Steinhvítsanseraður BMW iX1 U11 BEV 2022 séður á ská að framanverðu við akstur á hlykkjóttum fjallavegi
DrægniAllt að 439 km
Vélar og eldsneytisgerð100% rafdrifinn

iX1

Steinhvítsanseraður BMW iX1 U11 BEV 2022 séður á ská að framanverðu við akstur á hlykkjóttum fjallavegi

FYRSTI ALVEG RAFKNÚNI BMW iX1.

DrægniAllt að 439 km
Vélar og eldsneytisgerð100% rafdrifinn
iX1FYRSTI ALVEG RAFKNÚNI BMW iX1.

Fyrsti alveg rafknúni BMW iX1 er öflugur rafbíll sem býður uppá mikið notagildi og fjölhæfni til að takast á við nýjar áskoranir á hverjum degi:
 

 • Heilsteypt hönnun og einkennandi hlutföll gefa ytra byrðinu sannfærandi yfirbragð
 • Virkni í sætum á borð við nudd og stuðning við mjóbak veitir einstök þægindi í innanrými þar sem farþegar þreytast ekki á að sitja
 • Nútímalegt ökumannsrými með margmiðlunareiginleikum í gegnum nýstárlegan sveigðan BMW-skjá með snerti- og raddstýringu
 • Allt að 439 km drægi veitir mikinn sveigjanleika

BMW iX1 xDrive30:
Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 18.1 – 16.9
Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun): 417 – 439

Lesa meira

AKSTURSEIGINLEIKAR BMW iX1.

Myndskeið af steinhvítsanseruðum BMW iX1 U11 BEV 2022 séðum á ská aftan frá, aksturseiginleikar við akstur á fjallavegi

ALLT AÐ 438 KM* DRÆGI Á BMW iX1.

Steinhvítsanseraður BMW iX1 U11 BEV 2022 séður að framanverðu við akstur á fjallavegi
 • Kjörinn ferðafélagi með stuttum fyrirvara: drægið er allt að 439 km (WLTP-prófun)
 •  Þú getur endurhlaðið fyrir allt að 120 km drægi á aðeins 10 mínútum
 • Hægt er að endurhlaða upp í 80% drægi á 29 mínútum á hraðhleðslustöðum fyrir almenning

HLEÐSLA Á BMW iX1.

Steinhvítsanseraður BMW iX1 U11 BEV 2022 í hleðslu með hleðslutengi sýnilegt

BMW CHARGING: EINS EINFALT OG HUGSAST GETUR. HVENÆR SEM ER. HVAR SEM ER.

Steinhvítsanseraður BMW iX1 U11 BEV 2022 séður á ská frá hlið við að leggja í innkeyrslu hjá bílskúr

Hleðsla heima við.

Með sveigjanlegum hraðhleðslubúnaði hefur BMW iX1 allt sem þú þarft til að hlaða með þægilegum hætti á heimilinu um leið og þú færð bílinn afhentan. Ef óskað er eftir því geturðu lagað hleðslulausnirnar enn frekar að þínum þörfum.

Frekari upplýsingar
Hleðsla BMW iX1 U11 BEV 2022

Hleðsla á ferðinni.

Með BMW Charging geturðu hlaðið bílinn um alla Evrópu í einu stærsta og sívaxandi hleðslustöðvaneti álfunnar. Þetta felur í sér allt sem þú þarft fyrir hleðslu á hleðslustöðvum í Evrópu með BMW Charging-kortinu og hleðslusnúrunni (stilling 3) sem er innfalið í afhendingu á stöðluðum búnaði BMW-bílsins. Þú nýtur líka góðs af hagstæðu hleðslugjaldi og einstökum fríðindum.

Frekari upplýsingar
BMW Charging-kort í hendi

Þjónusta BMW Connected Charging.

Í bílnum eða í My BMW-forritinu getur þú pantað tíma á hleðslustöðum, fengið ítarlegar upplýsingar eða fundið leiðir sem nýta hleðsluna best: þannig er bæði þægilegt og einfalt að hlaða bílinn.

Frekari upplýsingar

HÖNNUN YTRA BYRÐIS Á BMW iX1.

Steinhvítsanseraður BMW iX1 U11 BEV 2022 séður frá hlið í hleðslu hjá tröppum

HELSTU ATRIÐI YTRA BYRÐIS Á BMW iX1.

 Myndir af BMW ix1 helstu atriði

Hönnun framhluta.

BMW iX1 er með kraftmikið og spennandi yfirbragð en hann státar af einkennandi og stóru, næstum ferköntuðu, tvöföldu tvískiptu grilli, sem er í boði með eða án blárra áhersluatriða, og nettum, sjálfvirkum LED-aðalljósum sem teygja sig eftir hliðunum.

 Myndir af BMW ix1 helstu atriði

Frá hlið.

BMW iX1 lítur sérstaklega vel út að frá hlið, þökk sé einkennandi framhlutanum og lóðréttum áherslum. Val er um blá áhersluatriði sem varpa skemmtilegu ljósi á rafakstur þessa kraftmikla bíls.

 Myndir af BMW ix1 helstu atriði

Séð aftan frá.

Þrívíð L-laga afturljós gefa mjög nútímalegar áherslur með samspili af glæru og dökkreyklituðu gleri ásamt sexhyrndu* mynstri til hliðar.

 

*Í boði sem aukabúnaður.

HÖNNUN INNANRÝMIS Í BMW iX1.

Myndskeið með helstu atriðum hönnunar innanrýmis í BMW iX1 U11 BEV

HELSTU ATRIÐI INNANRÝMIS Í BMW iX1.

Sveigður skjár á mælaborði í innanrými BMW iX1 U11 BEV séður frá hlið

Þægilegir stjórnhnappar í ökumannsrými.

Færri hnappar, þægilegri notkun: nettur og sveigður BMW-skjár sem er án ramma og með snerti- og raddstýringu er augnayndi í innanrými iX1 auk þess að vera aðalviðmót fyrir BMW iDrive.

Valhnappur fyrir gíra á miðstokki í innanrými BMW iX1 U11 BEV

Nútímalegur miðstokkur.

Nútímaleg stjórntækjaútfærsla að tvennu leyti: hefðbundnir hnappar eru farnir og þess í stað er miðstokkur með rofa-/sleðastýringu, nýjasta kynslóð af stjórnbúnaði og innbyggður þráðlaus hleðslubakki fyrir neðan.

Farangursrými BMW iX1 U11 BEV séð að aftan með aftursæti lögð niður

Farangursrými.

Farangursrýmið í BMW iX1 er með ljósi og býður upp á ýmsa geymslumöguleika. Hægt er að bæta við farangursrými með eiginleikum á borð við breytilegt gólfstykki og stillanlegan halla á sætisbökum aftursætis, svo þú ert til í hvað sem er.

STÓRT FARANGURSRÝMI OG KRÓKUR Á BMW iX1.

BMW ix1 hvítur aftaná

Myndskeiðið sýnir gerðina BMW X1.

Lesa meira

SJÁLFBÆRNI Í BMW iX1.

Steinhvítsanseraður BMW iX1 U11 BEV 2022 séður á ská að aftan við sjálfbæran akstur á fjallavegi
 • Vinnsla efnanna kóbalt og litíum sem notuð eru í háspennurafhlöðunni í BMW iX1 fer fram með ábyrgri námuvinnslu
 • Ekki eru notaðir sjaldgæfir jarðmálmar í mótor BMW iX1

HELSTU ATRIÐI STAFRÆNNAR TÆKNI Í BMW iX1.

Snertiaðgerð ökumanns á sveigðum skjá í innanrými BMW iX1 U11 BEV
 • Þú ert alltaf á réttri leið með fyrirbyggjandi leiðartillögum frá tengdu leiðsögukerfi BMW-korta
 • Á ferðinni með uppáhaldsforritin þín: samþætting snjallsíma í BMW iX1 styður Apple CarPlay og Android Auto
 • Settu símann inn til að hlaða: þú getur hlaðið símann á þráðlausum hleðslubakka í BMW iX1

ÞÆGINDI OG TÆKNI Í BMW iX1.

Snjallar lausnir og nýstárleg akstursaðstoðarkerfi í BMW iX1 færa þér aukið öryggi og þægindi við allar aðstæður:
  BMW iX1 U11 BEV innanrými séð frá hlið, virkni í sætum, Sensatec Eucalyptus-mokkabrún, viðarklæðning með kvistum

  Virkni í sætum fyrir ökumann og farþega í framsæti.

  Sætin eru sérstaklega þægileg, en þau eru með stillanlegar sessur og rafrænan stuðning við mjóbak ásamt nuddi.

  M Portimao-blásanseraður BMW X1 U11 ICE séður að utan ofan á þakið, þakgluggi úr gleri

  Þakgluggi úr gleri.

  Þakglugginn veitir inn fersku lofti þegar hann er opinn. Lokaður baðar hann innanrýmið birtu.

  Krókur á frostgráum og sanseruðum BMW X1 U11 PHEV

  Krókur.

  Krókur með rafknúinni kúlu. Stöðugleikastýring eftirvagns og þjófavörn auka öryggi.

  Skjámynd Professional-akstursaðstoðar á sveigðum skjá í innanrými BMW iX1 U11 BEV

  Professional-akstursaðstoð.

  Professional-akstursaðstoð heldur sjálfkrafa réttri akrein, hraða og fjarlægð og dregur úr hættu á árekstri við ýmsar aðstæður.

  Skjámynd bakkaðstoðar á sveigðum skjá í innanrými BMW iX1 U11 BEV

  Bakkaðstoð.

  Kemur þér einnig úr krefjandi aðstæðum: bakkaðstoðin man hreyfingar stýris síðustu 50 metrana og færir bílinn sjálfkrafa til baka eftir leiðinni sem ekin var.

  BMW ix1 séður bílastæðaaðstoð

  Bílastæðaaðstoð.

  Bílastæðaaðstoð auðveldar þér að leggja í stæði og hreyfa bílinn í þröngu rými sem kemur í veg fyrir skemmdir.

  UPPRUNALEGIR BMW-AUKAHLUTIR FYRIR BMW iX1.

  Með BMW-aukahlutunum getur þú lagað BMW-bílinn að smekk þínum. Vörurnar henta fullkomlega fyrir BMW iX1 hvað varðar gæði, hönnun og afköst.
  Léttar 21" M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, tvílitar 877 M fyrir BMW U11 BEV

  Léttar 21" M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, tvílitar 877 M.

  Léttar 21" M Performance-álfelgur með tvískiptum örmum, 877 M í gljáandi hrafnsvörtum lit. Fullbúið sumarhjólbarðasett með þrýstingsmæli.

  Svart/títaníumsilfrað 420 BMW-farangursbox fyrir BMW iX1 U11 BEV.

  Svart/títaníumsilfrað 420 BMW-farangursbox.

  Svart/títaníumsilfrað 420 lítra farangursbox með lás sem hægt er að opna báðum megin, samhæft við allar toppgrindur frá BMW.

  Slitsterkar BMW-gólfmottur í fótrými að framan í BMW iX1 U11 BEV

  Slitsterkar BMW-gólfmottur fyrir framsæti.

  Slitsterkar BMW-gólfmotturnar smellpassa á sinn stað og verja fótrýmið í fremra rýminu fyrir raka og óhreinindum. Í svörtum lit með BMW-áletrun.

  Vélarafl í kW (hö.) við 1/mín.:

  XXX (XXX)/X,XXX–X,XXX

  Vélarafl í kW (hö.) við 1/mín.:

  X,X

  Hröðun 0–100 km/klst. í sek.:

  X,X

  Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun):

  X,X

  Hámarkshleðslugeta:

  hleðsla í X mín.* getur bætt við allt að XX km* (háspennuhleðslustöð)
  (háspennuhleðslustöð)

  Steinhvítsanseraður BMW iX1 xDrive30 U11 BEV 2022 séður frá hlið við hleðslu í bílastæði hjá steyptum vegg

  ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF FYRIR FYRSTA BMW iX1.

  BMW-ÞJÓNUSTA: FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD FYRIR FYRSTA BMW iX1.

  Fyrirbyggjandi viðhald á sveigðum skjá í innanrými BMW iX1 U11 BEV

  Fyrirbyggjandi viðhald greinir sjálfkrafa væntanlegt viðhald eða viðgerðir sem þörf er á fyrir bílinn og sendir þér skilaboð.

   

  • Tafarlaus hjálp frá BMW-sérfræðingum
  • Vandamál leyst með fjarstýrðu viðhaldi
  • Forðastu mögulega vélarbilun
  • Aukið framboð á þjónustu fyrir einstaklinga
  • Ókeypis aðild að virkum Connected Drive-samningi
  Starfsmaður BMW veitir viðskiptavini ráðleggingar

  MÁ BJÓÐA ÞÉR PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF?

  Hafðu samband við söluaðila BMW ef þú ert með spurningar, þarft nánari upplýsingar eða vilt fá sérstök tilboð í BMW iX1. Þjónustustarfsfólk BMW veitir þér ráðleggingar með ánægju í síma eða á staðnum.

  FORPANTA BMW iX1.

  Forpantaðu BMW iX1 núna: skráðu þig til að panta BMW iX1 fyrirfram og fá nýjustu fréttir.

  Aflnotkun og drægi.

  BMW iX1 xDrive30*:
  Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 18.4 – 17.3
  Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun): 413 – 438

  *Bráðabirgðagildi.

  Opinber gögn um rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægi taka WLTP-tölur allan aukabúnað inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tæknilýsingar samkvæmt WLTP-prófunum. Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp. Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp.

  Lesa meira

  Aflnotkun og drægi.

  • BMW iX1 xDrive30*:
   Rafmagnsnotkun í kWh/100 km (blandaður akstur, WLTP-prófun): 18.1 – 16.9
   Drægi á rafmagni í km (WLTP-prófun): 417 – 439

    

   *Afköst fara eftir hleðslustigi rafhlöðunnar.

    

   Opinber gögn um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings, rafmagnsnotkun og drægi á rafmagni eru fengin með lögboðnum mælingaraðferðum og eru í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 715/2007 með áorðnum breytingum. Hvað varðar drægni taka WLTP-tölur allan aukabúnað (sem til er á þýska markaðnum) inn í reikninginn. Fyrir nýja bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningar eftir 1. janúar 2021 eru aðeins til opinberar tölur samkvæmt WLTP-prófunum. Að auki er NEDC-gildum eytt úr samræmisvottorðum frá og með 1. janúar 2023 með reglugerð EB 2022/195.

    

   Frekari upplýsingar um NEDC- og WLTP-mælingaraðferðirnar er að finna á www.bmw.de/wltp

    

   Frekari upplýsingar um eldsneytiseyðslu og opinbera tegundarsértæka CO2-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Guideline for fuel consumption, CO2 emissions and electric power consumption for new passenger cars“, sem fást ókeypis á öllum sölustöðum, Deutsche Automobil Treuhand GmbH (DAT), Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi, og undir https://www.dat.de/co2/.