Rafdrifinn akstur á BMW yfirlit rafdrifinn akstur á BMW

RAFDRIFINN AKSTUR Á
BMW.

RAFDRIFINN AKSTUR Á <br>BMW.

Vertu með í að kanna heim rafbíla og tengiltvinnbíla frá BMW.

Eftir næstum fimm áratuga rannsóknar- og þróunarvinnu, höfum við tekið sjálfbæran og umhverfisvænan ferðamáta í okkar hendur og út á vegina með úrvali af rafknúnum bifreiðum. Auk 100% rafdrifnu bílanna, t.d. BMW iX, BMW iX3, BMW i3 og BMW i3s eða BMW i4, sameinar Plug-in Hybrid bílaflotinn okkar, sem er sá stærsti á markaðnum, það besta úr báðum heimum, hentar hvaða lífsstíl sem er og mætir öllum þörfum. BMW býður upp á ótrúlegt úrval af þægilegum hleðslulausnum sem gera rafknúinn akstur sveigjanlegri, þægilegri, umhverfisvænni og meira aðlaðandi en nokkru sinni fyrr. Sem bílaframleiðandi fylgir BMW Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum og leggur metnað sinn í að vera í forystu framleiðenda sjálfbærra ökutækja fyrir einstaklinga. Þegar allt kemur til alls er sjálfbær þróun í okkar huga ekki tíska heldur ákall um aðgerðir. 

Lesa meira

ÞVÍ AÐ ÖLL EIGUM VIÐ OKKAR LEIÐ INN Í FRAMTÍÐINA.

Rafdrifinn akstur frá BMW.

Til að geta boðið öllum upp á lausn sem hentar höfum við hjá BMW þróað þrjár ólíkar útfærslur á rafdrifnum og sjálfbærum akstri: rafbílinn, tengiltvinnbílinn og hybrid-bíl með samhliða kerfi. Þannig bjóðum við upp á fjölbreytta línu sem hver og einn viðskiptavinur getur aðlagað að sér, en á sama tíma gerum við stöðugar betrumbætur á öllum flotanum hvað varðar vistvæn ökutæki.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW eDrive tækni rafbíll

RAFBÍLLINN.

100% rafdrifin akstursánægja: Kynntu þér þá einstöku upplifun sem fylgir BMW-rafbíl. Með útblásturslausum akstri geturðu notið þess að finna snarpa viðbragðið í rafmótorunum og upplifað byltingarkennda aksturseiginleikana sem fylgja mikilli hröðun. Þú þeysist nánast hljóðlaust um í umferðinni, eins og þú svífir í lausu lofti.
Skoða BMW-rafbíla
Rafdrifinn akstur á BMW BMW eDrive tækni hybrid-bíll tengiltvinnbíll

TENGILTVINNBÍLLINN.

Hámarkssparneytni, einstök þægindi og frábærir aksturseiginleikar: þetta eru einkennismerki BMW-tengiltvinnbíla. Þeir eru fjölhæfari en nokkur önnur bílgerð og sameina það besta úr báðum heimum; með einum hnappi geturðu virkjað rafmótorinn og ákveðið sjálfur að sleppa öllum útblæstri í daglegum ökuferðum.
Skoða BMW-tengiltvinnbíla
Rafdrifinn akstur á BMW eDrive tækni hybrid-bíll hybrid-bíll með samhliða kerfi

HYBRID-BÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI.

Hybrid-tækni fyrir samhliða kerfi breytir hemlunarorku bíla með hefðbundinn brunahreyfil í rafmagn sem nýtist fyrir bæði rafkerfi bílsins og sjálfa vélina. Þetta dregur úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings en skilar þér samt meiri hröðun og öflugri aksturseiginleikum.
Rafdrifinn akstur á BMW Hleðsla með BMW

Mig langar að kynna mér allt um hleðslu.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW drægi

Mig langar að kynna mér allt um drægi.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW sjálfbærni

Mig langar að kynna mér allt um sjálfbærni.

Rafdrifinn akstur á BMW tækni rafbíll tengiltvinnbíll myndskeið

ÞVÍ AÐ FRAMTÍÐIN BYGGIST Á ÓLÍKUM DRIFLAUSNUM.

Kynntu þér rafvæðingarstefnuna hjá BMW.

Rafdrifinn akstur á BMW BMW hlaðvarp podcast Changing Lanes rafbíll tengiltvinnbíll

„CHANGING LANES“ – KYNNTU ÞÉR BMW-HLAÐVARPIÐ!

„Changing Lanes“ er opinbert hlaðvarp BMW. Í þessum þætti útskýrum við muninn á tengiltvinnbíl, hybrid-bíl með samhliða kerfi, rafbíl og ýmsum fleiri útfærslum. Við vitum hversu flókið getur reynst að fylgjast með allri nýjustu tækninni í rafdrifnum akstri. Þess vegna er þessi þáttur „Changing Lanes“ tileinkaður umfjöllun um ólíkar gerðir rafbíla, allt frá tengiltvinnbílum til vetnisbíla. Hér geturðu því fræðst um helsta muninn hvað varðar hleðslu, vélarstillingar og daglega notkun – ef þú vilt fræðast um rafbíla skaltu því hlusta á þennan þátt BMW-hlaðvarpsins.

ELDSNEYTISNOTKUN OG LOSUN KOLTVÍSÝRINGS.

BMW iX(1):
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): undir 21
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0


BMW iX3:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17,8–17,5

 

BMW 3 Sedan-tengiltvinnbílar:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,0 – 1,5
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 45–35
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 15,9–13,9

 

BMW 5 Sedan-tengiltvinnbílar:
Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 2,3–1,6
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 53–36
Orkunotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 16,3–13,8

 

 

Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.


Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

 

Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

 

Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi sem samsvara NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.

 

Lesa meira

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW iX(1):
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): undir 21
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

  BMW iX3:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 0
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 17.8–17.5

  Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi sem samsvara NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.