BMW XM G09 PHEV, að framan í lítilli lýsingu
Afl480 kW (653 hö)
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid

XM

BMW XM G09 PHEV, að framan í lítilli lýsingu

FYRSTI BMW XM-BÍLLINN.

Afl480 kW (653 hö)
Vélar og eldsneytisgerðPlug-in Hybrid
XMFYRSTI BMW XM-BÍLLINN.

FYRSTI BMW XM-BÍLLINN.

Einstakur rafknúinn bíll: Nýr BMW XM sameinar glæsilegt útlit, mikil afköst BMW M og nýjustu kynslóð öflugrar tengiltvinntækni.


BMW XM*:
Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri í l/100 km, samkvæmt WLTP-prófun: 2,7
Losun koltvísýrings í blönduðum akstri í g/km, WLTP-prófun: 61,0

* Bráðabirgðatölur.

Lesa meira

KYNNTU ÞÉR NÝJAN BMW XM.

Drifrás, fjöðrun og afköst.

BMW XM.

Fullkomin samblanda afkastagetu BMW M og nýjustu tengiltvinntækninnar.
  • BMW M Hybrid, fyrsta rafknúna afkastamikla M-drifið
  • Kraftmikil M TwinPower Turbo V8-strokka bensínvél
  • Sjálfvirk M Professional-fjöðrun skilar öflugum aksturseiginleikum
  • M xDrive með M Sport-mismunadrifi
  • 480 kW (653 hö.), 800 Nm tog, 0–100 km/klst. á 4,3 sek. (bráðabirgðatölur)
BMW XM G09, framhluti og hlið

HÖNNUN YTRA BYRÐIS BMW XM.

BMW XM G09, helstu atriði í hönnun ytra byrðis
BMW XM G09, ytra byrði að framan

Hönnun framhluta.

Auðþekkjanlegur framhlutinn sækir innblástur í lúxusbílaflokk BMW með upplýstu tvískiptu grilli og mjóum dagljósum M-bílsins. Afgerandi grillið með BMW XM-lógóinu og sérstökum næturgylltum áherslulitum geislar af lúxus. Afgerandi vélarhlífin rennur inn í tvær hækkanir.

BMW XM G09, ytra byrði frá hlið

Frá hlið.

Hliðarsvipurinn sameinar eftirtektarverða hönnun í anda tveggja dyra fólksbíla kraftmiklum hlutföllum og stílhreinum áherslum á borð við dekkstu glugga sem framleiddir hafa verið í BMW-bíla. Bæði léttar 23" álfelgurnar og áherslulína á nýjum BMW XM skapa einstök áhrif með næturgylltum áherslulit.

BMW XM G09, ytra byrði að aftan

Hönnun afturhluta.

Tvö lóðrétt, sexhyrnd M-púströr undirstrika afturhluta með gylltum dreifurum og nýju XM-lógói. BMW-lógóin tvö sem leysigeislarist í yfirbygginguna sitt hvoru megin við afturrúðuna vísa í síðustu gerð „M only“, BMW M1. Að lokum kalla umlykjandi afturljósin og brettakantarnir fram styrka og breiða stöðuna.

HÖNNUN INNANRÝMIS Í NÝJA BMW XM.

BMW XM G09, helstu atriði í hönnun innanrýmis
BMW XM G09, upplýst loftklæðning í innanrými

Upplýst loftklæðning.

Óbein lýsing loftklæðningar myndar þrívítt strendingslag. Skemmtileg stemningslýsing býður upp á fjölbreytta lýsingu, svo sem móttökulýsingu. Hægt er að stilla litaval í takt við akstursstillingu og stemningu.

BMW XM G09, aftursæti í innanrými M Lounge

M Lounge.

M Lounge býður upp á einstaka tilfinningu fyrir gnægt rýmis. Samfelld sæti og smáatriði á borð við tígullaga mynstur í höfuðpúðum og saumum gefa fyrirheit um þægindi og lúxus. Þetta og vel mótuð loftklæðning með óbeinni lýsingu, dekktum rúðum og þægilegum púðum skapar einstaka tilfinningu fyrir rými.

BMW XM G09, Walknappa-kaffilitt Merino-leður með gamaldags áferð í innanrými BMW Individual

Sérvalið leður með gamaldags útliti.

Nýtt leðrið með gamaldags áferð skreytir hurðarklæðningar og mælaborð með náttúrulegri áferð sinni. Þetta efni er nú í fyrsta skipti notað í nýja BMW XM-bílnum og sérstakar vinnslu- og verkunaraðferðir skapa einstakan stíl í hverjum bíl.

AKSTURSEIGINLEIKAR NÝS BMW XM.

BMW XM G09, helstu aksturseiginleikar
BMW XM G09 V8 Plug-In-Hybrid, að framan í akstri

Átta strokka vél og tengiltvinntækni.

Átta strokka vél tengiltvinnbílsins skilar tærri akstursánægju, framúrskarandi afli og einkennandi M-hljóði. Samspil 145 kW rafmótors og 4,4 lítra V8-vélar BMW XM, með tveimur forþjöppum, sveigjanlegu Valvetronic-ventlakerfi og hárnákvæmri innspýtingu, skilar mergjuðu afli.

BMW XM G09 V8 Plug-In-Hybrid, frá hlið fyrir framan byggingu

Sjálfvirk M Professional-fjöðrun.

Sjálfvirk M Professional-fjöðrun skilar sportlegri stýringu án þess að það komi niður á þægindum. Sjálfvirkt stýri tryggir stöðugleika á meiri hraða um leið og það minnkar beygjuradíus. Virkar jafnvægisstangir draga úr hliðarhreyfingum yfirbyggingarinnar og bætir þannig aksturseiginleika og þægindi.

BMW XM G09, að aftan í innanbæjarakstri

M-sportmismunadrif.

M Sport-mismunadrifið skilar bestu mögulegu afköstum bílsins á vegum úti. Það dreifir drifkraftinum á milli afturhjólanna eftir akstursskilyrðum og eykur þannig grip og stöðugleika í akstri við ýmsar aðstæður, hvort sem er þegar hraði er aukinn út úr beygjum, þegar beygja er tekin á miklum hraða eða við mismunandi aðstæður á vegum.

VÆNTANLEG SÉRGERÐ, BMW XM LABEL RED.

BMW XM G09, ytra byrði Label Red

Gert er ráð fyrir að BMW XM Label Red* komi á markað í árslok 2023:
 

  • Enn betri aksturseiginleikar með 550 kW (750 hö.) afli og 1000 Nm togi
  • Fallegt ytra byrðið er skreytt með Toronto-rauðum áherslulit á héluðum koltrefjasvörtum lit yfirbyggingarinnar
  • Rautt/svart litaþemað er einnig notað í innanrýminu og skapar einstakt yfirbragð með öðrum hönnunareinkennum

* Upplýsingar birtar með fyrirvara

TENGILTVINNUÐ AKSTURSUPPLIFUN Í NÝJUM BMW XM.

Framsækin tækni til að styðja við akstur á rafmagni og hleðslu.

Það besta úr báðum heimum: nýi BMW XM-tengiltvinnbíllinn.

  • 82–88 km drægi á rafmagni (WLTP-prófun) og hugvitsamlegar akstursstillingar tryggja einstakan sveigjanleika
  • Hámarksakstursánægja ásamt framúrskarandi sparneytni
  • Sparneytin 360 kW (489 hö.) vél og 145 kW (197 hö.) BMW eDrive-afleining
BMW XM G09, rafmagnsakstursupplifun í tengiltvinnbíll
BMW XM G09, Plug-in hybrid M hybrid

M Hybrid.

Ýttu á hnapp til að skipta á milli rafdrifsins og hybrid-stillingarinnar þar sem rafmótorinn og öflug V8-vélin vinna saman.

Frekari upplýsingar
BMW XM G09, tengiltvinndrægi

82–88 km drægi í nýjum BMW XM.

Sparneytið 145 kW (197 hö.) BMW eDrive-kerfið býður upp á 82–88 km akstur (WLTP-prófun) á rafmagni. Þetta þýðir að þú ekur nánast hljóðlaust og án útblásturs.

Frekari upplýsingar
BMW XM G09, tengiltvinnbíll og BMW Charging

BMW Charging.

Hvort sem þú ert heima eða á ferðinni: BMW Charging býður upp á sérsniðnar hleðslulausnir fyrir hvaða aðstæður sem er. Gerir þér kleift að hlaða bílinn um alla Evrópu í einu stærsta hleðslustöðvaneti álfunnar, sem fer sífellt stækkandi. Skoðaðu hleðslustöðu BMW-bílsins þíns og skipuleggðu ferðir þínar á þægilegan hátt í My BMW-forritinu.

ÖKUMANNSRÝMI OG TÆKNI Í NÝJUM BMW XM.

BMW XM G09, ökumannsrými og tækni
BMW XM G09, M-skjár með BMW-stýrikerfi 8

M-skjár með BMW-stýrikerfi 8.

BMW-stýrikerfi 8 einfaldar stjórnun bílsins, t.d. með raddstýringu og snertiskjá. Hápunkturinn er sértæk M-hönnunin: Efni í tvívídd tryggir skýra birtingu; M-merkið er að finna í kynningu á innihaldinu. M-stillingarnar tvær, ROAD og SPORT, skila einstakri akstursupplifun.

BMW XM G09, sveigður BMW-skjár

Sveigður BMW-skjár.

Samfelldur sveigður BMW-skjárinn birtir upplýsingar um bílinn á skýran hátt og á stóru svæði. Hann sameinar 12,3" mælaskjá og 14,9" stjórnskjá með snertistjórnun. Skjárinn er þægilegur og einfaldur í notkun. Stílhrein samþætting sveigða skjásins við mælaborðið gerir hann að augnayndi.

BMW XM G09, M-uppsetning

M-uppsetning.

M-uppsetning gerir þér kleift að stilla akstursupplifunina eftir þínu höfði. Stilltu breytur fyrir aksturseiginleika eftir þínum þörfum. Hægt er að stilla drif, undirvagn, stýri, hemla, orkuendurheimt og aldrifskerfi M xDrive. Einfalt er að sækja vistaða stillingu með því að nota M1- og M2-hnappana á stýrinu.

BMW XM G09, eigið eSIM-kort

Eigið eSIM-kort.

Eigið eSIM-kort gerir þér kleift að nota þína eigin farsímaáskrift í BMW-bílnum, hvort sem er fyrir símtöl eða gagnanotkun. Snjallsíminn þinn þarf ekki að vera í bílnum. Þú nýtur betri tengingar þar sem þú notar loftnet á ytra byrði bílsins.

BMW XM G09, aðgangskerfi

Aðgangskerfi.

Sparaðu þér ómakið við að halda á bíllyklinum: Aðgangskerfið tekur hurðir M-bílsins sjálfkrafa úr lás. Bíllinn ber kennsl á þig með lyklinum og endalaus leit í vösum er úr sögunni. Í stað hefðbundins lykils getur þú einnig notað samhæfan snjallsíma sem Digital Key Plus eða lykilkort.

BMW XM G09, hleðslubakki fyrir þráðlausa hleðslu

Hleðslubakki fyrir þráðlausa hleðslu.

Meira skipulag, aukin þægindi: Hleðslubakkinn gerir þér kleift að hlaða snjallsímann þinn þráðlaust á þægilegan hátt. Í geymsluhólfinu er einnig pláss fyrir stærri tæki, þar sem auðvelt er að ná í þau, án óþarfa loka eða flæktra snúra. Þá má heldur ekki gleyma örygginu: Innbyggð kælingin ver tækið þitt gegn ofhitnun.

BMW XM G09, Professional-akstursaðstoð

Professional-akstursaðstoð.

Hér kennir margra grasa: Professional-akstursaðstoðin heldur ekki aðeins stilltum hraða og fjarlægð að næsta bíl, hún heldur líka BMW-bílnum þínum innan akreinar með sjálfvirkum inngripum í stýri. Þetta dregur úr álagi á ökumanninn, sérstaklega í lengri ferðum. Aðrir eiginleikar aðstoða ökumann við að forðast árekstra og aka of hratt.

BMW XM G09, bílastæðaaðstoð+

Bílastæðaaðstoð+.

Bílastæðaaðstoð+ auðveldar þér að stýra og leggja. Búnaðurinn er meðal annars með umhverfismyndavélakerfi, með ofansýn, víðmynd og ytri sýn í þrívídd, sem og bílastæðaaðstoð til hliðanna, neyðarhemlun, sjálfvirkri fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, bílastæðaaðstoð með leiðbeiningarlínum og bakkaðstoð.

BMW XM G09, handfrjáls akstur á allt að 60 km/klst.

Handfrjáls akstur á allt að 60 km/klst.

Professional-akstursaðstoð gerir þér kleift að taka hendur af stýri á allt að 60 km/klst. á þjóðvegi. Myndavél vaktar um leið athyglisstig ökumanns til að tryggja fullt öryggi öllum stundum.

UPPRUNALEGIR BMW-AUKAHLUTIR FYRIR NÝJAN BMW XM.

Með BMW-aukahlutunum getur þú lagað BMW-bílinn að smekk þínum. Vörurnar henta fullkomlega fyrir BMW XM hvað varðar gæði, hönnun og afköst.

BMW XM G09, BMW Advanced Car Eye 3.0 Pro

BMW Advanced Car Eye 3.0 Pro.

BMW Advanced Car Eye 3.0 Pro samanstendur af QHD- og HD-myndavélum sem vakta allt sem gerist fyrir framan og aftan bílinn þegar hann er kyrrstæður. Ef kerfið skynjar titring og óvenjulega hreyfingu við bílinn geymir vistar það atburðinn sjálfkrafa til að skjalfesta möguleg slys eða innbrot.

BMW XM G09, Pro 2.0-hjólagrind á afturhluta

Pro 2.0-hjólagrind á afturhluta.

Pro 2.0 reiðhjólafesting aftan á BMW er létt en sterkbyggð og getur borið allt að 60 kg. Hún er einstaklega einföld í meðförum og getur borið tvö reiðhjól eða rafmagnsreiðhjól (möguleiki á lengingu fyrir þriðja hjólið). Hægt er að halla festingunni til að auðvelda aðgang að farangursrými.

BMW XM G09, BMW Pro-spjaldtölvufesting

BMW Pro-spjaldtölvufesting.

Örugg festing fyrir spjaldtölvur með BMW-öryggishulstri (hlífðarhulstur). Festinguna er hægt að stilla í mismunandi stöðu og sjónarhorn og hún er fest á ferða- og hægindaaukabúnaðinn eða hefðbundna festingu.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM BMW XM.

BMW XM.*

Afl í kW (hö.):

480 (653)

Hröðun 0–100 km/klst. í sek.:

4,3

Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km samkvæmt NEDC-prófun:  

2,7

Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km samkvæmt NEDC-prófun:


*Bráðabirgðatölur.

61,0

BMW XM G09, skásett sjónarhorn frá hlið í kyrrstöðu

VERÐ, FJÁRMÖGNUN OG LEIGA Á NÝJUM BMW XM.

BMW-FJÁRMÖGNUN FYRIR NÝJAN BMW XM.

BMW XM G09, BMW-fjármögnun

Fjármögnun eða kaupleiga – við getum aðlagað allt að þínum þörfum og óskum.

ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF FYRIR NÝJAN BMW XM.

FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD FYRIR NÝJAN BMW XM.

BMW XM G09, fyrirbyggjandi viðhald

Fyrirbyggjandi viðhald greinir sjálfkrafa væntanlegt viðhald eða viðgerðir sem þörf er á fyrir bílinn og sendir þér skilaboð.
 

  • Milliðliðalaus hjálp frá sérfræðingum BMW
  • Vandamál leyst með fjarstýrðu viðhaldi
  • Komið í veg fyrir mögulegar vélarbilanir
  • Aukið framboð á þjónustu fyrir einstaklinga
  • Gjaldfrjálst sem hluti af ConnectedDrive-samningi
Starfsmaður BMW veitir viðskiptavini ráðleggingar

MÁ BJÓÐA ÞÉR PERSÓNULEGA RÁÐGJÖF?

Hafðu samband við söluaðila BMW ef þú ert með spurningar, þarft nánari upplýsingar eða vilt fá sérstök tilboð fyrir nýja BMW XM. Þjónustustarfsfólk BMW veitir þér ráðleggingar með ánægju í síma eða á staðnum.

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

  • BMW XM*,**:
    Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km: 2,7
    Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km: 61,0
    Orkunotkun, í blönduðum akstri  í kWh/100 km: 32,0

    BMW XM Red Label*,**:
    Eldsneytisnotkun, í blönduðum akstri í l/100 km: 1,7–1,4
    Losun koltvísýrings, í blönduðum akstri í g/km: 37–33
    Orkunotkun, í blönduðum akstri í kWh/100 km: 32,4–30,4 

    Uppgefnar tölur yfir eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun voru fengnar í samræmi við gildandi útgáfu af Evrópureglugerð (EB) 715/2007 þegar gerðarviðurkenning átti sér stað. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í uppgefnu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

    Skilvirknigildi hvað varðar losun koltvísýrings eru ákvörðuð í samræmi við tilskipun 1999/94/EB og gildandi útgáfu Evrópureglugerðarinnar. Uppgefin gildi byggjast á eldsneytisnotkun, koltvísýringsgildum og orkunotkun samkvæmt NEDC-prófun fyrir viðkomandi flokk.

    Frekari upplýsingar um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er hægt að finna í „handbók um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun í nýjum fólksbílum“, en hana er hægt að nálgast á öllum sölustöðum og á https://www.dat.de/e10.

    * Þegar hitastig fellur niður fyrir 0 gráður á Celsíus er ekki hægt að aka þessum tengiltvinnbíl á rafmagni fyrr en rafhlaðan hefur náð ganghita eftir nokkurra kílómetra akstur.

    ** Bráðabirgðatölur.