, auk undirvagnsvarnarinnar að framan og aftan. Önnur helstu atriði eru meðal annars 20" sporbrautargráar felgur í stíl 695 úr léttmálmsblöndu með Y-laga örmum (aukabúnaður) auk fyrsta flokks sportsæta fyrir ökumann og farþega í framsæti ásamt innréttingum með fínum línum.

BMW X3 M40i, xLine-útfærsla

xLine-útfærslan undirstrikar kraftmikið yfirbragð BMW X3. Lóðréttar grindur úr möttu áli á tvískipta BMW-grillinu og hliðarsvunturnar eru sérlega áhrifaríkar, auk undirvagnsvarnarinnar að framan og aftan. Önnur helstu atriði eru meðal annars 20" sporbrautargráar felgur í stíl 695 úr léttmálmsblöndu með Y-laga örmum (aukabúnaður) auk fyrsta flokks sportsæta fyrir ökumann og farþega í framsæti ásamt innréttingum með fínum línum.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Model Luxury Line

Luxury Line-útfærslan sameinar styrk og fágun svo útkoman er framúrskarandi. Sem dæmi má nefna glæsilegt leðuráklæði á sætum og smáatriði á borð við Sensatec-mælaborð. Tvílitar, járngráar og gljáandi renndar 20" felgur í stíl 697 úr léttmálmsblöndu með V-laga örmum (aukabúnaður) fanga augað ásamt hliðarsvuntunum og undirvagnsvörninni að framan og aftan sem eru í möttum Frozen Grey-lit með krómaðri áherslu.

BMW X3 M40i, Luxury Line-útfærsla

Luxury Line-útfærslan sameinar styrk og fágun svo útkoman er framúrskarandi. Sem dæmi má nefna glæsilegt leðuráklæði á sætum og smáatriði á borð við Sensatec-mælaborð. Tvílitar, járngráar og gljáandi renndar 20" felgur í stíl 697 úr léttmálmsblöndu með V-laga örmum (aukabúnaður) fanga augað ásamt hliðarsvuntunum og undirvagnsvörninni að framan og aftan sem eru í möttum Frozen Grey-lit með krómaðri áherslu.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

Model M Sport

Glæsilegt akstursíþróttayfirbragð: Hægt er að velja M Sport-gerð sem inniheldur M Aerodynamics-pakkann með afgerandi framsvuntu og stórum loftinntökum. Kraftmiklar tvílitar járngráar og glansandi 19" M-felgur í stíl 698 úr léttmálmsblöndu með tvískiptum örmum og dökksanseruð rennileg aftursvunta fullkomna sportlegan heildarsvip ytra byrðisins.

BMW X3 M40i, M Sport-útfærsla

Glæsilegt akstursíþróttayfirbragð: Hægt er að velja M Sport-gerð sem inniheldur M Aerodynamics-pakkann með afgerandi framsvuntu og stórum loftinntökum. Kraftmiklar tvílitar járngráar og glansandi 19" M-felgur í stíl 698 úr léttmálmsblöndu með tvískiptum örmum og dökksanseruð rennileg aftursvunta fullkomna sportlegan heildarsvip ytra byrðisins.

 • Ytra byrði

 • Innanrými

ÓVIÐJAFNANLEGUR KRAFTUR.

Aksturseiginleikar BMW X3.

Yfirbragð BMW X3 er kröftugt. Fyrir tilstilli snjallrar og léttrar yfirbyggingar og nákvæmlega stilltra ráðstafana til að draga úr loftmótstöðu býður hann upp á lipurt og togmikið viðbragð við akstur í hvaða aðstæðum sem er. Stýring loftunaropanna á tvískipta Active Air-grillinu er einstök – ef lítil þörf er fyrir kæliloft helst eitt loftunaropið sjálfkrafa lokað og dregur þannig enn frekar úr loftmótstöðu.
BMW X3 M40i, mynd tekin á ferð fyrir framan gljúfur
BMW X3 M40i, BMW TwinPower-túrbódísilvél

Sex strokka BMW TwinPower Turbo-dísilvél.

Ný kynslóð BMW TwinPower Turbo 6 strokka dísilvélarinnar býður upp á feikilegt afl og einstaka sparneytni, sem er árangur framúrskarandi tækni á borð við tveggja þrepa VVT-forþjöppu með beinni „common rail“-innspýtingu. Vélin skilar 195 kW (265 hö.) og hvorki meira né minna en 620 Nm hámarkstogi.
BMW X3 M40i, BMW xDrive

BMW xDrive.

Hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrifið dreifir afli á hnökralausan og sjálfvirkan máta til fram- og afturhjóla til að tryggja hámarksgrip, aksturseiginleika og öryggi við allar aðstæður. Rafræn stjórnun afldreifingar tryggir þess utan enn meiri lipurð með því að vinna á móti yfirstýringu og undirstýringu í beygjum.
BMW X3 M40i, stjórn á akstursupplifun

Stjórn á akstursupplifun.

Með stjórn á akstursupplifun getur ökumaður valið á milli staðlaðrar COMFORT-stillingar, ECO PRO-stillingar sem miðar að aukinni sparneytni og SPORT-stillingar sem býður upp á enn ákafari akstur. Nýja gagnvirka aðlögunarstillingin stillir í sífellu sjálfvirka fjöðrunina, stýringuna og Steptronic-skiptinguna þannig að það henti akstursaðstæðum hverju sinni.
BMW X3 M40i, Steptronic-sportskipting

Steptronic-sportskipting.

Átta þrepa Steptronic-sportskipting býður upp á ótrúlega sportlegar gírskiptingar. Hvort sem þú ekur sjálfskiptum eða beinskiptum bíl, með gírskiptirofum eða gírstöng, geturðu látið bílinn líða þægilega áfram eða ekið með ótrúlegum krafti. Þegar SPORT-stillingin er virk og gírstöngin til vinstri í stöðunni S/M er gírskiptingin stillt á hámarksafköst.
BMW X3 M40i, straumlínulögun

Straumlínulögun.

Með hnitmiðuðum aðgerðum sem snúa að því að draga úr loftmótstöðu hefur BMW bætt loftviðnámsstuðul og sparneytni auk hljómburðar í innanrými. Eldsneytisnotkun hefur einnig verið minnkuð. Tvískipta Active Air-grillið, loftunarbúnaðurinn, loftunartjaldið á framhjólunum og Aero-felgurnar eru allt markvissar og ítarlegar aðferðir til að draga enn frekar úr loftmótstöðu.
BMW X3 M40i, tvískipt Active Air-grill

Tvískipt Active Air-grill.

Tvískipta Active Air-grillið er í fararbroddi þegar kemur að straumlínulögun. Þegar ekki er þörf á loftstreymi til kælingar lokar það grillinu með rafrænum hætti með loftunaropunum og dregur þannig úr loftstreymi inn í vélarhúsið. Þetta dregur bæði úr loftmótstöðu og lágmarkar eldsneytisnotkun.

STÖÐUG STEFNA MEÐ EINUM HNAPPI.

Akstursaðstoðarkerfi BMW X3.

Nútímaleg akstursaðstoðarkerfi gera akstursupplifunina í BMW X3 enn betri. Þessi nýja nálgun leiðbeinir notandanum á auðskilinn hátt með hagkvæmum stafrænum eiginleikum – þar sem höfuðáhersla er lögð á þarfir þínar og leiðina í átt að sjálfvirkum akstri.
BMW X3 M40i, Driving Assistant Plus

Driving Assistant Plus.

Driving Assistant Plus eykur þægindi og öryggi í tilbreytingarlausum eða flóknum akstri. Þar má nefna umferðarteppur, þunga umferð þar sem oft þarf að stöðva og taka af stað eða langar ferðir í borginni, á sveitavegum eða hraðbrautum, auk þess að aðstoða við gatnamót eða akreinaskipti.
BMW X3 M40i, Professional-leiðsögukerfi

Professional-leiðsögukerfi.

Professional-leiðsögukerfi með 10,25" LCD-litaskjá og BMW Professional-útvarpi með DVD-drifi býr yfir 20 GB minni, til dæmis fyrir hljóðskrár. Því er stjórnað með snertinæmri iDrive-stýringu (iDrive Touch Controller) og sjö virkum bókamerkjum eða að öðrum kosti með snertiskjánum.
BMW X3 M40i, BMW-sjónlínuskjár

BMW-sjónlínuskjár.

BMW-sjónlínuskjár í lit varpar öllum aksturstengdum upplýsingum í sjónlínu ökumannsins til að viðkomandi geti einbeitt sér að fullu að akstrinum. Skjárinn birtir upplýsingar um aksturshraða, leiðsagnarleiðbeiningar, upplýsingar um hraðatakmarkanir og bann við framúrakstri, auk símanúmera- og afþreyingarlista.
BMW X3 M40i, fjölnota mælaskjár

Fjölnota mælaskjár.

Fjölnota mælaskjárinn í svartri klæðningu með 12" skjá býður upp á afar glæsilega framsetningu á akstursupplifuninni. Hægt er að birta þrjár mismunandi stillingar og tiltekna skjái fyrir þær – hver og einn með sérstakt litaþema og myndrænan stíl – í mælaborðinu: ECO PRO, COMFORT og SPORT.

SNURÐULAUST SAMBAND.

Stafræn þjónusta í BMW X3.

Vertu í sambandi við vini þína og umheiminn þegar þú ert á ferðinni, notaðu sérsniðna þjónustu og snjallforrit, hringdu og sendu tölvupóst eða vafraðu á netinu með WiFi – BMW X3 er alveg sér á parti hvað varðar tengimöguleika og þægindi.
BMW X3 M40i, BMW Connected

BMW Connected.

Tengstu með BMW-bílnum þínum. Forritið BMW Connected er stafræn þjónusta sem auðveldar samgöngur með því að sinna þörfum þínum bæði áður en lagt er af stað og við akstur. Fáðu aðgang að bílnum þínum gegnum snjallsíma, snjallúr eða Amazon Echo, sendu áfangastaði í leiðsögukerfið eða fáðu áminningar fyrir fundi til að tryggja að þú mætir á réttum tíma.
BMW X3 M40i, heitur Wi-Fi reitur í BMW

Heitur Wi-Fi reitur.

Taktu þátt í myndfundum í spjaldtölvunni eða streymdu lokaþættinum í uppáhaldsþáttaröðinni þinni í snjallsímanum. Heitur Wi-Fi reitur gerir þér kleift að komast á netið á LTE-hraða (ef í boði) með því að nota SIM-kortið í bílnum. Þú og farþegar þínir getið farið á netið í allt að tíu tækjum.
BMW X3 M40i, On-Street Parking Information

On-Street Parking Information.

Hvar er næsta lausa bílastæði? Í stað þess að eyða löngum tíma í að leita að stæði geturðu notað On-Street Parking Information til að vera fljótari að finna bílastæði. Möguleg stæði eru sýnd í bláum lit í kortaupplýsingunum. Stæði sem hafa nýlega losnað eru merkt með P.
BMW X3 M40i, BMW Connected+

BMW Connected+

BMW-bíllinn og snjallsíminn þinn sameinast í eina heild með BMW Connected+. Notaðu aukabúnað BMW Connected-forritsins bæði innan og utan bílsins. Deildu upplýsingum um ferðir með vinum þínum, fáðu leiðsögn að áfangastað heim að dyrum eða stjórnaðu snjallheimilinu.

FRAMSÆKINN OG LIPUR.

BMW X3 xDrive30e.

BMW X3 xDrive30e sameinar það besta úr tveimur heimum: aksturseiginleika og sparneytni rafmótors annars vegar og drægi og þægindi hefðbundinnar vélar hins vegar. Tengiltvinnbíll og jeppi með hugvitssamlegri tækni og virkri hröðun sem býður upp á lipran akstur.
BMW X3 xDrive30e í beygju
BMW X3 xDrive30e, Driving Experience Control

Stjórn á akstursupplifun.

Með stillingunni „Driving Experience Control“ geturðu valið á milli fjögurra mismunandi akstursstillinga, ECO PRO, COMFORT, SPORT og SPORT+, hvenær sem þú vilt. Kerfin hafa mismunandi áhrif á akstursstjórnun og uppsetningu fjöðrunarinnar. Stillingin ECO PRO er hönnuð fyrir hámarkssparneytni í akstri og þægilega fjöðrunareiginleika á meðan SPORT+ stillingin leggur áherslu á sportlega aksturseiginleika og býður upp á allt að 30 kW viðbótarafl.
BMW X3 xDrive30e, mælaborð fyrir blandaðan akstur

Mælaborð fyrir blandaðan akstur.

Með mælaborði fyrir blandaðan akstur ertu alltaf með allar mikilvægar upplýsingar um tengiltvinndrifið innan seilingar. Til dæmis geturðu lesið úttak rafmótorsins og hleðsluvísinn og hvert drægið er eingöngu á rafmagni annars vegar og heildardrægið hins vegar.
BMW X3, xDrive30e, hleðslulok með hleðslustöðu

Hleðslulok með hleðslustöðu.

Tengið fyrir hleðslu háspennurafhlöðunnar er undir loki á vinstri hlið bílsins að framan. Með þessu er innstungan varin fyrir umhverfisáhrifum. LED-skjár sýnir núverandi hleðslustöðu.
BMW X3 xDrive30e, tengiltvinndrif

Tengiltvinndrif.

Nýstárlegt tengiltvinndrifið sameinar skilvirkan brunahreyfil og aflmikinn rafmótor. Hið mikla heildarafl sem næst með þessu býður upp á allt það drægi sem fylgir brunahreyflinum en um leið möguleikann á að aka án þess að losa koltvísýring.
BMW X3 xDrive30e, hljóðviðvörun fyrir gangandi vegfarendur

Hljóðviðvörun fyrir gangandi vegfarendur.

Hljóðviðvörun fyrir gangandi vegfarendur felur í sér að bíllinn gefur frá sér fágað hljóð á allt að 30 km hraða á klst. til þess að gera öðrum vegfarendum viðvart um að bíllinn nálgist. Kerfið fer sjálfkrafa í gang þegar bíllinn er settur í gang.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR.

Weight

Unladen weight EU in kg 1,560 [1,585]
Max. permissible weight in kg 2,045 [2,070]
Permitted load in kg 560
Permitted axle load front/rear in kg 915/1,210

Engine

Cylinders/valves 3/4
Capacity in ccm 1,499
Stroke/bore in mm 94.6/82
Max. output in kW (hp) at 1/min 100 (136)/4,400
Max. torque in Nm at 1/min 220/1,250-4,300
Compression ratio : 1 11.0

Performance

Top speed in km/h 210 [210]
Acceleration 0–100 km/h in s 9.4 [9.6]

Fuel consumption

Urban in l/100 km 7.3-6.8 [6.9-6.5]
Extra-urban in l/100 km 4.9-4.6 [4.9-4.5]
Combined in l/100 km 5.8-5.4 [5.6-5.2]
CO2 emissions in g/km 134-125 [130-122]
Tank capacity, approx. in l 60

Wheels

Tyre dimensions front 225/50 R17 94V
Tyre dimensions rear 225/50 R17 94V
Wheel dimensions and material front 7.5 J x 17 inches, light-alloy
Wheel dimensions and material rear 7.5 J x 17 inches, light-alloy

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW X3 xDrive20d:
  Blandaður (l/100km): 5.5–5.3
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 145–139

  BMW X3 xDrive30d:
  Blandaður (l/100km): 6.0–5.9
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 159–154

  BMW X3 M40i:
  Blandaður (l/100km): 9.1
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): 207–206

  BMW X3 xDrive30e(2):
  Blandaður (l/100km): from 2.4
  CO2 í blönduðum akstri(g/km): from 56

  Gildi ökutækja sem merkt eru með (2) eru bráðabirgða

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.