epaasBanner.content.text
BMW X3 vekur athygli við fyrstu sýn og spennandi akstursupplifunin er einfaldlega heillandi. Með hálfsjálfvirkum akstri og hugvitssamlegu BMW xDrive-aldrifinu býður hann upp á einstök þægindi í akstri bæði á vegum og í torfærum. Með þessu endurskilgreinir hann öll viðmið fyrir bíla í sínum flokki og kemur einu atriði alveg á hreint: Það skiptir svo sannarlega máli hvernig þú kemst á áfangastað.
ÆVINTÝRABÍLL SEM GEISLAR AF ÁREIÐANLEIKA.
Helstu atriði BMW X3.

ÖFLUGUR OG FALLEGUR.

ENGIN TAKMÖRK – ALLA LEIÐ.

ÓVIÐJAFNANLEGIR AKSTURSEIGINLEIKAR.

ÓTRÚLEGA RAFMAGNAÐUR.

ÖFLUGUR OG FALLEGUR.
Hönnun BMW X3.
Þegar þú lítur hann augum langar þig strax að takast á við nýjar áskoranir. Falleg hönnun BMW X3 felur í sér endurskilgreiningu á yfirburðum og frelsi.

ENGIN TAKMÖRK – ALLA LEIÐ.
Aksturseiginleikar og sparneytni BMW X3.
Markmið BMW X3 er kristaltært: að sameina aksturseiginleika og öryggi án nokkurra skilyrða. Þess vegna býður hann upp á hámarksþægindi í akstri og mikið öryggi, jafnvel þegar veðrið er vont eða á hálu yfirborði.



ÓTRÚLEGA RAFMAGNAÐUR.
BMW X3 xDrive30e.
BMW X3 xDrive30e býður upp á rafmagnaða samsetningu ævintýragirni og tækninýjunga með framsæknu tengiltvinndrifi og fjölmörgum eiginleikum.
Marc Michael Markefka, yfirmaður hönnunardeildar meðalstórra BMW-bíla„Hann leggur upp í leit að hinu ókunna með óskoruðu valdi og af yfirvegun, vegna þess að hann þekkir sinn innri styrk.“
FERÐAFÉLAGI ÞINN HVERT SEM MARKMIÐIÐ ER.
Hönnun BMW X3.





















BMW INDIVIDUAL-LÍNAN.
Heillandi BMW Individual-línan býður upp á fjölbreytt úrval aukabúnaðar fyrir þá allra kröfuhörðustu: Djúpa lakkliti sem gefa frá sér mikinn gljáa. Flauelsmjúkar viðarklæðningar með fullkominni áferð. Mjúkt leður í sérvöldum tónum. Hér gefst tækifæri til að sníða BMW nákvæmlega að persónuleika þínum.
ÆVINTÝRAGJARNIR FÉLAGAR MEÐ SKÝRT MARKMIÐ.
BMW X3 M40i og BMW X3 xDrive30e.
BMW X3 xDrive30e.
- Plug-in hybrid bensín og rafmótor
- Sérstakt hybrid mælaborð
- 450 lítra skottpláss
- Drægi allt að 50 km
Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
-
BMW X3 xDrive20d:
Blandaður (l/100km): 5.5–5.3
CO2 í blönduðum akstri(g/km): 145–139BMW X3 xDrive30d:
Blandaður (l/100km): 6.0–5.9
CO2 í blönduðum akstri(g/km): 159–154BMW X3 M40i:
Blandaður (l/100km): 9.1
CO2 í blönduðum akstri(g/km): 207–206BMW X3 xDrive30e(2):
Blandaður (l/100km): from 2.4
CO2 í blönduðum akstri(g/km): from 56Gildi ökutækja sem merkt eru með (2) eru bráðabirgða
Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.
Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2
Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.