BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, sjónarhorn á hlið
Drægni493-590 km*
Vélar og eldsneytisgerð100% rafdrifinn

i4

BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, sjónarhorn á hlið

Væntanlegur

Drægni493-590 km*
Vélar og eldsneytisgerð100% rafdrifinn

Fyrsti Gran Coupé-rafbíllinn, BMW i4, skilar framúrskarandi akstri með miklum þægindum og eiginleikum til að auðvelda daglegar ferðir. Fimm dyra gerðin af i4 er búin fimmtu kynslóðinni af BMW eDrive-tækninni fyrir sportlega afkastagetu – og nær allt að 400 kW/544 hö. (BMW i4 M50). Með allt að 590 kílómetra drægi* (BMW i4 eDrive40) og fimm rúmgóð sæti í fullri stærð er i4 fullkominn félagi fyrir hvaða ferð sem er.

BMW i4 eDrive40:
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 19,1–16,1
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

 

BMW i4 M50:
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 22,5–18
Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

Lesa meira

VALDAR UPPSETNINGAR BMW i4.

BMW i4 eDrive40

ESSENCE

BMW i4 G26 G42 2021 steinhvítsanseraður, skásett sjónarhorn á framhluta, BMW i4 eDrive40-útfærsla með grunnbúnaði
  • BMW Laserlight
  • Parking Assistant
  • Comfort access system

BMW i4 eDrive40

BALANCE

BMW i4 G26 G42 2021 Dravit-grásanseraður, skásett sjónarhorn á framhluta, Balance BMW i4 eDrive40-útfærsla
  • Model M Sport
  • Driving Assistant Professional
  • Parking Assistant Plus

BMW i4 M50

SIGNATURE

BMW i4 G26 G42 2021 Portimao-blásanseraður, skásett sjónarhorn á framhluta, Signature BMW i4 M50-útfærsla
  • Harman Kardon surround sound system
  • M sport seats
  • Electric glass roof

UPPLIFÐU RAFMAGNAÐA AKSTURSEIGINLEIKA BMW i4 Í ÞESSU MYNDBANDI.

BMW i4 G26 2021 að fullu knúinn með rafmagni, framhluti frá hlið í nærmynd

BMW i4 eDRIVE 40 Nær allt að 590 km drægni*

BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, skásett sjónarhorn á afturhluta

Með samspili afkastamikillar aflrásar, léttrar yfirbyggingar, straumlínulagaðrar hönnunar og öflugrar háspennurafhlöðu nær BMW i4 drægi sem nemur allt að 493-590 kílómetra* (BMW i4 eDrive40). Hugvitssamlegur búnaður, eins og endurnýting orku við hemlun, hjálpar til við að auka drægnina og draga úr orkunotkun niður í 20 til 16 kWh/100 km.

KYNNTU ÞÉR DRÆGNI BMW i4

Kynntu þér hvað BMW i4 drífur langt! Notaðu stillingavalkostina til að sjá hvað þú kemst merkilega langt ef þú tekur bara tillit til nokkurra þátta.
Select Model
    • Af hverju er drægnin mismunandi?
    • Nánari upplýsingar
    • Almennt um drægni og drægnisgildi
    • Hvaða forsendur liggja að baki stillingum í aksturslagi?

    HLEÐSLUTÍMI FYRIR 100 KM DRÆGI.

    BMW i4 eDrive40 G26 2021, skásett sjónarhorn á framhluta með grafík um hleðslutíma

    Hleðsla heima við fyrir 100 km drægi.

    01:23 klst. – Heimahleðslustöð (11 kW)

    01:23 klst. – Sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður (11 kW) með iðnaðartengi

    07:01 klst. – Venjuleg hleðslusnúra eða sveigjanlegur hraðhleðslubúnaður (2,3 kW) með heimilisinnstungu
    Hafðu samband við söluaðila til að fá upplýsingar um hleðslulausnir
    BMW i4 eDrive40 G26 2021, skásett sjónarhorn á afturhluta með grafík um hleðslutíma

    Hleðsla á ferðinni fyrir 100 km drægi.

    00:04 klst. – Háspennuhleðslustöð (hámarkshleðslugeta bíls)

    00:18 klst. – Hraðhleðslustöð (50 kW)

    01:23 klst. – Riðstraumshleðslustöð (hámarkshleðslugeta bíls)

    Í útreikningunum er tekið tillit til eyðslu og hleðsluafkasta. Gildin miðast við gangsetningu rafhlöðu og umhverfishitastig sem er 29–33 stig á Celsíus-kvarða með vottunargildum án viðbótarorkunotkunar, til dæmis vegna hita í sætum, skjánotkunar eða loftkælingar. Orkunotkun getur verið mismunandi (t.d. eftir akstursstillingum, hitastigi og umhverfisástandi) og það sama á við um hleðsluna hverju sinni (t.d. eftir hleðslustöðu rafhlöðunnar og loftkælingu í bílnum). Eyðsla miðast við bestu útkomu WLTP-prófunar. Hleðslugeta er byggð á bestu mögulegu hleðslugetu (sem veltur á tegund hleðslunnar og bílsins).

    Lesa meira

    AÐ HLAÐA BMW i4: AUÐVELDARA EN NOKKRU SINNI FYRR.

    BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, frá hlið, fyrir framan húsvegg með BMW-heimahleðslustöð

    Það gæti ekki verið auðveldara að hlaða BMW i4. Þú getur hlaðið BMW i4 þegar þú þarft og farið úr 10% í 80% hleðslu á aðeins 31 mínútu með allt að 205 kW hleðsluafli. Eða þú getur endurhlaðið fyrir allt að 164 km drægi á aðeins 10 mínútum (allt að 140 km á 10 mínútum fyrir i4 M50). Heima geturðu notið þess að hlaða með BMW-heimahleðslustöðinni. Hún endurheimtir 100% hleðslu rafhlöðunnar í BMW i4 á aðeins 8 tímum og 25 mínútum með allt að 11 kW. Sveigjanlegi BMW-hraðhleðslubúnaðurinn fyrir heimanotkun og hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð fylgja með bílnum. 

    FREKARI UPPLÝSINGAR UM HLEÐSLU BMW i4

    Þú getur hlaðið BMW i4 Þegar þú ert á ferðinni og farið úr 10% í 80% hleðslu á aðeins 31 mínútu með allt að 205 kW hleðsluafli. Eða þú getur endurhlaðið fyrir allt að 164 km drægi á aðeins 10 mínútum. Heima við endurheimtir BMW-heimahleðslustöðin 100% hleðslu rafhlöðunnar í BMW i4 á aðeins 8 tímum og 25 mínútum. Sveigjanlegi BMW-hraðhleðslubúnaðurinn fyrir heimanotkun, hleðslusnúra (gerð 3) fyrir hleðslu á hleðslustöð

    Lesa meira

    HELSTU ATRIÐI YTRA BYRÐIS BMW i4.

    BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, að framan

    Framhluti.

    Lóðrétt tvískipt grillið á BMW i4 teygir sig út frá einstakri BMW i-framsvuntunni. Í stað kælilofts hefur tvískipt grillið, sem er með áberandi mynstri, að geyma fyrsta flokks skynjaratækni sem sér bílnum fyrir gögnum í rauntíma.
    BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, frá hlið

    Frá hlið.

    Straumlínulagaðar útlínur BMW i4 eru framlenging á klassískum hlutföllum BMW Coupé: Langt hjólhaf með stuttri skögun og flæðandi topplínu myndar sportlegar og fallegar línur.
    BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, að aftan

    Hönnun afturhluta.

    Skarpar, lóðréttar brúnir loka BMW i4 til hliðanna og tjáningarríkir dreifararnir teygja sig upp í móti – með blárri umgjörð sem er einkennandi fyrir BMW i.

    MEÐ BMW i4 LAGAR HLJÓÐIÐ SIG AÐ AKSTURSUPPLIFUNINNI.

    Með BMW IconicSounds Electric-aukabúnaðinum er hægt að stjórna aksturshljóðum í innanrýminu. Kraftmikið hljóð í sportstillingu, jafnvægi í COMFORT-stillingu og mikil þægindi án aukalegs hljóðhermis í ECO PRO-stillingu.

    Lesa meira
    BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, skásett sjónarhorn á framhluta í akstri

    HELSTU ATRIÐI INNANRÝMIS BMW i4.

    Mynd af ökumannsrými BMW i4 G26 2021

    Ökumannsrými hannað utan um ökumanninn.

    Rennilegt og flatt mælaborðið gefur tóninn fyrir nútímalegt yfirbragð innanrýmis BMW i4. Hár miðstokkurinn gefur sportlega tilfinningu og afmarkar sérstakt svæði fyrir ökumanninn og farþega í framsæti.
    Sveigður skjár BMW í BMW i4 G26 2021, stjórnskjár í innanrými

    Sveigður skjár BMW.

    Nýi sveigði skjárinn í BMW i4 sameinar 12,3" mælaskjáinn og stóra 14,9" stjórnskjáinn og skapar þannig nútímalegan skjá sem sveigist haganlega í átt að ökumanninum.
    Mynd af framsætum BMW i4 G26 2021

    5 rúmgóð sæti.

    Fimm sæta BMW i4 býður upp á pláss fyrir allt að þrjá einstaklinga aftur í. Gott höfuðrými og fótarými tryggja framúrskarandi þægindi fyrir alla.

    AFTURHLERI OG FARANGURSRÝMI BMW i4 Í MYNDBANDINU.

    Farangursrýmið er 470 lítrar að rúmmáli í BMW i4 sem er stórt fyrir coupé. Og það er hægt að stækka það í allt að 1.290 lítra með því að fella aftursætin niður.

    Lesa meira
    Farangursrými og afturhleri BMW i4 G26 2021

    BMW-AUKAHLUTIR OG BMW M PERFORMANCE-BÚNAÐUR FYRIR BMW i4.

    Með BMW M Performance-búnaðinum minnir BMW i4 helst á kappakstursbíl. Þú getur valið á milli glæsilegra hönnunareiginleika fyrir ytra byrðið auk fallegra steyptra álfelgna. Með BMW-aukahlutunum getur þú lagað BMW-bílinn að smekk þínum. Vörurnar henta fullkomlega fyrir BMW i4 hvað varðar gæði, hönnun og afköst.  

    M Performance tvískipt grill úr koltrefjum BMW i4 eDrive40 G26 2021

    Tvískipt M Performance-grill úr koltrefjum.

    Flaggaðu þínum stíl: Umgjörðin á tvískipta M Performance-grillinu er úr vönduðum koltrefjum. Hún gefur bílnum sérlega fágað, sportlegt og einstakt útlit.
    M Performance-vindskeið að aftan úr koltrefjum BMW i4 eDrive40 G26 2021

    M Performance-vindskeið að aftan úr koltrefjum.

    Með M Performance-koltrefjavindskeið að aftan er lögð áhersla á kröftugt gæðaútlit bílsins auk þess sem dregið er úr loftmótstöðu.
    M Performance-dreifari að aftan úr koltrefjum BMW i4 eDrive40 G26 2021

    M Performance-dreifari að aftan úr koltrefjum.

    Með M Performance-koltrefjadreifara að aftan verður bíllinn enn nútímalegri og sportlegri að sjá.
    Léttar 20 tommu M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, 868 M BMW i4 eDrive40 G26 2021

    Léttar, gljáandi og gylltar 20" 868 M Performance-álfelgur með tvílitum tvískiptum örmum, fullbúið sumarhjólbarðasett.

    Léttar, gljáandi og gylltar 20" 868 M Performance-álfelgur með tvílitum tvískiptum örmum. Fullbúið sumarhjólbarðasett með þrýstingsmæli.
    M Performance-stýri, BMW i4 eDrive40 G26 2021

    M Performance-stýri.

    Grípandi fróðleiksmolar: Stýrið er með Alcantara-gripfleti sem tryggir gott grip og sportlegra stýri.
    M Performance-valrofi með Alcantara-áferð, BMW i4 eDrive40 G26 2021

    M Performance-valrofi með Alcantara-áferð.

    M Performance-valrofinn er með Alcantara-áferð og því er gripið einstaklega gott, auk þess sem innanrýmið verður enn glæsilegra og notalegra.
    Léttar, gráar 18 tommu 853-álfelgur með tvískiptum örmum, BMW i4 eDrive40 G26 2021

    Léttar, gráar 18 tommu 853-álfelgur með tvískiptum örmum, BMW i4 eDrive40 G26 2021

    Léttar, gráar 18" 853-álfelgur með tvískiptum örmum. Vetrarhjólbarðar með loftþrýstingsmæli, henta til notkunar með snjókeðjum, felgustærð 8.5J x 18.
    BMW WaterBlade BMW i4 eDrive40 G26 2021

    BMW WaterBlade.

    BMW WaterBlade er framrúðuþurrka með snjallri þurrkutækni sem skilar umtalsvert meiri og betri afköstum.
    BMW-hjólagrind BMW i4 eDrive40 G26 2021

    BMW-hjólagrind.

    BMW-hjólagrindin er örugg flutningslausn fyrir keppnishjól, langferðahjól eða barnahjól og allt að 20 kílóa fjallahjól.
    BMW-herðatré fyrir ferða- og hægindakerfið, BMW i4 eDrive40 G26 2021

    BMW-herðatré fyrir ferða- og hægindakerfið.

    Hægt er að smella herðatrénu í grunnfestinguna eða ferða- og hægindakerfið, sem býðst sem aukabúnaður, auk þess sem hægt er að nota það utan bílsins.
    BMW Advanced Car Eye 2-myndavél, BMW i4 eDrive40 G26 2021

    BMW Advanced Car Eye 2-myndavél.

    Þegar upp kemur ójafnvægi eða truflanir greinir þessi ofurnæma HD-myndavél aðstæður fyrir framan og aftan bílinn sjálfkrafa.
    Slitsterkar BMW-gólfmottur fyrir framsæti BMW i4 eDrive40 G26 2021

    Slitsterkar BMW-gólfmottur fyrir framsæti.

    Slitsterkar BMW-gólfmotturnar smellpassa á sinn stað og verja fótrýmið í fremra rýminu fyrir raka og óhreinindum. Í svörtu með innfellingu úr ryðfríu stáli.

    HORFÐU Á ÞETTA MYNDBAND TIL AÐ KYNNA ÞÉR STAFRÆNA ÞJÓNUSTU BMW FYRIR BMW i4.

    Með margþættri samstillingu við Apple CarPlay® getur þú nýtt drægi BMW i4 sem allra best og skipulagt akstursleiðir.

    Lesa meira
    BMW i4 eDrive40 G26 2021, stafræn þjónusta BMW ConnectedDrive

    BMW i4 ER FRAMLEITT MEÐ 100% GRÆNNI ORKU.

    BMW i4 eDrive40 G26 2021 steinhvítur, skásett sjónarhorn á framhluta á hafnarbakka

    Framleiðsla BMW i4 er alltaf sjálfbær og notar eingöngu græna orku. Að auki var afkastamikil rafhlaða BMW i4 hönnuð án sjaldgæfra jarðmálma. Það besta er þó að þú ferðast alltaf án óumhverfisvænnar losunar þegar þú keyrir BMW i4, þannig að þú getur alltaf notið kraftmikillar akstursupplifunar áhyggjulaus.

    TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM BMW i4.*

    BMW i4 eDrive40.

    Vélarafl í kW (hö.):

    250 (340)

    Hámarkstog í Nm:

    430

    Hröðun 0–100 km/klst. í sek.:

    5,7

    Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun):

    493-590

    Hámarkshleðslugeta:  

    endurhleðsla í 10 mínútur getur bætt allt að 164 km við
    (háspennuhleðslustöð)

    BMW i4 G26 2021 frá hlið fyrir framan hús

    INCLUSIVE-ÞJÓNUSTAN FYRIR BMW i4.

    Starfsmaður BMW-þjónustu heilsar viðskiptavini

    #hvaðsemgengurá. Áhyggjulausar ökuferðir, hvert sem farið er: Í þessum pakka færðu 100% gagnsæi og þægilegan fyrirsjáanleika á tímabilinu eða kílómetrafjöldanum sem þú valdir.

    • Þjónustuskoðanir á bílnum samkvæmt viðmiðunarreglum BMW
    • Örsíuþjónusta
    • Bremsuvökvaþjónusta
    Starfsmaður BMW-þjónustu aðstoðar viðskiptavin

    MÁ BJÓÐA ÞÉR PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF?

    Hafðu samband við söluaðila BMW ef þú ert með fyrirspurnir, þarft nánari upplýsingar eða vilt fá sérstök tilboð í BMW i4. Þrautþjálfað starfsfólk BMW mun með glöðu geði veita þér persónulega ráðgjöf í gegnum síma eða á staðnum.
    BMW i4 M50 G26 2021 BMW Individual Portimao-blásanseraður, sjónarhorn að framan

    i4 M50

    Sportleg og rafmögnuð afkastageta: BMW i4 M50 sameinar, í fyrsta sinn, nýstárlegan kraft BMW M og BMW i.

    Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í BMW i4.

    * Gildi eru til bráðabirgða; mælt samkvæmt WLTP-prófun
    ** Tilboð fyrir viðkomandi markaðssvæði gildir fyrir nýja bíla frá BMW og söluaðilum í Evrópu í neti BMW Charging.

    BMW i4 eDrive40(1):
    Rafmagnsnotkun í kWh/100 km: 20–16
    Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 0

    BMW i4 M50(1):
    Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 24–19
    Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

    Gildi fyrir bíla sem merktir eru með (1) eru til bráðabirgða.

    Opinber gögn um orkunotkun og drægi á rafmagni voru ákvörðuð í samræmi við lögboðna mælingaraðferð og í samræmi við reglugerð (ESB) 715/2007 sem var í gildi þegar gerðarviðurkenningar voru samþykktar. Þegar um er að ræða drægi gera tölur í WLTP-prófun ráð fyrir öllum aukabúnaði. Fyrir nýgerðarprófaða bíla frá 01.01.2021 eru opinber gögn ekki lengur til samkvæmt NEDC, heldur aðeins samkvæmt WLTP-prófun. Frekari upplýsingar um WLTP- og NEDC-mæliaðferðirnar má finna á www.bmw.de/wltp

    Lesa meira

    Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í BMW i4.

    • Mælt samkvæmt WLTP-prófunum

      ** Tilboð fyrir viðkomandi markaðssvæði gildir fyrir nýja bíla frá BMW og söluaðilum í Evrópu í neti BMW Charging.

      BMW i4 eDrive40:
      Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 19,1–16,1
      Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

      BMW i4 M50:
      Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur): 22,5–18
      Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 0

      Opinber gögn um orkunotkun og drægi á rafmagni voru ákvörðuð í samræmi við lögboðna mælingaraðferð og í samræmi við reglugerð (ESB) 715/2007 sem var í gildi þegar gerðarviðurkenningar voru samþykktar. Þegar um er að ræða drægi gera tölur í WLTP-prófun ráð fyrir öllum aukabúnaði. Fyrir nýgerðarprófaða bíla frá 01.01.2021 eru opinber gögn ekki lengur til samkvæmt NEDC, heldur aðeins samkvæmt WLTP-prófun. Frekari upplýsingar um WLTP- og NEDC-mæliaðferðirnar má finna á www.bmw.de/wltp