Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
Sá sem öllu ræður er mættur á svæðið: BMW X5. Bíll sem tekið er eftir – háreistur, kraftmikill og fágaður. Afgerandi tvískipt grillið gefur fyrirheit um hvað gerist þegar loftið byrjar að streyma um það. Fallega löguð X-hönnun aðalljósanna sýnir að hér er forystubíll á ferð. BMW X5 veit hvert stefna skal með nýrri tækni sem tryggir aukið öryggi og bestu mögulegu aksturseiginleika á hvers kyns undirlagi. Og hvernig á að komast þangað á undan öllum öðrum.
BMW X5 xDrive40i:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 9,2
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 211–210
HELSTU ATRIÐI BMW X5.
Kynntu þér hönnun, aksturseiginleika og akstursaðstoð.

YTRA BYRÐI BMW X5.

INNANRÝMI BMW X5.

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW X5.

HUGVITSSAMLEG TÆKNI Í BMW X5.

YTRA BYRÐI BMW X5.
Kraftmikið yfirbragð BMW X5.
Stórt tvískipt grillið með lítillega sexstrendri hönnun, ný leysigeislaljós með blárri X-hönnun (aukabúnaður) og kröftug loftinntök gefa til kynna hvernig bíll er hér á ferð. BMW X5 hefur yfir sér ábúðarmikið yfirbragð sem útfærir afl og lipurð í spennandi hönnun.

INNANRÝMI BMW X5.
Öflug útfærsla hefðbundinnar X-hönnunar í BMW X5.
Stílhrein hönnun innanrýmis BMW X5, sem hefst með ljósadregli, einkennist af notkun gæðaefna. Hér er á ferð einstakt innanrými sem alltaf er baðað bestu mögulegu lýsingu í gegnum stóran þakgluggann. Sérstök áhersluatriði: falleg glerskreyting á gírstöng, iDrive-hnappur, aflrofi og hljóðstyrksstjórnun skila sérstakri sjónrænni upplifun. Í gegnum hugvitssamlega tengimöguleika BMW X5 hefurðu einnig puttann á púlsinum, líka á ferðinni.

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW X5.
Upplifðu ómengaða akstursánægju í BMW X5.
Létt snerting við inngjafarfótstigið kemur fjörinu af stað í BMW X5 xDrive40i. Forþjöppur með óbeinni millikælingu bjóða upp á frábært tog, líka á hægum snúningi. Á meðan býður hver einasta gírskipting átta þrepa Sport-sjálfskiptingarinnar upp á hámarkskraft, sparneytni og einstaka akstursánægju.

HUGVITSSAMLEG TÆKNI Í BMW X5.
Akstursaðstoðarkerfi BMW X5.
Adrian van Hooydonk, yfirmaður hönnunardeildar BMW Group" Nýr BMW X5 hefur allt til að bera sem einkennir BMW X-línuna. Þessi gerð, af fjórðu kynslóðinni, er einstaklega afgerandi og nútímaleg í útliti. Henni fylgir ný kraftmikil, stílhrein og nákvæm X-hönnun. Innanrýmið býður upp á enn meiri lúxus og einfalda notkun. "
HÖNNUN BMW X5.
Hrífandi X: helstu atriði ytra byrðisins og innanrýmisins.










Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.
BMW X5 xDrive45e
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,7
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 37
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 23,5–21,3Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.
Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2
Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.