Skásett sjónarhorn á framhluta BMW Concept XM (G09)

BMW CONCEPT XM.

BMW M
BMW CONCEPT XM.

NÝR OG BYLTINGARKENNDUR: CONCEPT XM.

Skásett sjónarhorn á framhluta á kyrrstæðum BMW Concept XM (G09)

BMW M kynnir nýjan og byltingarkenndan hugmyndabíl, BMW Concept XM:

 • Óviðjafnanleg afkastageta M
 • Svipmikil hönnun
 • Geislandi af munaði
 • Rafmagnaður
 • Sérhannaður af BMW M

TJÁNINGARRÍKUR: TEYGIR SIG ÚT FYRIR ALLAR VENJUR OG HEFÐIR.

Ytra byrði BMW Concept XM.

Áberandi, kraftmikill og með sterkan karakter – ytra byrðið myndar tjáningarríkar útlínur sem kalla á athygli. Fagurlega mótað yfirborð og áberandi línur skapa einstaka hönnun.
Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) frá hlið
Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) að framan

ÓTVÍRÆÐUR BMW, EN SAMT ALVEG NÝR: FRAMHLUTINN.

 • Ný ásýnd munaðar – nett dagljós og upplýst tvískipt grill með láréttum tvöföldum stöngum í M-stíl.
 • Kraftmikið yfirbragð – mótuð, hvelfd vélarhlíf og tvö loftinntök.
Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) frá hlið

AUÐÞEKKJANLEGAR ÚTLÍNUR.

 • Óviðjafnanlegt sjálfstæði – langt hjólhaf, kraftmikil hlutföll, tvílitt lakk.
 • Kröftugir aksturseiginleikar – nákvæmar útlínur. Stuttar, einkennandi línur undirstrika lipurðina.
Kyrrstæður BMW Concept XM (G09) að aftan

ÁBERANDI ÚTLIT: AFTURHLUTINN.

 • Kraftmiklar útlínur afturhluta – lágar og sportlegar.
 • Byltingarkennd aftursvunta – með tvöföldum sexstrendum M-púströrum.

RÍKULEGUR OG GLÆSILEGUR.

Innanrými BMW Concept XM.

Efni í hæsta gæðaflokki á borð við leður, flauel og koltrefjar. Að framan er áherslan á ökumanninn en M Lounge-afturhlutinn býður upp á ríkuleg þægindi – BMW M og einstakur lúxus þýðir að hér er á ferðinni alveg ný upplifun.
Innanrými BMW Concept XM (G09) með fyrirsætu
Ökumannsrými BMW Concept XM (G09) frá hlið farþegamegin, nærmynd af miðstokki

ÁHERSLA Á ÖKUMANN OG FYRSTA FLOKKS TÆKNI.

 • Áhersla á afköst – ökumaðurinn er í aðalhlutverki. Hönnun og efni mynda brú milli munaðar og öflugra afkasta.
 • M-einkennin eru aldrei langt undan – sveigður BMW-skjár, BMW M ID 8-notandaviðmót, nýtt BMW iDrive.
Innanrými BMW Concept XM (G09) að aftan, nærmynd

RÍKULEGUR MUNAÐUR AFTUR Í.

 • M Lounge – afslappað en íburðarmikið athvarf. Efni í hæsta gæðaflokki, áhrifamiklir yfirborðsfletir og gullfalleg smáatriði.
 • Sportsæti og bekkur, leður og flauel – hvíldarstaður sem er í senn áberandi og einstakur.
Innanrými BMW Concept XM (G09) frá hlið, nærmynd af loftklæðningu

UPPLÝST LOFTKLÆÐNING MEÐ ÞRÍVÍDDARMYNSTRI.

 • Eins og listaverk – loftklæðningin með þrívíddarmynstri, óbein lýsing frá hlið.
 • Sýning á öllum eiginleikum – stemningslýsing í BMW M-litunum þremur.

INNANRÝMIÐ Á MYNDBANDI.

Ökumannsrými BMW Concept XM (G09), nærmynd af stýri

ÓVIÐJAFNANLEGT RAFMAGNAÐ AFL M.

Tæknin í BMW Concept XM.

Fyrsta öfluga rafknúna BMW M-gerðin.
Skásett sjónarhorn á framhluta á kyrrstæðum BMW Concept XM (G09)
Skásett sjónarhorn á BMW Concept XM (G09) frá hlið í akstri

M HYBRID.

Rafknúinn akstur og ný gerð af V8-vél – óviðjafnanlegir aksturseiginleikar, einnig á langferðum. Hljóðlátur og útblásturslaus innanbæjarakstur.
BMW Concept XM (G09) að framan í akstri

AFL – ALLT AÐ 552 kW (750 HÖ.).

Óviðjafnanlegt rafmagnað afl M – allt að 552 kW (750 hö.) og 1000 Nm. Aksturseiginleikar, lipurð og nákvæmni fyrstu öflugu rafknúnu BMW M-gerðarinnar tryggja hina tilfinningaríku upplifun sem einkennir M.
Skásett sjónarhorn á BMW Concept XM (G09) að aftan í akstri

DRÆGI.

M Hybrid – tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og mikið drægi. Stutt áfyllingarstopp er það eina sem þarf til að halda strax áfram í lengri ferð. Allt að 80 km rafmagnsdrægi veitir einnig hljóðlátan og útblásturslausan aðgang að svæðum innan borga þar sem takmarkanir gilda.
Skásett sjónarhorn á BMW Concept XM (G09) að framan í akstri

HEFURÐU ÁHUGA Á NÝJUM BMW CONCEPT XM?

Fáðu frekari upplýsingar um BMW Concept XM, forsmekkinn að BMW XM frá BMW M GmbH áður en hann fer í framleiðslu í árslok 2022.

FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR UM RAFKNÚINN AKSTUR HJÁ BMW.

Skásett sjónarhorn á framhluta BMW-tengiltvinnbíls ofan frá

ÞAÐ BESTA ÚR TVEIMUR HEIMUM.

Tengiltvinnbílar frá BMW tryggja hámarkssveigjanleika með bensínvél og rafmótor. Kynnstu heimi tengiltvinnbílanna frá BMW.
Nærmynd af BMW í hleðslu

FULLA FERÐ ÁFRAM.

Hvort sem þú ert að hlaða á ferðinni, heima eða í vinnunni – óháð því hvar þú ert og hvað þú ert að skipuleggja – bjóðum við þér upp á hleðslulausn fyrir heimilið eða vinnustaðinn sem hentar þínum þörfum með BMW Charging og sístækkandi neti hleðslustöðva.