Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.

BMW CONCEPT XM.

BMW CONCEPT XM.
BMW Concept bílar
TJÁNINGARRÍKUR: TEYGIR SIG ÚT FYRIR ALLAR VENJUR OG HEFÐIR.
Ytra byrði BMW Concept XM.
Áberandi, kraftmikill og með sterkan karakter – ytra byrðið myndar tjáningarríkar útlínur sem kalla á athygli. Fagurlega mótað yfirborð og áberandi línur skapa einstaka hönnun.


ÓTVÍRÆÐUR BMW, EN SAMT ALVEG NÝR: FRAMHLUTINN.
- Ný ásýnd munaðar – nett dagljós og upplýst tvískipt grill með láréttum tvöföldum stöngum í M-stíl.
- Kraftmikið yfirbragð – mótuð, hvelfd vélarhlíf og tvö loftinntök.

AUÐÞEKKJANLEGAR ÚTLÍNUR.
- Óviðjafnanlegt sjálfstæði – langt hjólhaf, kraftmikil hlutföll, tvílitt lakk.
- Kröftugir aksturseiginleikar – nákvæmar útlínur. Stuttar, einkennandi línur undirstrika lipurðina.

ÁBERANDI ÚTLIT: AFTURHLUTINN.
- Kraftmiklar útlínur afturhluta – lágar og sportlegar.
- Byltingarkennd aftursvunta – með tvöföldum sexstrendum M-púströrum.
Á STÓRA SVIÐINU.
TVÍSKIPT GRILL MEÐ ÁTTHYRNDUM ÚTLÍNUM SEM UNDIRSTRIKA BREIDDINA.
EINKENNANDI LJÓS MEÐ MIKINN SVIP.
ÍBURÐARMIKLAR OG ÖFLUGAR 23" FELGUR.
SVÖRT LÍNA SKAPAR STRAUMLÍNULAGAÐA FEGURÐ.
VÖNDUÐ BMW-MERKI SKORIN Í AFTURRÚÐUNA VÍSA Í HINN MARGRÓMAÐA BMW M1.
SEXSTREND PÚSTRÖR MEÐ BYLTINGARKENNDRI LÓÐRÉTTRI UPPRÖÐUN.
BMW CONCEPT XM-MERKI MEÐ NÁKVÆMUM ÚTLÍNUM.

Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) að framan, nærmynd af tvískiptu grilli

Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) að framan, nærmynd af aðalljósum

Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) frá hlið, nærmynd af felgum

Kyrrstæður BMW Concept XM (G09), skásett sjónarhorn frá hlið

Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) að aftan, nærmynd af afturrúðu

Skásett sjónarhorn á kyrrstæðan BMW Concept XM (G09) að aftan, nærmynd af púströrum

Skásett sjónarhorn á kyrrstæðan BMW Concept XM (G09) að aftan, nærmynd af XM-merki
TVÍSKIPT GRILL MEÐ ÁTTHYRNDUM ÚTLÍNUM SEM UNDIRSTRIKA BREIDDINA.
EINKENNANDI LJÓS MEÐ MIKINN SVIP.
ÍBURÐARMIKLAR OG ÖFLUGAR 23" FELGUR.
SVÖRT LÍNA SKAPAR STRAUMLÍNULAGAÐA FEGURÐ.
VÖNDUÐ BMW-MERKI SKORIN Í AFTURRÚÐUNA VÍSA Í HINN MARGRÓMAÐA BMW M1.
SEXSTREND PÚSTRÖR MEÐ BYLTINGARKENNDRI LÓÐRÉTTRI UPPRÖÐUN.
BMW CONCEPT XM-MERKI MEÐ NÁKVÆMUM ÚTLÍNUM.
RÍKULEGUR OG GLÆSILEGUR.
Innanrými BMW Concept XM.
Efni í hæsta gæðaflokki á borð við leður, flauel og koltrefjar. Að framan er áherslan á ökumanninn en M Lounge-afturhlutinn býður upp á ríkuleg þægindi – BMW M og einstakur lúxus þýðir að hér er á ferðinni alveg ný upplifun.


ÁHERSLA Á ÖKUMANN OG FYRSTA FLOKKS TÆKNI.
- Áhersla á afköst – ökumaðurinn er í aðalhlutverki. Hönnun og efni mynda brú milli munaðar og öflugra afkasta.
- M-einkennin eru aldrei langt undan – sveigður BMW-skjár, BMW M ID 8-notandaviðmót, nýtt BMW iDrive.

RÍKULEGUR MUNAÐUR AFTUR Í.
- M Lounge – afslappað en íburðarmikið athvarf. Efni í hæsta gæðaflokki, áhrifamiklir yfirborðsfletir og gullfalleg smáatriði.
- Sportsæti og bekkur, leður og flauel – hvíldarstaður sem er í senn áberandi og einstakur.

UPPLÝST LOFTKLÆÐNING MEÐ ÞRÍVÍDDARMYNSTRI.
- Eins og listaverk – loftklæðningin með þrívíddarmynstri, óbein lýsing frá hlið.
- Sýning á öllum eiginleikum – stemningslýsing í BMW M-litunum þremur.
BAKSVIÐS.
UPPLÝST LOFTKLÆÐNING MEÐ ÞRÍVÍDDARMYNSTRI OG STEMNINGSLÝSINGU.
ÖKUMAÐURINN ER AÐALATRIÐIÐ.
FYRSTA FLOKKS TÆKNI MEÐ SVEIGÐUM BMW-SKJÁ.
LÚXUSGRIÐASTAÐUR Í DJÚPGRÆNUM LIT.

Innanrými BMW Concept XM (G09) frá hlið, nærmynd af loftklæðningu

Innanrými BMW Concept XM (G09) frá hlið, sjónarhorn ökumanns

Ökumannsrými BMW Concept XM (G09), nærmynd af sveigðum BMW-skjá

Innanrými BMW Concept XM (G09) að aftan, nærmynd
UPPLÝST LOFTKLÆÐNING MEÐ ÞRÍVÍDDARMYNSTRI OG STEMNINGSLÝSINGU.
ÖKUMAÐURINN ER AÐALATRIÐIÐ.
FYRSTA FLOKKS TÆKNI MEÐ SVEIGÐUM BMW-SKJÁ.
LÚXUSGRIÐASTAÐUR Í DJÚPGRÆNUM LIT.
ÓVIÐJAFNANLEGT RAFMAGNAÐ AFL M.
Tæknin í BMW Concept XM.
Fyrsta öfluga rafknúna BMW M-gerðin.


M HYBRID.
Rafknúinn akstur og ný gerð af V8-vél – óviðjafnanlegir aksturseiginleikar, einnig á langferðum. Hljóðlátur og útblásturslaus innanbæjarakstur.

AFL – ALLT AÐ 552 kW (750 HÖ.).
Óviðjafnanlegt rafmagnað afl M – allt að 552 kW (750 hö.) og 1000 Nm. Aksturseiginleikar, lipurð og nákvæmni fyrstu öflugu rafknúnu BMW M-gerðarinnar tryggja hina tilfinningaríku upplifun sem einkennir M.

DRÆGI.
M Hybrid – tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og mikið drægi. Stutt áfyllingarstopp er það eina sem þarf til að halda strax áfram í lengri ferð. Allt að 80 km rafmagnsdrægi veitir einnig hljóðlátan og útblásturslausan aðgang að svæðum innan borga þar sem takmarkanir gilda.