Steinhvítsanseraður BMW X5 G05 2018, skásett sjónarhorn á framhluta í akstri í myrkri
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid

X5

BMW X5: HELSTU ATRIÐI

Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid
X5BMW X5: HELSTU ATRIÐI

Sá sem öllu ræður er mættur á svæðið: BMW X5. Bíll sem tekið er eftir – háreistur, kraftmikill og fágaður. Afgerandi tvískipt grillið gefur fyrirheit um hvað gerist þegar loftið byrjar að streyma um það. Fallega löguð X-hönnun aðalljósanna sýnir að hér er forystubíll á ferð. BMW X5 veit hvert stefna skal með nýrri tækni sem tryggir aukið öryggi og bestu mögulegu aksturseiginleika á hvers kyns undirlagi. Og hvernig á að komast þangað á undan öllum öðrum.

 

BMW X5 xDrive40i:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 9,2
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 211–210

Lesa meira

HELSTU ATRIÐI BMW X5.

Kynntu þér hönnun, aksturseiginleika og akstursaðstoð.

Steinhvítsanseraður BMW X5 G05 2018, að framan

YTRA BYRÐI BMW X5.

Kraftmikið yfirbragð BMW X5.

Stórt tvískipt grillið með lítillega sexstrendri hönnun, ný leysigeislaljós með blárri X-hönnun (aukabúnaður) og kröftug loftinntök gefa til kynna hvernig bíll er hér á ferð. BMW X5 hefur yfir sér ábúðarmikið yfirbragð sem útfærir afl og lipurð í spennandi hönnun.

Steinhvítsanseraður BMW X5 G05 2018, horft niður í gegnum stóran þakgluggann

INNANRÝMI BMW X5.

Öflug útfærsla hefðbundinnar X-hönnunar í BMW X5.

Stílhrein hönnun innanrýmis BMW X5, sem hefst með ljósadregli, einkennist af notkun gæðaefna. Hér er á ferð einstakt innanrými sem alltaf er baðað bestu mögulegu lýsingu í gegnum stóran þakgluggann. Sérstök áhersluatriði: falleg glerskreyting á gírstöng, iDrive-hnappur, aflrofi og hljóðstyrksstjórnun skila sérstakri sjónrænni upplifun. Í gegnum hugvitssamlega tengimöguleika BMW X5 hefurðu einnig puttann á púlsinum, líka á ferðinni.

Steinhvítsanseraður BMW X5 xDrive40i G05 2018, að aftan

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW X5.

Upplifðu ómengaða akstursánægju í BMW X5.

Létt snerting við inngjafarfótstigið kemur fjörinu af stað í BMW X5 xDrive40i. Forþjöppur með óbeinni millikælingu bjóða upp á frábært tog, líka á hægum snúningi. Á meðan býður hver einasta gírskipting átta þrepa Sport-sjálfskiptingarinnar upp á hámarkskraft, sparneytni og einstaka akstursánægju.

BMW X5 G05 2018, ökumannsrými

HUGVITSSAMLEG TÆKNI Í BMW X5.

Akstursaðstoðarkerfi BMW X5.

" Nýr BMW X5 hefur allt til að bera sem einkennir BMW X-línuna. Þessi gerð, af fjórðu kynslóðinni, er einstaklega afgerandi og nútímaleg í útliti. Henni fylgir ný kraftmikil, stílhrein og nákvæm X-hönnun. Innanrýmið býður upp á enn meiri lúxus og einfalda notkun. "
Adrian van Hooydonk, yfirmaður hönnunardeildar BMW Group

HÖNNUN BMW X5.

Hrífandi X: helstu atriði ytra byrðisins og innanrýmisins.

Hefðbundinn BMW X5 – einstakur niður í minnstu smáatriði. Stórt tvískipt grill með lítillega sexstrendri lögun, einkennandi aðalljósin og stór loftinntökin að framan undirstrika öll hið augljósa sem liggur þeim að baki: áræðnina í bíl á léttum 22" álfelgum. Innanrýmið skartar ávallt sínu fegursta, þökk sé stórum Sky Lounge-þakglugganum. Fallegar glerskreytingar gefa sérstakan tón og stemningslýsingin skapar sérstakt andrúmsloft. Auk þess er hægt að velja anganina sem hentar hverju sinni með fjórum náttúrulegum ilmefnum sem í boði eru með loftpakkanum. Bowers & Wilkins Diamond surround-hljóðkerfið tryggir þér fullkominn hljóm við aksturinn.
Steinhvítsanseraður BMW X5 G05 2018, skásett sjónarhorn á framhluta í myrkri
Steinhvítsanseraður BMW X5 xDrive40i G05 2018, skásett sjónarhorn á afturhluta
Steinhvítsanseraður BMW X5 G05 2018, frá hlið
Stór þakgluggi á steinhvítsanseruðum BMW X5 G05 2018
Leðursæti í BMW X5 G05 2018, innanrými
Steinhvítsanseraður BMW X5 G05 2018, skásett sjónarhorn á framhluta í myrkri
Steinhvítsanseraður BMW X5 xDrive40i G05 2018, skásett sjónarhorn á afturhluta
Steinhvítsanseraður BMW X5 G05 2018, frá hlið
Stór þakgluggi á steinhvítsanseruðum BMW X5 G05 2018
Leðursæti í BMW X5 G05 2018, innanrými

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW X5 xDrive45e

  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 1,7
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 37
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 23,5–21,3

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.