Afturhluti BMW X6, séður að ofan.

X6

HÖNNUN OG BÚNAÐUR BMW X6.

BMW X6 sýnir yfirburði sína á öllum sviðum. Hann er búinn framúrstefnulegri tækni á borð við sjálfvirka M Professional-fjöðrun eða sjálfvirka tveggja öxla loftfjöðrun og xOffroad-pakka sem býður upp á einstaka aksturseiginleika. Hugvitssamleg tækni á borð við upplýst, tvískipt BMW-grill eða BMW Laserlight-ljós með X-hönnun undirstrikar frjálsan frumkvöðulsandann. Nýjasta kynslóð BMW-aðstoðarkerfa tryggir framúrskarandi öryggi. Í innanrýminu er að finna enn frekari nýjungar á borð við glasahaldara með hitastýringu og BMW 7.0 stýrikerfi á 12,3" snertiskjá. Framþróun í stað kyrrstöðu.

Lesa meira
X6HÖNNUN OG BÚNAÐUR BMW X6.

GERÐIR OG AUKABÚNAÐUR BMW X6.

Myndugleikinn á sér margar birtingarmyndir.

xLine

BMW xLine geislar frá sér kraftmiklum sporteiginleikum. Lifandi hönnun á ytra byrðinu skapar afgerandi X-yfirbragð – sem sést á tvískiptu grillinu, aftursvuntu og hliðarsvuntum með álsatínáferð sem mynda fullkomna umgjörð um næsta ævintýri.

BMW X6, xLine, setja saman.

BMW xLine geislar frá sér kraftmiklum sporteiginleikum. Lifandi hönnun á ytra byrðinu skapar afgerandi X-yfirbragð – sem sést á tvískiptu grillinu, aftursvuntu og hliðarsvuntum með álsatínáferð sem mynda fullkomna umgjörð um næsta ævintýri.

M Sport package

M Sport-pakkinn gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-pakkinn tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis og innanrýmis, aukna akstursánægju. Sjálfvirk M-fjöðrun, Steptronic-sportskipting, M Sport-útblásturskerfi, M Sport-hemlar og M Aerodynamics-pakki bæta aksturseiginleikana svo um munar.

BMW X6, M Sport-pakki, setja saman.

M Sport-pakkinn gefur bílnum enn sportlegra yfirbragð. M Sport-pakkinn tryggir, til viðbótar við skarpara útlit ytra byrðis og innanrýmis, aukna akstursánægju. Sjálfvirk M-fjöðrun, Steptronic-sportskipting, M Sport-útblásturskerfi, M Sport-hemlar og M Aerodynamics-pakki bæta aksturseiginleikana svo um munar.

BMW Individual

BMW Individual-aukabúnaðurinn undirstrikar afgerandi útlit nýs BMW X6 með sérvöldum lakkáferðum, leðuráklæðum og klæðningum í innanrými.

BMW X6, BMW Individual, setja saman.

BMW Individual-aukabúnaðurinn undirstrikar afgerandi útlit nýs BMW X6 með sérvöldum lakkáferðum, leðuráklæðum og klæðningum í innanrými.

AKSTURSEIGINLEIKAR NÝS BMW X6.

Undirlagið sigrað en ekki ekið.

Hámarksafköst eru í boði á hvers kyns undirlagi, hvort sem ekið er á BMW X eða BMW M. Íhlutir sem bæta aksturseiginleika á borð við sjálfvirka M Professional-fjöðrun og xDrive-aldrif tryggja að BMW X6 skilar hámarksafköstum á hvers kyns undirlagi. Upplifðu yfirburðina.
Nærmynd af M Sport-útblásturskerfi BMW X6.

M Sport-útblásturskerfi.

M Sport-útblásturskerfið gefur frá sér hljóð sem hægt er að stilla á enn ákafara vélarhljóð með aksturseiginleikahnöppum í stillingunum SPORT og SPORT+ um leið og þægindastillingin stillir á dempaðra vélarhljóð.
Sjálfvirk M-fjöðrun í BMW X6.

Sjálfvirk M-fjöðrun.

Mælir fyrir þrýsting í hjólbörðum sýnir loftþrýsting í hjólbörðum í rauntíma og varar sjálfkrafa við þegar loftþrýstingur fellur. Kerfið notar skynjara til að greina gögn frá hverjum hjólbarða og senda þau þráðlaust í stjórntölvu. Á þennan máta er hægt að birta upplýsingar um bæði hægt og hratt þrýstingsfall á mælinum fyrir þrýsting í hjólbörðum.
Nærmynd af M-hliðarspeglahlífum úr koltrefjum á BMW X6.

M-hliðarspeglahlífar úr koltrefjum.

M-hliðarspeglahlífar úr koltrefjum undirstrika kraftmikla og sportlega hönnun bílsins.
Nærmynd af M-vindskeið að aftan úr koltrefjum á BMW X6.

M-vindskeið að aftan úr koltrefjum.

M-vindskeið að aftan úr koltrefjum undirstrikar kraftmikla og sportlega hönnun bílsins og dregur merkjanlega úr óæskilegri lyftu vegna loftþrýstings undir afturöxlinum.
Innanrými BMW X6 með áherslu á sportsæti.

Sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti.

Lipur og þægileg: stillanleg sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti eru staðalbúnaður með fjölbreyttum rafrænum stillingarkostum, þar á meðal á breidd baks og halla sætis. Hærra sæti og hliðarpúðar í baki ásamt stillanlegum stuðningi við læri bjóða upp á frábæra líkamsstöðu og meiri hliðarstuðning í hröðum beygjum.
BMW X6 með xDrive-aldrifi.

xDrive.

Hugvitssamlegt BMW xDrive-aldrifið dreifir afli á hnökralausan og sjálfvirkan máta til fram- og afturhjóla til að tryggja hámarksgrip, aksturseiginleika og öryggi við allar aðstæður. Rafræn stjórnun afldreifingar tryggir þess utan enn meiri lipurð með því að vinna á móti yfirstýringu og undirstýringu í beygjum.
Innanrými BMW X6 með áherslu á torfærustillingar.

xOffroad-pakki.

Nýr BMW X6 er í boði með xOffroad-pakka sem gerir þér kleift að aka á öruggan og skjótan máta á vegum sem og lausara undirlagi. Fjórar torfærustillingar laga xDrive-aldrifið nákvæmar að undirlagi hverju sinni – enn betra grip í sandi, grjóti, möl eða snjó.
Innanrými BMW X6 með áherslu á stjórnun akstursupplifunar.

Stjórn á akstursupplifun.

Með stjórn á akstursupplifun getur ökumaður valið á milli staðlaðrar COMFORT-stillingar, ECO PRO-stillingar sem miðar að aukinni sparneytni og SPORT-stillingar sem býður upp á enn ákafari akstur. Nýja gagnvirka aðlögunarstillingin stillir í sífellu sjálfvirka fjöðrunina, stýringuna og Steptronic-skiptinguna þannig að það henti akstursaðstæðum hverju sinni.

HELSTU ATRIÐI Í HÖNNUN NÝS BMW X6.

Hjartað tekur kipp.

Við fyrstu sýn gefur kraftmikil yfirbygging BMW X6 til kynna ómengað aflið sem býr í 8 strokka og 530 ha. BMW TwinPower Turbo-bensínvélinni. Lipur hönnunin er fullkomnuð með sterkbyggðum léttum 22" M-álfelgum með V-laga örmum og öðrum sportlegum hönnunareinkennum. Aukabúnaður á borð við upplýst, tvískipt BMW-grill, BMW Laserlight-ljós með X-hönnun og stóran Sky Lounge-þakglugga gefur bílnum enn meira afgerandi yfirbragð. Innanrýmið er engu síðra með einstakri hönnun á borð við CraftedClarity-gler, sportsæti og stemningslýsingu.
Maður hallar sér upp að hlið BMW X6 í borgarumhverfi.
Nærmynd ofan frá af framhluta BMW X6 með upplýst tvískipt BMW-grill.

Upplýst, tvískipt BMW-grill.

Upplýst, tvískipt BMW-grill gefur einstakan tón fyrir útlitið. Frumleg LED-trefjatækni býður upp á bjarta hvíta lýsingu – til dæmis við akstur eða þegar dyr eru opnaðar eða lokaðar.
Nærmynd af Laserlight-ljósi á BMW X6.

BMW Laserlight-ljós.

Í háljósastillingu með leysigeisla lýsa BMW Laserlight-ljós, með einstakri X-hönnun, allt að 500 metra fram á veginn, sem er nánast tvöfalt drægi miðað við hefðbundin aðalljós. Betra skyggni í myrkri eykur öryggi til muna. Blátt X-merkið og „BMW Laser“-áletrunin undirstrika háþróaðan tæknibúnað bílsins.
BMW X6 frá með áherslu á ljósadregil.

Ljósadregill.

Ljósadregillinn varpar mynstraðri lýsingu á jörðina og skapar hlýlega stemningu við dyrnar. Ljósadregillinn auðveldar fólki einnig að stíga út úr bílnum í myrkri á þægilegri og öruggari máta.
Nærmynd af stórum þakglugga BMW X6.

Stór þakgluggi.

Opinn veitir stór þakglugginn fersklofti inn í bílinn. Lokaður baðar hann innanrýmið birtu. Hægt er að opna og loka þakglugganum á alsjálfvirkan hátt með einum hnappi eða lyklinum, auk þess sem hann er búinn rennu- og hallaeiginleika, sóltjaldi á kefli og vindhlíf.
Ytra byrði BMW X6 með áherslu á létta álfelgu.

Léttar 22" 742 M-álfelgur með tvískiptum örmum og blönduðum hjólbörðum.

Hrafnsvartar, léttar 22" 742 M-álfelgur með tvískiptum örmum og blönduðum hjólbörðum, 9.5J x 22 með 275/35 R22 hjólbörðum að framan, 10.5J x 22 með 315/30 R22 hjólbörðum að aftan.
12,3" skjár í ökumannsrými BMW X6 í stemningslýsingu.

Stemningslýsing.

Umhverfislýsingin er staðalbúnaður sem meðal annars býður upp á áherslulýsingu á fram- og afturhurðum og afslappaða stemningslýsingu í innanrými. Ljósadregillinn lýsir upp svæðið fyrir framan dyr bílsins þegar stigið er inn í og út úr honum. Sex útfærslur stillanlegrar ljósahönnunar eru í boði, hvít, blá, appelsínugul, bronsuð, lillablá og græn.
Innanrými BMW X6 með áherslu á CraftedClarity-gler.

CraftedClarity-gler í innanrými.

Notkun CraftedClarity-glers gefur innanrýminu glæsilegt yfirbragð og skemmtilega áferð. Gírskiptirofinn, hljóðstjórnhnappar, iDrive-hnappur og aflrofinn eru kristalklæddir.
Nærmynd af stórum Sky Lounge-þakglugga úr innanrými BMW X6.

Stór Sky Lounge-þakgluggi.

Stór Sky Lounge-þakgluggi skapar tilfinningu fyrir miklu rými yfir daginn og býður upp á stemningslýsingu í myrkri með yfir 15.000 ljóseiningum. Hægt er að stilla stemningslýsinguna á sex mismunandi liti.

NÝJASTA TÆKNI Í NÝJUM BMW X6.

Framtíðin beið eftir þessu.

BMW X6 vísar veginn áreynslulaust: fjölbreytt glæný tækni og eiginleikar sem tryggja hámarksþægindi í hverri ferð. Hugvitssamlegir eiginleikar á borð við stafrænan lykil, glasahaldara með hitastýringu eða 12,3" stjórnskjá með snertistýringu eru þér alltaf innan handar. Professional-afþreyingarkerfi í aftursæti, þægileg sæti með nuddi og loftræstingu og loftpakki tryggja gott framboð afþreyingar og afslöppunar.
Nærmynd af farangursrýmispakka BMW X6.

Farangursrýmispakki.

Farangursrýmispakkinn býður, auk festineta og rennibrauta með skrikvörn í farangursrýminu, upp á sveigjanlegt net sem hægt er að festa á ýmsa króka sem og nota sem innkaupapoka.
Nærmynd af innanrými BMW með áherslu á glasahaldara með hitastýringu.

Glasahaldari með hitastýringu.

Glasahaldarar með hitastýringu á miðstokknum geta kælt eða haldið drykkjum heitum. Hitastýringin er virkjuð með hnöppum vinstra og hægra megin. Stemningslýsingin gefur einnig til kynna hvaða hitastilling er valin (blá fyrir kælingu og rauð fyrir hita).
Sjónlínuskjár í ökumannsrými BMW X6.

BMW-sjónlínuskjár.

BMW-sjónlínuskjár í lit varpar aksturstengdum upplýsingum í sjónlínu ökumannsins til að viðkomandi geti einbeitt sér að fullu að akstrinum. Skjárinn birtir upplýsingar um aksturshraða, leiðsagnarleiðbeiningar, upplýsingar um hraðatakmarkanir og bann við framúrakstri, auk símanúmera- og afþreyingarlista.
BMW Live Professional-ökumannsrými í BMW X6.

BMW Live Professional-ökumannsrými.

BMW Live Professional-ökumannsrými með leiðsögn er búið tveimur gæðaskjáum, 12,3" stjórnskjá með snertistjórnun og stafrænum 12,3" mælaskjá.
Nærmynd af innanrými BMW með áherslu á hátalara.

Bowers & Wilkins Diamond surround-hljóðkerfi.

Bowers & Wilkins Diamond surround-hljóðkerfi með tveimur tígullaga hátíðnihátölurum býður upp á framúrskarandi hljóm í hljóðversgæðum í öllum sætum bílsins. Hárnákvæm uppröðun 20 hátalara, upp á samtals 1500 vött, skilar ógleymanlegum hljóðheimi. Hver hátalari er kallaður fram með sérstakri lýsingu, sem undirstrikar sjónrænt frábær hljómgæði kerfisins.
Nærmynd af innanrými BMW með áherslu á Professional-afþreyingarkerfi í aftursæti.

Professional-afþreyingarkerfi í aftursæti.

Professional-afþreyingarkerfi í aftursæti er búið tveimur 10,2" háskerpulitaskjáum með snertistjórnun, hallastillingu og Blu-ray drifi. Þannig er hægt að nota leiðsögn og internetið á ferðinni (svo lengi sem farsímaáskrift er til staðar). Kerfið er auk þess búið USB-tengi og tengingum fyrir MP3-spilara, leikjatölvur og heyrnartól (líka þráðlausum).
Nærmynd af loftpakkailmefnum fyrir BMW X6.

Loftpakki.

Loftpakkinn samanstendur af ilmefnaúðara og jónunaraðgerð fyrir loft. Hægt er að velja á milli mismunandi ilmefna, öll sérstaklega hönnuð fyrir bílinn. Hægt er að nota tvö í einu eða sitt í hverju lagi.

AKSTURSAÐSTOÐARKERFI OG TENGIMÖGULEIKAR Í BMW X6.

Fremstur í fullkomnun.

Þrátt fyrir allar tæknilausnirnar og búnaðinn, á borð við BMW-sjónlínuskjáinn, er BMW X6 enn með pláss fyrir fjölbreytt úrval aðstoðar- og þjónustukerfa. BMW X6 er búinn öllum nýjustu BMW-aðstoðarkerfunum, svo sem bakkaðstoð eða Professional-akstursaðstoð með stýris- og stefnuaðstoð, t.d. aðstoð á þröngum svæðum, hættuviðvörun og akreinaskynjara með sjálfvirkri hliðarárekstursvörn, sem tryggja hámarksöryggi öllum stundum. Raddstýringareiginleiki BMW Intelligent-aðstoðarkerfisins gerir þér að lokum kleift að einbeita þér að því sem mestu skiptir: ómengaðri akstursánægjunni.
Sjónlínuskjár í ökumannsrými BMW X6.
Connected Music á sjónlínuskjá í ökumannsrými BMW X6.

Connected Music.

Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína hvar sem þú ert. Klassíska tónlist á þjóðveginum, djass á háannatíma og popptónlist á rúntinum. Connected Music gerir þér kleift að straumspila allt að 30 milljónir laga án nokkurra takmarkana, með samstarfi BMW við Spotify, Deezer og Napster, í gegnum SIM-kortið í bílnum.
Ökumaður notar ConnectedDrive-þjónustu BMW X6.

ConnectedDrive-þjónusta.

ConnectedDrive-þjónustan opnar þér dyr að stafrænum heimi BMW. Notaðu forritin í bílnum til að fylgjast með nýjustu fréttum og veðri. ConnectedDrive-þjónustan er grunnpakki sem nauðsynlegur er til að kaupa aðra stafræna þjónustu.
Bílastæðaaðstoð+ á sjónlínuskjá í ökumannsrými BMW X6.

Bílastæðaaðstoð+.

Bílastæðaaðstoð+ auðveldar þér að stýra og leggja bílnum. Kerfið er meðal annars búið umhverfismyndavélakerfi, með ofansýn, víðmynd og ytri sýn í þrívídd, sem og bílastæðaaðstoð til hliðanna, sjálfvirkri fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði, neyðarhemlun, bílastæðakerfi með leiðbeiningarlínum og bakkaðstoð.
Professional-akstursaðstoð á sjónlínuskjá í ökumannsrými BMW X6.

Professional-akstursaðstoð.

Professional-akstursaðstoð býður upp á mestu mögulegu þægindi og hámarksöryggi við hættulegan eða endurtekningasaman akstur með stýrisaðstoð og akreinastýringu, þar á meðal fyrir þröngar aðstæður, neyðarstöðvunaraðstoð, hættuviðvörun, akreinastýringu með virkri vörn gegn hliðarárekstrum og öðrum öryggiseiginleikum.
Maður notar Connected Command úr aftursætinu.

Connected Command.

Viltu hafa einbeita þér að fullu að veginum fram undan? Þá geturðu fært hluta stjórnarinnar yfir til farþeganna. Þetta er einfalt mál með Connected Command. Með BMW Connected-forritinu geta farþegar, með þinni heimild, fengið aðgang að afþreyingar- og leiðsögukerfum. Þeir geta einnig stillt lykilbúnað á borð við loftkælinguna.
Tæknilegar upplýsingar BMW X6

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR BMW X6

Eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.

 • BMW X6 M50i:
  Eldsneytisnotkun í l/100 km (blandaður akstur): 10,7–10,4­
  Losun koltvísýrings í g/km (blandaður akstur): 243–237

  Upplýsingar um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og orkunotkun eru ákvarðaðar í samræmi við staðlað mælingarverklag í reglugerð VO (ESB) 715/2007 í þeirri útgáfu sem var í gildi þegar gerðarviðurkenning fór fram. Tölurnar eiga við um bíl í grunnútfærslu í Þýskalandi og í birtu drægi er tillit tekið til aukabúnaðar og ólíkra felgu- og hjólbarðastærða sem eru í boði fyrir valda gerð.

  Nánari upplýsingar um opinbera tölfræði hvað varðar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern, Þýskalandi og á https://www.dat.de/co2

  Gildin byggjast á nýrri reglugerð WLTP og eru endurreiknuð yfir í gildi í samræmi við NEDC til að tryggja eðlilegan samanburð á milli þessara ökutækja. Hvað varðar ökutækjaskatta eða önnur gjöld sem byggjast (a.m.k. að einhverju leyti) á losun koltvísýrings kunna losunargildi koltvísýrings að vera önnur en hér koma fram.